Tíminn - 19.04.1977, Side 9

Tíminn - 19.04.1977, Side 9
Þriðjudagur 19. aprll 1977 9 alþingi stjórnarmanna skulu búsettir hér á landi. Skv. gildandi lögum veröa stjórnarmenn aö eiga hlut I félaginu, vera lögráðir og hafa fjárforræði og fullnægja lög- mæltum skilyröum til að reka f eigin nafni þá atvinnu, sem félagiðrekur eða ætlar aö reka. Stjórnarmenn og fram- kvæmdastjórar skulu gefa skýrslu um hlutabréfaeign sina I félaginu og i félögum innan sömu hlutafélagasamstæðu. Settar eru ýtarlegar reglur um fundi félagsstjórnar starfs- svið og starfsskyldur félags- stjórnar og framkvæmdastjóra, en fátækleg ákvæði eru um þessi atriði I gildandi lögum. Heimilt er að ákveða i sam- þykktum, að auk félagsstjórnar skuli vera fulltrúanefnd, kjörin af hluthafafundi. Nefndin skal hafa eftirlit meö þvi, hvernig félagsstjórn og framkvæmda- stjóri ráöa málum félagsins svo og að láta aöalfundi I té umsögn um, hvort samþykkja beri árs- reikninga félagsins og tillögur stjórnar um ráðstöfun hagnaö- ar. Aukin og afmörkuð réttindi einstakra hluthafa Akvæöi frumvarpsins um hluthafafundi eru I 16 greinum, en i gildandi lögum er fjallaö um þetta efni 12 greinum, svo að augljóst er, að um mörg nýmæli er að ræða og ýtarlegar kveöiö á um flesta hluti en nú er. Ýmis ákvæði kaflans miöa aö þvi að auka eða afmarka rétt- indi hinna einstöku hluthafa. 1 kaflanum eru ákvæði, sem eiga að tryggja minnihluta hluthafa ákveðna vernd. Reglur um vernd minnihluta eru annars viða I frumvarpinu og almennt má segja, að stefnt sé að mjög aukinni vernd minnihlutans með frumvarpi þessu. örfá dæmi um nýmæli og breytingar I þessum kafla má nefna sérstaklega: Hluthöfum er heimilt aö láta umboðsmenn sækja hluthafa- fundi svo og að sækja fundi ásamt ráðgjafa. í 62. gr. felast ýmsar breytingar varöandi at- kvæðisrétt. Er reynt aö sporna viö óhóflegu valdi einstakra hluthafa með öðrum og raun- hæfari hætti en gert er i gildandi lögum. Nýmæli er i 66. gr., er veitir einstökum hluthöfum rétt til að Framhald á bls. 23 við verðlag á kisiljárni á þvi ári og áætlaðan reksturskostnað verksmiðjunnar hefði beint tap á rekstrinum orðið á þvi ári 22 milljónirkr. norskra eða um 800 milljónir isl. kr. Niðurstaða Sigurðar, hvað viðkemur arðsemi fyrirtækis- ins, er sú, að hér sé um ásættu- samt glæfrafyrirtæki að ræða eins og ástandi markaðsmála er nú háttað. Og áhætta okkar ts- lendinga er vitaskuld allt önnur og miklu meiri en hins norska aðila, þvi hann hefur þegar margvislegra hagsmuna að gæta á kisiljárnsmarkaðinum. Hann er knúinn til þess vegna baráttu sinnar um yfirráðin á Evrópumarkaöinum að halda framleiðslu sinni áfram og reisa nýjar verksmiðjur i stað þeirra gömlu sem gengið hafa úr sér, auk þess sem hann hiröir gróða af sölu tækniþekkingar, bræðsluofna, tækjabúnaðar og sölu kvartz, sem er eitt af undir- stöðuvinnsluhráefnum verk- smiðjunnar og ætlunin er að kaupa frá Norður-Noregi þar sem Elkem á slikar námur. Eins mun Elkem vera eignar- aðili að stáliðjuverum i Evrópu og hagsmunir þess þvi flóknir og margslungnir. Friðrik Jónsson, Þorvaldsstöðum, látinn Utanríkis- ráðherra írlands kemur í heimsókn Utanrikisráðherra Irlands, dr. Garrett Fitzgerald kemur I opin- bera heimsókn til tslands dagana 5. og 6. mai 1977 i boði Einars Agústssonar, utanrikisráðherra. Auk fundar með Einari Ágústs- syni og embættismönnum utanrikisráðuneytisins mun dr. Fitzgerald eiga viðræður við for- seta Islands og fleiri islenzka ráðamenn. Friörik Jónsson. Friðrik Jónsson fyrrv. bóndi á Þorvaldsstöðum i Skriðdal, and- aöist I Landspitalanum að morgni 16. april. Friðrik fæddist að Sauðhaga i Vallahreppi 8. nóv. 1896, og var þvl á áttugasta og fyrsta aldurs- ári, þegar hann lézt. Foreldrar hans voru Jón tvarsson, bóndi á Vikingsstöðum á Völlum,og kona hans, Herborg Eyjólfsdóttir. Friðrik stundaði einn vetur nám á Borgarfirði eystra hjá Þorsteini M. Jónssyni, og einn vetur var hann viö nám I Reykjavik. Hann var ráösmaöur á búi móöur sinnar á Vikingsstöð- um 1911-1917 og bóndi þar 1917- 1926, en þá fluttist hann að Þor- valdsstööum i Skriödal og bjó þar upp frá þvi. Friðriki voru falin fjölmörg trúnaðarstörf um dagana. Á ööru búskaparári hans á Þorvalds- stöðum var hann kosinn i hrepps- nefnd Skriðdalshrepps, og þar átti hann sæti i full fjörutiu ár, þar af þrjátiu ár sem oddviti. Arið 1927 var hann kosinn i stjórn Búnaðarfélags Skriðdæla. Hann var langa hriö i forystusveit Kaupfélags Héraösbúa og for- maður þess um árabil. Þá var hann og fulltrúi sauðfjárveiki- varnanna á Austurlandi um margra ára skeiö, og mörgum öörum trúnaðarstörfum gegndi hann, bæði utan sveitar og innan. Einnig ritaði hann talsvert mikið i blöð, einkum afmælis- og minningargreinar. Friðrik var tvikvæntur. Fyrri kona hans var Björg Jór- unn, dóttir Christian Hansen á Sauöá i Skagafirði, hún lézt árið 1924. Siðari kona hans er Sigriöur Benediktsdóttir, bónda og hrepp- stjóra á Þorvaldsstöðum I Skrið- 4al, Eyjólfssonar, og lifir hún mann sinn. í ábyrgðartryggingu hjá okkur 1977 með iðgjald kr.O.— Ökumenn þeirra hafa ekki valdið tjóni í samfleytt 10 ár. Þeir fá eitt ár iðgjaldsfrítt, og spara sér þar með 13,1 milljón króna. ÁRMÚLA3 SlMI 38500

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.