Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 2
■ Nú er komið að fjórða og síðasta áfanga í hinni glæsilegu sumargetraun Tímans. Fyrirkomuiag sumargetraunarinnar er' hið sama og áður. Verður getraunaseðillinn birtur alla laugar- daga fram til 16. september er dráttur fer fram. Aðeins þeir sem eru skuldlausir áskrifendur geta tekið þátt í getrauninni. Að þessu sinni eru verðlaunin húsbúnaðarúttekt frá JL-húsinu við Hringbraut, en áður hefur verið dregið um tvær Amsterdam- ferðir fyrir tvo með ferðaskrifstofunum Samvinnuferðum og Sögu, og viðleguúthúnað frá Sportval. Við hvaða götu er JL-húsið? □ Hringbraut □ Strikið □ Ránargötu □ Helga-magrastræti Nafn............................ Heimilisfang.................... [j Ég er á$krifandi að Tímanum Nafnnúmer [[] Ég vil gerast áskrifandi að Tímanum Sumargetraun Tímans: Qetraunasedill IV Útflutningur buvara 1982: Samdrátt- ur í osta- útflutn- ingi 2001 ■ Útflutningur kindakjöts ög östa var til muna minni 1982 en áriö á undan. Samdráttur í ostaútflutningi á þessum tíma nam 200 tonnum, úr 1262 tonnum 1981 og í 1060 tonn 1982, Útflutningur kindakjöts minnkaði á þessum tíma úr 3199 tonnum 1981 og í 2126 tonn 1982. Á þessu ári hefur útflutningur osta og kindakjöts verið mjög lítill. Mjólkur- vörubirgðir eru engar umfram það sem nauðsynlegt er og eðlilegt getur talfst en birgðir kindakjöts eru meiri en á sama tíma 1982. „Miklir erfiðleikar eru nú á sölu á okkar hefðbundnu mörkuðum vegna mikils framboðs á ódýru kjöti frá Nýja Sjálandi" sagði Ingi Tryggvason formað- ur Stéttarsambands bænda á aðalfundin- um og bætti því við að tilraunir hafi verið gerðar með útflutning á stykkjuðu kjöti ígóðum umbúðum. Þótt verð hafi verið lágt á þessu kjöti ber að stefna að frekari vinnslu kjöts til útflutn- ings meir en nú er almennt gcrt. 65 ÁRA BRÚÐ- KAUPSAFMÆU ■ „Hjónaband okkar hefur gcngið alveg slysa- og áfallalaust og þannig er vel hægt aó vcragiftur í65 ár“, sagði Þorbjörg Einarsdóttir á Selfossi í spjalli við Tímann en hún ogeiginmað- ur henna, Guðni Þorsteinsson áttu 65 ára brúðkaupsafmæli á þriöjudag. Geri nú aðrir betur. „Börnin okkar hafa komið og heim- sótt okkur en við gerum okkur á engan hátt dagamun þótt þessum áfanga sé náð. Dagurinn líður bara eins og hver annar", sagði Þorbjörg. Þorbjörg er fædd 1894 og Guðni árið 1897. Fæddust þeim hjónum 13 börn og eru átta þeirra enn á lífi. Afkom- cndur þeirra hjóna eru nú 150 og bættist sá síðasti við fyrir skömmu í afkomendahópinn. ..Heilsan er nú ósköp lítilfjörleg, ég á crfitt með gang og Guðni er nú í hjólastól en hann les nú gleraugnalaust ennþá. Minnið er þó furöugott", sagði hún. Þau hjón búa í eigin húsi á Selfossi og hafa búið þar í áratugi. Tíminn óskar þeim innilega til ham- ingju með brúökaupsafmæliö. -Jól ■ Guðni Þorsteinsson og Þorbjörg Einarsdóttir á Selfossi. sem áttu 65 ára brúðkaupsafmæli á fimmtudaginn, og geri aðrir betur. Tímamynd: Sigurður ■ Fyrsta sýning Hagsmunafélags Myndlistarmanna opnar á laugardag- inn, 3. septcmber ki. 16.00 á Kjarvais- stöðum. Stendur sýningin sú til 18. scptcmber og verður hún opin daglcga frá 14.00 - 22.00. Sýningin er sölusýn- ing og eru á henni yfir 100 verk, myndir og skúlptúrar, -Jöl Skoskir dagar á Loft- leidum ■ Skoskir dagar verða á Hótel Loft- leiðum dagana 8.-11. sept. n.k. Þar koma fram skoskir söngvarar, dansarar og aðrir skemmtikraftar, skoskur matur verður á borðum og kynntir verða ferða- möguleikar til Glasgow og Edinborgar. í hópnum verða sekkjapípuleikarar og trumbuslagari og hyggjast þeir sýna borgarbúum listir sínar á Lækjartorgi í hádeginu þá daga sem Skotlandskynn- ingin stendur yfir. Breska ferðamálaráðið hefur nýlega gefið út vandaðan bækling um Glasgow og Vestur-Skotland. Bæklingurinn hefur aðgeyma mikiðafgagnlegum upplýsing- um og fróðleik. ■ Þessi hópur er meðal þeirra sem lyfta pilsum á skosku dögunum á Hótel Loftleiðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.