Tíminn - 22.12.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.12.1978, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 22. desember 1978 Nýjar kjarnorkutakmarkanir núna eða aldrei segja bandarfskir embættismenn Genf/Reuter — Utanrikisráðherrar Bandarikjanna og Sovétríkjanna settust í gær að ráðstefnu i Genf Þrír breskir hermenn drepnir á írlandi Crossmaglen N-lrlandi/Reut- er — Hermdarverkamenn úr IRA geröu i gær árás á hóp breskra hermanna og létust þrir hermannanna. Hafa þar meö 14 breskir hermenn veriö drepnir á N-lrlandi á þessu ári. ásamt aðstoðarmönnum sinum og er markmiðið að ljúka gerð nýs SALT samnings um takmark- anir kjarnorkuvopna. Talsmaöur bandariskra stjórnvalda sagöi I gær aö viöræö- urnar mundu aö öllum llkindum standa fram á laugardag og virt- isthann vilja draga Ur fyrri bjart- sýni sem látin hefur veriö I ljós um árangur viöræönanna núna. Sagöi hann m.a. aö óljóst væri hvort hægt væri aö ljúka samn- ingageröinni aö þessu sinni. Starfsmenn utanríkisráöu- neytisins bandariska sögöu aftur er blaöamenn náöu tali af þeim á leiöinnitil Genfar aö annaö hvort næöist samkomulag um SALT 2 nUna eða aldrei. Skipst á eldflaugaskeytum yfir líbönsku landamærin Beirut/Reuter — ísraelskir og palestinskir hemenn skiptust á eldflaugaskotum yfir landamæri lsraels og Llbanons I gærdag I kjölfar árásar Israelsmanna á paiestínskt þorp f S-LIbanon. Mannfall varö aö sögn báöum Jarögeimför um allt á Venusi megin viö landamærin og er taliö aö þessi siðustu atburöir minnki likur á aö hægt veröi aö koma á friöi á svæöinu. Eftir þvi hefur veriö tekiö aö árás Israelsmanna á palestínska þorpiö I Llbanon nú I vikunni er hin fyrsta slöan Camp David sáttmálinn var undirritaö- ur. Aö sögn arablskra aöila standa þessir atburöir I beinu sambandi við aö friöarviðræöur m;iii Egypta og israelsmanna fóru Ut um þUfur i mánuöinum og sýni og sanni aö friöur sé eftir- sóknarverður. Kona rænir flugvél Flugrán var f gær framiö I Bandarfkjunum af kven- manni sem vildi fá lausa úr fangelsi tvo smáglæpamenn. Hótaöi konan flugstjóra vélar- innar aö sprengja dýnamit- sprengjur færi hann ekki eftir fyrirskipunum hennar en vélin var frá Trans World Airways ^og voru 800 farþegar um borö.^ ERLENDAR FRÉTTIR umsjón: Kjartan Jónasson Moskva/Reuter — Sovéskt geim- farlenti I gær á yfirboröi Venusar og hóf þegar fjarsendingar til jaröarsem stóöul hérum bii tvær klukkustundir. Fyrr I þessum mánuöi lentu fjögur bandarlsk geimför á Venusi en verkefni þeirra var einkum aö senda til jaröar upplýsingar um loftslagiö um- hverfis plánetuna. Þó hélt eitt geimfaranna áfram sendingu upplýsinga til jaröar I allt aö klukkustund eftir lendingu. Sovéska fariö lenti mjúkri lend- ingu á Venusi til þess aö tryggja upplýsingar þaöan, en hin bandarisku brotlentu. Hafa Bandaríkjamenn og Sovétmenn þegar gert meö sér samkomulag um aö skiptast á upplýsingum og vinna saman aö niöurstööum I kjölfar geimferöanna. Eitt bandarískt geimfar er enn á sporbraut umhverfis Venus og annaö sovéskt mun vera á leiöinni þangaö og búist viö aö þaö lendi á jóladag. Sovétmenn hófu fyrstir rannsóknir á Venus og hafa 10 geimför þeirra áöur veriö send til Venusar, 8 þeirra lent, og eitt þessara geimfara sendi fyrstu myndina frá Venusi áriö 1975. 20 börn létust í jám- brautarslysi á Spáni Salamanca Spáni/Reuter — Tuttugu börn létust I gær á leiöinni til skóla sföasta dag fyrir jólafri. Voru þau ásamt fleiri börnum I skólarútu sem varö fyrir járnbraut meö áöurgreindum afleiö- ingum.auk þess sem 30 börn særöust en aöeins eitt slapp án áverka. Skólabillinn sem börnin voru I flutti þau á hverjum degi til skóla I nágrenni þorpanna sem þau voru frá. Þrettán barnanna sem létust voru úr sama þorp- inu þar sem ibúar eru aðeins um 60, og mátti I gær sjá næstum hvert hús I bænum standa opíð, en það er gamall siöur á Spáni til að tákna sorg. Þá mátti sjá ibúana saman í hópum á aðal- götunni og voru margir þeirra grátandi. Rannsókn á slysinu hefur verið fyrirskipuö en þetta er annaö meiri háttar járn- brautarslysiö á Spáni á einni viku. 1 hinu fyrra létust 14 manns er lest rakst á stöðvar- pall. BÓK NÝRRAR KYNSLÓÐAR Viktor Arnar Ingólfsson DAUÐASÖK Til skamms tíma voru ekki aðrar dauðasakir finnanlegar í íslenskum bókmenntum, en **" * þær, að ekki mátti skrifa spennandi bækur. Bókmenntir, og sér í lagi skáldsögur, voru innihaldslausar og leiðinleg- ar — og áttu að vera það. ,.DAUÐASÖK“ er ekki svoleiðis bók, heldur æsispennandi saga eftir ungan mann. Dularfullir atburðir gerast. íslenskri flugvél er rænt og það er beitt skotvopnum. Sögusviðið er vítt, Stuttgart, Köln, Luxemburg og Reykjavík, og raunveruleiki þessara viðburða er alveg makalaus í hraðri og hnitmiðaðri frásögn. Frá bókmenntalegu sjónarmiði er þetta vel rituð bók, köld í stílnum og hún er skrifuð af þekkingu og nákvæmni af menntuðum ungum manni. Höfundurinn, Viktor Arnar Ingólfsson, nemur byggingatæknifræði. Hann er 23 ára gamall, ættaður frá Akureyri. Það er betra að hafa góðan tíma þegar þú byrjar að lesa þessa bók, því þú sleppir henni ekki fyrr en hún er búin TRYGGÐU t>ÉR BÓK STRAX í DAG! Cí Dreifing BT útgáfan Síðumúla 15 sími 86481

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.