Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 1
Getraunaseðill IV í sumargetraun — Sjá bls. 2 Blað 1 Tvö blöö í dag Helgin 3.-4. september 1983 203. tölublað - 67. árgangur Kvötdsimar 86387 og 86306 Gengið frá sparnaðarliðum og reikniforsendum fjárlagafrumvarpsins: TEKIÐ FYRIR RÁÐNINGAR í STÖRF ÞEIRRA SEM HÆTTA! — Stórlega dregið úr sumarafleysingum og aukavinna skorin niður ■ „Það voru teknar ákvarðanir í morgun um lang flesta sparnað- arliði í útgjaldahlið frumvarpsins og einnig um þær reikniforsend- ur sem nota á. En það á eftir að ganga frá nokkrum málum við einstaka ráðherra og jafnframt að ræða við viðkomandi ráðu- neyti um þann niðurskurð sem samþykktur var almennt. Þegar samþykkt er að draga svo og svo mikið úr launakostnaði og svo og svo mikið úr rekstrarkostnaði þá getur það ekki komið alveg jafnt á alla línuna - það eru sumir liðir viðkvæmari en aðrir og þarf þessvegna að hnika ýmsu til“, sagði Stcingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra m.a. er Tíminn spurði hann hvað fjárlagafrumvarpi hafi þokað á ríkisstjórnarfundi í gær. Steingrímur kvað verða unnið við uppsetningu frumvarpsins í heild sinni nú um helgina og farið að vinna það undir prentun. í næstu viku ætti því að verða hægt að ræða við öll ráðuneyti um þeirra sérstöku mál innan þess ramma sem ákveðinn hefur verið. Ekki vildi Steingrímur að svo stöddu segja frá hve mikið þeim hafi tekist að minnka gatið, né frá reikniforsendu frumvarps- ins. Þótt gert sé ráð fyrir sam- drætti í launa og rekstrarkostn- aði kvaðst hann ekki gera ráð fyrir að það þýði uppsagnir starfsmanna, heldur að ekki verði ráðið í stöður þeirra scm hætta nema brýna nauðsyn beri til, að ráða sem fæsta til sumar- afleysinga og að dregið vcrði úr aukavinnu og slíkt. Jafnframt geti orðið um meiri sveigjanlcika að ræða, þ.e. að færa fólk á milli vcrkefna og ráðuneyta og annað í þcim dúr. llisgsilg VEÐUR UM HELGINA ( ■ „Okkur sýnist nú að það verði ágætt veður hér á laugar- dag og jafnvcl víða á sunnu- dag. þá á Norður og Norðvest- urlandi. Hinsvegar á ég von á að þá verði talsverður strckk- ingurafaustri viðsuðurströnd- ina og jafnvel rigning á Suður- landi og Austurlandi," sagði Magnús Jónsson veðurfræð- ingur þegar hann var spurður um veðurhorfur. „Pessi lægð sent veröur hcr sunnan viö land á sunnudag ög veldur sjálfsagt cinhverri rign- ingu á Suöur og Austurlandi fer stðan austur og vindur fer þá i norðaustan og norðanátt og þá ætti að vera þurrt hcr fyrir suttnan á mánudag og þriðjudag", sagði Magnús. -GSH Brimnes frá Ólafsvík sökk i gærmorgun: SKIPIÐ STRAX ALELDA — Fimm manna áhöfn bjargaðist í gúmm- björgunarbát ■ Togbáturinn Brimnes SH 257 frá Ólafsvík sökk í gær- morgun 27 sjómílur vestur af Öndverðanesi eftir að eldur hafði komið upp í skipinu fyrr um nóttina. Áhöfnin, 5 menn, fór strax í björgunarbát enda varð skipið alelda á skömmum tíma. Áhöfninni var síðan bjargað um borð í Saxhamar SH 50 frá Rifi um kl. 6.20 en áhöfn hans varð var við neyð- arblys frá björgunarbátnum. Pá höfðu skipbrotsmenn verið í björgunarbátnum í tæpa þrjá tíma. Saxhamar kom til hafnar á Rifi um hádegisbilið í gær. Varðskipið Óðinn kom að Brimnesi í gærmorgun og gerði skiphöfn þess tilraun til að slökkva eldinn en það var von- laust verk og báturinn sökk síðan kl. 10.08. Brimnesið var 103 tonna eik- arbátur og var hann á togveið- um þegar eldurinn kom upp. Hann var í eigu skipstjórans Stefáns Hjaltasonar. Sjá nánar bls 3. -GSH ■ Þessi mynd er tekin á sama andartaki og stefnið á Brimnesi er að hverfa undir yfirborð sjávar. A litiu myndinni má sjá varðskipsmenn á Óðni reyna að slökkva eldinn, en þær ráðstafanir komu ekki að haldi, og því fór sem fór. Tímamynd: Guðm. Valdimarss.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.