Tíminn - 19.04.1977, Side 8

Tíminn - 19.04.1977, Side 8
8 Þriðjudagur 19. aprll 1977 ......... Frumvarp um hlutafélög Fjölmörg ný og ítarlegri ákvæði en í gildandi lögum — Lágmarksupphæö hlutafjár hækkuð í milljón og hluthafar verða að vera a.m.k. 10 Ólafur Jóhannesson viö- skiptaráöherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um hlutafé- lög. Frumvarp þetta hefur viö- skiptaráöuneytiölátiösemja, og hófst vinna viö samningu þess áriö 1972. í upphafi ræöu sinnar gaf ráöherra almennt yfirlit yfir hlutafélög og málefni þeirra, en ræddi siöan einstök atriöi þess frumvarps, sem fyrir alþingi liggur. Frumvarpiö er i 160 greinum, en gildandi lög eru aöeins 60 greinar. Lengd og ýtarleiki frumvarpsins er i samræmi viö þá þróun, sem oröiö hefur i þessum efnum. baö, sem veldur þvi, aö frumvarpiö er svo miklu meira aö vöxtum en gildandi lög, er aö I frumvarpinu er fjall- aö um ýmis þau málefni, sem litiö eöa ekkert er minnzt á i gildandi lögum, og einnig er fjallaö mun ýtarlegar um flest þau atriöi, sem gildandi lög hafa þó ákvæöi um. Frumvarpiö er i 19 köflum. í 1. kafla eru ákvæöi um gildissviö frumvarpsins, skilgreining á hugtakinu hluta- félag og fjallaö um samstæöur hlutafélaga. 1 2. kafla eru ýtar- leg ákvæöi um stofnun hlutafé- laga. 3. kafli hefur aö geyma ákvæöi um greiöslu hlutafjár. 1 4. kafla eru ýmis ákvæöi, er snerta hlutafé, hlutabréf og hlutabréfaskrá. Sérstaklega er fjallaö um hækkun og lækkun hlutafjár svo og eigin hlutabréf I 5. -7. kafla. Settar eru ýtarlegar reglur, sem flestar eru nýmæli, um stjórn hlutafélaga, annars vegar um félagsstjórn i 8. kafla og hins vegar um hluthafa- fundi 19. kafla. 1 10. og 11. kafla eru ákvæöi um endurskoöun og ársreikninga hlutafélaga og er hér um nákvæm ákvæöi aö ræöa, sem aö flestu leyti eru ný- mæli. Settar eru reglur um arösúthlutanir, varasjóöi o.fl. I 12. kafla. 13. og 14. kafli fjalla um slit hlutafélaga og samruna þeirra. Um skaöabótaskyldu stofnenda, stjórnarmanna og annarra gagnvart hlutafélagi er fjallaö i 15. kafla 16.-19. kafli hafa aö geyma ákvæöi um er- lend hlutafélög, skráningu hlutafélaga, refsinga og önnur atrvöi. Lágmarksupphæð hlutafjár ein milljón Ráöherra ræddi siöan um helztu breytingar, sem eru i frumvarpinu frá gildandi lög- um. Nokkurra þeirra veröur getiö hér. 1 fyrstu grein frumvarpsins eru tvær mikilvægar breyting- ar frá gildandi lögum, sem ástæöa er til aö vekja sérstaka athygli á. Lagt er til, aö lág- marksfjárhæö hlutafjár veröi ákveöin ein milljón króna og ætti ef til vill aö vera hærri. Samkvæmt gildandi lögum er lágmarksfjárhæö hlutafjár 2.000.- kr., en sú fjárhæö er vegna verölagsþróunar undan- farna áratugi oröin alltof lág. Samkvæmt gildandi lögum mega hluthafar ekki vera færri en fimm. Hér er lagt til, aö geröar veröi rlkari kröfur um fjölda hluta og hluthafa en nú eru I gildi, og kveöiö á um, aö hlutir og hluthafar skuli eigi véra færri en tiu. Ætlunin meö þessu er aö hamla gegn þvl, aö stofnuö séu gervihlutafélög, sem svo hafa veriö nefnd. Hluthafar minnst tiu Gert er ráö fyrir verulegum breytingum frá gildandi lögum, á ýmsum atriöum varöandi aö- ferö og undirbúning stofnunar hlutafélags. T.d. er breytt ákvæöunum um fjölda stofn- enda og skilyröi þau, sem þeir skulu uppfylla. Samkvæmt gild- andi lögum skulu stofnendur ekki vera færri en 5 lögráöir menn, fjár síns ráöandi og aö ööru leyti þeim kostum búnir, er þeir skyldu hafa lögum sam- kvæmt til þess aö reka I slnu nafni atvinnu fyrirhugaös félags eöa til aö eiga þær eignir, sem félaginu er ætlaö aö eignast. Samkvæmt frumvarpinu skulu stofnendur vera tíu hiö fæsta, og minnst helmingur þeirra skal hafa heimilisfesti hér á landi. I gildandi lögum er þaö skilyröi, aö stofnendur hlutafélags séu einstaklingar. Fyrir löngu er oröiö tímabært aö breyta þessu þannig, aöauk einstaklinga geti ýmsir lögaöilar veriö stofnend- ur, svo sem rlki, sveitarfélög, samvinnufélög, hlutafélög o.fl. og er þaö lagt til hér. Fyllri ákvæði um hækkun hlutafjár Akvæöi gildandi laga um hækkun hlutafjár eru mjög ófullkomin. Nauösynlegt er þvl aö setja fyllri ákvæöi um þetta efni, enda er hækkun hlutafjár- ins ráöstöfun, sem ber.sérstak- lega aö hafa eftirlit meö. Koma þar til greina sömu sjónarmiö og viö stofnun hlutafélags. Sér- staklega ber aö gæta, aö áskrif- endum séu tryggöar nauösyn- legar upplýsingar um hag félagsins, aö tekiö sé tillit til hagsmuna eldri hluthafa og aö félagiö fái raunveruleg verö- mæti sem greiöslu á hlutafé og aö þau verömæti, sé um annaö aö ræöa en greiöslu I reiöufé, séu réttilega virt. Akvæöum frumvarpsins um hækkun hlutafjár er ætlaö aö tryggja, aö hagsmuna þeirra, sem nefndir hafa veriö, veröi gætt. Hækkun hlutafjár getur veriö fólgin I áskrift nýrra hluta eða útgáfu jöfnunarhluta, og eru settar reglur um hvorutveggja. I gildandi lögum eru allná- kvæmar reglur um lækkun hlutafjár. I 6. kafla frumvarps- ins felast þó ýmsar breytingar frá gildandi lögum. Sérstaklega má benda á, aö tæmandi reglur eru settar um þaö, hvernig ráö- stafa má lækkunarfjárhæöinni. Aöaltilgangur reglnanna um lækkun hlutafjár er aö tryggja, aö hagur lánardrottna félags skeröist ekki vegna lækkunar- innar. Mörg nýmæli um félagsstjórn tkaflanum um félagsstjórn er um aö ræöa margvíslegar breytingar frá gildandi lögum, og er mun ýtarlegar kveöiö á um stööu og starfsemi stjórnar en nú er. Nokkur nýmæli má nefna: Heimilt er I samþykktum aö veita stjórnvöldum eöa öörum rétt til þess aö tilnefna einn eöa fleiri stjórnarmenn. Meirihluti skal þó ætið kjörinn af hluthafa- fundi. í félögum, þar sem hlutaféö er tlu milljónir króna eöa meira, skal stjórnin ráöa einn eöa fleiri framkvæmdastjóra. Skilyröin, sem stjórnarmenn og framkvæmdastjórar skulu uppfylla, eru þau, aö þeir skulu vera lögráöa, fjár slns ráöandi og mega ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiveröan verknaö slík- an, sem um ræöir I 1. mgr. 68. gr. alm. hgl. Framkvæmda- stióri oe minnst helmingur Svipmynd úr Alþingi. Aldert Guðmundsson horfir meö athygli á ráðherrana Halldór E. Sigurðsson og Matthias Matthlssen. Timamynd Róbert. Járnblendiverksmiðja er áhættusamt glæfrafyrirtæki — segir í áliti annars minnihluta iðnaðarnefndar neðri deildar Járnblendiverksmiðja I Hval- firöi var á dagskrá neöri deildar Alþingis I gær. Þár mælti Sig- urður Magnússon (Ab.) fyrir áliti annars minnihluta iðnaöar- nefndar, en Sigurður skipar þann minnihluta einn. 1 áliti Siguröar er lagt til, að frum- varpiö um járnblendiverk- smiöju i Hvalfirði veröi afgreitt meö svofelldri rökstuddri dag- skrá: Þar sem augljós hagkvæmni og félagslegar og efnahagslegar aöstæður i landinu gera nauð- synlegt, aö Islendingar hefji nú þegar markvisst hagnýtingu innlendra orkugjafa, fjármagns og vinnuafls til að takmarka sem mest oliunotkun, svo sem meö rafhitun húsa og nýtingu rafmagns til uppbyggingar nýrra iðngreina, telur deildin engan grundvöll til orkufreks stóriönaöar, er byggir á er- lendum aðföngum, og tekur þvi fyrir næsta mál á dagskrá. Aður hefur verið greint frá áliti meirihluta iðnaðarnefndar, sem leggur til að frumvarpið verði samþykkt, og einnig hefur verið greint frá áliti Ingvars Gislasonar, sem skipar fyrsta minnihluta. Hér á eftir verða raktir kaflar úr áliti Sigurðar, en I upphafi þess segir: Afstaða min til frumvarpsins um járnblendiverksmiðju á Grundartanga i Hvalfirði er óbreytt eftir að fjallað hefur verið um málið i iðnaðarnefnd neðri deildar. Ég tel, að með samningi þess- um séu Islendingar aö sóa hinni dýrmætu orkuauðlind, rafork- unni, á óhagkvæman hátt og taka á sig mjög áhættusamar fjárhagsskuldbindingar um leið og virkiö er frá nauösynlegum skilyröum mengunarvarna. Ég tel, aö hér sé tekin röng stefna i atvinnumálum þjóðarinnar, og vara við þvi að áfram verði gengiö á þeirri braut, svo sem mikill vilji er fyrir af hálfu nú- verandi stjórnvalda. Stóriðja, sem byggir á erlend- um aðföngum, erlendri tækni- kunnáttu og erlendum markaösyfirráðum, þótt hún sé i meirihlutaeign Islendinga, má ekki hafa forgang i atvinnuþró- un landsins, forgang að nýtingu orkuauðlinda landsins, þegar við blasa i landinu fjölmargir vannýttir möguleikar þjóðlegs islenzks iðnaðar og fjölmargar óuppfylltar þarfir fyrir raforku. Þessu næst rekur Siguröur hvar hann telur ónýttan markaö fyrir raforku innanlands og sagði aö að þeim verkefnum ætti þjóöin að snúa sér fremur og hafna stórfelldri erl. stóriðju. Áherzlu lagði Sigurður á að hraöa endurbótum á raforku- kerfinu I landinu og samtengja landshluta. Taldi hann, aö nægur markaður væri fyrir raf- orkuna innanlands, og vitnaði hann til greinargerðar Orku- stofnunar. Þar kemur fram, að með samtengdu kerfi verði orð- inn afl — og orkuskortur 1978, sé ekki gert ráð fyrir neinni fram- leiðslu frá Kröfluvirkjun. En sé gert ráð fyrir hálfri framleiðslu hennar veröur kominn aflskort ur 1979 og orkuskortur 1980. En i greinargerðinni kemur fram aö kæmi ekki til sala á forgangs- orku til járnblendiverksmiöj- unnar, færðust fullnýtingar- mörk afls og orku aftur um tvö ár. I nefndaráliti Siguröar kom fram mjög mikill efi um arð- semi járnblendiverksmiðjunn- ar, sem stafar af þvi hve verð á kisiljárni er háö veröi stáls, en stálframleiðsla á nú i miklum erfiðleikum bæði I Bandarikjun- um og Evrópu. Vitnaði Sigurður til útreikn- inga, sem hann hefði fengið Þjóöhagsstofnun til þess að gera um arösemi verksmiðjunnar, ef hún hefði verið rekin á siöasta ári. Niðurstöður þessara út- reikninga voru þær, að miðað

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.