Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,6 63,9 115,07 115,63 78,62 79,06 10,535 10,597 9,894 10,952 8,453 8,503 0,5799 0,5833 93,65 94,21 GENGI GJALDMIÐLA 15.08.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 109,7388 4 16. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR Aðstandendur Veiðisafnsins skutu tvö hreindýr á Fljótsdalsheiði: D‡rin ver›a stoppu› upp í heilu lagi HREINDÝRAVEIÐAR Hjónin Páll Reynisson og Fríða Magnúsdóttir, í Veiðisafninu á Stokkseyri, skutu tvo hreindýrstarfa á Fljótsdals- heiði í síðustu viku og verða dýrin stoppuð upp í heilu lagi og höfð til sýnis á Veiðisafninu. Reimar Steinar Ásgeirsson, á Egilsstöð- um, mun stoppa dýrin upp og seg- ir hann afar sjaldgæft að íslensk hreindýr séu stoppuð upp í heilu lagi. „Mér vitanlega hefur það að- eins gerst einu sinni eða tvisvar áður,“ segir Reimar. Páll og Fríða höfðu elt hrein- dýrshjörð í rúman sólarhring þeg- ar þau náðu að fella þau dýr sem þau sóttust eftir. „Við skutum hvor sitt dýrið. Í báðum tilfellum var um að ræða 90 kg hornprúða tarfa en þeir voru valdir með sýn- ingargildi í huga en ekki gæði kjötsins. Þetta eru mjög falleg dýr og verðugir fulltrúar íslenska hreindýrastofnsins,“ segir Páll. Á Veiðisafninu eru fyrir tveir uppstoppaðir hreindýrshausar en þar má einnig sjá dýr af erlendum uppruna svo sem hluta af gíraffa og sebrahesti, auk margvíslegra muna er tengjast veiðum. - kk Lítils háttar átök ur›u vi› upphaf brottflutningsins Ísraelskir landnemar á Gaza tókust á vi› hermenn í gær en flá hófst brottflutningur fleirra formlega. Erfi›ur en sögulegur dagur, sag›i Shaul Mofaz, varnarmálará›herra Ísraels. Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, hefur bo›a› til flingkosninga í Palestínu 21. janúar. NEVE DEKALIM, AP Til lítils háttar átaka kom í gær á milli ísraelskra hermanna og landnema á Gaza- ströndinni en þá hófst brottflutn- ingur þeirra frá svæðinu með formlegum hætti. Landnemarnir hafa frest til miðnættis til þess að yfirgefa svæðið af fúsum og frjálsum vilja. „Þetta er erfiður en sögulegur dagur,“ sagði Shaul Mofaz, varn- armálaráðherra Ísraels en í gær tóku hermenn að dreifa útburðar- tilkynningum til íbúa landnema- byggða á Gaza þar sem þeim var gefinn frestur til miðnættis í kvöld að taka föggur sínar og yfir- gefa heimili sín. Hermenn munu svo næstu þrjár vikurnar flytja þá með valdi sem ekki eru farnir á morgun. Þegar hermenn komu að hlið- um Neve Dekalim, stærstu land- nemabyggðarinnar á Gaza, vörn- uðu hundruð landnema þeim vegarins. Hermennirnir reyndu þá að komast inn um annað hlið en þar mættu þeim mótmælend- ur sem brenndu bíldekk, mynd- uðu varnarveggi og tókust jafn- vel á við þá. Bunki af útburðartil- kynningum var hrifsaður af þeim og hann brenndur. Í Morag- byggðinni reyndu íbúar sömu- leiðis að hefta för hermannanna en ekki kom þó til alvarlegra átaka. Þótt íbúar landnemabyggð- anna og stuðningsmenn þeirra hafi mótmælt brottflutningnum kröftuglega í gær er samt talið að þeir muni á endanum gefa sig. Til marks um það hleyptu þeir flutningabílum til og frá svæðun- um í gær sem í voru búslóðir fólks. Þegar hafa 8.500 íbúar svæðisins haft sig á brott. Ariel Sharon telur að brott- flutningurinn auki öryggi Ísraela. Margir telja aftur á móti að með því að leggja byggðir Ísraela á Gaza-ströndinni muni ísraelsk stjórnvöld standa enn fastar á því en áður að halda byggðum sínum á Vesturbakkanum sem eru mun fjölmennari. Þá tilkynnti Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórn- arinnar, í gær að þingkosningar færu fram 21. janúar næstkom- andi. Talsmaður forsetans sagði ákvörðunina sýna að Palestínu- menn væru á öruggri leið til lýð- ræðis. sveinng@frettabladid.is STRÆTISVAGNAR Á HLEMMI Nýtt leiðakerfi Strætó b.s. hefur sætt harðri gagnrýni. Nýtt leiðakerfi gagnrýnt: Vilja fá óhá›a úttekt á kerfinu SVEITARSTJÓRNARMÁL Sjálfstæðis- menn í umhverfisráði Reykjavík- urborgar lögðu fram tvær bókan- ir og fyrirspurn í tíu töluliðum til meirihlutans í umhverfisráði á fundi í gær. Þeir telja að nauðsyn- legt sé að fram fari óháð úttekt á leiðakerfinu þar sem fjöldi óá- nægðra strætisvagnafarþega hafi þegar komið á framfæri skoðun- um sínum á kerfinu og þjónusta við þá hafi breyst til hins verra. Meirihluti R-listans lagði fram bókun þar sem nýtt leiðakerfi var sagt framfaraspor í almennings- samgöngum. - hb VEÐRIÐ Í DAG ÚR MORAG-BYGGÐINNI „Ég er ekki óvinur ykkar, ég þjónaði í herdeild þinni,“ sagði landnemi með grátstafinn í kverkunum við herfor- ingja sem færði honum útburðartilkynningu. Foringinn tók utan um hann og reyndi að telja í hann kjark. M YN D /A P SÆL OG GLÖÐ Páll og Fríða með annan tveggja tarfa sem þau felldu á Fljótsdals- heiði á þriðjudaginn en þau nutu aðstoðar Björns Ingvarssonar leiðsögumanns. LÖGREGLUFRÉTTIR BROTIST INN Í SUNDLAUG Tals- verðri upphæð fjármuna var stolið er brotist var inn í sundlaugina á Suðureyri aðfaranótt sunnudags. Engar skemmdir voru unnar við innbrotið. Að sögn lögreglu á Ísa- firði kemur fyrir að farið er inn í laugina um nætur og skapast af því mikil slysahætta þar sem oftast er um ölvað fólk að ræða. AFGANISTAN 28 TALIBANAR FELLDIR Í það minnsta 28 talibanar hafa fallið í átökum talibana og af- ganskra hermanna nærri Kandahar í sunnanverðu Afganistan síðustu daga. Herinn hefur hert mjög aðgerðir sínar gegn talibönum að undanförnu því þingkosningar verða haldnar í landinu 18. september næst- komandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.