Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.06.1974, Blaðsíða 9
Föstudagur 21. júni 1974 TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300-18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323— augiýsingasimi 19523. Blaöaprenth.f. __________________ —S Blekkingar AAbl. hrynja til grunna Þess munu fá dæmi, að beitt hafi verið eins miklum talnablekkingum og beinum og óbeinum fölsunum og Mbl. hefur gert undanfarna daga. Á þennan hátt hefur Mbl. þótzt geta sannað óvenju- lega mikla fjárvöntun fjárfestingarsjóða, ein- dæma slæma stöðu rikissjóðs og yfirvofandi gjaldeyrisskort, eða m.ö.o. að rikisstjórnin væri búin að koma öllu i kalda kol. Hér skulu aðeins nefnd nokkur dæmi um þessa blekkingaiðju Mbl.: 1. Mbl. segir stöðu rikissjóðs aldrei hafa verið verri. Sannleikurinn er sá, að hún var betri i mailok siðastl. en i mailok 1971, þegar viðreisn- arstjórnin var að láta af völdum, og hefur Mbl. hingað til ekki átt nein orð til að lýsa þvi, hve góður viðskilnaður hennar hafi verið. 2. Mbl. segir gjaldeyrissjóð þjóðarinnar vera að ganga til þurrðar. Þessi niðurstaða blaðs- ins er fengin á þann hátt, að það sleppir að taka birgðir af útflutningsvörum með i reikninginn, en þær eru nú með allra mesta móti. Sannleik- urinn er sá, að gjaldeyrisstaðan i heild, þegar birgðirnar eru teknar með, hefur batnað um tvo milljarða króna siðan um áramót, og verð- ur það að teljast góð útkoma, þegar þess er gætt, hve mikil verðhækkun hefur orðið á inn- fluttum vörum, t.d. oliunni. 3. Mbl. segir fjárskort byggingarsjóðs og ýmissa fjárfestingarsjóða aldrei hafa verið meiri. Til þess að fá þessar tölur reiknar Mbl. með stórauknum framkvæmdum, eða að öllum umsóknum verði fullnægt, en i annan stað predikar það svo, að draga verði úr fram- kvæmdum, þvi að þenslan sé of mikil. Sann- leikurinn er sá að fjáröflun ýmissa annarra sjóða hefur aukizt verulega að undanförnu, eins og lifeyrissjóðanna, og sama gildir um bundnar innstæður hjá Seðlabankanum. Hér þarf þvi ekki annað en að færa á milli, en Sjálf- stæðisflokkurinn beitti stöðvunarvaldi sinu á nýloknu þingi til að koma i veg fyrir það. Hann ber þvi ábyrgð á timabundnum erfiðleikum f járfestingars jóðanna. Málefni fjárfestingarsjóðanna eru þannig ekki neitt erfitt vandamál, eins og Mbl. vill vera láta. Þar er aðeins um millifærslur að ræða. Vandinn framundan er fólginn i þvi, hvort það tekst að hafa hemil á verðbólgunni. Sjálfstæðisflokkurinn er þögull um það, hvernig hann vill leysa þann vanda. En menn þekkja úrræði hans frá liðnum tima. Það er til þess að draga athyglina frá þeim, sem Mbl. þyrlar upp moldviðri blekkinga og fals- ana. Undanbrögð Gunnars Fátt mun hafa vakið meiri athygli i sjónvarps- umræðunum i fyrrakvöld en það, að Gunnar Thoroddsen vék sér undan að svara þvi, beint, hvort Sjálfstæðisflokkurinn myndi hlita úrskurði Haagdómstólsins, ef hann gengi á móti okkur, en margt bendir til þess, að úrskurðurinn verði kveðinn upp i næsta mánuði. Gunnar sagði þó, að úrskurður dómstólsins væru bindandi. Af þvi geta menn ráðið, á hverju er von, ef úrskurðurinn gengur gegn okkur og Sjálfstæðisflokkurinn fær að ráða viðbrögðum ís- lendinga. Þ.Þ. AAichael Fry, The Scotsman: Verður verðbólgan ítölum að falli? Mikið veltur á því að halda lánstraustinu Miklir efnahagserfiöleikar steöja nú aö ttölum, enda hefur hin aiþjóölegi verö- bóiguvöxtur leikiö þá mjög grátt, en þeir eru mjög háöir innflutningi. Grein sú, sem hér fer á eftir, dregur upp nokkra mynd af ástandinu. Hún er skrifuö um þaö leyti, sem sam- steypustjórn Rumors baöst lausnar en i fyrradag náöist samkonulag um aö halda stjórnarsamstarfinu áfram. Jafnhliöa náöist samkomu- lag um vissar efnahagsráö- stafanir. Vafasamt þykir þó, aö meö þeim sé meira gert en aö tjalda til einnar nætur. SÉ á rökum reist sú tilgáta, aö hrun hins vestræna heims sé I þann veginn aö hefjast, þegar hröpin mata óöaverö- bólguna og stjórnmálaöng- þveitiö hrannast upp hvar- vetna, sýnist liggja i augum uppi, aö Italir séu staðráönir i aö troöa brautina. 1 þessu sambandi má lita i svip á nokkrar tölur. Verö- bólgan eykst nú mun örar á ítaliu en i nokkru öðru aðildarriki Efnahagsbanda- lagsins, eri meöalhækkun neyzluverös er 14,5% á tólf mánuðum. Siöustu þrjá mánuðina hefur hraöi hækk- unarinnar náð 20 af hundraði. Matvöruverð hefur hækkaö örar en allt annað eða um 72 af hundraöi siðan 1970, en hér i Bretlandi en sú hækkun þó ekki nema 55 af hundraði. Laun stiga einnig afar ört og eru nú 29% hærri en árið sem leiö. FRAMLEIÐSLA hefur alls ekki aukizt undangengna þrjá mánuöi, en peningar I umferö hafa aukizt um fjórðung. Viö blasir meiri viöskiptahalli i ár en i nokkru öðru aðildarriki Efnahagsbandalagsins, en hann nam nokkuð yfir 1000 milljónum sterlingspunda fyrsta fjórðung þessa árs. Liran hefir fallið um 18 af hundraöi siöan I febrúar i vetur, aö ákveðið var að láta hana „fljóta”. Gripa verður til gulls og gjaldeyrisforða rikis- ins til þess að greiöa nauðsyn- legar innflutningsvörur, enda gengur ört á þennan foröa. Snemma i þessum mánuði var frá þvi sagt að gjaldeyris- foröinn hefði minnkað um 165 milljónir sterlingspunda i aprilmánuði. RÍKISSTJÓRN Italiu hefur nú sagt af sér. Hún reyndist þess ekki megnug að ráða við efnahagsvandann. Leiðtogar flokkanna, sem að stjórnar- samsteypunni stóðu, tvistiga og geta ekki gert upp við sig, hvort skynsemi i efnahags- málum eða hentisemi og von um stundarhag i stjórnmálum eigi að ráða ferðinni, eins og stjórnmálaleiðtogum hættir yfirleitt til. Þeir vilja ekki sætta sig við það stranga efna- hagsaöhald, sem aðstæðurnar útheimta. Aöalbanki Italiubanka hefur lýst yfir, að ekki megi taka nema „mjög skamman tima” að leysa efnahagsvandann, ef takast eigi að forða frá hruni. Samkvæmt þessu mætti ætla, að frumkvæði stjórnmála- manna geti ekki leitt til lausnar, en að meðaltali hefur tekið um sex vikur að mynda nýja rikisstjórn, og ef efnt yrði til nýrra þingkosninga, þarf að bföa I þrjá mánuði. Stjórnmálaleiðtogum á Italiu virðist ekkert liggja á, Rumor forsætisráðherra. en vandann verður eigi að siöur að leysa skjótlega. Skuggalegar tölur, sem vitna má til um efnahagsástandið á Italiu, eru annað og meira en fræðileg tákn. Til dæmis tákn- ar mjög verulegur halli á við- skiptum við útlönd, áð ein- hvers staðar eru afhentir all- miklir peningar umfram eðli- legar tekjur þjóðarinnar. HALDI svo áfram sem horfir, verður rás viö- burðanna að öllum likindum svipuð þvf, sem gerist þegar einstaklingur eða fyrirtæki veröur gjaldþrota. Sparifé, sem svarar til forða þjóöarinnar, mun smátt og smátt minnka, unz það er til þurrðar gengið. Ekki eru horfur á, að neitt verði gert til þess að lækna meinin, sem óstandinu valda, og þær horfur gefa til kynna, að ekki verði unnt að fá lán er- lendis. Þar kemur, að aðilar ytra synja þeim, sem gjald- þrota er, um hvers konar vöruúttekt. Þegar svo er komiö, kreppir fyrst alvarlega að Itölsku athafnalifi vegna vöntunará oliu, matvælum og nákvæmlega öllu, sem nöfnum tjáir að nefna. RIKJANDI ástand á ítalíu minnir um margt á ástandið á Bretlandi að loknum stjórnar- ferli Verkamannaflokksins 1929-1931. Rikisstjórn Ramseys Mac-Donalds komst ekki af án erlends láns, en bankastjórar I New York neituðu að veita lánið nema stjórnin gerði viðeigandi ráð- stafanir i efnahagsmálum heima fyrir. Mac-Donald hikaði og tvisté, unz ástandið var oröið svo slæmt, að hann komst ekki hjá að ganga að skilyrðunum, sem hann hafði ekki viljað sætta sig við. Italir eru ekki komnir nema spölkorn áleiðis á þessari braut, en framvindan undan- gengnar vikur hefur fært þá óðfluga I áttina. Þeir eru þegarbúnirað þrátta alllengi um skilmála stórláns hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Rikisstjórnin sagði af sér vegna þess, að fulltrúar Sósialistaflokksins neituðu að sætta sig við takmarkanir á lanum til smáatvinnurekenda. Þessi stjórnmálablinda á efnahagsstaðreyndir stuðlar siður en svo að þvi að afla Itölum lánstrausts hjá valda- mönnum i fjármálaheiminum. Þrir möguleikar virðast koma til álita: I FYRSTA lagi, að ítalir teljist þess lánstrausts verðir, að þeir geti samið um lán hjá vinum sinum i Efnahags- bandalaginu, einkum þó Vestur-Þjóðver jum. En Vestur-Þjóðverjar hafa allt á hornum sér vegna þeirra inn- flutningshamla, sem Italir neyddust til að gripa til fyrir tveimur mánuðum. I ÓÐRU lagi gæti kreppu- óttinn gripiðsvo um sig meðal þjóöarinnar, að skjótlega verði mynduð sterk rikis- stjórn, sem gripi til þeirra ströngu efnahagsráðstafana, sem þörf er á til þess að unnt sé að stefna að nýju að stöðug- leika I efnahagsmálum. En þess sjást enn ekki merki, að sliks kreppuótta sé farið að gæta meðal Itala. I ÞRIÐJA lagi gæti komið að haldi einhvers konar sam- komulag milli Kristilegra demókrata, sem farið hafa með stjórn, og Kommúnista- flokksins, með það fyrir augum að fá samvinnu verka- lýðshreyfingarinnar um svip- aðar ráðstafanir og gerðar hafa verið hér i Bretlandi. En slik samvinna yrði tvimæla- laust ævintýralegasti og óráönasti stjórnmálaat- burður, sem gerzt hefur á Italiu allt siðan að Mussolini hrökklaðist frá völdum. Gripi Italir ekki til einhvers af þeim möguleikum, sem hér hafa verið taldir, eða einhvers konar samblands þeirra, standa þeir óðar en liður afar höllum fæti og þá verður ef til vill oröið örskammt fram á barm hengiflugsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.