Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 18
„Geysilega jákvætt sjón- armi›,“ segir Ögmundur Jónasson, forma›ur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, um starfs- mannastefnu Húsa- smi›junnar. Fyrirtæki› augl‡sir eftir eldra fólki me› áralanga reynslu úr öllum greinum atvinnu- lífsins til starfa. Síminn stoppaði ekki hjá Húsa- smiðjunni í gær og atvinnuum- sóknirnar streymdu inn. Ástæðan var auglýsing fyrirtækisins sem birtist um helgina. Þar var auglýst eftir starfsfólki sem dregið hefur sig í hlé af almennum vinnumark- aði eða vill minnka við sig vinnu, en er tilbúið til að miðla af ára- langri reynslu sinni. Starfið felst í því að taka á móti viðskiptavinum, hlusta á óskir þeirra og leiðbeina þeim. „Auk umsóknanna hefur fólk líka verið að þakka okkur fyrir að gefa sér tækifæri,“ segir Guðrún Kristinsdóttir starfsmannastjóri Húsasmiðjunnar. „Þetta getur jafnvel verið fólk sem komið er á ellilífeyrisaldur en vill gjarnan komast út í vinnu nokkra tíma á dag, kannski annan hvern laugar- dag eða sunnudag,“ segir Guðrún og bætir við að þessi hugmynd hafi oft komið upp í Húsasmiðjunni en ekki orðið að raunveruleika fyrr en nú. Jafnbesta starfsfólkið „Okkar reynsla er sú að jafnbesta fólkið okkar er þetta fólk,“ segir Guðrún. „Það er tryggasta fólkið okkar og mjög áreiðanlegt. Okkur sem störfum í þessum geira finnst líka að það þurfi að hafa starfsfólk sem viðskiptavinurinn ber ákveðið traust til þegar þarf að leita ráð- legginga. Það hefur ekki verið auð- velt að finna þetta fólk. En nú flykkist það inn. Ég ræddi einmitt við tvo fyrrverandi ríkisstarfs- menn í morgun, sem komnir eru á ellilaun en lang- ar að komast út og vinna lengur. Þetta er ekki bara vinnan sem togar í fólkið heldur er líka fé- lagsskapur fólg- inn í því að kom- ast út og hitta aðra.“ Guðrún segir að fyrirtækið greiði fólkinu yfir kjarasamn- ingum. „Við erum ekki að borga svona fullorðnu fólki einhver byrj- endalaun. Við unnum þetta í sam- vinnu við samtök eldri borgara.“ Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags ríkis og bæja, segir þetta framtak „geysilega jákvætt sjónarmið og afstöðu“ sem fólk hljóti að fagna“. Fórnarlömb æskudýrkunar mörg „Menn hafa verið að höfða til fyrir- tækja og stofnana um að líta eftir reynslu. Það er staðreynd að fjöld- inn allur af fólki hefur hrökklast út af vinnumarkaði, í sumum tilvikum til að rýma fyrir yngra fólki,“ segir Ögmundur, „því það var nánast sjúkdómur hjá sumum fyrirtækj- um, ekki síst í fjármálageiranum að horfa til æskudýrkunar. Fórnar- lömb slíkra hugmynda eru mörg.“ Ögmundur segir að sé þetta andsvar við þeirri þróun, þá beri að fagna því. Óskandi sé að þetta viðhorf verði ríkjandi í fyrirtækj- um almennt. „Í athugun sem við gerðum hjá BSRB á sínum tíma, um viðhorf fólks til starfsloka, kom fram að yngra fólkið lagði mikið upp úr því að flýta starfslokum,en eldra fólk- ið vildi hafa möguleika til að vinna lengur. Skýringin er líklega sú að fólk í fullu fjöri er ekki tilbúið til að hætta að vinna um sjötugt. Svo er hitt að í tilteknum störfum er fólki gert að vinna mjög erfiðar vaktir. Þar hefur tilhneigingin því miður verið sú að draga heldur úr ívilnunum viðkomandi.“ ■ Hver er lagaleg staða samkyn- hneigðra hér á landi í dag? Samkynhneigðir geta staðfest sam- vist og þannig notið sama réttar og gagnkynhneigðir. Okkur vantar þó enn fullt jafnræði við þá hvað varðar ættleiðingar, tæknifrjóvgun og kirkjulega vígslu. Hversu lengi hefur staðfest sam- vist verið möguleg? Lögin voru samþykkt árið 1996 og hafa reynst mjög vel. En ef við för- um alla leið er ég viss um að fleiri munu stíga skrefið til fulls til sam- kynhneigðs fjölskyldulífs, sem þá mun að öllu leyti standa jafnfætis hinu gagnkynhneigða. Hvernig er að vera samkynhneigð- ur á Íslandi? Það er mjög gott að vera samkyn- hneigður á Íslandi og mun betra en í flestum löndum heims. Þegar það vantar svona lítið upp á að fullt jafn- rétti náist á það að vera lítið mál að klára þetta. Ég er sannfærður um að það mun ganga eftir. SIGURSTEINN MÁSSON Varaformað- ur Samtakanna 78. Mun betra en ví›ast hvar SPURT & SVARAÐ 18 16. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR Virðisaukaskattur hefur verið í umræðunni að undanförnu vegna fyrirætlana ríkisstjórnarinnar um lækkun hans á næstunni. Í huga margra er virðisaukaskatturinn aðeins hugtak, sem fólk hugleiðir ekki almennt í daglegu lífi. Hvernig skiptist hann? Þessi skattur kemur við pyngju allra, því hann er tekinn af allri vörusölu. Honum er skipt í tvö þrep, annars vegar 24,5 prósent og hins vegar 14 prósent. Það sem nú er til umræðu eru breytingar til lækkunar á neðra þrepinu, 14 prósentunum. Með hvaða hætti kæmu þær breytingar landsmönnum til góða? Þær snerta öll heimili í landinu ef af verður, því neðra skattþrepið nær til flest allra matvæla. Þá má nefna gisti- þjónustu, afnotagjöld hljóðvarps- og sjónvarps- stöðva og sölu tímarita og dagblaða. Kostnaður við húshitun myndi lækka ef af breytingunni yrði, því neðra þrep virðisauka- skattsins nær einnig til sölu á heitu vatni, raf- magni og olíu til hitunar húsa. Matvæli eru í neðra þrepinu eins og áður sagði. Hafi þau verið tilreidd fyrir sölu, til að mynda á veitingahúsum, þá eru þau komin í efra þrepið. Eru einhverjar undanþágur á virðisauka skatti? Ýmsar þjónustugreinar eru undanþegn- ar virðisaukaskatti. Má þar nefna heilbrigðis- þjónustu, félagslega þjónustu og rekstur skóla og menntastofnana. Menningarstarfsemi af ýmsum toga er einnig utan skatts. HEIMILD: WWW.RSK.IS Breytingar snerta öll heimili FBL GREINING: TVÖ ÞREP VIRÐISAUKASKATTS fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ SLYS ALDRAÐRA INNAN VEGGJA HEIMILISINS Heimild: Landlæknisembættið HVERNIG ER AÐ VERA SAMKYN- HNEIGÐUR Á ÍSLANDI? ATVINNUMÁL Tekjutryggingarauki lífeyrisþega fer að skerðast frá fyrstu krónu sem þeir fá í at- vinnutekjur, að sögn Ágústs Þórs Sigurðssonar yfirmanns lífeyris- tryggingasviðs TR. „Skerðing lífeyris fer eftir því hvernig er ástatt hjá hverj- um og einum,“ segir Ágúst Þór. „Frítekjumark frá tekjutrygg- ingarauka er ekki neitt, þannig að hann skerðist um leið og menn fara eitthvað að hreyfa sig. Mánaðarupphæð hans er 21.258 miðað við einhleypan elli- lífeyrisþega. Skerðingin er 45 prósent, þannig að vinni viðkom- andi sér inn 1000 krónur heldur hann eftir 550. Tekjutryggingin fer ekki að skerðast fyrr en mán- aðartekjurnar ná 48.182 krónum. Þá skiptir máli hvort viðkomandi er giftur eða einhleypur. Ellilíf- eyririnn sjálfur fer ekki að skerðast fyrr en mánaðartekj- urnar ná rúmlega 150 þúsund krónum.“ Spurður hvort það borgi sig ekki undir neinum kringumstæð- um fjárhagslega fyrir ellilífeyr- isþega að vinna segir Ágúst Þór að hann fái meira í vasann. „Menn hagnast yfirleitt alltaf eitthvað á því, en atvinnutekj- urnar koma alltaf til skerðing- ar,“ segir hann. - jss ÁGÚST ÞÓR SIGURÐSSON Ágúst segir lífeyrisþega yfirleitt hagnast eitthvað ef þeir vinna með lífeyrinum. Tryggingastofnun: Sker›ing frá fyrstu krónu ÖGMUNDUR JÓNASSON Segir það staðreynd að fjöldinn allur af fólki hrökklist út af vinnumarkaðinum. STARFSMANNASTJÓRINN Guðrún Kristinsdóttir starfsmannastjóri (þriðja f.v.) ásamt starfsmönnum Húsasmiðjunnar, þeim Reyni Þormar, Kristni Birgissyni, Kristni Ástvaldssyni, Kristínu Guðmundsdóttur og Grétari Samúelssyni. JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR jss@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING Eldra fólk sækir um í hrönnum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I KVEIKT Á KERTUM Minningarathöfn var haldin í Nikósíu á Kýpur um þá sem létust í flugslysinu norður af Aþenu í fyrradag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.