Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 14
14 TlMINN Föstudagur 21. júni 1974 annan félagsskap en fuglana og öldurnar. Tárin runnu niður vanga hans, þar sem hann stóð þarna og sagði f rá, haífvegis við Svölu, hálfvegis við sjálfan sig. — Og nú er ég að fara til Reykjavíkur. Það var vilji hans, hann var alltaf að hugsa um aðra. Hann sagði, að útgerðin yrði að halda áfram, hinna mannanna vegna. Mér væri sama, þótf það kæmi ekki f iskur f ramar úr sjó. En það skiptir víst ekki máli. Hvað hefur það í för með sér? Við lifum og deyjum, en hvers vegna? Ég skil ekki tilganginn með heimi, þar sem svona nokkuð getur gerzt. En það stoðar ekkert að tala um það. Það má enginn vita, hvar hann er. — Minntist hann á mig? spurði Svala, og rödd hennar skaut Jónasi skelk í bringu, jaf n f jarræn og hún var. — Já, hann talaði mikið um þig. Hann sagði, að ég ætti aðsegja þér það. Ég vildi það ekki, en hann sagði mér að segja þér það. Jæja, ég verð að fara að koma mér til Reykjavíkur — og vertu sæl! Það veit enginn, hvað fyrir kann að koma í þessum heimi. Nei, sannarlega ekki. En það stoðar vist ekkert að tala um það. Hún fylgdi honum til dyra, en fór síðan upp í herbergi sitt, læsti dyrunum og settist við gluggann. Þannig var þetta þá. Hræðilegustu örlög, sem gátu dunið á nokkrum manni, höfðu dunið á Eiriki, — en hann hafði ekki svikið hana. I hennar augum var það eins og sólarbirta yfir ömurlegum f jöllum. Allur heimurinn var ömulegur í hennar augum, en sólin skein eftir sem áður. Hún stóð á fætur og gekk f ram og aftur. Hún var rjóð í kinnum og augu hennar Ijómuðu. Einstaka sinnum nam hún staðar við gluggann og leit út yf ir f jöllin og dalinn í nánd. Hver einstakur hlutur festist í vitund hennar. Hún stóð frammi fyrir eyðileggingu hugarheims síns og framtiðarvona, og þurfti að taka ákvörðun í erfiðasta vandamáli, sem nokkru sinni hafði verið lagt fyrir konu. Hvað átti hún að gera? Hvernig átti hún að bregðast við? Um þetta spurði hún sjálfa sig ekki andartak. Þetta vandamál kringumstæðnanna, sem örlögin höfðu sett upp fyrir hana til lausnar, hafði ástin aðeins litið sem snöggvast á, bögglað það síðan saman og hent því sem afgreiddu. Hún gekk út úr húsinu og upp í dalinn. Henni var nauð- synlegt að vera á hreyfingu, þangað til að þvi kæmi að hefjast handa. Hún gekk framhjá húsi Ólafs Guðmundssonar, laxa- stíflunum og mosaklæddri hraunbreiðunni, þar sem hún hafði sofið forðum. Drangurinn var þarna ennþá, fuglarnir görguðu, áin hoppaði og spriklaði, og kletta- virkin horfðu niður á hana eins og daginn, þegar hún vaknaði, og Eiríkur laut yfir hana. Hún nam andartak staðar, eins og hún stanzaði við gröf. Síðan hélt hún áfram inn í dalinn. Stefán tók ekki eftir neinni breytingu hjá Svölu, þegar þau snæddu kvöldverðinn. Það brá enn fyrir daufum roða í kinnum hennar, og hún var utan við sig, en þess konar smámunum tók hann ekki eftir. Flutningsgjöldin höfðu verið hækkuð, og sendingin með Ingólfi hafði kost- að hann krónu meira en áður. í hans augum var það ekki Guf uskipafélaginu, heldur stjórninni og danskinum að kenna, að hann hafði orðið fyrir þessum aukaútgjöldum, og hann hélt langan fyrir- lestur yfir Svölu um harðræði dansksins. En naumast voru nokkur orð töluð fyrir jafn daufum eyrum. Þegar hún bauð honum góða nótt, kyssti hún hann eins og vanalega, og þegar hún var að fara út úr stofunni, sneri hún við og kyssti hann aftur, í þetta skipti á ennið. Þannig hafði hún líka kysst hann kvöldið áður en hún fór til Kaupmannahafnar til að f inna frænku sína. I hennar augum hafði Kaupmannahöf n verið svo óralangt í burtu, að litlar líkur væru til þess, að maður kæmi heim aftur. Niðri í forstof unni hikaði hún andartak, en svo fór hún í gegnum eldhúsið út i garðinn. Hún gekk að kofa Helga og tók refinn upp. Eittandartak hélt hún honum í faðmi sér, en svo f ór hún inn og upp í herbergi sitt. Klukkan var níu, og þar sem hún sat við skrifborðið sitt, heyrði hún strákana leika sér og kalla fyrir utan. Hún heyrði líka í ánni og stöku garg i mávi, sem kominn var á land upp. Hún opnaði efstu skúffuna og tók upp nokkur bréf, sem bundin voru saman með snúru. Þetta voru gömul bréf, sem móðir hennar hafði skrifað föður hennar. Hún stakk þeim inn á sig og hélt áf ram að rann- saka skúff una. Þar var ekkert sérstakt, nokkur bréf f rá frænku hennar og vinkonum í Kaupmannahöfn. Svala lagði þau aftur niður í skúffuna og lokaði henn- ir. Undirbúningnum var lokið, og hún lagðist útaf í rúm- ið, og starði f ram f yrir sig galopnum augum á veggfóðr- ið. Hún heyrði skarkalann í strákunum dvína, er þeir hlupu heimleiðis. Flóðið kom í veg fyrir, að hún kæmist út i höfnina fyrr en eftir klukkan tólf. Hún varð að bíða í tvær stundir, og örmagna eftir atburði dagsins féll hún í svefn. X. Konuhefnd Það var komiðfram yfir miðnætti, þegar hún vaknaði. Hún reis upp í rúminu og leit á litla klukkuna á nátt- borðinu. Hún setti hattinn á sig, og eftir að hafa litið einu sinni enn í kringum sig á þessum stað, sem hún hafði þekkt frá bernsku, gekk hún út úr herberginu. Hún fór út um aðaldyrnar og lokaði þeim hljóðlega á HVELLi G E I R I D R E K I illll iiil Föstudagur 21.júní 7.00 Morgunútvarp Spjallað við bændurkl. 10.Ö5. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Slödegissagan: Úr endurminningum Manner- heimsSveinn Asgeirsson les þýðingu sina (2). 15.00 Miödegistónleikar: Frá sænska útvarpinu.Sinfóniu- hljómsveit sænska útvarps- ins leikur, Stjórnandi: Sten Frykberg. Einleikari: Grete Erikson. a. „Sinfónia piccola” eftir Kurt Atter- ber. b. „Sonata per piano- forte” eftir Ingvar Lind- holm. c. „Þjóðdansar frá Rúmeniu” eftir Béla Bar- tók. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphorniö. 17.10 Tónleikar. 17.30 í Noröur-Ameriku austanveröri. Þóroddur Guðmundsson skáld flytur ferðaþætti (8). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veburfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurt og svaraö.Guðrún Guðlaugsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Frá tónleikum i Selfoss- kirkju 26. aprilltalski orgel- snillingurinn Fernando Germani leikur verk eftir Johann Sebastian Bach. a. Tokkata og fúga (dorisk) b. „Schmucke Dich, o liebe Seele”, sálmaforleikur. c. Sónata nr. 5 i C-dúr. d. Tokkata, adagio og fúga i C- dúr. 21.05 Búnaöarþáttur: Úr heimahögum. Sigurður Snorrason bóndi á Gils- bakka I Borgarfirði segir frá i viðtali við Gisla Kristjánsson ritstjóra. 21.30 Útvarpssagan: „Gatsby hinn mikii” eftir Francis Scott Fitzgerald. Atli Magnússon les þýðingu sina (6). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Frá lista- hátiö: Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar Islands i Laugardalshöll fyrr um kvöldið. Hljómsveitar- stjóri: Viadimir Asjkenasý Einsöngvari: Renata Te- baldi a. Sinfónia nr. 8 i G- dúr op. 88 eftir Antonin Dvorák. b. Ariur eftir Sarti, Mozart, Mascagni og Puccini. c. „Rómeó og Júlia”, forleikur eftir Tsjai- kovský. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. IIIHlili Föstudagur 21. júni 20.00 Fréttir 20.25 Veöur og auglýsingar 20.30 Lögregluforinginn Þýskur sakamálamynda- flokkur. Hver myrti frú Klett? Þýðandi Briet Héðinsdóttir. 21.25 Atökin á Norður-trlandi • Siðari hluti. Mótmælendur i Belfast. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 1 þessum hluta myndarinnar eru vandamálin skoðuð frá sjónarhóli mótmælenda og rætt við nokkra þeirra um ástandið og leiðir til úrbóta. 21.50 íþróttir Knattspyrnu- myndir og iþróttafréttir. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Dagskráriok óákveðin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.