Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 6
6 16. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR Kúabændur í Eyjafirði íhuga stofnun fyrirtækis um dýralæknaþjónustu: Finnst d‡ralæknarnir of d‡rir BÚSKAPUR Kúabændur í Eyjafirði eru ósáttir við verðskrá eyfirskra dýralækna og íhuga að stofna sjálfir fyrirtæki um dýralækna- þjónustu til að ná kostnaði niður. Snorri Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda, segist ekki geta staðfest að verð- skrá dýralækna í Eyjafirði sé hærri en hjá dýralæknum annars staðar á landinu en Landssam- band kúabænda sé með það í skoð- un. Aðalbjörg Jónsdóttir, hjá Dýra- læknaþjónustu Eyjafjarðar, telur verðskrá dýralækna í Eyjafirði eðlilega. „Í Eyjafirði eru eingöngu sjálfstætt starfandi dýralæknar sem annast þjónustu við kúabænd- ur og ef bændur eru að bera verð þeirra saman við verðskrá héraðs- dýralækna, sem þiggja hluta sinna launa frá ríkinu, þá er það skökk viðmiðun,“ segir Aðalbjörg. Þorvaldur H. Þórðarson, for- maður stjórnar Dýralæknafélags Íslands, segist ekki vita hvort verðskrá dýralækna í Eyjafirði sé hærri en hjá öðrum dýralæknum. „Það er ekki til nein samræmd verðskrá dýralækna enda verð- samráð óheimilt,“ segir Þorvaldur. - kk Sparisjóður Norðlendinga fjárfestir á Suðurlandi: Keypti land í Hverager›i BYGGINGARLAND Sparisjóður Norð- lendinga á Akureyri, ásamt Guð- mundi A. Birgissyni á Núpum í Ölfusi og fleiri fjárfestum, hef- ur keypt 300 hektara byggingar- land í Hveragerði og Ölfusi. Landið er að stærstum hluta innan bæjarmarka Hveragerðis og tilheyrir einu af þremur stór- um byggingarsvæðum sveitar- félagsins samkvæmt nýju aðal- skipulagi sem unnið er að. Jón Björnsson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Norðlendinga, vill ekki gefa kaupverð landsins upp en býst við að sparisjóður- inn muni hagnast vel á viðskipt- unum. Segir hann að strax á næsta ári verði um 200 einbýlis- og raðhúsalóðir tilbúnar til sölu og enn fleiri á næstu árum. “Sparisjóðurinn hefur ekki áður fjárfest í byggingarlandi og í þessu tilfelli er ekki um lang- tímafjárfestingu að ræða. Lóð- irnar verða ekki dýrar, miðað við það sem gengur og gerist á höfuðborgarsvæðinu, en þetta er engu að síður góð og traust fjárfesting fyrir sparisjóðinn,“ segir Jón. - kk Fiskvinnsla á a› geta gengi› vel á Bíldudal Shiran fiórisson sem vinnur a› rekstrargreiningu á Bílddælingi og Versölum segir a› fiskvinnsla eigi a› geta gengi› á Bíldudal. Sigurjón fiór›arson er mjög ósáttur vi› mána›arlangan drátt á greiningunni. ATVINNUMÁL „Það er bara verið að teygja lopann með einhverjum kjaftavaðli,“ segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, um skýringar At- vinnuþróunarfélags Vestfjarða á því hvers vegna greining á rekstri Bílddælings og Versölum lægi ekki fyrir í gær eins og gert hafði verið ráð fyrir. Shiran Þórisson, viðskiptaráð- gjafi hjá Atvinnuþrónarfélaginu, segir að ekki hafi verið unnt að ljúka greiningunni á tilsettum tíma þar sem félaginu hafi ekki borist öll gögn í tíma frá bók- haldsskrifstofum sem höfðu gögn Bílddælings undir höndum. Hann segir þó að einhverjar ályktanir megi draga af þeirri athugun sem hann hefur þegar gert. „Góðu fréttirnar eru þær, miðað við það sem ég les úr þessum gögnum, að fiskvinnsla á vel að geta gengið á Bíldudal,“ segir Shiran. Hann seg- ist þó ekki vilja fella neinn áfellis- dóm yfir núverandi rekstraraðil- um. Hann segist enn fremur reikna með að greiningin liggi fyrir um miðjan næsta mánuð. Þingmennirnir Guðjón A. Kristjánsson, Jón Bjarnason og Jóhann Ársælsson, sem allir sátu fund Þróunarfélagsins og bæjar- stjórn Vesturbyggðar, ásamt öðr- um þingmönnum Norðvesturkjör- dæmis, þar sem atvinnumál Bíldudals voru rædd, sendu Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra bréf fyrir helgi þar sem far- ið er fram á það að hann upplýsi þingmennina um stöðu atvinnu- mála á Bíldudal. Í bréfinu segir að áform um að þingmennirnir yrðu upplýstir um framvindu mála hafi ekki verið fylgt eftir. Guðný Sigurðardóttir, stað- gengill bæjarstjóra Vesturbyggð- ar, og Shiran undruðust viðbrögð Sigurjóns. „Ef hið opinbera á að leggja fjármagn í eitthvað þá hlýt- ur það að fara fram á það að skýr mynd af rekstrinum liggi fyrir,“ segir Guðný. Íbúar á Bíldudal sem blaða- maður Fréttablaðsins talaði við segjast vongóðir um að rekstur hefjist fljótlega aftur í fisk- vinnslu staðarins hverjir svo sem rekstraraðilar verða. jse@frettabladid.is INNKALLAÐIR Í DANMÖRKU Kviknað hefur í níu Peugeot 307 í Danmörku í ár vegna galla í rafstýrðu bremsukerfi bílsins. Ekkert slíkt hefur komið upp hér á landi. Peugeot 307: Innkalla›ir í Danmörku NEYTENDUR „Það hafa engin vanda- mál af þessu tagi komið upp hér á landi,“ segir Gunnar Gunnarsson, markaðstjóri Bernhard á Íslandi, söluaðila franskra Peugoet-bif- reiða. Söluaðili Peugeot í Danmörku hefur innkallað þúsundir bifreiða af gerðinni Peugeot 307 vegna galla í rafstýrðu bremsukerfi þeirra. Veldur gallinn því að í bíl- unum getur kviknað eldur sé hann kyrrstæður eftir akstur og hafa borist tilkynningar um níu slíka bíla á þessu ári. Um 200 bílar af þessari tegund eru hér á landi en að sögn Gunn- ars er þeim ekki kunnugt um nein vandamál af þessu tagi hingað til. - aöe MJÓLK KEYPT Í BÚÐ Mun meiri eftirspurn er eftir mjólk nú en áður. Mjólkurframleiðsla kúabænda: Anna ekki eftirspurn LANDBÚNAÐUR „Þarna munar um milljón lítra mjólkur að við getum svarað allri eftirspurn en þetta mun þó ekki koma niður á neyt- endum á neinn hátt,“ segir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Í kjölfar aukinnar neyslu landsmanna á mjólkurdrykkjum hvers konar hefur eftirspurn auk- ist talsvert umfram framleiðslu- getu bænda. Snorri segir að þrátt fyrir tilraunir til þess að auka framleiðslu sjái bændur ekki fram á að geta framleitt sam- kvæmt eftirspurn að sinni. „Við teljum nú engu síður að það sé hægt að auka framleiðslu til muna á komandi misserum.“ - aöe Ertu flughrædd(ur)? SPURNING DAGSINS Í DAG: Er rétt hjá lögreglunni í Eyjum að ætla að framfylgja útivistar- reglum á pysjutímanum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 75,7% 24,3% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Í GÓÐRI BEIT Landssamband kúabænda er að afla upplýsinga af öllu landinu um kostnað vegna þjónustu dýralækna. Fulltrúar sjálfstæðismanna: Vilja vita um fjölgun máva SVEITARSTJÓRNARMÁL Á fundi um- hverfisráðs Reykjavíkurborgar í gær óskuðu sjálfstæðismenn eftir upplýsingum um hvort fjöldi máva í Reykjavík væri meiri en venjulegt er. Í skriflegri fyrir- spurn sem lögð var fram á fundin- um segir: „Margur borgarinn tel- ur sig hafa tekið eftir miklum fjölda máva í borginni í vor og sumar. Óskað er eftir upplýsing- um um það hvort fjöldi máva í borginni nú sé meiri en venjulega og ef svo er, hverju það sætir og hverjar afleiðingar þess geti ver- ið meðal annars með tilliti til líf- ríkis í og við Tjörnina.“ - hb FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Vinnuslys hjá Samherja: Rúmar sex millj- ónir í bætur DÓMSMÁL Samherji var í síðustu viku dæmdur til að greiða danskri konu rúmar sex milljónir króna í skaðabætur vegna vinnuslyss sem konan varð fyrir þegar hún starfaði við pökkun hjá fyrirtækinu. Konan hlaut höfuðhögg þegar frosin vörubretti sem hún var að sækja færðust til og ágerðist höfuð- verkur hennar næstu daga á eftir. Kom í ljós að blæðing var innan við höfuðkúpu. Mat dómurinn að fyrirtækið væri bótaskylt enda gerði Vinnueftirlitið athugasemdir við aðstæður sem konunni var gert að vinna við. - aöe JÓN BJÖRNSSON Einkahlutafélagið Hvera- land var stofnað sérstaklega vegna landa- kaupanna og á Sparisjóður Norðlendinga helmingshlut í félaginu. AÐ STÖRFUM Á BÍLDUDAL Jón Sigurðsson undirbjó veiðiferð í gær. Shiran Þórisson við- skiptaráðgjafi segir að fiskvinnsla eigi vel að geta gengið á Bíldudal. Ósæmileg hegðun: Strípalingar voru áreittir NOREGUR Gestir nektarstrandar- innar Huk við Ósló verða í sí- auknum mæli fyrir áreitni og ónæði ljósmyndara og dóna af ýmsu tagi. Sumir fletta sig klæð- um frammi fyrir strípalingunum en það þykir þeim heldur miður. „Hann stóð á göngustígnum fyrir framan mig og reyndi að stöðva för mína,“ sagði kona sem sótti ströndina reglulega þar til öfuguggi sat fyrir henni. „Hann sagði eitthvað og fitlaði svo við sjálfan sig.“ Lögreglu hafa borist margar kvartanir um ósæmilega hegðun slíkra dóna en jafnframt hafa einhverjir verið staðnir að því að taka myndir af baðgestum með myndavélasíma. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.