Tíminn - 19.04.1977, Side 3

Tíminn - 19.04.1977, Side 3
Þriðjudagur 19. april 1977 ......... 3 V opnafj öröur: Aflakóngurinn í vetur með sjö hákarla — Meðalhákarl gefur af sér 100 kg af fullverkaðri söluvöru, ef engin aff öll verða JH-Reykjavik — Viðbyrjuðum I hákarlinum i byrjun febrúar- mánaðar og ég hef fengið sjö fullorðna hákarla að þessu sinni, sagði Guðni Sigurðsson á Vopnafirði við Timann i gær. Vopnfirðingar leggja öðrum fremur stund á hákarlsveiði, og Guðni mun vera manna harð- sæknastur við þau aflabrögð. Til dæmis hefur enginn fengið jafn- marga hákarla og hann i vetur. — Ég lagði lóðirnar fyrst út af Fagradal á svonefndu Styrbjarnarrifi, þangað er stutt að sækja — ekki nema einn klukkutimi og tuttugu minútur héðan úr þorpinu, sagði Guöni. Seinna leitum við dýpra, svona fimm til sex mflur út af Bjarn- arey, en á þau mið eru átján sjó- milur héðan af Tanganum. Afli var ágætur i marzmánuði, og það voru komnir sjö eða átta bátar i þetta, þótt sumir byrjuöu seint. Þegar grásleppuvertiöin hófst, 21.marz,tóku flestirlóöir sinar upp, enda þótt hrogn- kelsaveiðin væri dræm framan af. Sjálfur á ég þó enn lóðir úti. Guðni sagöi, að af meðalhákarli, fullverkuöum, fengjust um eitt hundrað kiló- grömm, en afföll yröu þó oft, þvi að bæði kæmi þar til afskuröur og skemmdir ýmsar, og dæmi væru þess aö verkunin mis- heppnaöistalveg. Ef allt gengur að óskum, tekur það tvo og hálf- an til þrjá mánuði að verka há- karlinn, svo að hann ætti að verða oröinn góð söluvara i júnimánuði. Guðni sagði enn fremur, að hæfilegur lofthiti þyrfti að verá,' þegar hákarlinn væri kasaöur.. Væri ekki æskilegt, að hlýtt væri i veðri, og yröu menn aö gæta sin, ef hitinn væri yfir tiu stig. Ekki ylti minna á þvi, aö veður- lag væri hentugt, þegar beiturn- ar væru hengdar upp i hjalla. Mikils væri vert að fá góðan þerri á þær I byrjun til þess að fá lýsið út úr þeim, helzt dálítinn vind. 1 rigningu og dumbungi færi hákarlinn illa, og gæti hann úldnað, ef þannig viöraöi til langframa, þegar hann væri kominn á rárnar. — Hákarlsveiöi hefur veriö stunduð hér á Vopnafirði frá fornu fari, sagði Guðni, og i eina tiö var mest sótzt eftir lifrinni, sem nú er hent. Það er af sú tið, er skrokkunum var fórnaö fyrir lifrina, ef á milli þess var aö velja. Um skeiö var Haraldur Ingvarsson á Höfða, maður ætt- aður úr Grimsey, einna at- kvæðamestur við þessa veiði, en nú er hann orðinn aldraöur maður og fluttur af Tanganum I sveitina, og aðrir teknir viö, þar sem hann hvarf frá, enda hagn- aðarvon, ef sæmilega veiöist og verkunin tekst vel, þvi að fast er leitað eftir hákarlskaupum viðs vegar að af landinu. Viðburða- snauður sátta- fundur JB-Rvlk. Sáttafundur var haldinn á Hótel Loftleiöum i yfirstandandi kjaradeilu. Fundurinn hófst klukkan 10 um morguninn og stóð til klukkan um 7.30 I gærkvöld. Timinn haföi samband við Guömund J. Guömundsson seip situr I sáttanefnd ASÍ og sagði hann aö fundurinn hefði verið mjög viðburðalitill. „Litils háttar var rætt um visitölu og kaupkröfurnar I nefndunum. Hagstjóri kom og skýröi sitthvaö varöandi gang visitölunnar. Slðan var störf- um haldiðáfram I nefndunum. Annars get ég ekki sagt annaö en að litið gerðist og þessu miðar öllu hægt áfram,” sagði Guðmundur. Þá sagði Guömundur, aö sér virtist allt útlit væri fyrir þvi aö til verkfalla kæmi. „Það verður aö breytast mikiö frá þvi sem fundurinn var I dag ef það á ekki að gerast.” „Óvænt Sumargjöf” Miðvikudaginn 20. april siöasta vetrardag efnir Rithöfundasam- band Islands til bóksölu á Bern- höftstorfunni til ágóða fyrir sambandiö. Þar verða seldar bækur sem eftirtaldir bókaútgefendur hafa gefiö af þessu tilefni: Almenna bókafélagið, Helgafell, Iðunn, Mál og menning, Skuggsjá og Orn og örlygur. Bækurnar eru allar áritaöar af höfundum og seljast innpakkaöar svo aö enginn veit hverja bók hann hreppir. Hver pakki kostar 1500. - Opið siöasta vetrardag á Torf- unni kl. 10 til 6. sem við snúum að erlendum ferðamönnum hér 1 skýrslu umhverfisnefndar feröamálaráðs um umgengni á Suðurlandi segir meðal annars: í skýrslu umhverfisnefndar ferðamálaráðs um umgengni á Suöurlándi segir meðal annars: „Eftirfarandi atriði töldu starfsmenn nefndarinnar orka tfl lýta og leiðinda, þegar farið er um Suðurland: 1. Lausarusl með vegum eða i glöggu sjónmáli, ónýtt tæki, bil- hræ, gaddavir, spýtnabrak. Þó eru svæði, jafnvel heilir hrepp- ar, þar sem þetta sést I mjög litlum mæli. 2. útihús nærri vegi I slæmu ástandi, hálffallin, ryðguö þök, sóðalegt I kring. Sums staðar virðast þessi „hús” ekki máluð lengur. Hér er ekki átt viö fjár- hús hlaöin úr torfi og grjóti, meira og minna grasi gróin. Sllkar gamlar byggingar falla venjulega vel inn i landslagið og eru sjaldnast til óprýöi. Her- braggar, sem hrófaö var upp fyrir mörgum árum og ekkert viðhaldiö, eru til stórlýta, kol- ryðgaðir og æpa á umhverfið. Gömlu, ryöguðu braggana ætti að kappkosta að fjarlægja með öllu. 3. Hús, jafnt bæjar- sem úti- hús, eru viða illa eða ómál- uö.Þetta er mest áberandi um útlit sveitabæja. Orbót I þessu efni er ekki aðeins til fegurðar, heldur brýn nauösyn til viðhalds á mannvirkjum. 4. Gaddavirsgirðingar, niður- niddar I lélegu ástandi, eru nokkuð viða. Viða virðist girðingatjasl á börmum vega- skurða og heima við bæi engu hlutverki þjóna og þvi land- hreinsun að f jarlægja þaö. Sums staðar I þéttbýli eru girðinga- tætlur á lóöamörkum og fram með stigum heim að húsum. Þær virðast vera þarna af vana fremur en þörf. 5. Malbikun eða annað varan- legt slitlag gatna er grund- vallaratriöi til þrifnaðar og góðrar umgengni i þéttbýli og alls staöar þar sem umferö er mikil: viö veitinga- og gisti- staði, aðalverzlanir og bensinafgreiðslur, eöa ógleymdum sjálfum þjóðvegin- um, þegar hann liggur gegnum þéttbýli eða svo aö segja um hlaðið á sveitabæjum. 6. Auk beinna umgengnis- hátta og þrifnaðar á alfaraleiö bar margt fleira á góma meö forráðamönnum sveitarfélag- anna. Viðast var rætt um nauð- syn þess að merkja tjaldstæði og koma þar upp lágmarksþjón- ustu viðar en tiðkast. Þetta barst i tal við flest alla oddvita hreppa, er liggja að hringvegin- um frá Markarfljóti að Lóns- heiði. Langflestir töldu þetta nauðsynlegt. Sums staðar þolir þetta ekki langa biö. Báðum aðilum, landeigendum og ferða- mönnum , er jafn nauðsynlegt að koma þessum málum 1 viðunanlegt horf. Sjálfsagt er að greiöa fyrir tjaldleyfi. Venja verður fólk af aö tjalda þar sem þvi sýnist, án leyfis og greiðslu, en ætlazt veröur þá einnig til að hægt sé að visa á aðlaðandi tjaldstæði með ekki of langri leið á milli. 7. Fátæklegir söluskúrar, svonefndar sjoppur, hafa stund- um verið settir upp á fjölförnum leiöum, án nauðsynjar, stund- um orðiö tii óþrifnaðar og leið- inda. Hér er auðvitaö ekki átt við þá staði sem hafa veitingar á boöstólum og hreinlega snyrtiaðstöðu. Þetta mál var rætt við nokkra oddvita. Töldu þeir ástæðu til að vera á verði fyrir ásókn i að hrófa upp sölu- skúrum feröamönnum að nauð- synjalausu. Þvl fegurra sem landið er I uppruna sinum og viðkvæmará að gerö og sam- ræmi, þvi meira tillit þarf að sýna þvi og umhyggju i meðför- um.” Þá benti Arni Reynisson, framkvæmdastjóri náttúru- verndarráðs, einnig á að mikið skorti á aðstöðu viöa við bæði veitingastaöi, svo og viö þá staði I þéttbýli, sem draga til sln ferðamenn. Mest bæri þar á skorti á bifreiðastæöum, en einnig væri umgengni nokkuð viða ábótavant. Um skýrslu um óbyggðir ís- lands verður fjallað siöar i blað- inu. vélarusl, illa máluð lausarusl með vegum Viða þar sem náttúrufegurö og náttúrusérkenni tslands koma hvað bezt fram, sýnum við jafnframt mannlifssérkenni, sem okkurfæri betur að reyna aðdylja. Jafnvel kötturinn krafsaryf- irþað sem hann skilurcftir sig, en hvað gerum við? Hluti af „ásjónu” tslands. Óhrjálegar byggingar varnarliðsins, skilti á erlendum tungumálum, ótengd flugstööinni, stauraskóg- ur og rykmökkur á vegum innan vallargirðingar, eru með þvl fyrsta sem erlendur ferðamaðúr sér hérlendis.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.