Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 10
16. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR TÆLAND Að minnsta kosti tíu hafa látist og tuga er enn saknað vegna mikilla flóða í norðurhluta Taílands um helgina. Auk þess hafa um 60 manns leitað sér lækn- ishjálpar vegna meiðsla af völd- um flóðanna. Chiang Mai, stærsta borg norð- urhluta Taílands, er að hluta undir eins til tveggja metra djúpu vatni. AP-fréttastofan hefur eftir for- sætisráðherra Taílands, Thaksin Shinawatra, að flóðin séu hin mestu í fjörutíu ár og að þau hafi orðið vegna eyðingar mannsins á skógum. Shinawatra hélt útvarps- ávarp þar sem hann varaði landa sína við frekari flóðum. Flóðin urðu vegna mikils úr- hellis undanfarna daga, en regn- tímabilið stendur nú yfir í þessum heimshluta. Rigningunum hefur nú slotað. Flóðin hafa haft áhrif á líf meira en 200 þúsund íbúa í hérað- inu. Hús hafa eyðilagst en auk þess hafa brýr og vegir skemmst. - sda ÍSAFJARÐAR 4.799kr. Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 4.999kr. Verð miðast við flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is EGILSSTAÐA 5.699 Milli Reykjavíkur og kr. HORNAFJARÐAR 5.899 Milli Reykjavíkur og kr. GRÍMSEYJAR 3.499kr. Milli Akureyrar og GJÖGURS 4.999kr. Milli Reykjavíkur og SAUÐÁRKRÓKS 4.999kr. Milli Reykjavíkur og BÍLDUDALS 4.999 Milli Reykjavíkur og VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 4.499 Milli Akureyrar og kr. kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 92 46 08 /2 00 5 flugfelag.is 4.399kr. Milli Reykjavíkur og VESTMANNAEYJA 17. - 23. ágúst FORSÆTISRÁÐHERRA KANNAR SKEMMDIR AF VÖLDUM FLÓÐA Forsætisráðherra Taílands, Thaksin Shinawatra, annar til vinstri, hefur varað landa sína við frekari flóðum en flóðin um helgina voru hin mestu í fjörutíu ár. Tíu hið minnsta hafa farist í flóðum í Taílandi: Mestu fló› í fjörutíu ár B A U G S M Á L I Ð Tryggvi Jóns- son, fyrrum að- stoðarforstjóri Baugs hf., kem- ur oftast við sögu í þeim kafla ákærunn- ar gegn for- svarsmönnum og endurskoð- endum Baugs sem snýr að fjárdrætti. Í fyrsta kafla ákærunnar eru fjórir töluliðir sem snúa aðeins að fjárdrætti en í öðrum köflum ákærunnar er einnig ákært fyr- ir fjárdrátt en með öðrum brot- um, svo sem umboðssvikum og brotum gegn lögum um hluta- félög. Tryggvi kemur við sögu í þremur af fjórum töluliðum í fyrsta kafla ákærunnar. Snekkjan dýrkeypt Annar töluliður ákærunnar beinist gegn feðgunum Jóni Ás- geiri Jóhannessyni, þáverandi forstjóra Baugs, og Jóhannesi Jónssyni í Bónus. Þeim er gefið að sök að hafa dregið sér fé þegar þeir létu Baug greiða þóknanir til Sparisjóðs Reykja- víkur vegna bankaábyrgðar sem til hafði verið stofnað vegna kaupa á snekkjunni Thee Vik- ing. Í fyrsta töluliðnum var einnig ákært fyrir fjárdrátt vegna snekkjunnar en þar var um hærri fjárhæðir að ræða eða rúmlega fjörutíu milljónir króna. Er feðgunum gert að sök að hafa látið Baug yfirtaka ábyrgð- ir sem til hafði verið stofnað af sameignarfélaginu Bónus hinn 17. júlí 1996. Ábyrgðirnar voru einkum til komnar vegna lán- töku bandaríska félagsins Nor- dica Inc. hjá viðskiptabanka í Flórida en lánið var upp á hund- rað þrjátíu og fimm þúsund Bandaríkjadali og var notað til að ábyrgjast greiðslur á skemmtisnekkjunni Icelandic Viking. Baugur hafði því sam- kvæmt ákærunni tekið við ábyrgð Bónuss og gjaldféll ábyrgðin á Baug 17. október 2002. Ákærðu neita sök í þessum tölulið ákærunnar. Þeir segja í athugasemdum við þessum tölu- lið ákærunnar að ábyrgðin sem um ræðir hafi verið notuð til tryggingar yfirdráttarláni sem Nordica tók vegna vöruvið- skipta og hafi Ríkislögreglu- stjóri gögn um slíkt. Segja hinir ákærðu fráleitt að ætla að ábyrgðin hafi verið vegna kaupa á snekkjunni. Þeir vísa einnig til þess að ef svo hefði verið, hefði einnig átt að ákæra Jón Gerald Sullenberger fyrir sömu hluti. Aðstoðarforstjóri og risna Í þriðja tölulið ákærunnar er Tryggva Jónssyni, fyrrum að- stoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega eina milljón og þrjú hundruð þúsund krónur á tímabilinu 11. janúar 2000 til 12. febrúar 2002. Er honum gefið að sök að hafa notað American Express greiðslukort félagsins Nordica Inc. sem síðar lét Baug greiða sér til baka útteknar fjár- hæðir til þess að greiða kostnað sem var Baugi óviðkom andi. Er um að ræða alls þ r e t t á n reikninga sem Nor- dica lagði út fyrir en i n n h e i m t i svo hjá Baugi s a m k v æ m t fyrirmælum Tryggva. Í athuga- semdum með þessum tölulið ákærunnar neitar Tryggvi sök og segir að um hafi verið að ræða kostnað sem telst risna að- stoðarforstjórans. Segir ákærði að Ríkislögreglustjóra hafi ver- ið bent á að rannsaka þennan lið ákærunnar betur og ræða við vitni sem hafa notið risnunnar en því hafi ekki verið sinnt. Enn fremur er bent á að ekki geti verið um fjárdrátt að ræða þar sem auðgunarásetning skorti. Tollar og gjöld aðstoðarforstjóra Opinber gjöld Tryggva vegna innflutnings á sláttuvélartrakt- or til eigin nota voru greidd af Baugi samkvæmt fjórða tölulið ákærunnar. Er Tryggva gert að hafa dregið sér samtals tæplega eitt hundrað þúsund krónur er hann lét Baug greiða aðflutn- ingsgjöld svo sem virðisauka- skatt, vörugjald og toll af áðurgreindum sláttuvélartrakt- or en reikningur vegna vélar- innar var gefinn út af Nordica í Bandaríkjunum á Baug-Aðföng hf., dótturfélag Baugs. Í athugasemdum Tryggva vegna fjórða töluliðar ákærunn- ar segir að mistök starfsmanns Baugs hafi ráðið því að aðflutn- ingsgjöldin sem um ræðir hafi ekki verið innheimt hjá Tryggva. Segir að Tryggvi hafi rætt við viðkomandi starfs- mann um að honum yrði gerður reikn- ingur vegna gjald- anna og hafi verið í trú um að svo yrði gert. Ekki geti þannig verið um fjárdrátt að ræða því allan auðgunará- setning hafi skort. hjalmar@frettabladid.is JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Sagður hafa látið Baug greiða fyrir snekkju í Miami. TRYGGVI JÓNSSON Fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs kemur oftast við sögu í fyrsta kafla ákærunnar sem snýr að fjárdrætti. Tryggvi lét Baug grei›a eigin skatta og tolla Tryggvi Jónsson, fyrrum a›sto›arforstjóri Baugs, kemur oftast vi› sögu í fyrsta kafla ákærunnar í Baugsmálinu. Hann er me›al annars ákær›ur fyrir a› hafa láti› Baug grei›a a›flutningsgjöld af innflutningi á varningi til eigin nota. JÓN GERALD SULLENBERGER Sakborningar vilja að Jón Gerald verði einnig ákærður. JÓHANNES JÓNSSON Sagður hafa dregið sér fé þegar hann lét Baug taka yfir bankaábyrgðir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.