Tíminn - 19.04.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.04.1977, Blaðsíða 15
SiiSiMl'Mi! Þriðjudagur 19. aprll 1977 dóttir les „Málskrafsvél- ina” sögu eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (2). Tilkynning- ar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Janos Sebestyen og Ungverska kammer- sveitin leika Sembalkonsert í B-dúr eftir Albrechtsberg- er, Vilmos Tatrai stj. / Janet Baker syngur lög eftir Fauré, Gerald Moore leikur á pianó — Sinfóniuhljóm- sveitin I Detroit leikur Litla svltu eftir Debyssy, Paul Paray stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Póstur frá útlöndum. Sendandi: Sigmar B. Hauksson. 15.00 Miödegistónleikar. Guiomar Nomaes leikur á planó „Kinderszenen” op. 15 eftir Schumann. Daniel Barenboim, Pinchas Zuck- ermann og Jacqueline du Pré leika á píanó, fiölu og seiló Trló nr. 61 B-dúr op. 97, „Erkihertogatríóiö” eftir Beethoven. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.16 Veöurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Litli barnatlminn Guörún Guölaugsdóttir stjórnar. 17.50 A hvitum reitum og svörtum. Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hver er réttur þinn? Þáttur um réttarstööu einstaklinga og samtaka þeirra I umsjá lög- fræöinganna Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Eirlks Tómassonar. 20.00 Lög unga fólksins Sverr- ir Sverrissori kynnir. 20.50 Aö skoöa og skilgreina. Kristján E. Guömundsson og Erlendur S. Baldursson sjá um þáttinn. 21.30 Orgelleikur I Háteigs- kirkju. Höröur Askelsson leikur orgelverk eftir Bach. a. Fantaslá og fúga I c-moll. b. „Vakna, Slons veröir kalla”, sálmforleikur. c. Prelúdla og fúga I G-dúr. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Kvöld- sagan: „Sögukaflar af sjálf- um mér” eftir Matthfas Jochumsson. Gils Guö- mundsson les úr sjálfsævi- sögu skáldsins og bréfum (22). 22.40 HarmonikulögKarl Eric Fernström og harmoniku- hljómsveitin I Fagersta leika. 23.00 A hljóöbergi,,Stólarnir” eftir Eugene Ionesco I enskri þýöingu Donalds Watsons. Leikendur: Siobhan McKenna og Cyril Cusack. Höfundurinn er sögumaöur. Fyrri hluti leikritsins. 23.45 Frettir. Dagskrárlok. sjónvarp Þriöjudagur 19. april 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Colditz Bresk-banda- riskur framhaldsmynda- flokkur. Hættulegur leikur. Þýöandi Jón Thor Haraldsson. 21.20 Kaup og kjör. Umræöu- þáttur um kjaramálin, sem nú eru i deiglunni. Bein út- sending. Hinrik Bjarnason stýrir umræöunum. Dagskrárlok óákveöin 15 framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan Frú Harris fer til Parísar © eftir Paul Gallico f rú Harris var lítil og veikluleg, hafði auðvitað sína eigin viðskipavini/ til allrar hamingju í sama hverfi. En þær hjálpuðust að í hvert sinn sem það reyndist nauðsynlegt. Ef önnur þeirra veiktist, eða hafði óvenju mikið að gera annars staðar, tókst hinni alltaf að ræna nógu miklum tíma frá sinum viðskiptavinum, til að komast yfir til hinnar og rétta henni hjálparhönd. Ef fyrir kom, að frú Harris lá í rúminu, var hún vön að hringja til viðskiptavina sinna, tilkynna þeim það og bæta við: — En þér skuluð ekki hafa áhyggj- ur. Vinkona mín, frú Butterfield lítur inn, og svo kem ég aftur á morgun. Þótt þær vinkonur væru jafn ólíkar og dagur og nóttt, voru þær nánar og tryggar vinkonur og álitu það skyldu sína í lífinu að vernda hvor aðra. Vinkona var vinkona og meira var ekki að segja um það. Frú Harris bjó í kjallara- ibúð í Willis Gardens númer 5, en frú Butterf ield í númer 7 og sjaldan leið sá dagur að þær heimsæktu ekki hvor aðra til að skiptast á fréttum. Leigubíllinn ók yf ir breittf Ijótið, það sama og f rú Harris hafði séð úr flugvélinni, en nú var það ekki blátt, heldur grátt. Á brúnni lenti bílstjórinn í ofsa- legu rifrildi við annan bílstjóra. Þeir æptu og skræktu hvor að öðrum. Frú Harris skildi ekki orð- in, en gat sér til um þau eftir tóntegundinni og brosti hrifin. I þetta skipti varð henni hugsað til Pamelu Penrose og hávaðans sem hún hafði gert, þegar hún fékk að vita að frú Harris ætlaði að taka sér eins dags frí. Frú Harris hafð-þá lagt sérstaka áherzlu á það við f rú Butterf ield, að þessi upprenn- andi stjarna yrði ekki vanrækt. Það undarlega var, að þrátt fyrir skarpskyggni og mannþekkingarhæfileika frú Harris, var ungfrú Penrose uppáhaldsviðskiptavinur hennar. Stúlkan, sem i rauninni hét Enid Snite, en það vissi frú Harris vegna þess að stundum fékk hún bréf undir því nafni, lifði óreglulegu lífi sínu í lítilli íbúð í einu af húsasundum hverfisins. Hún var lítil og Ijóshærð og augun í henni voru einkennilega hreyfingarlaus, eins og hún horfði alltaf á sama blettinn. Hún var vel vaxin og fótnett og hafði aldrei hrasað á leið sinni upp framastigann þó að hún hefði ýtt við ýmsum á leiðinni. Allt vildi hún gera fyrir það sem hún kallaði frama sinn, og fram að þessu fólst í tveggja ára starfi sem kórstúlka, nokkrum smáhlutverkum í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún var einföld, hörð, eigin- gjörn og tillitslaus og hafði ónotalega framkomu í þokkabót. Maður skyldi ætla að f rú Harris hefði séð í gegn- um fals stúlkukindarinnar og látið hana lönd og leið, því það var nú einu sinni þannig, að ef eitthvað í fari viðskiptavinar fór í taugarnar á frú Harris, fleygði hún einfaldlega lyklinum inn um bréfarif- una og lét ekki sjá sig framar. Eins og margar starfsystra hennar, sem ekki gerðu hreint einungis vegna hreingerningarinnar sjálfrar, þótt það væri lif ibrauð þeirra, gekk hún til verka f ull ákafa. Ann- að hvort varð hún að geta þolað viðkomandi viðskiptavin eða heimiíi hans. En það var einmitt vegna þessað f rú Harris hafði að vissu marki séð í gegnum ungfrú Snite, að hún hélt fast við hana, vegna þess að hún akildi beizkju- blandið hungur stúlkunnar eftir því að verða eitt- hvað, verða þekkt, sleppa út úr hringekju hvers- dagslifsins, hætta að berjast og tryggja sér eitthvað af gæðum lífsins. Áður en frú Harris hafði sjálf verið gripin þessu hungri, sem varð þess valdandi, að hún var nú komin til Parísar, hafði hún ekki skilið þetta, en nú skildi hún það vel. Fyrir henni hafði lífið öllu frem- ur snúizt um að verða eitthvað, en baráttan fyrir lifinu var nokkuð, sem þær þekktu báðar. Þegar eiginmaður frú Harris hafði dáið fyrir tuttugu ár- um án þess að eftirláta henni einn skilding, varð hún einfaldlega að sjá fyrir sér sjálf, þar sem ekknastyrkurinn nægði engan veginn. Auk þessa var um að ræða svolítið, sem frú Harris gat alls ekki staðizt. Það var leikhúsand- rúmsloftið, sem var í kringum ungfrú Snite, eða ungfrú Penroseeins og frú Harris vildi heldur kalla hana í huganum. Titlar, auðævi, stétt eða ætterni hafði engin áhrif á frú Harris, en hún var vel móttækileg fyrir þá töfra, sem voru í kringum allt og alla sem kom leikhúsi, sjónvarpi eða kvikmyndum við. Hún gat ekki metið hversu sterkt eða veikt samband ungfrú Penrose var við þennan heillandi heim, vegna þess að stúlkan var ekki aðeins óaðlaðandi manneskja, heldur einnig tæplega í meðallagi góð leikkona. Það nægði frú Harris, að rödd hennar heyrðist öðru hverju í útvarpinu, eða að hún gekk yfir sjónvarpsskjáinn klædd svuntu og kappa. Frú Harris virti þá baráttu sem stúlkan barðist alein og hún uppötvaði hana, dekraði við hana og tók með jafnaðargeði ýmsu, sem enginn annar hefði vogað sér að reyna. Leigubíllinn ók inn á breiða götu með fallegum hús- um, en frú Harris hafði hvorki auga fyrir né tíma af- gangs fyrir byggingarlist þessa stundina. — Hvað er langt eftir? kallaði hún til bílstjórans, sem án þess að minnka hraðann lyfti báðum höndum upp af stýrinu, fórnaði þeim til himins og sneri sér via, um leið og hann kallaði eitthvað til hennar. Auðvitao skildi frú Harris ekki orð, en brosið undir rostungs- skegginu var vingjarnlegt, svo hún hallaði sér aftur á bak aftur, ákveðin í að þola þetta þar til hún næði tak- marki drauma sinna. Og á meðan hugsaði hún um þá röð atburða, sem valdið höfðu því, að hún var hingað komin. Það hafði allt saman byrjað dag einn fyrir mörgum árum, þegar f rú Harris hafði við vinnu sína í húsi lafði Dants, opnað klæðaskáp til að þrífa hann og komið þar auga á tvo kjóla, sem inni hengu. Annar var hreinn draumur, úr rjómahvítum og fílabeinshvítum knippl- ingum og siffoni, en hinn eins og blossi úr eldrauðu atlask-silki og tafti, skreyttur með stórum, rauðum slaufum og risastórri, rauðri rós. Frú Harris stóð eins og eldingu héfði slegið niður í hana, því aldrei á ævinni hafði hún séð neitt svo dásamlega fallegt. Hversu grá og litlaus sem tilvera frú Harris annars var, hafði hún alltaf haft þörf fyrir fegurð og liti, en

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.