Tíminn - 19.04.1977, Page 13

Tíminn - 19.04.1977, Page 13
12 Þriöjudagur 19. april 1977 Þriöjudagur 19. april 1977 13 Vistfræðileg vandamál Síberíu Yenisey-áin — Myndin tekin Ur loftiog sést vel hvernig áin bugöast um skóglendiö Frá Ust-Ilimskaja-raforkuverinu viö Angarafljót Samin var áætlun um náttúru- vernd, þar sem m.a. var horfið frá því að flytja olíuna með skipum eftir ánni Ob, og mælt með ákveðinni aðferö til að safna úrgangsgasi og nýta það til raforkuframleiðslu f orku- verinu Súrgútskaja, en þannig var dregið mjög úr mengun. Það svæði, sem orðiö hefur fyrir röskun, skal ræktað upp i stór- um stil. 1 Sovétrikjunum og Banda- rikjunum eru uppi miklar áætl- anir um aö snúa farvegi nokk- urra norðlægra fljóta til suðurs, þangað sem sólin er heitust og úrkoman minnst. 1 Sovétrikjun- um er ætlunin aö veita vatninu úr Síberiufljótunum ivatnslitlar ár I Kasakhstan og Mið-Asiu, koma þar upp vatnsgeymum og skurðum og dæla þannig lifi i 20 milljónir hektara lands sem nú er eyöimörk. En hvaða breytingar á um- hverfinu munu þessara fram- kvæmdir hafa i för með sér, veröa þær ekki hnattrænar? Þetta vandamál er nú i ræki- legri athugun, og þvi liggja áætlanirnar enn uppi á hillu, enda þótt langt sé um liðið siðan þær voru fullunnar. I Bandarikjunum hefur einna mest veriö talaö um þá áætlun af þessu tagi sem kennd er við NAWAPA (Vatns-og orkustofn- un Norður-Ameriku), en sam- kvæmt henni verða nokkrar ár i Alaska og Brezku Kolumbiu sendar i ferðalag suður á bóg- inn. En „framkvæmd áætlunar- innar um breytingu á jarövegi árinnar Ob virðist raunhæfari á næstu áratugum en framkvæmd á NAWAPA-áætluninni” — seg- ir bandariski visindamaðurinn F. McLean. — „Hugmyndin um aö nýta vatniö frá Sfberiu i þurrkahéruðum f suöri nýtur opinbers stuðnings... Allar hliö- ar áætlunarinnar eru í ná- kvæmri og timafrekri rann- sókn”. Forseti sovézka land- fræðingafélagsins, Ivan Gerasi- mof, þreytist ekki á að endur- taka, að endanleg gerð áætiunarinnar verði þá fyrst lögð fyrir rikisstjórnina þegar ekki er lengur fyrir hendi minnsta efasemd varðandi hættu sem umhverfinu gæti stafað af þessum framkvæmd- um. Góð visa verður aldrei of- kveðin, og umhverfið verður aldrei ofverndaö. APN Lena — stærsta fljót Siberiu Til skamms tfma rikti mikil bjartsýni f hópi þeirra manna sem áttu beinan þátt i uppbygg- ingunni I Sfberiu. Siberia er ó- endanleg og nær ósnert ennþá, sögðu þeir, Ef allar borgir og iðnaöarmiöstöðvar á svæðinu væru komnar á einn staö næðu þær aðeins yfir örlitið brot af Siberiu. Voldugar árnar búa yf- ir þeim eiginleika að hreinsa sig sjálfar og skógarnir endur- nýjast sjálfkrafa. Þaö var Bækal-vatnið þetta náttúruundur sem minnti fólk á að hlutirnir voru ekki alveg svona einfaldir. Bækal er dýpsta stöðuvatn I heimi, i þvi er samankominn einn fimmti hluti af öllu fersku vatni á plán- etunni, og þetta vatn er svo hreint að séö verður til botns á margra tuga metra dýpi. Marg- ar dýra- og gróðurtegundir sem hafast viö i Bækal eða á bökkum þess eiga ekki sinn lika neins staðar. Fyrir nokkrum árum voru reist nokkur stór iðnfyrirtæki á bökkum Bækal-vatnsins. A ytra borðinu virtist allt vera meö felldu, vatniö hélt ferskleika sinum og var enn gagnsætt og hreint. En rannsóknir leiddu I ljós að eftirnokkurn tima myndi Bækal glata hæfileikanum til aö hreinsa sig sjálft. Sérfræðingar ráku upp rama- kveinog almenningur tók undir. Þúsundir bréfa bárust til Æðstaráösins og á ritstjórnar- skrifstofur dagblaðanna. Um skeið leið varla sú vika að ekki birtist grein um málið i stærstu blöðum iandsins. Verndun Bækals varö aö máli allrar þjóðarinnar. Allt var gert til að bjarga þessum dýrgrip frá glötun. Víðtæk rikisáætlun var settigangog náðitilallra króka og kima á þessu vlöáttumikla stöðuvatni. Hreinsunarkerfin reyndust dýrari I uppsetningu ensjálfar verkmsiðjurnar, ogá- kveöið var að ekki yrðu reistar þarna fleiri verksmiðjur. Arið 1974 var gefið út „Tfma- bundin reglugerö um verndun Bækal-vatns og náttúruauðiinda þess”. — Tilgangurinn með þessari reglugerð — segir Júri Belitsj- enko, yfir maöur þeirrar rikis- stofnunar er sér um eftirlit með vötnum og ám — er fdlginn i samhæfingu hinna fjölbreyti- legustu aðferöa viö verndun og skynsamlega nýtingu vatnsins, jaröarinnarog skóganna á Bæk- al-svæöinu. Þetta dæmi sýnir vel hversu viðkvæm náttúran er og hver dýr mistökin eru sem gerö eru i trausti þess að náttúran sjái sjálf um endurnýjun sina og hreinsun. NÚ er hins vegar öll á- herzla lögð á vistfræðina, áöur en hafizt er handa við byggingu ákveðins mannvirkis. Kannað erfyrirfram hverjar afleiðingar iðnaðarinnrásin getur haft i hverju einstöku tilviki og hvernig unnt er að draga úr nei- kvæöum áhrifum hennar á um- hverfiö. Visindamaðurinn Viktor Soionjenko, sem sagt er aö hafi fariö fótgangandi alla þessa 3200 kilómetra, hefur sagt frá þvi, að eitt sinn þegar hann var aö skera greinaraf tréhafihann taliö u.þ.b. 200 árshringi á stofni, sem var aðeins 15 sm i þvermál. Sem sé, þetta lerki þurfti 200 ár til að verða að lág- vöxnu, grönnu tré í þessu kulda- lega loftslagi. Ekki þarf annaö en röskun á mosaábreiðunni til aö gjár myndist i jarðveginn sem frost- ið fer aldrei úr. Með öðrum orðum: náttúran þarfnast mikillar umhyggju á þessu svæði, umhverfis BAM- járnbrautarlinuna. Bandariski sérfræðingurinn V. Mot sagði i skýrslu sinni á 23. Alþjóðlega landfræöingaþinginu, sem hald- ið var i Moskvu sumariö 1976: „Umhyggja fyrir tengslum mannsins viö umhverfiö kemur vel fram I frumvarpi til laga um verndun jarðlaga og i tveimur merkum greinum, sem birtusti blaðinu „Isvestia”, ogfjalla um umhverfisvernd i Siberiu. 1 stað „almennrar innrásar” I náttúr- una á BAM-svæöinu krefjast visindamenn og framkvæmda- aðilar varúðar i sambandi við seinþroska siberiutré. Einnig er látin I ljós umhyggja fyrir verndunarráöstöfunum gagn- vart hinni villtu náttúru og varðveizlu hennar á friðuöum svæöum (þjóðgöröum)”. Þessi umhyggja kemur m.a. fram I þvi að meðfram ailri brautinni hefur verið komið upp rannsóknarstöðvum til náttúru- athugana. Gerð hefur verið landfræðileg heildarspá fyrir BAM-svæðið allt til ársins 2000. „Þetta visindalega plagg er það fyrsta sinnar tegundar sem gert er i heiminum, — segir þekktur sovézkur visindamaður, Viktor Sotsjava. — Það gerir okkur kleiftað sjá fyrir afleiðingar af afskiptum mannsins af náttúru- ferlunum og koma meö raun- hæfar ráðleggingar fyrir fram- kvæmdaaðilana.” Þegar olía og gas fundust i Vestur-Siberiu streymdi þangaö fólk og vélar. Upp á siökastið hefur árleg aukning oliuvinnsl- unnar á þessu svæði numiö 20-25 milljónum tonna. Það segir sig sjálft, að náttúr- an stendur ekki ósnortin eftir slika vinnslu. A þessu frosta- svæði valda heitar gaslagnirnar breytingum á jarölögunum. Sjálf borunin telst lika til röskunar á umhverfinu, svo og vegaframkvæmdir, oliuleiðslur o.s.frv. Fyrir rúmum 10 árum hófu vistfræöingar i v-SIberíu veigamikil rannsóknarstörf, sem miðuðu að þvi að gera upp- bygginguna eins skaðlitla fyrir umhverfið og mögulegt var. Stór iðnaðarfyrirtæki hafa risiöupp á bökkum Bækal-vatnsins. Þarna hefur verið komiö upp stórum vatnstönkum, sem hreinsa eiga úrgangsvatn frá verksmiðjunum svo Bækalvatnið haldist hreint og tært, Tónlistarfólkið unga i Keflavik Nemenda- tónleikar í Keflavík 19. skólaári Tónlistarskólans I Keflavik er nú að ljúka, og i þvi tilefni verða hinir árlegu loka- tónieikar skólans haldnir á veg- um Tónlistarfélags Keflavikur laugardaginn 23. april nk. kl. 17 i Keflavikurkirkju. Skólahljómsveit undir stjórn Arna Arinbjarnarsonar leikur, og kemur nú i fyrsta sinn ein- leikari fram með hljómáveit- inni. Það er Guðbrandur Einarsson, sem leikur sónötu fyrir trompet og strengjasveit eftir Henry Purcell. Nýstofnaö strengjatrió leikur trió eftir Leopold Mozart. 1 trióinu eru Unnur Pálsdóttir, Kjartan Már Kjartansson og Rúnar Guð- mundsson. Aörir einleikarar á þessum tónleikum eru Birna Björnsdóttir og Baldur Þ. Guð- mundsson á pianó og Steinar Guðmundsson á orgel. Unnur Pálsdóttir leikur einnig 1. þátt úr fiðlukonsert i D-dúr nr. 4 eftir W.A. Mozart. Skólaslit veröa fimmtudaginn 19. mai nk. i Tónlistarskólanum kl. 15. DOUCELINE FARFUMS GUY LAFiOCHE FARIS SIMI 8-15-88 (4 LINUR) til sýnis i einum stærsta og glæsilegasta sýningarsal landsins. — Nær ótakmörkuð, malbikuð bilastæði. Þrautreyndir sölumenn tryggja góða þjónustu. Söluskrdin vinsæla fyrir marz komin út — hringið eða skrifið. ..... .............,v Stórkostlegt úrval af öllum stærðum og gerðum bíla

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.