Tíminn - 19.04.1977, Side 11

Tíminn - 19.04.1977, Side 11
Þriðjudagur 19. april 1977 11 WtWffWlí Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrif- stofur í Aðalstræti 7, sími 26500 — afgreiðslusfmi 12323 — auglýsingasími 19523. Veröflausasölu kr. 60.00. Askriftar- gjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaöaprenth.f. Fundurinn i Belgrad Siðastliðinn föstudag flutti Einar Ágústsson ut- anrikisráðherra á fundi sameinaðs þings hina ár- legu skýrslu um utanrikismál. í skýrslu sinni vék utanrikisráðherra m.a. að Helsinki-yfirlýsingunni og væntanlegum Belgradfundi, en á Helsinkifund- inum var samþykkt að ný ráðstefna yrði haldin i Belgrad eftir tvö ár til að ræða um framkvæmd yf irlýsingarinnar. Utanrikisráðherra fórust um þetta orð á þessa leið: „Flestum mun enn i fersku minni Ráðstefnan um öryggi og samvinnu i Evrópu, sem haldin var á árunum 1973-1975 i Helsinki og Genf. Henni lauk með þvi, að stjórnarleiðtogar hinna 34 þátttöku- rikja undirrituðu Helsinki-samþykktina svoköll- uðu. Þar var m.a. birt yfirlýsing um meginreglur, sem þátttökurikin hétu að fylgja i samskiptum sin- um og lagður nokkur grundvöllur að auknum og frjálsari samskiptum rikjanna á ýmsum sviðum. Umdeilt var, þegar samþykktin var gerð, hvort eða hver ávinningur væri að henni, og eru skoðanir máske sums staðar skiptar um þetta ennþá. Ég hygg þó að fullreynt sé, að rétt spor hafi verið stig- ið með ráðstefnuhaldi þessu og Helsinki-sam- þykktinni, að hún hafi þegar orðið til þess að styrkja framgang góðra og þarflegra mála. Hinu er þó sizt að leyna, að framkvæmd margra þátta samþykktarinnar er tæpast hafin eða mjög skammt á veg komin. í samræmi við ákvæði Helsinki-samþykktarinn- ar sjálfrar verður siðar á þessu ári haldinn i Bel- grad i Júgóslaviu fundur þar sem væntanlega mun fást góð yfirsýn yfir hvað áunnizt hefur i málefn- um, sem samþykktin fjallaði um, á þeim u.þ.b. 2 árum, sem liðin verða frá undirritun hennar. Ég vil taka fram, að ég tel ekki að þessi fundarhöld i Belgrad eigi að verða neins konar réttarhald yfir þátttökurikjunum, þar sem reynt verði að draga þau til dóms fyrir það, sem kann að hafa skort á fulla framkvæmd hinna ýmsu þátta samþykktar- innar. Ekki var raunhæft að búast við öðru en að breytingar i kjölfar hennar tækju nokkurn tima. En ég tel mikilvægt, að fulltrúar þátttökurikjanna noti þetta nýja tækifæri sem allra bezt til þess að leggja i jákvæðum anda á ráðin um frekari að- gerðir á hinum ýmsu sviðum samþykktarinnar. Ekkert lát má verða á viðleitninni til að treysta og bæta sambúð þeirra um margt óliku rikja sem hér um ræðir. Islendingar hafa svo sem aldrei þurft að gerast aðilar að mannréttindasamþykktinni. Þau hafa verið hér i heiðri höfð æði lengi, og sama má raun- ar segja um mörg önnur riki Vestur-Evrópu. En sifellt getur gott batnað og við munum kappkosta að fylgja Helsinki-samþykktinni út i æsar i þeirri von og trú að aðrir geri slikt hið sama.” Óréttlátar kröfur Það glæðir ekki von um skjóta lausn kjaramál- anna, að ýms launþegasamtök krefjast raunveru- lega meiri hækkana fyrir hærri launaflokka en þá lægri. Þannig er gengið þvert á þá stefnu, sem mótuð var á siðasta þingi Alþýðusambandsins. Hér þurfa verkalýðssamtökin sjálf að taka i taum- ana. Annars getur endirinn ekki orðið annar en sá. að launamunurinn eykst og aukin verðbólga mun leggjast þyngst á þá launalægstu. Ætlar verka- lýðshreyfingin raunverulega að eiga sinn þátt i sliku? Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Hörð barátta um þingsæti Croslands Fiskveiðimálin geta ráðið úrslitum HINN 28. þ.m. fer fram auka- kosning i Grimsby vegna frá- falls Anthony Croslands utan- ríkisráðherra. Mikil athygli beinist að kosningu þessari, einkum þó eftir að Ihalds- flokkurinn vann aukakosning- una I Stechford, en það var kjördæmi Roy Jenkins, en þingsætiö þar losnaði, þegar hann geröist framkvæmda- stjóri Efnahagsbandalags Evrópu. I síðustu almennum þingkosningum, sem fóru fram haustiö 1974, hafði Verkamannaflokkurinn mun traustara fylgi I Stechford en Grimsby. Úrslitin í Stechford hafa þvi orðið til að auka trú á sigur thaldsflokksins I Grims- by, þar sem þaö bætist lika við, aö meðal útgerðarmanna og fiskimanna er rlkisstjórnin ásökuö fyrir mistök I þorska- strlöinu og viöræöunum við Is- lendinga. Mikið atvinnuleysi er I Grimsby, og eru um 1000 sjómenn meöal atvinnuleys- ingjanna. Atvinnuleysi þeirra stafar m.a. af þvl, aö nær helmingnum af svonefndum úthafstogurum þar hefur veriö lagt slðan þorskastrlðinu lauk. Stöðugtersvofleiri togarar að bætast I þann hóp. Þótt fleiri mál beri á góma I kosninga- baráttunni, veröa þaö senni- lega fiskveiðimálin, sem ráða úrslitum. Margt bendir til, að viöræöur þær, sem Efnahags- bandalagið hefur óskað eftir við Islendinga, séu settar á sviö I sambandi við auka- kosninguna I Grimsby. Það er ákveöið I byrjun aprll að óska eftir þeim, en siöan er dregið að koma þessum tilmælum á framfæri bersýnilega meö það fyrir augum, að viöræðurnar fari ekki fram fyrr en að kosningunni lokinni, en hafi hins vegar veriö ákveðnar fyr- ir hana. Jafnframt er sagt, að brezkur ráðherra veröi I sendinefndinni með Gunde- lach, og þannig verði lögö á- herzla á málstað Breta. Þaö er með þessu reynt að gefa I skyn.aðeitthvaðgeti gerzt, en ekki er Islendingum treyst of vel, og þvl þykir vissara að fresta viðræöunum fram yfir kosninguna. ÞAÐ kom fram I viðræðum við Crosland I Osló, að land- helgissamningurinn gæti orðiö honum óþægilegur I kjördæmi hans. Crosland gerbi sér hins vegar von um, að kosningar væru ekki I nánd, og hann gæti notaö tlmann til aö rétta hlut útgerðarinnar. Jafnframt Anthony Crosland myndi skilningur vaxa á rétt- mæti Oslóar-samningsins og þaö metið, að hann hefði sýnt kjark og framsýni I Osló. Þetta fór hins vegar á annan veg sökum hins óvænta frá- falls Croslands. Það, sem Crosland hafði I huga, var m.a. aðstyrkja stöðu brezkrar útgeröar með þvl að tryggja Bretum 50 mllna einkafisk- veiðilögsögu innan 200 mllna fiskveiðilögsögu Efnahags- bandalagsins. Frambjóöendur allra flokka I Grimsby gera þetta að aðalkosningamáli sinu. Hin Efnahagsbandalags- rlkin hafa hingað til neitaö að fallast á þessa kröfu Breta og Ira. Irska stjórnin hefur þvi gripiö til þeirra bráöabirgöa- aðgeröa aö banna stóru togur- unum veiðar innan 50 mllna markanna. Kosningin I Grimsby getúr vel neytt brezku stjórnina til einhverra slíkra aðgerða. Þá haföi Crosland það mjög I huga, að vinna að skipulagn- ingu og eflingu iðnaðar á Humberside-svæðinu, en það- an eru flutningar einna auðveldastir til meginlands Evrópu og ætti þvl þátttaka Breta I Efnahagsbandalaginu að geta oröið lyftistöng upp- byggingar þar. ÞAÐ ARÉTTIR aö fiskveiði- málin eru aöalmál kosningar- innar að Ihaldsflokkurinn hef- ur valið frambjóðanda, sem telja má sérstakan fulltrúa út- gerðar og fiskiðnaðar. Hann heitir Robert Blair, 51 árs, skozkur aö uppruna. Hann byrjaöi 15 ára gamall við að vinna á fiskmarkaönum I Aberdeen, en fluttist síðan til Grimsby og vann sig áfram stig af stigi, unz hann var orö- inn framkvæmdastjóri Birds Eye Foods, en þetta fyrirtæki er sagt reka stærstu hrað- frystiverksmiðju heimsins á sviði matvælaiðnaöarins. Blair heitir þvl, aö hann muni sérstaklega láta málefni út- gerðar og fiskiðnaðar taka til sin, ef hann nær kosningu. Talsvert þykir Blair Ihalds- samur og deilir hann allhart á verkalýðshreyfinguna, sem hann telur of valdamikla og neikvæða. Frambjóöandi Verkamannaflokksins, Austin Mitchell, 42 ára, er hins vegar af allt öðru sauðahúsi. Hann hefur starfað sem fréttamaö- ur við Yorkshire-sjónvarps- stöðina og er þvi talsvert þekktur I Grimsby sem sjón- varpsmaöur, m.a. hefur hann annazt ýms viötöl, sem hafa vakið athygli. Loks er þaö svo frambjóðandi Frjálslynda flokksins, Andrew de Freitas, 32 ára gamall, en hann er af portúgölskum ættum og fluttist til Bretlands, þegar hann var seytján ára og hefur dvalið þar slban. Hann hefur unnið við skipaiðnaöinn I Grimsby og getið sér þar gott orö, eins og sést á þvi, aö hann er búinn að eiga sæti I borgar- stjórninni I Grimsby síöustu sex árin og hefur sýnt mikinn áhuga á framfaramálum borgarinnar. 1 haustkosning- unum 1974 fékk Verkamanna- flokkurinn 21.657 atkvæöi I kjördæminu, Ihaldsflokkurinn 14.675 og Frjálslyndi flokkur- inn 9.487. Llklegt þykir, að fylgi Frjálslynda flokksins geti, I eins harðri kosningu og nú stendur fyrir dyrum skiptzt milli stóru flokkanna. Boöaö hefur verið, aö leiö- togar stjórnmálaflokkanna muni heimsækja Grimsby til að taka þátt I kosningabar- áttunni. Af hálfu Ihaldsflokks- ins munu bæði frú Thatcher, Heath og Whitelaw mæta á kosningafundum þar, en af hálfu Verkamannaflokksins frú Shirley Williams, David Owen og Michael Foot. David Steel, formaður Frjálslynda flokksins, mun einnig taka virkan þátt i kosningabarátt- unni. Þ.Þ. Einar Ágústsson og Crosland undirrita Oslóarsamninginn

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.