Tíminn - 22.12.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.12.1978, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 22. desember 1978 Borgarstjóri við framsögu fjárhagsáætlunar: „Reynt að gæta aðhalds og sparnaðar í rekstri” Fjárhagsáætlunin ber einkenni þeirrar miklu verðbólgu, sem nú rikir i landi okkar, og einnig kostnaðar við sifellt aukna þjónustu borgarinnar við borgarbúa Kás — „Viö undirbúning þessa um fjölgun starfsliös eöa aukna frumvarps hefur eftir megni þjónustu er stillt i hóf svo sem veriö reynt aö gæta aöhalds og mögulegt hefur reynst”, sagöi sparnaöur i rekstri og tillögum Egill Skúli Ingibergsson, Allt í jólamatinn frá Dalmúla Síðumúla 8 Jólahangikjötið - úrbeinað læri og frampartar Kjötvörur í úrvali Nautakjöt Vinarsnitse/ Kjúk/ingar London Lamb w Urbeinaður Hamborgarahryggur og /æri Avextir - epli - appelsínur - Klemen- tínur - Sítrónur - Grape Nýtt grænmeti - Paprika - Agúrkur - Tómatar - Sítrónur - Nýtt grænmeti - Paprika - Agúrkur - Salatblöð - Rauð- kál - Hvítkál - Gulrætur - Laukur Jó/aölið Brauðvörur - Marensbotnar - Marens toppar - Tartalettur - Brauð- botnar Jó/avindlar - Jó/akonfekt borgarstjóri, á borgarstjórnar- fundi i gærkveldi, þar sem hann fylgdi úr hlaöi frumvarpi aö f járhagsáætlun Reykjavikur- borgar fyrir áriö 1979 viö fyrri umræöu þess. Borgarstjóri byrjaöi á þvi aö gera úttekt á fjárhagsáætlun yf- irstandandi árs, en á fundinum var dreift útkomuspá ársins 1978. Hannsagði m.a.: „Einsog borgarfulltrúar munu minnast, varö ekki hjá þvi komist, aö taka fjárhagsáætlun þessa árs upp til endurskoðunar og breyt- ingar á miöju yfirstandandi ári... Endanleg niöurstöðutala teknahliöar þeirrar fjárhags- áætlunar varð liölega 15,5 milljaröar króna... Inn í þessari áætlun var á sjálfstæöum gjaldalið 749 millj. kr. fjárveit- ing til þess að mæta hækkun launakostnaðar vegna áhrifa sérkjarasamninga. Reikningsfærðar tekjur áætl- ast um 267 millj. kr. hærri en með var reiknað i fjárhagsáætl- un, eða 15.791 milljónir i staö 15,524 milljóna, og er það um 1,7% viðbót. Reikningsfærð rekstrargjöld áætlast um 711 millj. kr. hærri en með var reiknaö i fjár- hagsáætlun, eða 12.602 millj. i stað 11.891 millj. kr., og er þaö um 6% munur. Af 711 millj. kr. áætluðum rekstrarkostnaði um- fram fjárhagsáætlun má óhikað teija að um það bil þriöji hluti, eða a.m.k. 228millj.kr., stafi af launagreiðslum og launatengd- um gjöldum. Rekstrargjöldin stefna i 711 millj. kr. umfram áætlun eins og áður var tekið fram, en tekj- urnar aðeins 267 millj. kr. á móti, þannig að skerðing yfir- færslu á eignabreytingareikn- ing verður 444 millj. kr. þvi er þannig spáö, að tekjur eigna- breytingareiknings verði 3.189 millj. kr. i stað 3.633 millj. kr. áætlaöra. Útkomuspá eignabreytinga- gjalda, svo og aukning tekju- færöra eftirstöðva sýnir hins vegar niöurstöðu að upphæð 4.308 millj. kr., eða 747 millj. kr. hærri upphæð en fjárhagsáætl- un þessa árs gerir ráð fyrir. Þvi er þannig spáð, að bil milli framkvæmda annars veg- ar og ráöstöfunarfjár frá rekstri hins vegar verði allt að 1191 millj.. kr.” Tekjur og gjöld næsta árs Að þvi' búnu vék borgarstjóri máli sinu að framlögöu frum- varpi að fjárhagsáætlun, og gerði grein fyrir áætluöum tekj- um og gjöldum borgarinnar á næsta ári. Hann sagði m.a.: „Heildar- tekjur borgarsjóös eru skv. frumvarpinu áætlaðar 24 milljaröar og 48 millj. kr. Er það hækkun frá fjárhagsáætlun þessa árs um 8 milljarða og 524 millj. kr., eða um 54,9%. Aðaltekjustofn borgarsjóðs, útsvörin, eru skv. frumvarpinu áætluð 11.555 milljaröar, hækka um 3,8 milljarða, eða um 49,1%. Fasteignagjöld eru áætluð munu nema 3482 millj. kr. og hækka þau um 1670 millj. kr., eða um 92,2% frá árinu 1978. Ýmsir skattar, eða nánar tiltekið tekjur af byggingarleyf- um, sætagjöldum og kvöldsölu- leyfum,er áætlaðað muninema 95.9 millj. kr. á árinu 1979. Hækkunin er 41.3 millj. kr. eða 75,6%. Arður af eignum áætlast 285.6 millj. kr. Hækkun nemur 144.8 millj. kr. eða 102.8%. Framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er áætlað muni nema 2363 millj. kr., sem er hækkun um 508 millj. kr. frá fyrra ári eða 27,4%. Aðstöðugjöld er áætlað að muni nema 3973 millj. kr. á næsta ári. Hækkunin nemur 1773 millj. kr. eða 81,9%. Tekjuliðurinn gatnagérðar- gjöld og bensinfé áætlast muni nema 780 millj. kr. á árinu 1979, sem er hækkunum 89 millj. kr. eða 12,9%. Aðrar tekjur eru áætlaðar 1278 kr., hækkunin nemur 425 millj., kr. eða 49,8%. Hér er nær eingöngu um að ræða dráttar- vexti og er þá miðað við að innheimtuhlutfall útsvara og aöstöðugjalda verði svipað og það er á þessu ári.” Þá gerði borgarstjóri grein fyrir gjöldum borgarsjóðs hækkuöu úr 10,7 milljöröum kr. i 14.9 millj. kr., eöa um 39,3% á næsta ári. Þá sagði borgarstjóri: „Laun og launatengd gjöld nema i frumvarpi þessu 7545 millj. kr. og er þá einungis miðað við borgarsjóð og þær stofnanir hans, er ekki hafa sjálfstæðan fjárhag. Reikna má með aö eftir launahækkunina 1. des. nemi árslaunin ásamt launatengdum gjöldum rúmum 8 milljörðum kr.” Eignabreytingar Siðar i ræöu sinni rakti borgarstjóri áætlaöar eignabreytingar á næsta ári, en gerði þó vissan fyrirvara á öll- um tölum sem nefndar voru i þvi sambandi, þar sem þær kynnu að breytast á milli um- ræðna. „Aætlaöer aö verja tæplega 7 milljörðum kr. til eignabreyt- inga samkv. þessu frumvarpi. Þetta er nálega tvöföldun þeirr- ar krónutölu, sem ætlað var til eignabreytinga á þessu ári samkv. endurskoðaðri áætlun. Framlög til eignabreytinga verða samkv. frumvarpinu um 29,1% heildarútgjalda, en þau eru áætluð um 23,4% i ár. Framlög undir liðnum „byggingarframkvæmdir” verða i heild rösklega 3260 millj. kr. samkv. frumvarpinu.” Sagði borgarstjóri að ekki væri um magnaukningu fram- kvæmda að ræða, heldur heföu þær þvert á móti dregist saman um 10% miðað við endurskoð- aða fjárhagsáætlun þessa árs. Minntist hann á aö áætlað væri að borganir næmu 1120 millj. kr. samkv. þessu frumvarpi. í lok ræöu sinnar sagði Egill Skúli Ingibergsson, borgar- stjóri: „Fjárhagsáætlun þessi ber einkenni þeirrar miklu verðbólgu, sem nú rikir i landi okkar, og hún ber einnig merki kostnaðar við sifellt aukna þjón- ustu borgarinnar við borgar- búa. Framundan virðast nú erfiðir timar i efnahagslifi okkar Islendinga. Þvi er mikilvægt að treysta sem best fjárhag borgarsjóös og fyrirtækja hans þannig að aukist þrek þeirra i mótbyr og afl til nýrra átaka”. Gengnar slóðir — Samband sunnlenskra kvenna fimmtíu ára Sambands sunnlenskra kvenna og einstakra félaga innan þess. Fjölmargar ágætar myndir prýða bókina, og þar einnig mikið af ljóöum. Út er komin bókin Gengnar slóöir, Samband sunnlenskra kvenna fimmtiu ára 1928-1978. Iformála segir svo meðal ann- ars: „A þessu ári eru Böin 50 ár frá stofnun Sambands sunn- lenskra kvenna og varö að ráði aö gefa út bók i tilefni þess”.Bók- in hefur hlotiö nafnið „Gengnar slóðir” og vonum viö að innihald hennar sanni, að þær slóðir hafi veriö gengnartil gagns og ánægju fyrir sunnlenskar konur og allt mannlif á Suöurlandi”. 1 bókinni er siðan rakin saga Bókin er 360 blaðsiöur, prentuö á vandaðan myndapappir, útgef- andi er Samband sunnlenskra kvenna, en ritnefnd skipa Sigur- veig Siguröardóttir, Sigriður Arnadóttir og Anna Sigurkarls- dóttir. Jón Kristinsson i Lambey gerði bókarkápu og merki Sam- bands sunnlenskra kvenna, sem þrykkt er i band bókarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.