Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 46
34 16. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR Össur Skarphéðinsson alþingis-maður setti Greenland Open 2005 skákmótið í Tasiilaq á laugar- dag. Össur er félagi númer 125 í Hróknum og með vaskari liðsmön- um félagsins. Hann ávarpaði sam- komuna á menntaskóladönskunni sinni en þetta var í fyrsta sinn sem hann hélt ræðu opinberlega á dönsku. Það verður að segjast að Samfylkingarformanninum fyrrver- andi fórst verkið vel úr hendi en í ræðu sinni hvatti hann grænlensk ungmenni til dáða við skákborðið. Mótið í ár er tileinkað minnningu Har- aldar Blöndal en hann var einn af stofnfélögum Hróksins. Össur minntist Haraldar í ræðunni og sagði hann hafa verið í hópi röskustu manna sem dregið hafa skákvagninn á Íslandi. Össur keppti einnig á mótinu og lýsti því yfir í lok ræðu sinnar að hann stefndi að því að mæta stórmeistaranum Henrik Danielsen, sterkasta manni móts- ins, á fyrsta borði og tefla til sigurs. Kristín Jónasdóttir, formaðurBarnaheilla, lék svo fyrsta leikinn á mótinu, kóngspeði fram um einn reit, og þar með var þriðja alþjóð- lega skákmót Hróksins á Grænlandi hafið. Össuri Skarphéðinssyni varð ekki að ósk sinni um að mæta Danielsen, þrátt fyrir ágætt gengi á mótinu, en svo skemmtilega vildi til að hann dróst á móti Birtu, dóttur sinni, í fyrstu umferð og stúlkan gerði sér lítið fyrir og mát- aði pabba gamla. Össur hafði áður reynt að knýja fram jafntefli, án árang- urs, og þurfti því að lok- um að lúta í gras. Fréttablaðið birti í gær vangaveltur umhvaða ljónheppni maður komi til með að hljóta titilinn íslenski pipar- sveinninn í þáttum sem sýndir verða á Skjá einum í vetur. Nöfn Björgólfs Takefusa, Sindra Sindrasonar, Viktors Blæs Birgissonar og Sölva Snæ Magn- ússonar voru nefnd sem tillögur Frétta- blaðsins. Þessir efnilegu menn voru ein- göngu valdir af handahófi enda vita þeir sem fylgst hafa með erlendu fyrirmynd- inni að þáttunum að ekki verður ljóst hver fer með hlutverk piparsveinsins fyrr en þættirnir hefjast í september. LÁRÉTT 2 listastefna 6 löng og lág hæð 8 efni 9 gagn 11 númer 12 .....maður 14 vansæmd 16 stefna 17 stúlka 18 fát 20 þys 21 fimur. LÓÐRÉTT 1 ljá 3 bardagi 4 ballerína 5 drulla 7 lengst í suður 10 hald 13 hjör 15 drykkur 16 upphrópun 19 hef leyfi. LAUSN. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 121. Ásgeir Friðgeirsson. Í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Páll Óskar Hjálmtýsson, sem verður einn fjögurra dómara í Idol-Stjörnuleit sem hefst í þriðja sinn í haust, er byrjaður að spenna beltin fyrir keppnina. Hann segist lítið hafa horft á sjónvarp undanfarin fjögur ár, eða eftir að hann stóð sjálfan sig að því að fylgjast með skjáleikn- um klukkan hálfsjö einn morgun- inn. „Þá sleit ég loftnetið úr sam- bandi og mér finnst ég ekki vera að missa af neinu,“ segir Páll Óskar. „Ég fer í heimsókn til þess að sjá Eurovision og hef verið plataður í Idol-partí líka, sérstak- lega þegar nær dregur úrslitum. Annars hef ég lítið fylgst með Idolinu og ég þarf að fara að kíkja á gamlar myndbandsspólur af íslenska idolinu og sjá hvernig forkeppnin gengur fyrir sig.“ Páll hefur heyrt að fyrstu dagarnir séu hvað erfiðastir fyrir dómarana. „Eina heilræðið sem ég hef fengið er að vera vel sofinn fyrstu dagana. Það borgar sig ekki að vera pirraður fyrir framan keppendur.“ Hann segist ekki ætla að vera nein sérstök týpa þegar hann sest í dómarasætið. „Ég ætla bara að vera ég sjálf, eins og Birgitta Haukdal orðar það. Ég ætla að forðast eins og heitan eldinn að vera eitthvað „nastí.“ Ég ætla ekki að kasta pílum í fólk, ég hef ekki efni á því,“ seg- ir hann og bætir við: „Ég er ekki besti söngvari í heimi sjálfur og alls ekki sá fullkomnasti. Ég trúi á að það sé hægt að segja slæm- ar fréttir með réttu lýsingarorð- unum. Ef ég get leiðbeint fólki áfram skal ég svo sannarlega reyna það en ef þátturinn geng- ur út á að kasta skít í fólk sem er að opna munninn í fyrsta sinn fyrir framan sjónvarpið og drullupirraða dómnefnd, þá erum við ekkert lengra komin frá ljónagryfjunni í Róm. Mig langar ekki að taka þátt í því. En það er allt í lagi þegar líður á þáttinn og þegar úrslitin nálgast að gera kröfur og berja í borðið ef krakkarnir fara ekki eftir ráð- leggingum.“ Skráningu í Idol-keppnina lauk á miðnætti í gær. Fyrir helgi höfðu yfir eitt þúsund ungmenni skráð sig til keppninnar. Að sögn Pálma Guðmundssonar, markaðs- stjóra 365-ljósvakamiðla, stefnir í að þátttakan í ár verði meiri en í fyrra. Þá skráðu 1400 ungmenni sig til leiks, sem lauk með sigri Hildar Völu. „Þetta verður stærsta keppnin sem við höfum haldið. Við leggj- um meira í þetta en áður og keppnin verður mun glæsilegri,“ segir Pálmi. Fyrsta áheyrnarpróf- ið hefst á Hótel Loftleiðum í Reykjavík 27. ágúst og þá er um að gera fyrir Pál Óskar og félaga að vera vel sofinn og klár í slag- inn. freyr@frettabladid.is SKRÁNINGU Í IDOL LOKIÐ: PÁLL ÓSKAR SPENNIR BELTIN Ætlar ekki að kasta pílum ...fær Sigrún Árnadóttir fyrir að hafa staðið sig frábærlega sem framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands í tólf ár en hún hefur nú sagt starfinu lausu og ætlar að setjast á skólabekk. HRÓSIÐ Sjálfsmorð ungs fólks eru líklega hvergi fleiri en á Grænlandi. Töl- urnar sem ég hef heyrt hér eru sláandi en á þriggja mánaða tíma- bili í fyrra styttu níu ungmenni í Tasiilaq sér aldur. Þegar ég reyndi að ræða þessi mál við starfsfólk barnaskólans í fyrra var fátt um svör. „Við tölum ekki um þetta. Viljum það ekki,“ sagði fullorðna fólkið og þar við sat. Af- staðan virðist þó hafa breyst til hins betra eftir þessa skelfilegu þriggja mánaða hrinu og öflugu forvarnarstarfi hefur verið hleypt af stokkunum. Forvarnar- starfið beinist fyrst og fremst að sjálfsmorðunum en aukinn kraft- ur hefur einnig verið settur í áfengisforvarnir en eins og alþjóð veit er áfengisvandinn á Græn- landi yfirgengilegur. Það er fátt í fari litlu krakkanna í Tasiilaq sem bendir til þess að fjöldi þeirra muni kjósa dauðann á unglingsár- unum. Gleðin skín úr hverju and- liti og það ber ekki á öðru en að lífið sé leikur í þessu náttúru- tengda og frumstæða samfélagi. Það þarf þó ekki að grafa djúpt til að finna skýringar. Hér er félags- lega meðvitað fólk sem fullyrðir að um helmingur allra barna í Tasiilaq sé misnotaður kynferðis- lega og sifjaspell sé nánast al- mennt. Ástandið er svo ömurlegt að það þykir bót í máli að skömm- in sem við vitum að nagar fórnar- lömb slíks ofbeldis er minni hér vegna þess að svo mörg börn séu saman á þessum hræðilega báti. Barnaheimilið hér er opið um helgar og ungabörn eru oft vistuð þar frá föstudegi til mánudags til þess að hlífa þeim við drykkjunni og ofbeldinu á heimafyrir. Ung- lingarnir sem ég hef rætt við í bænum eiga allir þann draum heitastan að komast burt sem fyrst. Burt frá alkóhólismanum og fábreytileikanum. Stelpurnar fullorðnast hratt og eru upptekn- ar af því að vera sætar. Strákarn- ir tala digurbarkalega; hafa erft hörkuna frá feðrum sínum en dreymir um að knattspyrnukunn- átta verði þeirra farmiði burt. Fyrirheitnu löndin eru til dæmis Danmörk, Færeyjar og Ísland en tækifærin eru fá og flóttaleiðirnar þröngar. Mig lang- aði til þess að taka þau öll með mér heim. REISUBÓKARBROT ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ER Á SKÁKHÁTÍÐ HRÓKSINS Á GRÆNLANDI. Sorgleg örlög kátra krakka DÓMNEFNDIN Páll Óskar ásamt Bubba, Siggu Beinteins og Einari Bárðarsyni, hinum meðlimum dómnefndarinnar. Fyrstu áheyrnarpruf- urnar verða 27. ágúst á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. FRÉTTIR AF FÓLKI 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Sem er? Fjölmiðlamiðstöð frá Sage TV. Það er ekki laust við að það fari gleðihrollur um líkamann. Þetta tæki á eftir að létta okkur sjónvarpsfíklunum lífið því nú þurfum við ekki að standa upp. Getum setið fyrir framan imbakassann, daginn út og inn. Fjölmiðla- miðstöðin er útbúinn því allra nýjasta á markaðinum og er ekki með Windows heldur Linux sem gerir hana mun ódýrari. Hvernig virkar það? Fjölmiðlamiðstöðin er með harðan disk þannig að hægt er að taka upp sjónvarpsþætti í tonna- vís. Þá er hægt að stöðva útsendingu þegar þú þarft að skreppa á klósettið því tækið tekur upp á meðan. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að missa af einu eða neinu. Þá er dvd, mp3, cd, karókí-spilarar sem gerir Media Center að sannkölluðu draumatæki. Græjur, myndbandstæki og dvd-spilarinn hverfa. Þá verður hægt að tengjast heimilistölvunni með þráðlausu neti og fara á internetið. Hvar fæst það? Tækið er enn í vinnslu en er væntanlegt á markað á næstunni. Ekki er ljóst hvenær svona draumatæki kemur á markað hérlendis en hægt er að nálgast allar upplýsingar sagetv.com Hvað kostar það Þar sem WWB'S Media READY 5000 Advanced Media Center er rétt ókomið hefur ekkert verð verið sett upp.Framleiðendurnir lofa því þó að það verði á viðráðanlegu verði. DÓTAKASSINN Tæki fyrir fjölmi›lafíkilinn WWB'S MEDIA READY 5000 ADVANCED MEDIA CENTER LÁRÉTT2Dada,6Ás,8Tau, 9Nyt, 11 Nr, 12Aðals,14Skömm,16Út,17Mey, 18Fum, 20Ys, 21Frár. LÓÐRÉTT1 Lána, 3At,4Dansmey, 5 Aur, 7Syðstur, 10Tak, 13Löm,15Mysa, 16Úff, 19Má.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.