Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 6
6 TtMINN Föstudagur 21. júnl 1S74 © Atvinnulíf Þaö fór ekki aö rætast úr þessu fyrr en upp úr 1971. Um langt árabil haföi ekkert verið byggt, sem heitið gæti, þar til árin 1972 og 1973, að kviknuð var aftur trú á það, að fé væri ekki á glæ kastað, þótt byggt væri hér i kauptúninu. Þessi ár var komið upp tiu ibúðum. 1 sumar hefur eitt hús verið endurbyggt, og ég vonast til, að byrjað verði á einu til tveimur einbýlishúsum, og auk þess hefji hreppsfélagið byggingu einnar blokkar, tveggja stigahúsa með fjórum ibúðum. Arin 1960-71 fór fólki hér á Vestfjörðum fækkandi, en nú held ég, að straumurinn liggi frekar út á land heldur en hitt, og síðasta ár gerðist það, sem okkur þykir fréttnæmt, að fólki fjölgaði á Vestfjörðum frekar en hitt. Það er þó i áttina — já, ég segi hreinustu gleðitiðindi. Viö viljum um- fram allt, að þessi blómgun byggðarlaganna haldi áfram, og finnst nú, að ekki muni standa á fólki að flytjast til okkar, ef ekki brysti húsnæði. Þetta ber að þakka, en þar með er ekki sagt að ekki mætti gera ennþá betur. En það get- ur verið miklu tapað, ef snúið verður af þeirri braut, sem farin hefur verið siðustu árin. Við viljum umfram allt, að þessari atvinnueflingu verði haldið áfram. Hér heima á Flateyri er heldur lægð þessa stundina, þvi að menn hafa verið að Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila ó söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimild i lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt fyrir janúar—marz 1974, og nýálagð- an söluskatt frá fyrri tima, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum van- greiddu gjöldum, ásamt áföllnum dráttar- vöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja kom- ast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn i Reykjavík, 18. júni 1974, Sigurjón Sigurðsson. flóttinn alveg úr sögunni, og aukningin hefur verið jöfn upp á siðkastið, mest seinustu tvö árin. Þannig komst Jón Alfreös- son, kaupfélagsstjóri á Hólmavik, að orði, þegar við ræddum við hann um atvinnu- ástandiö á Hólmavik. — Það hefur verið byggt til- tölulega mikið hérna upp á slökastið, þetta 3-4 ibúðarhús á ári. 1 fyrra lukum við við endurbyggingu á sláturhúsi kaupfélagsins, og erum að vinna viö frystihúsið núna. —' Þannig að það er nóg at- vinna hjá ykkur á Hólmavik? — Já, það er næg vinna hjá karlmönnum. Okkur vantar meira að segja karlmenn til starfa, en það þýðir nú vist litiö um það að tala. Það fjölgar bara ekki nóg hjá okkur, þótt fólksflóttinn sé úr sögunni. Hitt er annað mál, að það koma dauðir timar hjá kvenfólkinu, og erfitt úr að bæta. — Hvernig var vertiöin hjá ykkur? — Þetta var ágætisvertið á rækjunni, það eru gerðir 9 bát- ar út héöan, og eins og ég sagði, þá skapa þeir góða vinnu I landi. Þetta eru nú ekki stórir bátar, en færaveiðin hefur verið góð i vor. — Svo að afkoman er góð hjá mönnum á Hólmavik? — Já, seinustu árin hefur af- koman verið ágæt, og við von- um, að svo megi halda áfram. BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ T.d. vélar, girkassar, drif i Benz ’59-’64, Opel ’62-’66, Moskvitch ’59-’69, Vauxhall Viva, Vauxhall Victor, og flest annað i eldri teg. bila, t.d. hurðir og boddihlutir i miklu úrvali. Ýmislegt i jeppa. BÍLAPARTASALAN > Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 laugardaga. þrifa og mála bátana eftir vertiöina, og þess vegna borizt tiltölulega litið hráefni I frysti- húsiö. En úr þessu rætist að ég vona, þegar kemur fram á sumarið. A næstu misserum gerum við ráð fyrir aö fá hingað norskan skuttogara, og ég veit ekki betur en það sé verið aö semja um þaö þessa daga þegar hann er kominn, verður örugglega kappnóg að gera handa öllum, sem vettlingi geta valdið. Það hefur sýnt sig hér I kringum okkur, hvilik lyfti- stöng þessir nýju togarar eru. Þannig er það á Þingeyri til dæmis, þar sem manni skilst, að allt hafi þanizt út. Sums staðar kvað fólk jafnvel kvarta undan, að of mikið sé að gera. En þegar valið er á milli atvinnuleysis, eins og rikti svo viða fyrir aðeins örfáum árum, eða mikillar og stöðugrar vinnu eins og nú er svoaðsegja alls staðar — ja, hver er þá I vafa, hvort hann kýs? Ágæt afkoma seinustu árin — Hérna á Hólamvik er fólks- Ungmennafélagar - Ungmennafélagar UMFÍ efnir til hópferðar til Noregs ef næg þátttaka fæst. Ferðin verður um miðjan júli og er áætlað að dvelja i Noregi 8-10 daga ýmist i tjöld- um eða hótelum. Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig fyrir 29. júni i sima 14713. Ódýr ferð. Ungmennafélag íslands. Orlofskonur Suður- Þingeyjarsýslu ATGUGIÐ! — 4ra daga orlofsferð yfir Sprengisand verður farin 13. ágúst. Einnig 7 daga orlofsdvöl að Laugalandi siðustu viku ágústmánaðar. Tilkynnið þátttöku og fáiö upplýsingar hjá forstööukonum kvenfélaganna fyrir 1. júli n.k. Upplýsingar fyrir Húsavikurkaupstað gefur Bergþóra Bjarnadóttir. Orlofsstjórn húsmæðra Suður-Þingeyjarsýslu. Mötuneytisróðskona STÓRUTJARNASKÓLI, S-ÞING, óskar að ráða ráðskonu i mötuneyti skólans frá 1. sept. n.k. Fjöldi kostgangara er um 120 manns, og er æskilegt að viðkomandi hafi góða menntun og/eða starfsreynslu við hliðstæð störf. Æskilegt væri, að umsækjandi gæti tekið að sér nokkurra tima kennslu á viku I hússtjórn og mat- reiðslu. Góðlaun, og miklir atvinnumöguleikar á staðnum fyrir hugsanlegan maka. Starfinu fylgir rúmgóð einstakl- ingsibúö, sem hægt er að nota eins fyrir barnlaus hjón eöa e.t.v. hjón með 1 barn. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri Viktor A. Guölaugs- son, simi um Fosshól, S-Þing, sem jafnframt veröur til viðtals föstudaginn 21. mai kl 17-19 og laugardaginn 22. mal kl. 13.00-15.00 á Hótel Esju herbergi nr. 510, simi 82200. Umsóknarfrestur er tii l.júli n.k. Auglýsing frá Lánasjóði ísl. námsmanna vegna veitingar sumarlána til námsmanna á lokastigi náms Námsmönnum á lokastigi náms (við prófundirbúning, prófverkefni o.þ.h.) gefst kostur á að sækja um sumarlán, fyrir þá mánuði, er sumarleyfi stendur yfir, enda vinni þeir að námi sinu þann tima, er lánið nær til og flýti námslokum sem þvi nemur. Umsóknareyðublöð fást afhent á skrif- stofu Lánasjóðsins að Hverfisgötu 21, Reykjavik og i sendiráðum Islands er- lendis. Þeir námsmenn eða umboðsmenn námsmanna erlendis, sem sækja vilja um sumarlán eru beðnir að snúa sér til skrif- stofu sjóðsins fyrir 4. júlí n.k. Reykjavik, 20. júni 1974 Lánasjóður isl. námsmanna. Tilkynning um breyttan afgreiðslutíma póstþjónustunnar í Reykjavík Afgreiðslutimar póstútibúa borgarinnar breytast á þann veg um næstu helgi, að þeim verður lokað á laugardögum, nema afgreiðslu útibúsins i Umferðarmiðstöð- inni. Hún verður opin á laugardögum sem fyrr frá kl. 14-19.30. Ennfremur verður Tollpóststofunni i Hafnarhúsinu lokað sömu daga. Engin breyting verður á afgreiðslutima aðalpósthússins, Pósthússtræti 5 né Bögglapóststofunni i Hafnarhvoli. Hann verður á laugardögum sem áður frá kl. 9-12. Póstmeistarinn i Reykjavik. Skrifstofustarf Skrifstofustarf hjá embætti flugmála- stjóra er laust til umsóknar. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu flugmála- stjóra á Reykjavikurflugvelli fyrir 1. júli n.k. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Flugmálastjórinn Agnar Kofoed-Hansen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.