Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 16
„Vetrarvörurnar eru komnar og höfða greinilega vel til landsmanna,“ segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Arcadia, sem rekur Top shop og fleiri tískuvöruverslanir. „Vetrartískan ber keim af klæðnaði sjóliða í bland við Vikt- oríutímabilið og kemur mjög skemmtilega út.“ Sigrún tók sér stutt sumarleyfi þetta sumarið og varði því að mestu í helgarferð til Lundúna og svo í að ganga Lauga- veginn. „Það var æðislega gaman að labba Laugaveginn. Reyndar var rok og rigning meira eða minna allan tímann og á miðri leið dauðsá ég eftir að hafa farið. En þegar komið var á leiðarenda var ég mjög ánægð,“ segir hún. Förunautar hennar voru samnemendur í MBA námi Háskólans í Reykja- vík en Sigrún er hálfnuð með þetta tveggja ára nám. „Þetta er frábært nám og ég nota afganginn af sumarfríinu í bók- lestur og verkefnavinnu í vetur.“ Sigrún og samstarfsfólk hennar í Top shop brydda gjarn- an upp á einhverjum skemmtilegheitum um helgar og um næstu helgi er ætlunin að starfsfólk klæði sig upp og setji nýjan svip á verslunina. „Við ætlum að klæða okkur sem sjó- ræningjar um helgina og gera ýmislegt skemmtilegt.“ 16 16. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR Lögfræ›ingarnir koma Vart verður þverfótað fyrir norrænum lögmönnum í Reykjavík í vikunni. Norrænt lögfræðiþing hefst á fimmtudag með þátttöku ellefu hundruð lögmanna. Ragnar Tómas Árnason hefur veg og vanda af skipulagi þingsins. Norrænir lögmenn, af öllum stærð- um og gerðum, sækja lögfræðiþing- ið sem hefst formlega í Háskólabíói á fimmtudag og lýkur með hátíðar- kvöldverði að Ásvöllum í Hafnar- firði á laugardagskvöld. Skemmta- naglaðir lögmenn ætla þó að hittast á Thorvaldsen bar á miðvikudags- kvöldið og hita sig aðeins upp fyrir umræður komandi daga með einum köldum. Þingið á sér langa sögu, það er haldið á þriggja ára fresti og færist á milli norrænu höfuðborganna. Er um að ræða langstærsta vettvang norrænnar lagasamvinnu. Um 1100 þátttakendur eru á þinginu í ár, þar af koma um eitt þúsund að utan. Þetta er í fjórða sinn sem þingið er haldið á Íslandi, síðast var það árið 1990. Ragnar Tómas Árnason er að- alritari þingsins og hefur mikið mætt á honum undanfarin þrjú ár, enda ekki löðurmannlegt verk að skipuleggja annan eins viðburð. „Jú, það hefur gengið á ýmsu,“ tekur hann undir, „ en sem betur fer hefur þetta hvílt á mörgum herðum.“ Á þinginu verða alls kyns laga- flækjur í forgrunni sem margar eiga það sameiginlegt að hafa ver- ið í brennidepli undanfarið. Ragnar segir þó ekki aðeins mikilvægt að vera með framúrskarandi fræði- lega dagskrá, heldur þurfi líka að huga vel að félagslega þættinum. „Það skiptir ekki síst máli fyrir norræna samvinnu að fólk kynnist vel og haldi tengslum og því leggj- um við áherslu á skemmtilega dag- skrá utan ráðstefnunnar.“ Ragnar segir einn af skemmti- legri siðunum vera þann að lög- fræðingar úr röðum heimamanna bjóði kollegum sínum heim eftir því sem hægt er. „Það verða boð hér og þar um bæinn, en smæðar okkar vegna getum við ekki boðið öllum heim. Fyrir þá sem ekki fá heimboð verður skemmtidagskrá í tjaldi í Fjölskyldugarðinum. Svo lýkur öllu með stórri veislu í lok ráðstefnunnar.“ Þinginu lýkur á laugardag og Ragnari finnst skemmtileg tilvilj- un að það beri upp á sama dag og Menningarnótt. „Það er afar ánægjulegt að geta boðið gestum okkar á þessa glæsilegu hátíð og ég efast ekki um að þeir munu hafa gaman af,“ segir Ragnar Tómas sem hlakkar til að geta ein- beitt sér að lögmennskunni af full- um krafti að lokinni ráðstefnu. bergsteinn@frettabladid.is „Ég er frekar á því að það hefði átt að setja skjöld á hús sem stæði næst því húsi sem Halldór Laxness fæddist í,“ segir Óttar Felix Hauksson útgefandi hjá Zonet. Rithöfundasamband Íslands og Borgarbókasafn hafa merkt fæðing- arstað Halldórs Laxness á Laugavegi 32 með minningarskildi í gangstéttinni. Sumum hefur ekki þótt viðeigandi að sótsvartur almúginn geti traðkað á minningu skáldsins og jafnvel skyrpt á skjöldinn. „Mér finnst að það hefði þurft að hafa skjöldinn í augnhæð eins og gert er í Kaupmannahöfn á ýmsum húsum, frekar en að hafa þetta svona fyrir hunda og manna fótum,“ segir Óttar sem finnst það í ætt við Hollywood að setja skjöld í gangstéttina. „Eflaust er þetta gert af virðingu, ég efa það ekki, en ég tel að það hefði farið betur á því að setja það í augnhæð.“ ÓTTAR FELIX HAUKSSON Útgefandi og athafnaskáld. Fyrir hunda og manna fótum MINNINGARSKJÖLDUR UM HALLDÓR LAXNESS SJÓNARHÓLL Sjóli›aklæ›na›ur ver›ur rá›andi í vetur HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGRÚN ANDERSEN nær og fjær „Ég man hvernig fla› var a› starfa flegar Sjálfstæ›isflokkurinn stjórna›i hér öllu. fiá tíma vil ég ekki upplifa aftur.“ BJÖRK VILHELMSDÓTTIR, BORGAR- FULLTRÚI R-LISTANS, Í FRÉTTABLAÐINU. „Spurningin sem a› mér sn‡r er hvort ég á a› gera eitthva› „kolbrjála›“, eitt- hva› algjörlega af- strakt, e›a hvort ég á a› gera eitthva› raunsærra, eitthva› sem hefur hugsan- lega notagildi.“ ÓLAFUR ELÍASSON MYNDLISTAR- MAÐUR Í MORGUNBLAÐINU. OR‹RÉTT„ “ Óheppinn Georgíumaður: Skotinn tvisvar í sömu öxl Georgíu- maðurinn Kenyatta Bostic er óheppinn maður en á dögunum varð hann fyrir þeirri ógæfu að vera skotinn tvisvar í sömu öxlina hvort við sitt tilefnið. Fyrr um kvöldið hringdi unnusta Bostics í lögreglu og sagði hann hafa beitt sig ofbeldi, en hann var á bak og burt þegar lögregluna bar að garði. Hann sneri aftur stuttu seinna en flýtti sér í burtu þegar hann sá lögregl- una og ók næstum á laganna vörð í hamagangnum. Lögregluþjónn hleypti þá af skoti sem hæfði Bostic í öxlina. Lögreglan veitti Bostic eftirför en hann sneri enn og aftur að hý- býlum kærustunnar þar sem hann klessti bílinn og hljóp á braut. Þegar lögreglan náði að stöðva hann var honum skipað að lyfta höndum upp fyrir höfuð. Eitthvað átti Bostics bágt með það, hugsan- lega vegna þess að hann hafði verið skotinn í öxlina fyrr um kvöldið og fékk að launum annað byssuskot í sömu öxl. Hlúð var að Bostics á spítala og honum sleppt að því loknu. Hann hefur verið ákærður fyrir grófa líkamsárás á lögregluþjón, hús- brot og umferðarlagabrot. ■ Alls tóku 218 manns þátt í ár- legri ferð Ferðafélags Íslands og Landverndar í Þúfuver á sunnudag sem mun vera nýtt met. Að sögn Páls Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Ferðafélagsins, gekk ferðin eins og í sögu þrátt fyrir skúraveður á köflum. Ferðin tók tólf klukkustundir enda er nóg að sjá og skoða í Þúfuveri. Byrjað var á að líta við í Eyvindarkofa sem hýsti á sínum tíma Fjalla-Eyvind og Höllu. Því næst þustu ferðalang- ar á slóðir freðmýrarústa og könnuðu hvern krók og kima. Þaðan var gengið áfram að Bisk- upsþúfu þar sem var sungnir voru sálmar og flutt messa, áður en gengið var aftur að rútunum heima á leið. Fararstjórar voru Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur, Gísli Már Gíslason vatnalífræð- ingur, Helgi Björnsson jökla- fræðingur og Sigþrúður Jóns- dóttir beitarfræðingur, en frá Árnesi naut hópurinn leiðsagnar sem gerður var góður rómur að. – bs Nýtt met slegið: Aldrei fleiri í fiúfuver FRÁ ÞÚFUVERUM Ferðin tók alls tólf tíma og var meðal annars áð á slóðum Fjalla- Eyvindar. M YN D /P ÉT U R AL AN G U Ð M U N D SS O N RAGNAR TÓMAS ÁRNASON Hlakkar til að sjá árangur þriggja ára vinnu í vikunni og ekki síður til að geta einbeitt sér aftur að lögmennskunni af fullum krafti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.