Tíminn - 19.04.1977, Side 10

Tíminn - 19.04.1977, Side 10
10 Þriðjudagur 19. aprll 1977 Eins og kunnugt er hefur þaö lengi fylgt stjórnmálaumræöum aö menn bera fyrir sig orö og hugtök sem eru engan veginn skýr eöa ótvíræö, og leggur hver slna merkingu I oröin en áheyr- endur eiga erfitt meö aö fylgja umræöunum, eftir. Viö þetta hefur þaö bætzt nú á siöari árum aö umræöur um efnahagsmál fara æ meira fram á sérfræöi- legu máli hagfræöinga, en Is- lendingum er þaö tungutak ekki tamt. Meöal hugtaka af þessu tagi eru hugtökin „hægri-vinstri”, og ekki hefur ástandiö batnaö fyrir þaö aö nú vilja ýmis öfl eigna sér t.d. vinstra-hugtakiö I blekkingarskyni. Þessi stjórn- málahugtök uröu til á árum frönsku stjórnarbyltingarinnar miklu fyrir tæpum tvö hundruö árum og við aöstæöur gersam- lega óllkar þeim sem nú eru I þjóömálum. Til Islands bárust hugtökin frá Dönum um slöustu aldamót. Þá var i Danmörku, og er reyndar enn starfandi stjórn- málaflokkur sem bar og ber enn heitiö Vinstriflokkurinn. Um þessar mundir eru flestir sam- mála um aö Vinstriflokkurinn veröi aö teljast hægra megin viö miöju danskra stjórnmála og segir þaö slna sögu um örlög vinstra-hugtaksins þar I landi. Vinstristefnan Þegar hugtakiö „vinstri- stefna” barst til Islands lögöu menn almennt I þaö þá merk- ingu aö þaö fæli I sér umbóta- stefnu, framfarahug, áhuga á lýöræöisþróun, samhjálp og kiarabótum til handa alþýöu. 1 þvi fólst ekki byltingarstefna og um það haföi ekki veriö soöin upp nein njörvuö hugmynda- fræöi. Hugtakiö geröi ekki ráö fyrir því aö aöeins ein ástæöa yröi I eitt skipti fyrir öll fundin fyrir samfélagsvandamálunum og ekki heldur aö aöeins ein endanleg lausn lægi fyrir sem allan vanda leysti I eitt skipti fyrir öll. Þegar Framsóknarflokkurinn var stofnaöur áriö 1916 kom þaö þess vegna mjög til greina aö hann héti Vinstriflokkur eöa Vinstrimannaflokkur. Og þaö hefur slöan veriö svo aö Fram- sóknarmenn hafa veriö kallaöir vinstrimenn og þetta heiti hafa þeir sjálfir notaö alla tlö. Þar var alltaf viöurkennt aö til vinstri I stjórnmálum væru einnig aörar fylkingar, en þær kenndu sig fyrst og fremst viö jafnaöarstefnu, sameignar- stefnu eöa annaö þvl um llkt og þótti helzt til „hægfara borgara- legur” keimur af vinstri-nafn- bótinní einni saman. Á fyrstu árum Framsóknar- flokksins var ekki siöur talaö um aö hann væri „milliflokk- ur”, og var þá viö þaö átt aö annars vegar ætti hann I höggi viö hægrisinnuö Ihaldsöfl en hins vegar viö byltingarsinnaöa marxista. Þaö lá meö öörum oröum í augum uppi aö vinstri- stefnan stæöi öfganna milli I Is- lenzkum stjórnmálum stjórn- málum. Hugtökin „vinstri- stefna” og „milliflokkur” fela þannig ekki í sér mótsögn, heldur höföar hiö fyrra til hug- sjóna flokksins um þjóöfélag framtlöarinnar, en hiö slöara til stööu hans I flokkakerfi þjóöar- innar. Stefna milliflokksins farsæiust Þetar litiö er um öxl kemur það I ljós aö vinstristefna milli- flokksins hefur reynzt farsælust þeirra hugmynda og hugsjóna sem gætt hefur I stjórnmálum þjóöarinnar. Nú viöurkennajjll- ir gildi mismunandi rekstrar- forma I atvinnurekstri nauösyn almannasamtakanna I landinu, þörfina fyrir veruleg rlkisaf- skipti I efnahagsmálum, trygg- ingum, skólamálum og á fleiri sviöum. Á slöustu árum hafa meira aö segja ótrúlegustu öfl tekiö byggöastefnuna upp á slna arma I oröi kveönu. Á þeim óaöaveröbólgutlmum sem yfir þjóöina hafa gengið hefur al- menningur einnig fundiö þaö greinilega hver nauösyn er á jafnvægi I þjóöarbúskapnum. Og þannig mætti halda áfram aö telja atriöin úr fyrstu stefnu- yfirlýsingu Framsóknarmanna. Um þessar mundir fjargviör- ast stjórnarandstæöingar yfir þvl aö rlkisstjórnin reyni meö aöhaldsaögeröum aö halda I viö veröbólguhjólið. Framsóknar- mönnum er legiö á hálsi fyrir þaö aö hafa gengiö til samstarfs viö höfuöandstæöinga slna, Sjálfstæöisflokkinn. 1 þessum áróöri láta stjórnarandstæöing- ar þess ekki getiö aö tekizt hefur aö verja almenning fyrir háska atvinnuleysis meö samræmdum aögeröum stjórnvalda. 1 staö þess aö keppa aö skyndilegum umskiptum hefur rlkisstjórnin miöaö viö þaö aö ná jafnvægi án þess aö fórna atvinnuörygginu. Vissulega eru margir óþolin- móðir, en þessi stefna ein er llk- leg til þess aö varanlegur árangur náist. Þegar Framsóknarmenn lýsa efnahagsástandinu hrein- skilnislega rjúka and- stæöingarnir upp til handa og fóta og hrópa ab Framsóknar- menn meti ekki stórvirki vinstristjórnarinnar. Þetta er vitanlega blekking ein sem stjórnarandstæöingar vita vel, þótt þeir kjósi aö þegja yfir þvl. Allir vita hve aöstæöur I efna- hagsmálum gerbreyttust á slö- asta ári vinstristjórnarinnar. Allir vita aö hún naut ekki meirihlutafylgis á Alþingi til aö knýja fram þau brýnu úrræöi sem Framsóknarmenn lögöu til. Hitt má hiklaust fullyröa, enda er ekki um þab deilt lengur, aö fyrir tilverknað vinstristjórnar- innar höföu undirstööur at- vinnuveganna veriö treystar svo aö þær stöbust erfiöleikana. Vinstristefna eða öng- þveiti. Vinstristefna felur þaö ekki I sér aö hlaupa upp þegar færi gefst og ætla aö gera allt I einu. Hún felur þaö ekki I sér aö gef- ast upp þegar á móti blæs. Hún felur þaö ekki I sér aö þenja efnahagslifiö til hins ýtrasta þvi aö slíkt leiöir ekki til farnaöar og lendir þyngst á láglaunafólk- inu. Sumariö 1974 var spurt um hina raunverulegu vinstrimenn, og þaö kom I ljós hverjir þoröu aö takast á viö vandann þótt meö málamiölun væri og hverj- ir þaö voru sem vikust undan ábyrgöinni. Vinstristefna miöar aö þvi aö breyta þjóöfélaginu, og hún miðast viö sifellda þróun en ekki eitthvert einæöi úr erlendum kokkabókum. Vinstristefna fel- ur þaö Isér aö menn vilja takast á viö vandamálin. Stjórnmálin eru einu sinni átök um valdið I þjóöfélaginu, vald til aö breyta þjóðfélaginu. Það er öngþveitis- mennska aö hlaupast alltaf und- an og I fýlu þegar á móti blæs. Vinstristefna felur f sér varúö og hyggindi en ekki óöa- got. Aöstæöur geta veriö þær, og hafa veriö slikar aö undan förnu, aö þaö veröi að slá af og ná tökum á efnahagsþróun- inni. Vinstristefnan þolir sllka áreynslu þvl aö hún tjaldar ekki til einnar nætur. Ongþveitis- mennskan þolir hana ekki. í efnahagsmálum gilda járnhörö lögmál og kemur I koll aö reyna aöhunza þau. Festan jafnvægiö og stööugleikinn eru forsendur jafnra framfara og stööugra þjóðfélagsumbóta. Annars fer allur krafturinn I aö hlaupa á eftir óöaveröbólgunni meöan hún leggst af fullum þunga á al- menning I landinu. Akveöin samræmd og styrk hagstjórn er undirstööuatriöi vinstristefnu á Islandi. óöagotið leiöir aðeins til óvinafagnaðar. Vinstri- stjórnin haföi lagt grunn aö áframhaldandi vænlegri þjóö- félagsþróun á Islandi, en ytri aðstæöur breyttust til hins verra, sundrung varö I eigin fylkingum og andstæöingar hennar hlökkuöu yfir. Sú reynsla sýnir svo aö ekki veröur um villzt aö þaö þarf sterka þungamiöju til þess aö vinstri- stjórn geti staðizt þaö sem á hana verður lagt. Sllk þunga- miöja er Framsóknarflokkurinn einn. Meðal annars þess vegna veröur aö styrkja hann þjóöinni til heilla. Margt má segja um harö- stjórann Valdimar Lenin. Eitt sagöi hann þó satt og þaö var þegar hann benti á aö menn eiga ekki aö stíga svo fet fram aÖ þeir þurfi aö taka tvö skref aftur á bak. Stjórnarandstæöingar virðast nú vilja stlga óteljandi skref áfram og öll I einu og án þess aö huga aö landslagi. Ef fariö yröi aö ráöum þeirra veröur byltan mikil og mikiö undanhald slban. Ahugamaöur um velgengni Alþýöubandalagsins lét þess getiö viö mig eftir aö siöasta grein birtist aö falliö heföi niöur útgáfan Fjölvis af skránni um helztu fjárafla- klær flokkseigendafélagsins. Er skylt aö bæta úr þvi. Nýir aöiljar aö Prentsm. Hólum og Eyöublaöatækni hf. hafa hins vegar beöist undan þvl aö vera bendlaðir viö slikt samkvæmi sem Alþýöu- bandalagiö er. Er ljúft aö koma þvl á framfæri. Árbók Ferðafélags íslands á fimmtugs- afmæli félagsins er komin út VS-ReykjavIk Feröafélag Is- lands á fimmtlu ára afmæli slöla á þessu ári. Af þvl tilefni gefur félagiö nú út stórlega vandaöa árbók, hina fimmtug- ustu I rööinni. Meöal þeirra sem eiga efni I þessari Arbók eru dr. Kristján Eldjárn, for- seti Islands, Halldór Laxness, Ólafur Jóhann Sigurösson, Hannes Pétursson, Hjörtur Pálsson, Siguröur Þórarins- son, Sigurður Blöndal, Sveinn Skorri Höskuldsson, Vilhjálm- ur Hjálmarsson, mennta- málaráðherra, Þórarinn Guönason, Matthias Jóhannessen, Eysteinn Jóns- son, fyrrv. ráðherra, Eyþór Einarsson, Bjartmar Guömundsson, Anna María Þórisdóttir, Þórleifur Bjarna- son, Sveinn Jakobsson, Gestur Guöfinnsson og Hjálmar R. Báröarson. Sérsafn þessa heftis Árbók- arinnar er Landiö og heima- hagar, og má nokkuö af þvi marka efniö, sem þar er á boðstólum. Kápuslöa Árbókarinnar. Þriðj ungi meira í áfengiskaup Fyrstu þrjá mánuöi þessa árs juku tslendingar áfengiskaup sin á öllum útsölustöðum á landinu. Vöröu þeir á þessum fyrsta ársf jóröungi langdrægt hálfum öörum milijarði til áfengiskaupa á móti tæpum ellefu hundruö þúsundum i fyrravetur. Hefur til dæmis oröiö gifurleg aukning á tsafiröi og Siglufirði. Al.ls nam salan frá 1. janúar til 31. mars 1977: Heildarsala: Seltíogfrá: kr. Reykjavik...........................1.099.886.004 Akureyri..............................150.153.810 Isafirði ..............................45.067.780 Siglufiröi ............................24.142.100 Seyðisfiröi............................38.741.600 Keflavik...............................71.434.400 Vestmannaeyjum.........................43.114.750 1.472.540.444 Sömu mánuöi 1976 var salan sem hér segir: Seltlogfrá: kr. Reykjavik............................................813.055.295 Akureyri.............................................116.282.295 Isafiröi..............................................28.782.320 Siglufirði ............................................17.582.260 Seyðisfiröi...........................................30.014.230 Keflavik..............................................47.446.000 Vestmannaeyjum........................................30.148.485 1.083.310.885 Söluaukning, miöaö viö sama tima 1976 er 36,76%. Þess ber aö geta aö nokkrar veröhækkanir hafa oröið á áfengi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.