Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 8
1Hversu margir fórust með kýpverskufarþegaþotunni sem hrapaði nærri Aþenu? 2Hvað heitir varaþingmaðurinn semhafnaði þingmennsku? 3Hvar æfir skíðalandsliðið sig fyrirátök vetrarins? SVÖRIN ERU Á BLS. 46 VEISTU SVARIÐ? 8 16. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR Margvíslegum brögðum breytt í baráttu gegn sniglaplágu á Norðurlöndunum: Nota öl til a› vinna á spánarsnigli MEINDÝR Spánarsnigillinn ill- ræmdi er sólginn í öl og það getur bókstaflega orðið honum að falli. Í nágrannalöndunum hefur meðal annars verið gripið til þess ráðs að grafa niður ílát með öli. Snig- illinn sækir í ölið, dettur ofan í gildrurnar og drukknar. Þetta segir Sigurgeir Ólafs- son plöntusjúk- dómafræðingur á Rannsóknar- stöð landbúnað- arins. Hann hefur kynnt sér baráttuaðferðir gegn sniglinum í nágrannalöndunum. Tveir spán- arsniglar hafa fundist hér á síð- ustu árum. „Það hefur ekki verið gripið til neinna opinberra aðgerða heldur hefur almenningur fengið leið- beiningar um hvernig megi var- ast hann og draga úr fjölda og skaðsemi af hans völdum,“ segir Sigurgeir. Hann segir erfitt að koma í veg fyrir að spánarsnigill- inn berist milli landa. „Ef menn leyfa á annað borð innflutning á plöntum er útilokað að koma í veg fyrir að sniglar sem finnast á ræktunarstaðnum berist með þeim. Það þarf ekki nema eitt egg til að setja af stað stofn. Snig- illinn er tvíkynja og það er viður- kennt að sjálffrjóvgun getur dug- að.“ -jss Varðskipin Óðinn og Týr tóku þátt í gerð kvikmyndarinnar Flags of Our Fathers: Ættu frekar a› vera vi› eftirlit VARÐSKIP „Ég tel að full þörf sé fyrir öll varðskipin í vinnu og þau ættu í raun ekki að fást við neitt annað,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Varðskipin Óðinn og Týr tóku þátt í tökum á kvikmyndinni Flags of Our Fathers með Clint Eastwood við Stóru Sandvík á Reykjanesi um helgina. Skipin lágu að mestu við akkeri meðan á tökum stóð og voru notuð sem leikmynd að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgis- gæslunni. „Þátttaka skipanna í bíómynd er mér að meinalausu svo lengi sem hún truflar ekki störf þeirra að öðru leyti,“ segir Sævar. „Hins vegar tel ég alls ekki veita af því á Reykja- neshrygg og víðar að þau séu að störfum.“ Landhelgisgæslan fékk um eina milljón króna á dag fyrir þátttöku skipanna við tökur myndarinnar og fær greitt fyrir tvo daga að sögn Dagmarar Sig- urðardóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Dagmar segir að gott hafi verið að fá þá fjármuni inn í reksturinn auk þess sem lítill tilkostnaður hafi fylgt verkefninu þar sem skipin hafi legið við akkeri. - ht Ginntar til Íslands á fölskum forsendum Átta fl‡skar stúlkur hafa undanfarna flrjá mánu›i flúi› úr vinnu á vinsælu kaffihúsi á Brei›dalsvík. fiær segja fl‡sk hjón sem sta›inn reka ekki standa vi› lofor› sín og komi› sé fram vi› flær eins og flræla. Eigandinn neitar öllu. ATVINNUMÁL „Mér var tjáð að ég hefði dágóðan tíma til að skoða landið og fengi minn frítíma en þegar til kom stóðst ekki neitt sem hún sagði,“ segir Sabrine Maurus, ein þýsku stúlknanna sem hingað voru fengnar til vinnu að tilstuðlan þýskra eigenda Cafe Margret á Breiðdalsvík fyrr í sumar. Hún er nú farin af landi brott peningalaus og allslaus eftir rúmlega mánaðarvist sem allar stúlkurnar eru sammála um að hafi verið ómannúðleg. Stúlkurnar svöruðu allar aug- lýsingum í þýskum dagblöðum þar sem óskað var eftir starfs- fólki til Íslands. Áttu launin að vera 20 þúsund krónur á mánuði, frítt húsnæði og matur gegn sex til tíu tíma vinnu á dag. Þegar til kom urðu fimm stúlkur að deila 20 fermetra bjálkakofa, vinnu- dagurinn varð allt að fjórtán tím- um dag hvern og þeim var gert að vera kyrrar á staðnum í frí- tíma sínum ef vera skyldi að kaffihúsið fylltist af viðskipta- vinum. Það var fyrir tilviljun að nokkrir íbúar á staðnum fengu vitneskju um aðstöðu stúlknanna og höfðu strax samband við stétt- arfélagið Vökul sem gerði athuga- semdir í júní. Lofuðu hjónin Horst Muller og Margret Bekemeier, sem reka kaffihúsið, bót og betr- un og sögðust ekki hafa vitað um íslensk lög og reglur. Í kjölfarið hættu þær fjórar stúlkur sem komu þar til starfa í vor störfum en tveimur vikum síðar voru aðr- ar fjórar komnar í staðinn á sömu kjörum. Eru þær allar hættar nú og þrjár þeirra farnar til síns heima. Eiga þær enn útistandandi laun en sökum þess að þær hættu neita eigendurnir að greiða laun- in. Stéttarfélagið er að skoða mál stúlknanna. Í síðustu viku þegar Frétta- blaðið náði tali af Margret Bekemeier, öðrum eiganda kaffi- hússins, viðurkenndi hún að fjór- ar stúlkur hefðu unnið hjá henni fyrr í sumar en því harðneitar hún í dag. Segir hún engar þýskar stúlkur hafa unnið hjá sér í sumar aðrar en frænku sína sem enn vinni hjá sér. albert@frettabladid.is SPÁNARSNIGILL Hinn illræmdi Spánarsnigill fellur fyrir ölinu eins og fleiri. SIGURGEIR Margt reynt til að granda spánarsniglinum. Skoðanakönnun: Stoltenberg vinsælastur NOREGUR Jens Stoltenberg, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir þegar nokkrar vikur eru til þing- kosninga í Noregi. Í skoðanakönnun sem InFact- fyrirtækið gerði fyrir norska blaðið Verdens Gang kvaðst rúmlega helmingur aðspurða, eða 51,7 pró- sent, vera hlynntur því að Stolten- berg settist í forsætisráðherrastól- inn að loknum kosningum. Stuðn- ingur við hann er sérstaklega áber- andi á meðal ungra Norðmanna. Aðeins 22,2 prósent aðspurðra töldu að ríkisstjórn borgaralegu flokkanna ætti að fá endurnýjað umboð þjóðarinnar. ■ Sértilboð Iceland Express: Kláru›ust á fimm tímum NEYTENDUR Öll flugsæti frá Íslandi á sérstökum afsláttarkjörum sem flugfélagið Iceland Express hóf sölu á í gærmorgun höfðu klárast síðdegis í gær. Félagið auglýsti 2.000 sæti á mun lægri verðum en gengur og gerist og virðist fólk hafa haft hraðar hendur á að tryggja sér slíka ferð enda voru lægstu far- gjöldin auglýst á rúmar fimm þúsund krónur með sköttum. Enn er þó eftir fjöldi ferða til lands- ins á tímabilinu ágúst til loka september. - aöe MAÐUR DREGUR HLAUPAVAGN Í KALKÚTTA Yfirvöld í Kalkútta ætla að leggja bann við því að hlaupavagnar dregnir af mönnum verði notaðir í borginni. Yfirvöld í Kalkútta: Vilja banna hlaupavagna INDLAND, AP Yfirvöld í Kalkútta á Indlandi ætla að banna notkun hlaupavagna, en í heila öld hafa vagnar verið dregnir um götur borgarinnar. Notkun hlaupavagna hefur ým- ist lagst af sjálfkrafa eða verið bönnuð á flestum stöðum í heimin- um og segir borgarstjóri Kalkútta, Buddhadeb Bhattacharya, að hlaupavagnarnir séu ómannúðleg- ir. „Þeir eru slæmir fyrir ímynd okkar,“ sagði hann í samtali við AP fréttastofuna. Alls starfa um 20 þúsund manns við að draga hlaupavagna í Kalkútta. Þeir hafa mótmælt bann- inu og krefjast skaðabóta eða nýrra starfa. Notkun hlaupavagna á aðal- götum Kalkútta var bönnuð fyrir þremur árum en þeir eru enn not- aðir til að ferðast um öngstræti borgarinnar. - sda HUGO CHAVES Forseti Venesúela vandaði ekki stjórnvöldum í Washington kveðjurnar og sagði þau sitja um líf sitt. Dómstóll æskulýðsins: Rétta› yfir George Bush KARAKAS, AP Bandarísk stjórnvöld hlutu þungan dóm í miklum réttar- höldum sem fram fóru í Venesúela um helgina. Réttarhöldin hafa þó lít- ið lagalegt gildi því þau voru ein- göngu liður í Alheimshátíð æsku- lýðs og stúdenta sem haldin var í sextánda sinn og var yfirskrift há- tíðarinnar „Gegn heimsvaldastefnu og glæpum.“. „Við teljum sekt George W. Bush Bandaríkjaforseta sérstaklega al- varlega þar sem hann ber ábyrgð á mörgum glæpum,“ sagði Jose Vicente Rangel, varaforseti lands- ins, þegar hann las upp dóminn. Á meðal meintra glæpa voru hernað- urinn í Írak og stefna Bandaríkja- manna í alþjóðaviðskiptum. ■ NIÐURBROTNAR Þær Annemarie, Monika, Anne og Sabrine voru fengnar hingað um mitt sumar til að fylla skarð fjögurra annarra stúlkna sem flýðu vistina á Cafe Margret á Breiðdalsvík. Þær entust heldur ekki heilan mánuð sökum ofsókna eigenda og loforða sem ekki var innistæða fyrir. CAFE MARGRET Staðurinn er afar vinsæll meðal ferðalanga enda fallegt um að litast á Breiðdalsvík. JENS STOLTENBERG Teikn eru á lofti um að hann verði næsti forsætisráðherra Noregs. VARÐSKIPIÐ ÓÐINN Óðinn er aðeins notaður þegar hin varðskipin eru í viðgerð eða end- urbótum. Samið var um að varðskipin gætu siglt í burtu ef þörf krefði. Byggðakvóti: Útger›armenn ætla í málsókn SJÁVARÚTVEGUR Starf við undirbún- ing málsóknar gegn sjávarútvegs- ráðherra vegna úthlutunar byggðakvóta er hafið að sögn Magnúsar Kristinssonar, útgerðar- manns í Vestmannaeyjum. Magnús segir mikla vinnu fólgna í því að taka saman gögn vegna málsins og gæti sú vinna tekið nokkrar vikur. Magnús segir hins vegar alveg ljóst að farið verði í að höfða mál, hvort sem hann verði sjálfur í forsvari eða einhver annar. „Við verðum að fá úr því skorið hvort þetta stenst lög,“ segir Magnús. - ht

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.