Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 1
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 SNÝST Í SUÐAUSTAN STREKKING Jafnvel gæti orðið allhvasst um landið vestanvert. Talsverð rigning um allt land, mest suðaustanlands. VEÐUR 4 ÞRIÐJUDAGUR 16 ágúst 2005 - 219. tölublað – 5. árgangur Ekkert stöðvar FH-inga Íslandsmeistarar FH héldu samfelldri sigurgöngu sinni í Landsbankadeildinni áfram í gærkvöld en þá burstaði liðið Þrótt 1-5. Á sama tíma náði Valur aðeins jafntefli á heimavelli gegn Keflavík og munar nú 11 stigum á liðunum þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. ÍÞRÓTTIR 24 Íþróttamenn og fatlaðir eignast hauk í horni Valdimar Leó Friðriksson tekur sæti Guðmundar Árna Stefánssonar á Alþingi í haust. Valdimar er félags- málatröll og annar vara- maður Samfylkingarinn- ar. Hann bjóst ekki við að komast á þing á þessu kjörtímabili en ætlar að beita sér fyrir málefnum íþróttafólks og fatlaðra. TÍMAMÓT 22 Dönsk stemning á Menningarnótt Lars Engberg, yfirborgarstjóri Kaup- mannahafnar, er á leið til Íslands en hann opnar sýninguna Menning- arnótt í Kaupmanna- höfn sem hefst í Ráðhúsinu næsta laugardag. MENNING 28 Í MIÐJU BLAÐSINS ● heilsa ● brúðkaup ▲ VEÐRIÐ Í DAG 50% 74% 37% Lestur á þriðjudögum* Fr é tt a b la ð ið Fr é tt a b la ð ið M b l. M b l. B la ð ið B la ð ið Lestur meðal 12–80 ára á þriðjudögum. *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í 2005.júlí SUÐVESTURHORNIÐ BAGDAD, AP Írökum mistókst að semja texta stjórnarskrár sinnar fyrir 15. ágúst eins og þeir höfðu einsett sér. Þeir ætla að reyna til þrautar að ná samkomulagi fyrir 22. ágúst. Á miðnætti rann út fresturinn til að semja stjórnarskrá án þess að sátt næðist um inntak hennar. Íraksþing kom saman seint í gær- kvöld, eftir að fundi þess hafði verið frestað fyrr um daginn, og ákvað að veita leiðtogum sjía, súnn- ía og Kúrda vikufrest til viðbótar. Leiðtogarnir höfðu raunar náð bráðabirgðasamkomulagi um nokkur mikilvæg atriði í gær, til dæmis hvernig tekjum af olíusölu yrði ráðstafað og hvert nafn landsins yrði. Eins og margir höfðu spáð fyrir um tókst hins vegar ekki að leysa ágreining um hvort skipta ætti Írak upp í sam- bandsríki, stöðu kvenna, hlutverk íslams og hvort Kúrdar ættu að fá enn meira sjálfstæði. Þeir höfðu lagt til að Kúrdistan yrði hluti af Írak næstu átta árin en þá yrði staða héraðsins endurskoðuð. Þessu lögðust hins vegar sjíar og sérstaklega súnníar gegn. Atburðarás síðustu daga þykir sýna að öll þjóðarbrotin í Írak vilja raunverulega ná sem víðtækastri sátt um stjórnskipun landsins. Hins vegar sýnir hún jafnframt að enn ríkir sundrung á meðal þjóðarinnar um hvernig haga beri stjórn Íraks í framtíðinni. - shg Spennir beltin ÆTLAR EKKI AÐ KASTA PÍLUM Í FÓLK STJÓRNMÁL Vinstri grænir slitu R- listasamstarfinu á átakafundi í gærkvöld og ákváðu að bjóða fram undir eigin merkjum í borgarstjórnarkosningunum næsta vor. Tillaga þessa efnis var samþykkt með 68 atkvæðum gegn 28, tvö atkvæði voru auð eða ógild. Heitar umræður urðu á fund- inum og sá fundarstjóri ástæðu til að biðja menn að sýna kurt- eisi og gæta virðingar vegna óheppilegs orðavals eins fundar- manna í ræðupúlti. Tvær tillög- ur um dagskrárbreytingu voru bornar upp. Þegar þrettán fé- lagsmenn voru enn á mælenda- skrá var stungið upp á því að þegar yrði gengið til atkvæða milli tveggja tillagna um hvern- ig skyldi staðið að framboðsmál- um. Það var samþykkt og þegar gengið til atkvæða. Stjórn Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs í Reykjavík lagði fram tillögu um að hafinn yrði undirbúningur að framboði í eigin nafni fyrir næstu borgar- stjórnarkosningar. Annar borg- arfulltrúa flokksins, Árni Þór Sigurðsson, lagði áherslu á að þessi leið yrði farin. „Ég lít svo á að Reykjavíkurlistinn hafi ekki verið stofnaður til að vera eilíft fyrirbæri,“ sagði Árni Þór. Hinn borgarfulltrúinn, Björk Vilhelmsdóttir, lagði í máli sínu áherslu á að með því að slíta R- listasamstarfinu væru Vinstri grænir að bjóða frjálshyggjunni heim sem raunverulegum val- kosti á móti félagshyggjunni, hættan væri meiri en nokkru sinni áður að Sjálfstæðisflokk- urinn tæki völdin í borginni. Hún lagði fram tillögu um að Vinstri grænir tækju þátt í próf- kjöri með Samfylkingu og Fram- sóknarflokki fyrir áframhald- andi framboð Reykjavíkurlist- ans. Þetta er sama tillaga og ákveðið hafði verið að leggja fram á fundum Samfylkingar- innar og Framsóknarflokksins. - hb GEORG ÖGMUNDSSON Keppir í aflraun- um erlendis ▲ FÓLK 34 Átakafundur Vinstri grænna sleit samstarfi um R-listann Vinstri grænir samflykktu me› yfirgnæfandi meirihluta a› bjó›a fram undir eigin merkjum í næstu borgarstjórnarkosningum. Borgarfulltrúar flokksins voru hvor á sinni sko›un. Árni fiór Sigur›sson vildi frambo› í nafni Vinstri grænna en Björk Vilhelmsdóttir vildi halda R-listasamstarfinu áfram. Íraksþing veitir stjórnmálaleiðtogum sínum lengri frest: Írökum tókst ekki a› semja um stjórnarskrá HLAUPIÐ FRAMHJÁ BRENNANDI GIRÐINGU Ungur ísraelskur landtökumaður hleypur hér framhjá girðingu meðfram landnemabyggðinni Neve Dekalim. Kveikt hafði verið í henni til að halda aftur af Ísraelsher. Margir íbúar landnemabyggðanna neita að hverfa á brott þrátt fyrir skipun ísraelskra stjórnvalda um að yfirgefa Gaza. Sjá síðu 4 Danskar líftryggingar: Feitir borga tvöfalt i›gjald LÍFTRYGGINGAR Dönsk tryggingar- félög rukka viðskiptavini sína sem þjást af offitu um allt að tvöfalt hærri iðgjöld vegna líftryggingar en þá sem eiga ekki í vandræðum með holdafarið að sögn Politiken. Sykursýki, of hár blóðþrýsting- ur og hjartasjúkdómar eru meðal sjúkdóma sem hrjá offitusjúklinga í meiri mæli en þá sem eru í kjör- þyngd. Því hafa tryggingarfélög valið að krefja feita einstaklinga um allt að tvöfalt hærra iðgjald og hafa jafnvel gengið svo langt að meina þeim um líftryggingar. - sda Lögreglukona á frívakt: Sneri fljóf ni›ur LÖGREGLUFRÉTTIR Lögreglukona á frívakt sneri niður þjóf á veitinga- staðnum American Style í gær- kvöld. Þjófurinn reyndi að stela veski af ófrískri konu en var fljótt snúinn niður af lögreglukonunni. Hún hélt honum niðri með annarri hendi meðan hún kallaði til lögreglu á vakt sem kom og færði manninn í fangageymslur. Talsvert var að gera hjá lögregl- unni í Reykjavík í gærkvöld. Átta ára drengur ristarbrotnaði í Reyr- engi í Grafarvogi þegar hann hljóp inn í hliðina á bifreið. Tvær níu og tíu ára stúlkur tilkynntu að maður hefði girt niður um sig fyrir framan þær í suðvesturhluta borgarinnar og hlaupið á brott, lögregla hefur greinargóða lýsingu á honum. Þá voru þrjú innbrot kærð: í bíl, her- bergi og loks íbúð þar sem fartölvu, stafrænni myndavél og 20 þúsund krónum í peningum var stolið. - bþg RÆTT SAMAN Í UPPHAFI FUNDAR Björk Vilhelmsdóttir og Árni Þór Sigurðsson ræða hér saman í upphafi fundar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.