Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 32
Baugsmálið er að ýmsu leyti hið sérkennilegasta. Dagana fyrir „skúbb“ Guardian heyrðust setningar eins og þessi eða a.m.k. í eitthvað í þá áttina í fréttatímum hér á landi: Akær- urnar í Baugsmálinu hafa enn ekki fyrir birtar þrátt fyrir lof- orð um að svo yrði gert. Það er óneitanlega sérkennilegt að ein- hver eða einhverjir hafi lofað að birta ákærur. Yfirleitt er gang- urinn nefnilega sá að fólk er ein- faldlega ákært fyrir dómstólum og ákærurnar opinberar um leið. Í þessu tilfelli var af einhverjum ástæðum ákveðið að gefa út ákærur án þess að dómfesta málið, og svo skringilega vildi til að þetta var einmitt á þeim tíma sem hinir ákærðu voru að gera mikla viðskiptasamninga. Eða með öðrum orðum á viðkvæm- um tíma fyrir þá – sérkennileg tilviljun. Mér finnst umfjöllun frétta- miðla af málinu líka svolítið sér- kennileg. Fréttamenn íslenskir voru að vonum frekar spældir yfir því að fyrsta umfjöllun um ákærurnar sem byggðist á öðru en getgátum birtust í bresku blaði. Er það samt ekki einfald- lega áfellisdómur yfir íslensku fréttamiðlunum? Ef menn liggja á einhverjum upplýsingum sem fréttamenn sækjast eftir – í þessu tilfelli margumtöluðum ákærum – þá er það eðlilegasti hlutur í heimi að þeir leki þeim, eða láti þá fyrsta fá, sem þeir treysta best til að vinna úr þess- um upplýsingum. Það þýðir hins vegar ekki að þeir hafa þessa að- ila „í vasanum“ eins og stundum er sagt, heldur einfaldlega að þeir treysti þessum aðilum betur en öðrum til að vinna úr upplýsingunum. Hlutverk blaða- manna er að vinna úr upplýsing- um sem þeim berast í hendur, en ekki birta allt sem þeir fá í hend- urnar. Svona eins og góður kokk- ur býr til góða, óskemmda mál- tíð úr hráefninu en ber ekki fram hrátt kjöt, fisk og græn- meti og lætur svo gestina um að matreiða. Það er líka sérkennilegt að hinir ákærðu segja að málatil- búnaðurinn gegn þeim sé að undirrót þess manns sem hefur verið valdamestur hér á landi síðasta áratuginn og gott betur. Bæði sérkennilegt og ógnvæn- legt. Ennþá ógnvænlegra er samt að margir trúa þessu og enn fleiri vita ekki sitt rjúkandi ráð. Ég er í þeim hópi. Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð vegna þess að ég vil ekki trúa því að ég búi í landi þar sem slíkt er hægt. Samt er það svo að margt bendir til að þetta sé engu að síður staðreynd. Sá valdamesti hefur vissulega sýnt af sér þá takta að menn standa á öndinni. Þar er kannski helst að minnast viðtalanna frægu í London hér um árið. Við- tala sem allir vilja helst gleyma, en hljóta hins vegar að rifjast upp þegar reynt er að komast til botns í þessu drama öllu saman. Það er bæði sérkennilegt og ógnvænlegt að missa trúna á það kerfi sem maður býr við. Það er ekkert óeðlilegt við ágreining og heldur ekkert óeðilegt við hags- munaárekstra. Ef og þegar bola- brögðum er beitt til að ná undir- tökunum í slíkum ágreiningi þá verður ástandið hins vegar allt í senn óeðlilegt, ógnvænlegt og óþolandi. Af þeim ákærum sem hafa verið birtar er ljóst að þeir Bónusfeðgar eru engir englar, ég held nú svosem ekki að margir hafi haldið að þeir væru það, enda ekki margir englar í heim- inum yfirleitt. Spurningin er hins vegar hvort þeir séu bein- línis glæpamenn eða hvort þær tugþúsundir blaðsíðna sem lög- reglan hefur tekið saman um þá séu allar um tiltölulega léttvæg- ar yfirsjónir, eða viðskipti sem samkvæmt ströngustu kröfum ætti að haga öðru vísi, en tíðkast þó því miður á mörgum bæjum. Undanfarið hafa verið um- ræður um sölu ríkisbankanna, margt þykir sérkennilegt við hvernig staðið var sölu þeirra, sérstaklega þó Búnaðarbankans. Ljóst er að hópur manna auðgað- ist mjög við að kaupa þann banka, svo sérkennilega vill til að þeir ágætu menn eru nær all- ir í sama stjórnmálaflokknum. Ríkisvaldið, sem nú hefur ákært til þess meðal annars að halda uppi rétti hluthafa í almennings- hlutfélaginu Baugi, kallar það hins vegar dylgjur og róg þegar þess er krafist að öll spil séu lögð á borðið um viðskiptin með Bún- aðarbankann, sem við áttum öll. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem það verður lýðum ljóst að það er ekki sama að vera Jón og séra Jón, verst virðist þó að vera Jón Ásgeir. ■ Það verða átök í Héraðsdómi Reykjavíkur í vetur. Sakirnar sem eru bornar á forráðamenn Baugs eru alvarlegar og ekki síður eru alvarlegar ásakanir Baugsmanna á Davíð Oddsson og fleiri. Þær skipta þúsundum spurningarnar sem eiga eftir að falla og svörin sem fást munu mörg hver rata í fréttir fjölmiðla. Fjöldi vitna mun verða kallaður til, þar á meðal ráðamenn og hæstaréttar- dómari. Kastljós fjölmiðlanna verður á héraðsdómi og aðeins hamfarir, stjórnarkreppa eða eitthvað þaðan af meira mun ná forystuhlutverki fréttanna af Baugsmálinu. Mannorð hinna ákærðu hefur sett niður með rannsókninni og ákærunni. Þeir munu freista þess sem mest þeir mega að vinna til baka þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir. Á þeirri leið er hætt við að mannorð annarra skaðist. Það verður ekki aðeins tekist á um peninga og réttmæti ákærunnar, það verður tekist á um heið- ur. Þegar hefur verið boðað að einskis verði látið ófreistað til að vinna sigur í málinu. Víst er að Baugsmálið mun reyna mikið á þolrifin, ekki bara hjá ákærendum, þeim ákærðu eða hjá hinum sem tengjast málinu á einhvern hátt. Málið mun reyna á þolrif þjóðarinnar, alls almennings. Til þessa hafa aðeins ákærurnar, fyrstu viðbrögð við þeim og tvö viðtöl birst um málið. Enn vantar allan alvöru rökstuðning, bæði sóknar og varnar. Á morgun verður málið formlega opin- bert þegar Héraðsdómur Reykjavíkur tekur það á dagskrá. Svo mikið er undir í Baugsmálinu að víst er, sama hver endanleg niðurstaða verður, að margir munu ganga sárir af velli. Þar eru fleiri í hættu en ákærendur og ákærðir. Sá sem þetta skrifar sat alla dómsmeðferð Hafskipsmálsins á sínum tíma og hefur því fylgst með miklu átakamáli áður og er þess fullviss að Baugsmálið verður ekki síðra hvað varðar hörku verjenda og sækjenda. Baugsmálið á sér nokkrar hliðar og margt verður dregið fram í dagsljósið, eða þess freistað að gera það. Hvert var upp- haf málsins, var það eðlilegt eða var það sett af stað af annar- legum hvötum eins og forráðamenn Baugs segja? Þeirri spurn- ingu verður svarað í héraðsdómi. Hvers vegna hafði Baugur látið gera athugun á stöðu einstakra ráðamanna gagnvart félag- inu? Var það gert vegna ótta um að fyrirtækið yrði tekið til rannsóknar? Eins er líklegt að verjendur muni freista þess af afli að gera ákærurnar tortryggilegar og efast verður um þær að flestu leyti. Með nánast sama hætti munu sækjendurnir gera allt sem þeir geta til að renna fleiri stoðum undir málatilbúnað sinn. Þeir munu engum hlífa og heiður þeirra er ekki síður lagður undir í málinu en heiður ákærðu. Svo kann að fara að þjóðin fái nóg, missi áhugann á málinu þegar átökin verða sem mest. Það verður átakavetur í héraðsdómi þar sem fyrri hálfleik lýkur. Hæstiréttur annast seinni hálfleikinn. 16. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ SIGURJÓN MAGNÚS EGILSSON Það verður ekki síst tekist á um heiður í Baugsmálinu, heiður fleiri en ákærðu. Hei›ur í héra›sdómi FRÁ DEGI TIL DAGS Svo miki› er undir í Baugsmálinu a› víst er, sama hver endanleg ni›ursta›a ver›ur, a› margir munu ganga sárir af velli. Konungur í lýðveldi Fyrrverandi samherjar í Reykjavíkurlist- anum senda nú hverjir öðrum kaldar kveðjur á bloggsíðum og pólitískum vefritum netsins. Stefán Pálsson, Vinstri grænum, tekur Dag Eggertsson fyrir. Hann „var ekkert að skafa utan að því í Kastljósinu í kvöld hversu afleitt það væri – og stæði í vegi fyrir hugmynda- fræðilegri endurnýjun – þegar fram- boðslistum væri stillt upp af þröngum hópum í bakher- bergjum. Þetta er aðdáunarverð marxísk sjálfsgagnrýni, þar sem hann er eini borgarfull- trúinn í Reykjavík sem á að öllu leyti sæti sitt að þakka uppstillingu í bakher- bergjum. Hugmyndin um að einhver sé „fulltrúi óháðra“ finnst mér annars alltaf jafn fráleit. Dáldið eins og að vera „konungur lýð- veldissinna“ – ekki satt? En Dagur fatt- ar ekki djókinn og gengst kátur við titl- inum“. Hugsjónastjórnmál Annar áhrifamaður úr flokki Vinstri grænna, Sverir Jakobsson, segir um Reykjavíkurlistann á Múrnum í gær að kosningabandalagið sé hætt að snúast um pólitík eða átök hugmynda heldur snúist það um „meting einstaklinga sem ætla sér ekki að breyta neinu“. Rökin fyrir bandalaginu séu ekki önnur en hræðsla við Sjálfstæðisflokkinn, flokk sem ennþá hafi skýra hugmynda- fræði sem hann boði af einurð og óbilgirni. „Hræðsla við pólitík Íhaldsins er skiljanleg“, segir Sverrir, „en besta leiðin til að svara Íhaldinu er ekki að binda endi á hugsjónastjórnmál og taka upp persónustjórnmál – sem endar með því að borgarbúar hætta að sjá muninn á valdaflokkunum tveimur“. Lofið frekar lækkun Jón Steinsson hagfræðingur beinir orð- um sínum til borgarstjórnarflokks sjálf- stæðismanna í nýlegum pistli á Deigl- unni: „Í stað þess að staglast á sömu gagnrýninni um fjármálaóstjórn R-list- ans og sóun Orkuveitunnar ættu sjálf- stæðismenn í Reykjavík að reikna út hversu mikið unnt er að spara árlega, lofa að lækka skatta og verðið á heita vatninu sem því nemur og snúa sér síðan að jákvæðari málum“. Er þetta ekki málið? Gaman væri að sjá við- brögð við þessu. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafold- arprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG ÁKÆRUR Á HENDUR STJÓRNENDUM BAUGS VALGERÐUR BJARNADÓTTIR fia› er líka sérkennilegt a› hinir ákær›u segja a› mála- tilbúna›urinn gegn fleim sé a› undirrót fless manns sem hefur veri› valdamestur hér á landi sí›asta áratuginn og gott betur. Bæ›i sérkennilegt og ógnvænlegt. Ennflá ógnvæn- legra er samt a› margir trúa flessu og enn fleiri vita ekki sitt rjúkandi rá›. Ég er í fleim hópi. Ég veit ekki mitt rjúk- andi rá›... Baugsmáli› – nema hva›

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.