Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 12
SVÍNKA Um þessar mundir fer fram franska meistaramótið í svínahríningum en þar reyna keppendur að herma eftir hljóð- um svína á ýmsum æviskeiðum. Mótið fer fram í þorpinu Trie-sur-Baise og ber bæjar- lífið svip af því. 12 16. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR Kalkþörungaverksmiðja þykir lofa góðu fyrir atvinnulífið á Bíldudal: Getur skapa› tíu til fimmtán störf ATVINNUMÁL „Það eru komnir fimm þúsund rúmmetrar af kalkþörungi í land og þetta lofar allt góðu þrátt fyrir smá byrjunarörðugleika,“ segir Guðmundur Magnússon verksmiðjustjóri kalkþörunga- verksmiðjunnar á Bíldudal. Seinna í vikunni kemur verk- smiðjustjóri írsku kalkþörunga- verksmiðjunar Celtic Sea Miner- als til að líta á afurðirnar og kanna aðstæður, verksmiðjan á Bíldudal verður í eigu írsku verksmiðjunar en einnig mun Björgun hf., eiga fjórðungshlut í henni. Sanddælu- skipið Perla er í óða önn að dæla upp kalkþörungi sem sendur verð- ur til Írlands síðar í mánuðinum. Að sögn Guðnýar Sigurðardótt- ur, staðgengils bæjarstjóra Vest- urbyggðar, verður byrjað að reisa verksmiðjuna um miðjan næsta mánuð ef ekki berast alvarlegar athugasemdir við deiluskipulag. Guðmundur er bjartsýnn á að framleiðsla geti hafist í febrúar á næsta ári ef allt gengur eftir. Hann segir að miðað við vinnslu- leyfi upp á fimmtíu þúsund rúmmetra á ári geti um tíu til fimmtán störf skapast á Bíldudal við verksmiðjuna. - jse Japanar bi›jast enn afsökunar á yfirgangi Forsætisrá›herra Japans ba› nágrannafljó›ir sínar afsökunar á yfirgangi Jap- ana í Sí›ari heimsstyrjöldinni. Á sama tíma mótmæltu konur sem voru nota›ar sem kynlífsflrælar flví a› hafa ekki enn veri› be›nar afsökunar. JAPAN Forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, bað þegna annarra Asíulanda afsökunar í gær á yfirgangi Japana í Síðari heimsstyrjöldinni. Afsökunar- beiðni hans náði meðal annars til Kóreu og Taívan, en Japanir gerðu löndin að nýlendum sínum í Síðari heimsstyrjöldinni. Til- efnið var að sextíu ár eru liðin frá uppgjöf Japana. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Koizumi biðst afsökunar á gerðum Japana í stríðinu. AP fréttastofan segir að gagn- rýnendur hafi bent á að afsökun- in sé nánast samhljóma þeirri sem borin var fram fyrir tíu árum sem féll ekki í góðan jarð- veg í öðrum Asíulöndum þar sem Japanar tækju ekki nægilega ábyrgð á gerðum sínum í stríð- inu. „Japan hefur valdið fólki í mörgum löndum miklum skaða og sársauka, sérstaklega ná- grönnum okkur í Asíu, vegna ný- lendustefnu okkar og innrása,“ sagði Koizumi meðal annars. Á sama tíma komu tugir eldri kvenna saman á götum úti í Taívan, Kína, Suður-Kóreu og fleiri Asíulöndum og kröfðust þess að Japanar bæðu þær afsök- unar og byðu þeim skaðabætur fyrir að hafa verið notaðar sem kynlífsþrælar fyrir hermenn japanska hersins í Síðari heims- styrjöldinni. Fjöldi ungra kvenna tók einnig þátt í mótmælunum. „Við viljum opinbera afsökun- arbeiðni frá japönskum yfirvöld- um,“ sagði Tsai Kuei-ying, 81 árs kona við AP-fréttastofuna. Hún er ein þrjátíu kvenna í Taívan sem enn eru á lífi af þeim tvö þúsund taívönsku konum sem neyddar voru til þess að vinna sem kynlífsþrælar fyrir jap- anska hermenn. Samkvæmt skýrslu sem lögð var fyrir Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna voru allt að 200 þúsund konur gerðar að kyn- lífsþrælum japanskra hermanna. Talið er að um helmingur þeirra hafi látið lífið beinlínis af völd- um misnotkunarinnar en þær sem lifðu voru notaðar sem kyn- lífsþrælar í þrjú til fimm ár. Þær voru misnotaðar mörgum sinn- um á dag. Konurnar voru kallað- ar „huggunarkonur“ og komu frá Kóreu, Filippseyjum, Búrma, Kína, Taívan, Indónesíu og Hollandi. sda@frettabladid.is Allt um nám á miðvikudögum í Fréttablaðinu. Allt sem þú þarft og meira til ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P R E 28 04 9 0 4/ 20 05 FORSÆTISRÁÐHERRA JAPANS JUNICHIRO KOIZUMI MINNIST STRÍÐSLOKA Koizumi bað nágrannaþjóðir Japana afsökunar á yfirgangi Japana í Síðari heimsstyrjöldinni. Á sama tíma komu tugir eldri kvenna saman á götum úti í Taívan, Kína og Suður-Kóreu og kröfð- ust þess að vera beðnar afsökunar á að hafa verið notaðar sem kynlífsþrælar japanskra hermanna í stríðinu. Talið er að allt að 200 þúsund kvenna hafi verið notaðar sem kynlífs- þrælar Japana. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Bjartsýnn á að framleiðsla á kalkþörungi geti hafist á Bíldudal á næsta ári. NORÐURLÖND UNGUM MÚSLIMUM FJÖLGAR Politiken greinir frá því að í hverri viku snúist á bilinu 5-10 Danir til íslams trúar. Stærstur hluti þeirra eru konur á þrítugsaldri sem gift- ast múslimum en athygli vekur hins vegar að unglingar eru orðnir ríflega fjórðungur trúskiptinga. STUNGINN TIL BANA Lögregla í Friðrikshöfn á Jótlandi rannsakar morð á 48 ára gömlum manni. Hann var stunginn til bana á braut- arstöðinni í Ålbæk, milli Skagen og Friðrikshafnar, en skömmu áður sást hann í heiftúðugu orðaskaki við annan mann. Sá hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald. DÓ EFTIR SPORÐDREKASTUNGU 29 ára gamall maður í Åstorp á Skáni fannst meðvitundarlaus í gær í íbúð sinni en hjá honum skreið sporðdreki af óþekktri teg- und. Maðurinn lést skömmu síðar og er talið að eiturstunga kvikindis- ins hafi valdið dauða hans. Ferskvörur frá Taílandi: Gerlar fundust NEYTENDUR Salmonella, saur- kólígerlar og E.coli-gerlar hafa fundist í sýnum úr kryddjurtum, ávöxtum og grænmeti frá Taílandi sem seld hafa verið hér á landi . Hefur Umhverfisstofun sett dreifingar- og sölubann á viðkom- andi vörur og verða tvær næstu sendingar innflytjanda teknar til sérstakrar skoðunar. Baldvin Garðarsson hjá Um- hverfisstofnun segir ekki ástæðu að svo stöddu til að skýra frá því hvaða vörur sé nákvæmlega um að ræða né heldur í hvaða verslunum þær vörur hafa verið seldar. - aöe SALMONELLA Þessi skæða örvera finnst í ýmsum matvælum og nú síðast í innflutt- um ferskvörum frá Taílandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.