Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 17
Föstudagur 21. júni 1974 TÍMINN 17 HM WORLDCUP fréttir Barizt upp á líf og dauða Aftökupallurinn er tilbúinn... Nú hafa verið leiknar tvær umferðir í öllum riðlum HM keppninnar. Eftir þessar tvær umferðir er það orðið Ijóst, að V- Þýzkalandog Pólland hafa unnið sér rétt til að keppa í áttaliða-úrslitunum. Hver hin löndin verða, er ekki Ijóst fyrr en eftir síðustu umferð í riðlunum, sem leikin verður á laugardag og sunnudag. 1 fyrsta riöli hefur V-Þýzkaland komizt áfram, en Chile og A- Þýzkaland berjast um lausa sæt- ið. A-Þýzkaland veröur að ná stigi af V-Þýzkalandi til þess að vera öruggt um áframhald i keppninni. Ef þeir hins vegar tapa, þá verða Chilemenn að vinna Astraliu með þriggja marka mun, til þess að vera öruggir áfram. I öðrum riðli eru Brasiliumenn * Zaire, Haiti og Astralía hafa nú þegar lent í gálganum. Böðullinn bíður nú spenntur — 5 dauðadómar kveðnir upp um helgina komnir áfram, ef þeir vinna Zaire 3-0, eða meira. Það ætti að vera létt verk fyrir þá. Skotland þarf svo að vinna Júgóslaviu til þess að komast áfram, jafntefli eða tap Skota hleypir Júgóslövum i úrslitin. Þriðji riðill keppninnar virðist vera sá jafnasti, eins og fyrir- fram var búizt við. Hollendingar eru greinilega sterkastir þar, en eins og staðan er nú i riðlinum geta öll liðin komizt áfram, og eins eiga öll það á hættu að þurfa að fara heim fyrir úrslitakeppn- ina. Uruguaymenn standa greini- lega lakast að vigi eins og er, en ekki er öll von úti fyrir þá enn. A sunnudaginn keppa Holland gegn Búlgariu og Sviþjóð gegn Uruguay. Staðan i riðlinum er nú svona: 1. Holland 2. Búlgaria 3. Sviþjóð 4. Uruguay 2:0 3 st. 1:1 2 st. 0:0 2 st. 1:3 1 st. SCHÖN...sést hér á æfingu ásamt Overath og Netzer. Schön hefur strangan aga — V-Þjóðver|ar lokaðir inni í æfingabúðum. Leikmenn óánægðir TALSVERÐUR urgur er nú i v-þýzka liðinu. Stafar það af þvi, aö þeir verða að hafast viö i æfingabúðum i Malenta á milli leikja. Beckenbauer sagði i gær, aö á milli leikja vildu leikmennirnir vera heima hjá fjölskyidum sinum, en ekki lokaðir inni I æfingabúöum og verða að hlita þar ströngum aga. Helmut Schon sagði um þetta, að hann yrði að hafa leikmennina hjá sér milli Ieikja, til þess að útfæra þá „taktik”, sem nota á I næstu leikjum. Er þetta orðið talsvert hitamál milli hans og leikmannanna. Ó.O Ef Búlgaria vinnur Holland t.d. 2-0 og Uruguay vinnur Sviþjóð með sömu markatölu, þá fara Búlgaria og Uruguay áfram. Hol- land getur farið áfram ásamt Uruguay eða Búlgariu, eða Svi- þjóð. Búlgaria getur farið áfram ásamt Sviþjóð eða Uruguay. Einu löndin, sem ekki geta komizt áfram — saman — eru Uruguay og Sviþjóð. 1 fjórða riðli er Pólland öruggt i undanúrslit, en Italia þarf a.m.k. að gera jafntefli við Pólverja á sunnudaginn til þess að komast áfram. Ef ítalia tapar, þá kemst Argentina mjög liklega áfram, þeir þurfa þá aðeins að vinna Haiti með þriggja marka mun. Nú hafa verið leiknir 16 leikir i HM keppninni og ennþá hefur ekkert Evrópuliðanna tapað leik, og eins hefur ekkert liðanna utan Evrópu unnið leik. Sýnir þetta bezt að Evrópuliðin eru á heima- velli i þessari keppni. T.d. fylgir hollenzka liðinu áhorfendaskari, sem telur 30000 manns. Alls hafa verið skoruð 41 mark i þessum 16leikjum. 1 fyrsta riðli 8, i öðrum riðli 11, i þriðja riðli 4 og i fjórða riðli 18. Lið Astraliu, Braziliu, Zaire og Sviþjóðar hafa enn ekki skorað mark. Flest mörk hafa Pólverjar skorað, 10, þar af þeir Lato og Szarmach 4 hvor. Þau lið, sem eru örugglega fallin úr keppni, eru lið Astraliu, Zaire og Haiti. Eftir að úrslit liggja fyrir um helgina, verður hægt að segja, hvaða lið keppa saman i fyrstu umferð undanúrslitanna. Ó.O. ,,Við ætlum að mæta til leiks" — segja leikmenn Zaire, en þeir mæta Brasilíumönnum á morgun Það gengu um það sögusagnir í Frankfurt i gær, aö Zaire myndi ekki mæta til ieiks á móti Brasiliu á morgun. Ástæðan á að vera sú, að þeir vilji ekki taka áhættu á að fá aðra eins útreið og á móti Júgóslaviu, er þeir töpuðu 0-9. Reglur FIFA um þetta eru þær, að ef lið mætir ekki til leiks, þá fá mótherjarnir bæði stigin og 2:0 I markatölu. Ef Júgóslavia og Skotland gera þá marklaust jafn- tefli, verða Skotar og Brasiliu- menn meö sömu markatölu, og kasta yrði þá upp pening, til þess að úrskurða annað liðið áfram. Zairemenn mótmæla þessum sögusögnum og segjast ætla að mæta til leiks. O.O. WORLD CUP[S ★ Sló Bremner Rivelino (Brasiliu) var heppinn að verða ekki sá fjórði, sem fékk að sjá rauða spjaldið á HM, i leiknum á móti Skotum. i leiknum sló hann Billy Bremner en dóm- arinn gerði ekkert i málinu. Eftir leikinn sagði Willie Ormond, þjálfari Skota, aö hann hefði alltaf haft mikið álit á Rivelino, en það álit hafi rokiö út I veður og vind er hann sá hann gera þetta. IAIM74 Ekki unnið leik Búlgaria hefur nú leikið 11 leiki I úrslitakeppnum HM I gegnum árin og ennþá hefur þeim ekki tekizt að vinna leik. Minnstu munaði, að þeim tækist að vinna Uruguay á miðvikudaginn, en Uruguay- menn jöfnuðu, þegar 3 minútur voru til leiksloka. Markhæstu menn: 4 Lato, Pollandi 4 Szarmach, Póllandi 3 Dajevie, Júgóslaviu 2 Rep, Hollandi 1 Breitner, V-Þýzkalandi 1 Streich, A-Þýzkalandi 1 Lorimer, Skotlandi 1 Pzajie, Júgóslaviu 1 Katalinski, Júgóslaviu 1 Jordan, Skotlandi 1 Surjak, Júgóslaviu 1 Bogievie, Júgóslaviu 1 Oblak, Júgóslaviu 1 Pethovie, Júgóslaviu 1 Sannou, Haiti 1 Rivera, ítaliu 1 Heredia, Argentinu 1 Benetti, italiu 1 Anastasi, italiu 1 Babington, Argentinu 1 Overath, V-Þýzkalandi 1 Cullmann, V-Þýzkalandi 1 Muller, V-Þýzkalandi 1 Akumada, Chile 1 Hoffmann, A-Þýzkalandi 1 Deyna, Póllandi 1 Gorgon, Póllandi lllouseman, Argentínu 1 Bonev, Búlgariu 1 Pavoni, Uruguay ¥ Sjálfsmörk: 'Curran, Ástraliu Perfumo, Argentinu. „Við ætlum að vinna" — segir fyrirliði V- Beckenauer, en ha Þýzkalands, nn stjórnar liði sínu á morgun gegn A-Þjóðverjum V-Þjóðverjar ætla að leika með sitt sterkasta lið á móti A- Þjóðverjum á morgun, en ekki nota varamennina eins og talið var, þar sem þeir bafa tryggt sér áfra m haldandi þátttöku. Fyrirliðinn Becken- bauer segir, aö þeir ætli sér að vinna A-Þjóðverja I fyrsta landsleik þessara þjóða, þar sem atvinnumenn keppa. A-Þjóðverjar loka sig fró umheiminum Eftir jafnteflið á móti Chile, hafa A-Þjóöverjar algjörlega lokað sig frá umheiminum og fær ekki nokkur maður að komast inn til þeirra. Ætla þeir meö þessu móti að undirbúa sig undir leikinn á móti V-Þýzkalandi, en meöan allt gekk vel hjá A-Þjóðverjum gat hver sem var gengið unt bú- staði þeirra án þess að athuga- semd væri gerð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.