Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 21
3ÞRIÐJUDAGUR 16. ágúst 2005 Guggul Plex inniheldur guggulsteron, afar virkt efni sem lækkar kólesteról Rannsóknir hafa leitt í ljós að guggulsteron geti lækkað kólesteról um 11-12%. Guggul er ekki skyndilausn og þarf jafnvel nokkra vikna notkun til að sjá árangur. Guggulsterón virðist ekki aðeins lækka slæma kólesterólið (LDL) heldur byggja jafnframt upp gott kólesteról (HDH). Fæst í lyfjabúðum, matvöruverslunum, Heilsuhúsinu og öðrum heilsuverslunum 100% hreinn fyrir þig smoothie ávaxtadrykkur úr pressuðum ávöxtum arka • Sími 899 2363 FJÖLVÍTAMÍN MEÐ GINSENG Aukin líkamleg orka og andleg vellíðan FÆST Í APÓTEKUM, HAGKAUP, NETTÓ, SAMKAUP, SPARKAUP, NÓATÚNI, ÚRVALI OG STRAX , , , , , , STÆRSTA HEILSUVÖRUVERSLUN Á LANDSBYGGÐINNI Póstsendum um land allt Glerártorg Akureyri S: 462-1889 heilsuhorn@simnet.is www.simnet/heilsuhorn.is SÖLVI GEFUR GÓÐ RÁÐ Styrkleikaþjálfun – Ranghugmyndir Það er mjög algengt að þeir sem þekkja ekki til líkamsræktar hafi ranghugmyndir um styrkleikaþjálfun eða lyftingar. Samt vilja líklega flestir vera í það minnsta „tónaðir“, þ.e. með sýnilega aðgreiningu milli mis- munandi vöðva og vöðvahópa. Ofar- lega á blaði er til dæmis að rass-, brjóst, upphandleggs-, kvið- og axla- vöðvar séu greinilegri. Það er nær ómögulegt að ná því að verða „tón- aður“ nema að stunda styrkleika- þjálfun. Konur og lyftingar Eins er mjög algengt að konur haldi að þær verði eins og rússnesku kven-kúluvarpararnir (sbr. Olga Barishnikova) hér áður fyrr af því einu að horfa á lóð en það er algjör misskilningur. Ef við stundum lyfting- ar þá bætum við að sjálfsögðu á okkur einhverjum vöðvamassa en ef við gætum ekki að því að brenna burtu þeirri fitu sem fyrir er á líkam- anum verður að sjálfsögðu ummáls- aukning en það er ekki lóðunum að kenna, miklu frekar vantar að leggja ríkari áherslu á mataræði og fitu- brennslu. Styrkleikaþjálfun er nauðsynleg Þetta segir okkur að styrkleikaþjálf- un, á móts við liðleika og úthalds- þjálfun sem og fitubrennslu, er ómissandi þáttur í líkamsrækt. Við verðum í raun að stunda lyftingar eða aðra styrkleikaþjálfun. Hvað hentar best? Reyndar eru til fleiri tegundir styrk- leikaþjálfunar en lyftingar. Allar hreyfingar sem gerðar eru gegn við- námi hafa bein áhrif á líkamann. Gott dæmi eru fimleikar sem undir- ritaður stundaði af krafti á yngri árum og höfðu einna jákvæðust áhrif á minn skrokk af öllum íþrótt- um sem ég hef stundað. Það er al- gjörlega nauðsynlegt fyrir okkur að leggja rækt við líkamann, þetta vit- um við. Engu að síður skiptir ekki minna máli að sú tegund þjálfunar sem við stundum sé eitthvað sem okkur finnst verulega skemmtilegt að gera. Mismunandi þjálfun hefur mismunandi áhrif Það er hægt að sjá fyrir sér í hugan- um til dæmis kraftlyftingamann og fimleikamann hlið við hlið. Hvor vildum við heldur vera? Íþróttamenn eru nefnilega vaxnir á sama hátt og íþrótt þeirra krefst að líkaminn starfi, sem aftur ræður áherslum við þjálf- un. Bæði svörin geta því átt við og að sjálfsögðu fer það eftir smekk okkar, sem er jafn mismunandi og við erum mörg. Mikilvæg spurning! Því er best að spyrja sig, eftir að við gerum okkur grein fyrir að mismun- andi íþróttir hafa mismunandi áhrif á líkamann, hvaða íþrótt hentar mér best að stunda? Oftast henta þær íþróttir sem okkur finnast skemmti- legastar. Þetta er eitthvað sem er al- gjörlega þess virði að hugsa um og í raun nauðsynlegt að hugsa um áður en af stað er haldið... Gangi þér vel! ÞETTA OG FLEIRI HOLLRÁÐ ER EINNIG AÐ FINNA Á VEFSVÆÐI HEILSURÁÐGJAFAR WWW.HEILSURADGJOF.IS Jón Ingi veit ekki hve mikið gagn golfið gerir líkamlega en finnst það nógu skemmtilegt. Spriklar í golfi á sumrin FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Jón Ingi Hákonarson leikari mun stjórna íslenska Bachelornum á Skjá einum í haust, en stressar sig þó ekki á því að koma sér í form fyrir það. „Ég reyni að vera duglegur í líkamsræktinni en ég er kannski ekki alltaf eins duglegur og ég vil vera. Ég á samt kortið,“ segir Jón Ingi og hlær. „Á sumrin er ég mikið í golfinu og það er mín helsta líkamsrækt. Ég get spriklað á vellinum fram á haust en ég veit svo sem ekki hve mikið gagn það gerir líkamlega séð en það er nógu skemmtilegt,“ segir Jón Ingi sem stundar enga skipulagða líkamsrækt. „Nei ég geri svona hitt og þetta. Ég hleyp og lyfti þegar ég fer í ræktina og geri sitt lítið af hverju. Síðan spila ég innanhúss bumbubolta með félögunum á veturna. Ég leik líka á sviði og það er ansi mikil líkamsrækt. Að leika á sviði jafn- ast stundum á við nokkra eróbikk- tíma. Þannig að þetta tínist til og ég reyni að hreyfa mig eitthvað þegar ég hef tíma og nenni. Það helst í hendur.“ „Lestur bóka er mín andlega leikfimi. Ég er alltaf með ein- hverjar bækur að lesa,“ segir Jón Ingi sem mætti þó hugsa meira um mataræðið. „Ég mætti vera mun meðvitaðri um mataræði. Ég er náttúrulega nammigrís og get verið svolítið góður við mig. Ég myndi segja að ég væri enginn of- stopamaður þegar kemur að heilsurækt. Ég er frekar mikill meðaljón, sem er mjög gott.“ lilja@frettabladid.is Sölvi Fannar Viðarsson Er framkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar. Hann hefur starfað við einkaþjálfun og heilsuráðgjöf um árabil.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.