Tíminn - 22.12.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.12.1978, Blaðsíða 6
6 i Föstudagur 22. desember 1978 Ctgefandi Framsöknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurbsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumóla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar biabamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Vcrö i lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuöi. Biaöaprent v_______________________________________________________________J Erlent yfirlit Sex konur eiga sæti í sænsku stjórninni Eru konur gagnorðari sem ráðherrar en karlar? Meginstefna fjárlaga Undan farnar vikur hafa þjóðmálaumræðurnar að mestu leyti snúist um afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár, um stefnu þá sem mótuð er i fjárlaga- frumvarpinu og um stjórnarsamstarfið og fram- tið þess i þvi sambandi. Meginstefna fjárlagafrumvarpsins kom fram þegar f jármálaráðherra, Tómas Árnason, mælti fyrir þvi upphaflega á Alþingi. Fjármálaráðherra tók það þá þegar greinilega fram — og lagði á það sérstaka áherslu að fjár- lögin ættu að vera vopn i baráttunni gegn verð- bólgunni. Þetta var meginsjónarmiðið sem lá að baki þeim miklu breytingum sem fjármálaráð- herra hafði beitt sér fyrir á þeim frumvarpsdrög- um, sem fyrir lágu þegar rikisstjórnin tók til starfa, og þessar breytingar voru i samræmi við stjórnarstefnuna. Fjármálaráðherra tók það einnig fram, að miðað væri við aðhald i öllum opinberum rekstri i þessu skyni, dregið yrði úr framkvæmdum að raungildi og létt yrði á skuldum rikissjóðs. Einna þyngsta áherslu lagði fjármálaráðherra á það að ef f járlögin og þar með rikisbúskapurinn eiga að duga sem vopn i baráttunni við verðbólg- una, þá verður öruggur og óumdeilanlegur greiðslu- og rekstrarafgangur að nást. Greiðslu- og rekstrarafgangur á fjárlögum er undirstaða þess, við núverandi aðstæður, að rik- isreksturinn stuðli að jafnvægi i efnahagsmálum þjóðarinnar. Af þessari meginástæðu leiðir að allar áætlan- ir, sem fljóta af þeirri viðleitni rikisstjórnarinnar að vernda kaupmáttinn, hljóta að leiða af sér aukna tekjuöflun rikissjóðs. Það eru einfaldlega tvær hliðar sama veruleika, og öll andmæli við fjárlögum af þeim sökum falla dauð og ómerk — nema menn vilji hverfa frá og láta hendur siga frammi fyrir vágesti verðbólgunnar. Þegar þetta er ritað virðist ljóst að samstaða hefur náðst meðal stuðningsflokka rikisstjórnar- innar um meginstefnu og afgreiðslu fjárlaga fyr- ir næsta ár, og einnig um lánsfjáráætlun enda þótt timi vinnist ekki til afgreiðslu hennar fyrir hátiðir. Þá hefur enn fremur náðst samstaða um það hvernig staðið verður að mótun framtiðarstefnu i efnahagsmálum i samræmi við samstarfsyfirlýs- ingu stjórnarflokkanna frá þvi i haust og greinar- gerð með frumvarpinu um efnahagsráðstafanir frá þvi i nóvember sl. Þegar allt kemur til alls er það ekki verulegt sem gerst hefur málefnalega. Eftir allar hinar miklu umræður og nokkrar tafir hafa menn kom- ist að þeirri niðurstöðu, sem fram hafði komið i stefnuræðu forsætisráðherra i haust og i fram- söguræðu fjármálaráðherra með fjárlagafrum- varpinu. Hafi þessi framvinda hins vegar hreinsað loftið i stjórnmálunum, er ekki vafi að stefnir til far- sældar með hækkandi sól. JS ÞEGAR Ola Ullsten myndaöi minnihlutastjórn Þjóöarflokks- ins eöa Frjálsiynda flokksins á síöastliönum vetri, var búizt viö þvi fyrirfram, aö konur skipuöu a.m.k. tvo fimmtu hluta ráö- herrasætanna. Þjóöarfiokkur- inn hefur nefnilega sett sér þær starfsreglur, aö annaö kyniö má ekki gegna meira en 60% af trúnaöarstörfum í samtökum flokksins. M.ö.o. þýöir þetta, aö konum er tryggt, aö þær hafi a.mJc. 40% sllkra trúnaöar- starfa meö höndum. Meö þess- um hætti hefur flokkurinn reynt aö tryggja sem mesta þátttöku kvenna I flokksstörfum. Ullsten fylgdi þessari reglu ekki nákvæmlega, þegar hann myndaöi rlkisstjórn sina. Alls eiga 19 ráöherrar sæti I stjórnhans og af þeim eru ekki nema sex konur eöa tæpur þriöjungur. Til viöbótar má geta þess, aö þær gegna ekki veigamestu ráöherraembættun- um. Aö þvl leyti stóö Miö- flokkurinn sigbetur, þegar hann geröi Karin Söder aö utanríkis- ráöherra. Ullsten setti þó met aö þvi leyti, aö ekki munu jafn- margar konur hafa átt sæti eöa eiga sæti I annarri rikisstjórn, þótt leitaö sé um viöa veröld. KONUR þær, sem eiga sæti i rikisstjórn Ullstens, eru þessar: Birgit Friggebo, sem er hús- næöismálaráöherra, 36 ára gömul. Hún var áöur aöstoðar- ráöherra og er ein umræddra sex kvenna, sem hefur haft ein- hverja nasasjón af ráöherra- störfum. Hún hefur áöur unniö hjá ýmsum byggingarfélögum. Hún hefur starfaö innan Þjóöar- flokksins undanfarin fjórtán ár og er nú fulltrúi hans á þingi Stokkhólmsfylkis Húner gift ogá eitt barn. Anitha Bondestam er sam- göngumálaráöherra, lögfræö- ingur aö menntun og var áöur deildarstjóri I stjórnarráöinu. Þá hefur hún átt sæti I sænsku jafnréttisnefndinni. Hún er 37 ára, gift og á tvö börn. Hedda Lindahl er heilbrigöis- ráöherra. Hún er 59 ára, gift og er þriggja barna móöir. Hún hefur ekki áöur gegnt starfi utan heimilisins, en hins vegar tekiö mikinn þátt I félagsmálum og veriö I nefndum á vegum svcitar- oghéraösstjórna I Álvs- borgarfylki. Mest hefur hún látið heilbrigöismál taka til sln. Birgit Rothe er menntamála- ráöherra. Hún er 63 ára, gift og fjögurra barna móöir. Hún lauk á slnum tlma háskólaprófi i sögu og hefur siöan gegnt ýmsum ströfum á sviöi kennslumála. Karin Söder Fremst á myndinni er Birgit Rodhe, en siöan taliö frá vinstri: Eva Winther, Marianne Wahlberg, Hedda Lindahl, Anitha Bondestam og Birgit Friggebo Hún er ógift og barnlaus. Hún hefur átt sæti á héraösþingi og siöan 1976 hefur hún átt sæti á sænska þinginu. Hún á sæti i miöstjórn Þjóöarflokksins. Allt munu þetta mætar konur, en eru ekki mikiö þekktar. Sænsku blööin segja þaö gilda hiö sama um þær og aöra ráö- herra I stjórn Ullstens, þær séu valdar úr B-liöinu, en ekki A-lið- inu. FRÉTTAMAÐUR frá danska blaöinu Berlingske Tidénde ræddi fyrir skömmu viö þessa sex kvenráöherra I stjórn Ullstens. Sitthvaö kom athyglis- vert fram I þessum viötölum en þaö sennilega athyglisveröast, aö konurnar væru gagnoröari sem ráöherrar en karlmenn. Astæöan væri sú, aö þær gengju hreinna til verks. Þær temdu sér meira aö láta ræöu sina vera já eöa nei. Karlmenn gripu meira til málalenginga, ef þeir væru I vanda, og reyndu aö komast hjá þvi aö svara beint. Ef til vill mætti oröa þetta þannig, aö konur væru hrein- skilnari. Þð viðurkenndi ein þeirra, aö stundum yröi ekki komizt hjá þvi aö gefa nokkuö óákveðin svör. Þessmágeta,þóttþaöséef til vill ekki umræddum konurn að þakka, heldur fyrst og fremst Ullsten, aö skoöanakannanir, sem birtar voru nýlega, sýna verulega aukið fylgi Þjóöar- flokksins síöan hann'ók einn við stjórnartaumunum. Miöflokkur- inn, sem lét af stjíriiaríorust- unni.hefur einnig bíítthiut sinn. Hins vegar hefur Ihaldsflokkur- inn tapaö verulefu fylgi og einnig sóslaldemckratar. Ef kosiö yröi nú, myadu úrslitin veröa mjög tvisýn samkvæmt desember-könnuninni, en _áöur voru sósialdemók) atar taldir sigurvissir. Þ.Þ. Siðustu árin hfefur \hún veriö rektor við menntpskóla I Malmö. Hún hefur tekiö mikinn þátt I sveitastjórnarmálum og átt sæti I ýmsum h^fndum, m.a. útvarpsráöi og menningarráði rikisins. Hún hefur veriö fulltrúi sænsku kirkjunnar i ýmsum al- þjóðanefndum. Marianne Wahlberg er launa- málaráðherra. Hún er 61 árs, fráskilin og á þrjú börn. Hún hefur ekki áöur gegnt meiri- háttar starfi utan heimilisins, en tekið þátt i sveitarstjórnar- málum og átt sæti i ýmsum nefndum I sambandi viö þaö. Eva Winther stjórnar ráðu- neytinu, sem sér um málefai út- lendinga, sem erubúsettir i Svi- þjóð. Hún er 67 ára og er barna- hjúkrunarkona aö menntun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.