Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 30
16. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR 12 Allt um nám á miðvikudögum í Fréttablaðinu. Allt sem þú þarft og meira til ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P R E 28 04 9 0 4/ 20 05 Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó. Tekur vagninn í vinnuna Í hverju felst starfið? Ég sinni hefðbundnu hlutverki sem framkvæmdastjórar hafa í fyrirtækjum. Starfið er sem sagt allvíðtækt. Hér vinna nærri þrjú hundruð manns og við veitum mörg þúsund manns þjónustu á degi hverjum þannig að það er eitt og annað sem fylgir þessu – mikil samskipti til dæmis. Fyrirferðamesta verk- efnið þessa dagana og vikurnar er upptaka nýja leiðakerfisins. Það tekur auð- vitað langmestan tíma minn og ég er nánast alfarið að vinna að þeim verk- efnum sem snúa að þessum stóru og miklu breytingum. Hvenær vaknarðu á morgnana og hvað gerir þú? Ég er nú svona morgunhani og fer í leikfimi þrisvar í viku klukkan tuttugu mínútur yfir sex. Reyndar er ég í sumarfríi í leikfiminni núna svo það er ekki mikið um það. Síðan tek ég strætó í vinnuna og geri mér far um gera það og svo fer ég allra ferða vinnunnar vegna í strætó. Í morgun tók ég strætóinn ná- kvæmlega klukkan tvær mínútur yfir sjö og spjallaði við strætóbílstjórann all- an tímann. Það má auðvitað varla segja frá því þar sem auðvitað má ekki vera að trufla vagnstjórann. Þeir nota tækifærið og ég líka til þess að spjalla og heyra í mönnum. Hversu lengi vinnur þú? Það lítur ekki alveg nógu vel út. Þetta eru langir daga núna en ég reyni að fara ekki heim seinna en sjö en oftar en ekki vinn ég heima á kvöldin. Það er náttúrlega ekki alltaf þannig, þetta er óvenjulegt ástand núna. Í gær var ég meira að segja kominn heim rétt um sex leytið sem er óvenjulega snemmt, en þá tók ég líka tölvuna með og vann einhverja þrjá tíma heima. Hvað er skemmtilegast við starfið? Þetta er að mörgu leyti mjög gefandi starf. Það spannar vítt svið og ég er að takast á við mjög fjölbreytileg verkefni. Það sem gerir starfið skemmtilegt er að ég nýt þeirra forréttinda að sjá stór verkefni komast í framkvæmd sem maður hefur umsjón með og það er auðvitað gaman að sjá hlutina gerast. Ég er líka heppinn með samstarfsfólk og hef átt mjög góðar stundir með því sem gefur starfinu auðvitað líka gildi. Síðan er þetta mjög ögrandi verkefni, sér- staklega núna, það eru ekki allir á eitt sáttir um hvernig þessi leiðakerfisbreyt- ing er að virka og mér finnst í raun og veru ögrandi og áhugavert að svara fyrir gagnrýni því ég er sjálfur svo sannfærður um að þessi breyting sem við fórum út í sé öllum meira og minna fyrir góðs. En erfiðast? Erfiðast er náttúrlega álagið sem er nú um stundir og það er auðvitað erfitt til langs tíma þegar álag er stöðugt og viðvarandi og mikið. Ég viðurkenni það alveg að þetta er erfitt. Mér finnst kannski erfiðast þegar mér tekst ekki að fá viðmælendur mína að taka rökum. Mér finnst slæmt ef ég upplifi að vera út- skýra eitthvað og færa fram rök í málinu þá er vísvitandi farið rangt með og þvert ofan í það sem maður er að segja. Það er erfitt eða að minnsta kosti mjög lýjandi. Hvað gerirðu eftir vinnu? Ég reyni sem betur fer að eiga einhvern tíma fyrir mig. Mér finnst gaman að fara í golf og reyni að gera það eins mikið og ég get. Þetta er dálítið árstíða- skipt hjá mér því á veturna syng ég í kór en á sumrin höfum ég og konan mín gaman af því að ferðast og förum í gönguferðir. Svo finnst mér gaman að hjóla og keypti mér aftanívagn fyrir afastrákinn svo við getum hjólað saman þegar ég fæ hann í heimsókn. Gætir þú hugsað þér eitthvert annað starf? Nei, ég get ekki ímyndað mér að það sé nokkurt annað starf jafn spennandi til í heilli veröld en þetta sem ég er í núna. HVUNNDAGURINN Vissir þú ... ...að drápshvalir drepa fiska með því að slá þá með sporðinum? ...að simpansar búa í hópum sem hver um sig hefur skapað sér ákveðin sérkenni? ...að hrafnar geta lært að opna skrín til þess að ná sér í verðlaun og geta líka kennt öðrum hröfnum að gera slíkt hið sama? ...að hjarta rækjunnar er í höfðinu á henni? ...að kakkalakkar rata um dimm herbergi með því að draga fálmara eftir veggnum? ...að köngulær éta aðrar köngulær? ...að ekkert bergmál kemur þegar endur kvaka og enginn veit af hverju? ...að kakkalakki getur lifað í margar vikur höfuðlaus og deyr bara ef hann fær ekki nógu mikið æti? ...að kýr framleiða meiri mjólk þegar þær hlusta á tónlist? ...að moskítóflugur dragast að fólki sem er nýbúið að borða banana? ...að hjartað í steypireið slær ein- ungis níu sinnum á mínútu? ...að kýr framleiða tvö hundruð sinnum meira gas en menn á dag? ...að þvag úr dádýrum er stundum blátt á veturna þegar þau hafa ekki nóg að drekka? ...að augasteinar í geitum eru fer- kantaðir í laginu? ...að enginn má eiga svan í Englandi nema drottningin því hún á þá alla? ...að gíraffar eru ekki með radd- bönd?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.