Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 42
Sýnd í Smárabíói kl. 3.20, 4.20, 5.40, 6.40, 8, 9, 10.20 og 11.20 Sýnd í Lúxussal kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 10 ára Sýnd í Regnboganum kl. 6, 8.30 og 10.50 B.i. 10 ára Sýnd í Laugarásbíó kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 B.i. 10 ára Fór beint á toppinn í USA Þriðja stærst opnun ársins í USA KOMIN Í BÍÓ OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS XY félagar fá miðann á aðeins 600 kr !! Allir sem kaupa miða á myndina dagana 10.-15. ágúst fá fría mánaðaráskrift á tónlist.is TONLIST.IS Sýnd kl. 6 í 3vídd Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 3.40 og 5.50 í 3vídd Sýnd kl. 10.30 B.i. 16 ára Sýnd kl. 6 í 3vídd Sýnd kl. 8 og 10.30 Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.30 B.i. 10 ára Sýnd í Borgarbíói kl. 8 og 10.20 Sýnd í Regnboganum kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd í Laugarásbíó kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15Sýnd í Smárabíói kl. 5.20, 8 og 10.30 ★★★1/2 -KVIKMYNDIR.is ★★★ -S.V. Mbl. ★★★ „EKTA STÓRSLYSAMYND“ -Ó.Ö.H, DV 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd í Laugarásbíókl. 4 og 6 í 3vídd Sýnd í Laugarásbíó kl. 8 og 10.15 B.i. 14 ára Sýnd í Borgarbíói kl. 5.50, 8, 10.10 og B.i. 10 ára ★★★1/2 -KVIKMYNDIR.is ★★★ -KVIKMYNDIR.com REGLA #27: EKKI DREKKA YFIR ÞIG, TÓLIN VERÐA AÐ VIRKA REGLA #10: BOÐSKORT ERU FYRIR AUMINGJA! REGLA #26: VERTU VISS UM AÐ HÚN SÉ Á LAUSU. REGLA #18: ÓKEYPIS DRYKKIR, HVÍ EKKI? VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG ★★★ -SK. DV ★★★ -ÓHT. Rás 2 BESTA GRÍNMYND SUMARSINS - FGG, FBL ★★★ -HJ. MBL Íslenskir golfarar slógu tvær flugur íeinu höggi á laugardag er þeir sáu ekki eina, heldur tvær stórstjörnur spóka sig um á golfvellinum í Graf- arholti. Þar voru þeir saman kvik- myndastjarnan Clint Eastwood og sjokkrokkarinn Alice Cooper, sem steig á stokk í Kaplakrika um kvöld- ið. Eastwood er mikill tónlistar- áhugamaður og Cooper hefur leikið í nokkrum kvikmyndum og hafa þeir félagar því vafalítið haft um eitthvað að ræða þennan dag. Hvort Eastwood hafi boðið Cooper að leika í Flags of Our Fathers fylgir ekki sögunni. FRÉTTIR AF FÓLKI Victoria les aldrei bækur Victoria Beckham viðurkenndi að lesa aldrei bækur í viðtali sem á að birtast í spænska tímaritinu Chic. „Ég hef ekki lesið bók alla ævi,“ sagði hún. „Ég hef ekki tíma til þess. Ég vil heldur hlusta á tónlist, en reyndar elska ég tískublöð,“ sagði tískudívan. Það þýðir væntanlega að hún hefur hvorki lesið ævisögu sína né eiginmanns síns og varla er hún skólagengin. Victoria hefur önnur áhugamál; í viðtalinu lýsti hún hversu mikið hana langar að eignast stelpu. „Ég get ímyndað mér sjálfa mig að lakka á henni neglurnar, hjálpa henni með farðann, og að velja föt með henni,“ sagði hún. Nú er bara að vona að Victoria hafi að minnsta kostið lesið barnabækur fyrir börnin sín, og að þau fái betra uppeldi en það sem snýst um förðun- arleiðbeiningar og fatastúss. Bandaríska rokksveitin Sonic Youth, sem heldur tvenna tónleika á Nasa í kvöld og annað kvöld, kom til landins í gær ásamt fríðu föruneyti, sem meðal annars sam- anstendur af stóru gítarsafni. Sonic Youth er þekkt fyrir til- raunakenndan gítarleik og á tón- leikum þeirra er hver gítar ætlað- ur einu ákveðnu lagi og stilltur sérstaklega fyrir það. Nasa opnar klukkan 20.00 bæði kvöldin. Brúðarbandið hitar upp í kvöld en annað kvöld hitar Curver upp. Nær uppselt er á tónleikana í kvöld og miðasala á Nasa annað kvöld gengur vel. Miðasalan fer fram á 12 Tónum og á midi.is. Sonic Youth spilar í kvöld SONIC YOUTH Rokksveitin Sonic Youth heldur tvenna tónleika á Nasa í kvöld og annað kvöld. VICTORIA BECKHAM Kannski hún sé jafnheimsk og hún lítur út fyrir að vera? Lítið hefur farið fyrir rokkaranum Alice Cooper undanfarin ár, eða síð- an hann gaf út plötuna Trash undir lok níunda áratugarins. Engu síður á hann sér traustan aðdáendahóp víða um heim sem kaupir plöturnar hans og fer á tónleika, enda er hann þekktur fyrir öfluga sviðsfram- komu. Cooper var fyrsti rokkarinn til að blanda saman leikhúsi og tónleik- um og hefur greinilega engu gleymt í þeim efnum. Eftir að fjórar ís- lenskar upphitunarsveitir höfðu lokið sínum hluta í Kaplakrikanum steig sjokkrokkarinn Cooper út úr reyknum á tilkomumikinn hátt, sveiflandi svörtu priki, tilbúinn til þess að hrista upp í liðinu. „No More Mr. Nice Guy“ var upphafslagið og voru áhorfendur, sem voru í færri kantinum, vel með á nótunum. Cooper var duglegur á tónleikun- um við að nýta sér leikmuni sem tengdust lögunum sínum. Þegar hann söng um peninga dreifði hann grænum seðlum út um allan salinn, þegar hann söng um demanta dreifði hann hálsmenum og er hann söng um Frankenstein gekk hann um eins og dr. Frankenstein og rað- aði saman líkamspörtum sem lágu á víð og dreif um sviðið. Þar fyrir utan sprengdi hann risablöðrur með sverðinu sínu, lét sig hverfa á dular- fullan hátt af sviðinu, var háls- höggvinn og settur í spennitreyju. Einnig þurfti hann að kljást við dóttur sína sem dansaði í kringum hann í nokkrum lögum og gerði hon- um lífið leitt. Allt þetta átti sinn þátt í því að maður hélt athyglinni allan tímann, enda varla annað hægt. Ef ekki hefði verið fyrir alla þessa leikrænu tilburði hefðu tónleikarnir samt verið frekar auðgleymanlegir. Cooper á nokkur fræg lög, þar á meðal „School's Out“ og „Poison,“ en fyrir utan þau var tónlistin ekk- ert sérlega áhugaverð. Trommarinn Eric Singer úr Kiss var reyndar öfl- ugur og átti meðal annars frábært tíu mínútna langt trommusóló. Einnig var skondið þegar hinn 57 ára Cooper söng „I'm Eighteen“ eins og ekkert væri eðlilegra. Hljómsveitin var vissulega þétt og hinn ófrýnilegi Cooper stjórnaði öllu eins og herforingi en það var fyrst og fremst leikhúsið sem hafði yfirhöndina í Kaplakrika þetta laug- ardagskvöld. Freyr Bjarnason Leikhúsi› haf›i yfirhöndina ALICE COOPER Sjokkrokkarinn Alice Cooper notaði leikmuni óspart til þess að fanga athygli áhorfenda. NIÐURSTAÐA: Alice Cooper notaði leikmuni óspart til þess að fanga athygli áhorfenda og tókst þar vel upp. Hljómsveitin var þétt og vel spilandi en flest lögin aftur á móti ekkert til að hrópa húrra fyrir. [ TÓNLEIKAR ] UMFJÖLLUN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.