Tíminn - 22.12.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.12.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 22. desember 1978 Virki úr bergmáli og stráum Virki og vötn eftir Ólaf Jóhann Sigurösson Mál og menning 1978 bað má teljast undarlegt, þegar litiö er á þann framgang sem ólafur Jóhann Sigurðsson hefur haft á sviði ljóðagerðar á siöustu árum aö hann skuli ekki hafa haslað sér völl á því sviði miklu fyrrá löngum ritferh sln- um og mætti þvf ætla að ljóða- smiðurinn Ólafur Jóhann sé i ætt við beitilyngiö sem „býst i fegursta skrúða og blómgast seint”, eins og stendur í einu ljóði hans. Raunar hefur hið ljóðræna ávalltverið til staðar i skáldsögum Ólafs og jafnvel borið þær uppi, enda var fyrsta bókhans Við Alftavatn, á sinum tima nefnd „ljóðræn skáld- saga”. En af athugasemd þeirri er birtist i Aö laufferjum mætti halda að ólafur hafi sjálfur litið þessa iðju, ljóöagerðina, hálfpartinn hornauga er hann segir, að ljóðin séu ort „i tóm- stundum”, llkt og hann hafi verið að stelast til fundar við sina lýrisku gyðju frá annarri sem heföi forgangsrétt, og þeg- ar hann I eftirmála viö Að brunnum lýsir yfir þvi.að þess muni langt aö biða aö hann birti aftur ljóð, hljómar þaö eins og hann sé aö lofa böt og betrun. Sem betur fer hefur ólafur i þessu ekki veriö allt of oröheld- inn.enda aö sjálfs sögn — sem betur fer — ekki einráöur um þaö hvenær hann yrkir, og má af þvi sjá, að það getur undir vissum kringumstæðum verið dyggö að ganga á gefin heit. Sú bók sem hann sendir frá sér nii, Virki og vötn, ber þess vitni að hann haföi engan veginn sagt sitt siöasta orö i ljóði i fyrri bókunum, þvi sú nýja er verðugur eftirkomandi þeirra og er raunar bæði meiri að vöxt- um og á ýmsan hátt fjölbreytt- ari og auk þess má segja að ýmislegt komi hér fram á skýr- ari og ákveðnari hátt sem þar var hjúpaö og hálfsagt. Fjölbreytni sil sem hér um ræöir kemur meðal annars fr am i þvl að Ólafur nálgast svo- nefndan nútimalegan ljóðstil meira en áður, jafnvel þaö sem hannsjálfur nefnir „flatljóö án enda”, einkum i kvæöinu Or kjörbUð, þar sem slikur still hæfir óneitanlega efninu. En þó er andi þulunnar gömlu ekki langt undan og á þvi kvæði má sjá að ólafur kann einmitt aö enda kvæði á þann hátt.að það Ólafur Jóhann Sigurðsson. byrjar fyrst að orka fyrir al- vöru, þegar punkturinn eða réttara sagt upphrópunarmerk- ið hefur verið sett aftan við þaö: Hvers er þá vant? Hvaö viltu meira? Hvaö segir þú? Draum! Þó kemur þaö rétt fyrir aö kvæði getur orðið of langt og heldur ekki spennu og á ég þar sérstaklega við kvæðið. Úr naustum, en sama verður hins vegar ekki sagt um annað langt kvæöi, Brekkusniglar vegna þessskemmtilega samanburðar sem þar er brugðið upp. En sem fyrr lætur þó Ólafi bezt að yrkja i fastara formi og i samþjöppuðum hljóðlátum stil og einstakri fegurð og dýpt nær hann.þar sem hann slær á strengi náttúruljóðsins. Tónar þess eru okkur raunar gamal- kunnir úr islenzkum skáldskap frá fyrri tímum en þó væri al- rangt aö segja að kveðskapur ólafs Jóhanns sé ekki annaö en endurómur frá honum, þvi náttúruljóð Ólafs hafa yfir sér sterkan persónulegan blæ og opna raunar nýjar viddir. Náttúrusælan kemur einatt hjá honum fram sem minning um horfinn heim bernskunnar og endurheimt hennar, þar sem henni er lýst, sett i sviga draumsins eöa höfð með for- merkieinsog ,,ef til vill”. 1 öðru lagi eru fyrirbrigði náttúrunnar Ólafi enginn hinzti veruleiki, heldur visa þau út fyrir sig „til gátunnarmiklu”og þessbrunns „sem er dýprienallir aörir” og allt veröur eining i. í kvæðinu Fljúgandi vötn i hinni nýút- komnu bók má og sjá,hvernig mannlegt imyndunarafl getur umbreytt náttúrunni og um- myndað hana i sýn, sem lætur ytri skynjun og innri kennd renna saman i eitt á tilkomu- mikinn hátt. 1 kveöskap Ólafs Jóhanns vill raunar náttúran leysast upp 1 frumþætti sina, sem fá þá um leiö tákngildi og af þeim frum- þáttum ber mest á vatninu.sem birtist i ýmsum myndum: i frjóvgandi regni,í djúpum lind- C.F. Wðckens: Thorvaldsen viö Kóngsins nýjatorg. Umsjón og þýðing Björn Th. Björnsson Setberg 1978 176 bls. begar Albert Thorvaldsen komheim tilKaupmannahafnar frá Rómaborg árið 1838 var hon- um tekið með kostum og kynj- um. Kóngur gerði hann að etats- ráöi og Kaupmannahafnarbúar vorusvo hrifnir, að þeir spenntu hestana frá vagni hans og drógu hann sjálfir. Listamanninum var fenginn heiðursbústaður i Charlottenborg, og einkaþjónn var honum fenginn, C.F. Wilckens. Hann þjónaöi hús- bónda sinum dyggilega til dauðadags, og varð sfðan fyrsti umsjónarmaður Thorvaldsen- safns. 1 þessari bók rekur Wilckens endurminningar sinar af dvöl- inni með Thorvaldsen. Hann lýsir listamanninum mætavel, háttum hans og venjum, geö- slagi og skoöunum. Thorvaldsen var afar sparsamur, bætti skó sina með bleki áöur en hann gekk á konungsfund, en kæmi til hans fátæklingur, sem hann taldi hjálparþurfi stóö pyngja hansopin og greiddi hann allra götu af einstakri ljúfmennsku. Tryggur var Thorvaldsen meö afbrigðum, og er skemmtileg sagan af þvi er hann hafnaöi heimboði konungshjónanna vegna þess að hann hafði áður þegiö boð að vini sinum og átti þaö að vera á sama tima. Endurminningar Wilckens eru forkostulega skemmtilegar auk þess aö gefa dágóöa mynd af Thorvaldsen siðustu æviár hans.Hann skirröist ekki viö að um og brunnum upphafs og varanleika.i niðandi ám og lækj- um lifs og sköpunar en einnig þeirri döcku elfi dreyra og nætur sem vill flæða yfir allt, en lifiðleitast við að brúa eöa kom- ast yfir á einhvern hátt. I hinni nýju bók virðist sem orðið virki standi fyrir þaö sem brýr og ferjur táknuðu áður, fyrir mannlegt viðnárn og við- leitni og þvi er það að orðunum virki og vötn er stillt upp og á vissan hátt teflt saman i bókar- heitinu. En þessi virki eru ekki i ætt við stálvirkið,sem getiö var um i Að laufferjum.heldur eru þau gerð úr öðru loftkenndara og fingeröara efni „úr bergmáli og stráum”, en einnig má sjá I þessum virkjum þátt minningarinnar sem á öðrum stað er eéð i likingu við vatnssorfið grjót og draumsins sem á sér rætur i óendanleikan- um. Hversuhaldgóð þau virki séu, sem hér eru reist og til hvers þau séu reist.er spurning.sem leitar á skáldiö sjálft, og geigur- inn við, aö enginn sé óhultur lengur, fær einnig mál. En trú- lega eru þau virki haldbezt og varanlegust sem byrgja ekki þeim, sem innan þeirra leita at- hvarfs,sýn á hið geigvænlega.er að steöjar,og gefa þeirri áleitnu spurneinnig rúm.hvortsá „lág- reisti bær” sem foröum var „at- hvarf draumóramanns”, sé ekki „brotinn, hruninn, horfinn um eilifö i myrkur.” Kristján Arnason. koma til dyranna eins og hann var klæddur og sagði öllum sina einfalda meiningu, jafnvel hans hátign konunginum. bessi bók er fróðleg hverjum þeim, sem kynnast vill merkum lista- manni, listamanni, sem hlotið hafði hverskonar frægö og heið- ur, en átti þó barnshjartaö ósnortið til hinztu stundar. BjörnTh. Björnsson listfræð- ingur ritar ágætan inngang að þýðingu sinni. Hann gerir þar skemmtilega grein fyrir komu Thorvaldsens til Kaupmanna- hafnar og snýr sér siöan að þvi að ræða ætterni Thorvaldsens og uppruna, en það hefur löng- um verið nokkurt hitamál með íslendingum og Dönum. Björn dregur skemmtilega fram furðulega afstöðu Dana i mál- inu, þar sem jafnvel færustu mennreyna að gera sem minnst úr þvi að faðir Thorvaldsens hafi verið islenzkur og þaðan hafi hann þegið listgáfuna. bvi miður brestur Björn enn gögn til þess að sanna, að Thorvaldsen hafi fæðzt undir bórðarhitföa á Skagafirði. En það hefur þá ver- ið á dönsku skipi! Hver sá maður, sem ekki er gjörsamlega laus við allt skop- skyn, hlýtur að hafa mikið gam- an af lestri þessarar bókar. Og svo gerði það Islendingum ekk- ert til þótt þeir vissu eilitiö meira um Thorvaldsen en þeir gera. Setberg gefur bókina út og er frágangur hennar góður. Marg- ar myndir af listaverkum Thorvaldsens og frá ævi hans prýða bókina og hefur Björn Th. ritað itarlega skýringartexta við þær. Jón b. bór. bókmenntir Greiðsluskilmálar tildæmis: 100 þús kr. út og rest á 4 mánuðum eða helmingur út og rest á 6 mánuðum. Staðgreiðsluafsláttur Thorvaldsen á Hafnarslóð TÆKNILEGAR LPPLÝSINGAR PLOTUSPII.ARI: Full stærð 33 og 45 snúninga hraöar. Belt-drifinn, DC'-raf'eindastyrður mótor. Ilálfsjálfvirkur. Mótskautun og magnetiskur tónhaus. SEGULBAND Ilraði 4,75 tnt/sek. Dolby System. Bias filterar. Tiðnisvörun venjul. kasettu er 4-10.000Hz. Tiöni- svörun Cro2 kasettu er 40-12.OOOHz.Tónflökt og blakt er betra en 0,3% RMS. Upptökukerfi AC bias 4 spora 2-rása sterio. Afþurrkunárkerfi AC afþurrkun. MAGNARI: 5-IC 47,transistorar 23dióður'80 musikwött (2x25 RMS) Meðloudness. UTVARP: FM. LVV. MW, SVV. HATAl.ARAR: 20 cm bassahátalari af kóniskri gerð. Mið- og hátiðnihátalari 7,6 cm af kóniskri gerö. Tinisvörun 50-20.000Hz 4 Ohm. _____________'__________________SENDU'M 1 POSTKRÖFU__________ Skipholti 19, simi 29800 27 ár i fararbroddi. Laus staða Hlutastaða lektors I kvensjúkdómum og fæöingarhjálp er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1979. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinnj rækilega skýrslu um visindastörf er þeir hafa unniö, ritsmíöar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik. Mennta mála ráðuney tið, 13. desember 1978

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.