Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 16. ágúst 2005 25 Rauða spjaldið sem miðvallarleik-maður Newcastle Jermaine Jenas fékk í leiknum gegn Arsenal á sunnudag, hefur verið afturkallað og breytt í gult spjald, eftir að dómari leiksins sendi knatt- spyrnusambandinu skýrslu þess efnis. Brottreksturinn þótti ansi harður og Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, neitaði að tala við blaða- menn eftir leikinn í mótmælaskyni við rauða spjaldið. Þegar hann loks fékkst til þess að tjá sig við blaða- menn,viðurkenndi hann að líklega hefði rauða spjaldið verið sér að kenna, því hann hefði verið nýbúinn að öskra á Jenas að vera harðari á vellinum. Hollenski miðjumaðurinnBundewijn Zenden hjá Liver- pool sagði í gær að það hefði verið stjórnarformaður Middlesbrough sem hefði flæmt sig í burtu frá félag- inu á sínum tíma og því hefði hann ákveðið að ganga til leiks við Liver- pool. „Ég elskaði að leika fyrir Boro og leið vel þar. Ég var kosinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum liðsins og allt lék í lyndi. Það var hins vegar stjórnar- formaður liðsins sem virtist ekki hafa áhuga á að hafa mig og því ákvað ég að fara til Liverpool,“ sagði Zenden, sem sýnt hefur ágætis takta í rauðklædda búningnum þar sem af er og hefur slegið John Arne Riise út úr liðinu. ÚR SPORTINU Arsene Wenger, knattspyrnustjóriArsenal, var mjög ánægður með frammistöðu vara- manns síns, Hol- lendingsins Robin van Persie í leikn- um gegn Newcastle um helgina. Persie skoraði annað mark Arsenal í leiknum og það þótti knatt- spyrnustjóranum afar mikilvægt. „Robin hefur gengið í gegnum ým- islegt undanfarið og því var mikil- vægt fyrir hann að ná að skora strax. Það byggir upp sjálfstraust hans og ég held að hann eigi eftir að reynast okkur mjög dýrmætur í vetur,“ sagði Wenger. Þá segist Wenger vera búinn aðfinna eftirmann Patrick Vieira hjá Arsenal, en það er hinn 21 árs gamli Mathieu Flamini. „Við vorum búnir að vera að leita að reyndum manni í þessa stöðu, en svo áttuð- um við okkur á því að það væri ekki sanngjarnt gagnvart ungu strákunum okkar og því varð úr að við ákváðum að gefa þeim tækifæri. Ég er þess fullviss að Flamini eigi eftir að verða mjög góður leikmaður, því hann er ótrúlega vinnusamur og fylginn sér, það sem gerir hann svo einstakann er hversu fljótur hann er að læra. Ég hef því engar áhyggjur af framtíðinni hjá okkur,“ sagði franski stjórinn. Forráðamenn enska knattspyrnu-sambandsins segjast vonast til þess að Svíinn Sven-Göran Eriks- son verði hjá liðinu þangað til samningur hans rennur út árið 2008 en leyna ekki vonum sínum um að eftirmaður hans verði enskur. „Sam- starfið við Eriksson hefur verið mjög gott og allir vona að hann verði hjá okkur út samn- ingstímann. Ef eftir- maður hans verður enskur, er það auð- vitað best, en ég held að sá besti sem verður á lausu þegar að því kemur verði fyrir val- inu,“ sagði talsmaður enska knatt- spyrnusambandsins. Vitað er að þeir Arsene Wenger og Jose Mourinho eru báðir á óskalista sambandsins, en Eriksson verður þó líklega við stjórnvölinn í það minnsta fram yfir HM næsta sumar. Paul Scholes, leikmaðurManchester United, segir að aldrei hafi komið annað til greina hjá sér annað en að vera áfram hjá Manchester United, þar sem hann mun hafa verið í 20 ár þegar hinum nýja samningi hans lýkur eftir fjögur ár. „Ég er viss um að félagi minn Phil Neville hafi líka sagt það fyrir ári síðan, en hjá mér kemur ekki til greina að leika með öðru liði en United. Phil söðlaði um og fór til Everton, en það gæti ég aldrei gert,“ sagði hann. ÚR SPORTINU Ekkert stö›var FH-inga Íslandsmeistarar FH burstu›u mótherja sína í Landsbankadeildinni enn einu sinni í gærkvöldi. Í fletta sinn voru fla› firóttarar sem voru gjörsamlega yfirspila›ir. son vítaspyrnu eftir að Daði Lár- usson markvörður felldi Þórarin Kristjánsson. Páll Einarsson skor- aði örugglega úr vítaspyrnunni og sóttu Þróttarar nokkuð stíft næstu mínútur og freistuðu þess að jafna leikinn en sterk vörn FH átti ekki í teljandi erfiðleikum með að verjast fyrirsjáanlegum sóknum Þróttar. FH bætti svo þriðja markinu við á 41. mínútu og var þar Tryggvi að verki úr víta- spyrnu eftir að Borgvardt var felldur í vítateignum eftir fallegt samspil. Í seinni hálfleik var Páll Einar- son, fyrirliði Þróttar, færður úr vörninni inn á miðjuna og við það varð miðjuspil Þróttara betra. Það var hins vegar lítið um vængspil hjá Þrótti, en að sama skapi sótti FH mikið upp vængina og þá sér- staklega vinstra megin þar sem Tryggvi var hættulegur. Leik- menn FH þurftu ekki að hafa mik- ið fyrir því að sækja upp kantana, og oftar en ekki var það Borgvardt sem lagði boltann út á vængmennina sem fengu nógan tíma til þess að gefa boltann fyrir markið. Það vantaði meiri áræðni í leik- menn Þróttar í seinni hálfleik þar sem liðið var að tapa og þurfti nauðsynlega á stigum að halda. Í staðinn voru leikmenn Þróttar varkárir og reyndu að koma í veg fyrir færi, í stað þess að leggja kapp á að skapa færi. Tryggvi bætti síðan fjórða markinu við með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu og Borgvardt skoraði svo fimmta markið í lok leiksins og kórónaði þannig góðan leik sinn. - mh SKRÁÐU HÓPLEIK OG KEPPTU VIÐ FÉLAGANA STILLTU UPP ÞÍNU EIGIN DRAUMALIÐI Á VISIR.IS TVÖ MÓT - FYRRI OG SEINNI UMFERÐ VEGLEGIR VINNINGAR Í BÁÐUM UMFERÐUM VERTU MEÐ OG SKRÁÐU ÞIG STRAX! KYNNA: & Á VISIR.ISENSKI BOLTINN 2005-2006 Bandaríska PGA-meistaramótið í golfi: Mickelson trygg›i sér sigurinn á PGA me› fugli á lokaholunni GOLF Það var Phil Mickelson frá Bandaríkjunum sem sigraði á PGA-meistaramótinu í golfi í gær. Hann tryggði sér sigur á átjándu holu vallarins með því að fá fugl og endaði á fjórum högg- um undir pari. Það var mikil spenna undir lokin og þurfti Mickelson að fá fugl þar sem Steve Elkington og Thomas Björn luku keppni á þremur und- ir pari. Með sigrinum komst Mickelson upp í þriðja sæti heimslistans á kostnað Ernie Els sem tók ekki þátt í mótinu vegna meiðsla. Mótið kláraðist í gær en keppni á sunnudag var hætt vegna þrumuveðurs. „Þetta hef- ur verið alveg ótrúleg vika. Ég hef notið mín frábærlega og fólk- ið hér í New Jersey hefur komið frábærlega fram við mig og eig- inkonu mína. Ég náði mér vel á strik og spilaði eins og ég get hvað best. Ég fagna þessum sigri í faðmi fjölskyldunnar,“ sagði hinn 35 ára Mickelson sem vann á stórmóti í annað sinn. „Mickelson átti þetta meira skilið en nokkur annar, hann var einfaldlega bestur. Hann er frá- bær spilari og ég reikna með því að eftir þennan sigur vegni hon- um frábærlega,“ sagði hinn danski Björn sem hafnaði í öðru sæti ásamt Elkington. Þar á eftir komu Tiger Woods og Davis Love sem voru jafnir á tveimur högg- um undir pari. FÓTBOLTI Í gær gekk Chelsea loks frá kaupum á miðjumanninum Michael Essien frá franska liðinu Lyon. Stærstan hluta sumars hafa Englandsmeistararnir verið að vinna í því að tryggja sér þennan Ganamann en samningaviðræður við Lyon gengu ekki jafn skjótt fyrir sig og vonast hafði verið eftir. Kaupverðið er talið vera í kringum 26 milljónir punda en fyrsta boð Chelsea í leikmanninn var 10 milljónir. Þeir þurftu að hækka tilboð sitt alloft áður en Lyon ákvað að taka því. Jean-Michel Aulas, stjórnar- formaður Lyon, kom síðan loks með yfirlýsingu þess efnis í gær að félagið hefði gengið að tilboði Chelsea í leikmanninn. „Það er slæmt að missa jafn hæfileikarík- an leikmann og Essien er en hans draumur er að spila í ensku úr- valsdeildinni. Það er leiðinlegt að horfa á eftir honum en við gerðum allt sem við gátum til þess að reyna að halda honum. Ég óska honum góðs gengis hjá Chelsea og ég veit að hann mun standa sig þar,“ sagði Aulas. - egm HÆSTÁNÆGÐUR Mickelson er hér ásamt Amy eiginkonu sinni eftir sigurinn í gær. Sagan endalausa um Essien: Samkomulag hefur ná›st 1-5 Laugard.völlur, áhorf: 1028 Kristinn Jakobsson (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 6–12 (4–8) Varin skot Fjalar 3 – Daði 3 Horn 6–4 Aukaspyrnur fengnar 12–6 Rangstöður 1–3 0–1 Auðun Helgason (8.) 0–2 Davíð Þór Viðarsson, víti (56.) 1–2 Páll Einarsson, víti (8.) 1–3 Tryggvi Guðmundsson, víti (56.) 1–4 Tryggvi Guðmundsson (74.) 1–5 Allan Borgvardt (89.) Þróttur *MAÐUR LEIKSINS ÞRÓTTUR 4–4–2 Fjalar 5 Ingvi 5 Páll 6 Eysteinn 4 Jens 4 Ólafur 5 Kristinn 5 Haukur Páll 4 (46. Jaic 4) (70. Magnús Már 4) Halldór 6 Guðfinnur 5 (81. Hallur –) Þórarinn 4 FH 4–3–3 Daði 6 Freyr 6 T. Nielsen 6 Auðun 6 Guðmundur 6 Baldur 6 Davíð Þór 7 Ásgeir Gunnar 6 (84. Jónas Grani –) *Tryggvi 8 (84. Jón Þorgrímur –) Borgvardt 8 Ólafur Páll 6 (77. Atli Viðar –) FH DAVÍÐ ÞÓR SKORAR Davíð Þór Viðarsson skoraði annað mark FH í gær en fyrsta mark sitt á tímabilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Tryggvi Guðmundsson missti af dýrmætu tækifæri til að komast yfir Allan Borgvardt á lista markahæstu manna deildar- innar en brenndi af vítaspyrnu þegar skammt var eftir af leikn- um „Það hefði verið óneitanlega verið sætt að setja þriðja markið,“ sagði Tryggvi sem gat þó brosað út að eyrum í leikslok. „En við fögnum engu of snemma og við verðum að vinna næsta leik til að þetta sé öruggt,“ bætti hann við. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar á Laugardals- vellinum í gær og var mikil bar- átta inni á miðri miðjunni fyrstu fimmtán mínúturnar. FH komst síðan yfir á 16. mínútu og var þar að verki Auðun Helgason. Fjórum mínútum síðar bætti FH við öðru marki og var þar að verki Davíð Þór Viðarsson eftir ágætan undir- búning Allan Borgvardt. Davíð fagnaði markinu innilega, en þetta var hans fyrsta deildarmark í sumar. Þróttarar voru ekki á því að gefast upp og náðu að ógna marki FH í nokkur skipti, án þess þó að skapa mikla hættu. En á 29. mínútu dæmdi Kristinn Jakobs-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.