Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 16. ágúst 2005 13 BRETLAND DRUKKNAÐI Í SANDI Þriggja ára gömul stúlka drukknaði í sand- gryfju á baðströnd í Cornwall á Englandi á sunnudaginn. Hún og bróðir hennar höfðu grafið djúpa holu í sandinn en þegar telpan var komin ofan í hana féll hún saman með þessum hörmulegu afleiðingum. Bróðurinn sakaði ekki. LEITAÐ AÐ NAUÐGARAGENGI Fimm konum hefur að undan- förnu verið nauðgað í bænum Northampton á Englandi. Ráðist var á þær allar þegar þær voru einar á gangi síðla nætur og því telur lögregla að um skipulagðar árásir hóps manna sé að ræða. Rannsókn miðar vel en konur hafa verið varaðar við að fara einar út að kvöldlagi. HELSINKI, AP Indónesíska ríkis- stjórnin og uppreisnarmenn í Aceh-héraði á Súmötru skrifuðu í gær undir friðarsamkomulag. Þar með er vonast til þess að þriggja áratuga löngum átökum, sem kost- að hafa 15.000 mannslíf, sé lokið. Friðarviðræður deilenda hafa staðið yfir í sjö mánuði undir stjórn Martti Athisaari, fyrrver- andi forseta Finnlands. Viðræðu- lotan hófst eftir að flóðbylgjan mannskæða dundi yfir Aceh-hérað en erfiðlega gekk að dreifa hjálpar- gögnum vegna átakanna. Hamid Awaluddin, dómsmála- ráðherra Indónesíu, og Malik Ma- hmud uppreisnarleiðtogi undirrit- uðu samkomulagið en það kveður á um að félagar í Frelsissamtökum Aceh njóti friðhelgi og héraðið fái takmarkaða sjálfstjórn. Indónesísk stjórnvöld munu draga verulega úr herstyrk sínum í héraðinu, þótt uppreisnarmönnum þyki reyndar ekki nóg að gert. „Þetta er upphafið á nýjum tímum í Aceh,“ sagði Athisaari við undirritunina. „Öllu skiptir hins vegar að báðir aðilar standi við skuldbindingar sínar sem sam- komulagið kveður á um.“ Kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið því vopnahlé sem var undirritað árið 2003 fór út um þúf- ur hálfu ári síðar. Endi vonandi bundinn á átökin í Aceh-héraði: Fri›arsamkomulag undirrita› GLÖÐ Í BRAGÐI Fjöldi fólks safnaðist saman í Banda Aceh, höfuðstað Aceh-héraðs, til þess að fylgjast með sjónvarpsútsendingunni. M YN D /A P VÉLIN UTAN BRAUTAR. Allir 45 farþegar vélarinnar auk fjögurra manna áhafnar sluppu ómeiddir frá óhappinu. Flugslys í Þýskalandi: Flugvél rann út af brautinni HANOVER, AP Flugvél í eigu British Airways rann út af flugbraut í Hanover í Þýskalandi á sunnudag og endaði um 150 metrum utan brautar. Um borð voru 45 farþeg- ar og fjögurra manna áhöfn. Sluppu allir ómeiddir og komust klakklaust frá borði. Rigning var þegar óhappið átti sér stað en ekki er vitað hvort veðrið var orsök þess að vélin rann út af brautinni. Rannsókn á orsökum slyssins hófst í gær. ■ BÍLLINN SPRAKK Í TÆTLUR Talið er víst að tsjetsjenskir aðskilnaðarsinnar hafi staðið fyrir tilræðinu. Mannfall í Tsjetsjeníu: Tveir dóu í sprengingu GROSNÍ, AP Öflug bílsprengja var sprengd fyrir utan veitingastað í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í gær og létust tveir í tilræðinu. Auk þeirra sem létust slösuð- ust ellefu manns í sprengingunni, flestir voru þeir gestir Holly- wood-veitingastaðarins. Hann er skammt frá húsakynnum héraðs- stjórnarinnar þar sem Alu Alk- hanov forseti fundaði með undir- mönnum sínum. Interfax-fréttastofan greindi frá því að lögregla hefði stöðvað umferð til og frá borginni vegna árásarinnar. ■ M YN D /A P NOREGUR LENTI Í SKRÚFUNNI 33 ára gömul kona liggur lífshættulega slösuð á sjúkrahúsi í Ullevål í Þelamörk eftir sjóslys nærri Kragerø í fyrradag. Norska ríkisútvarpið hermir að tveir bátar hafi lent í árekstri og við það hafi konan fallið útbyrðis og lent í skrúf- unni. Aðrir sluppu ómeiddir. KAKKALÖKKUM SNARFJÖLGAR Kakkalakkar verða æ algengari á norskum heimilum og er orðið um sannkallaða plágu að ræða. Stór- aukinn matvælainnflutningur og tíðari búferlaflutningar eru sögð ástæða uppgangs þessara óskemmtilegu kvikinda. Dags- avisen segir að tíu milljónum ís- lenskra króna verði varið til kakkalakkaeyðingar í Osló á árinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.