Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 Saxhamar SH 50 í Rifshöfn mcö björgunarbátinn úr Brimnesi innanborðs. Reynir Bcncdiktsson skipstjóri á Saxhamri er til hægri á myndinni en til vinstri stendur Sigurvin Georgsson háseti. „VIÐ SAUM BRENNANDI BAT HANGANDIATOGVÍRUNUM’ Tímamyndir Kristinn — segir Reynir Benediktsson, skipstjóri á Saxhamri, sem bjargadi áhöfn Brimness á sjöunda tímanum í gærmorgun ■ „Yið vorum á togveiðum um 18-20 sjómílur vestur af Öndverðanesi og vorum að hífa og á leið í land þegar við sáum neyðarblys í vestri laust fyrir kl. 6.00. Við keyrðum í áttina og þegar við vorum komnir svona 27 sjómílur vestur af nesinu sáum við brennandi bát hanga í togvírunum. Þá sáum við enga menn en síðan sáum við annað neyðarblys um 5-6 sjómflum vestar. Þar voru þá mennirnir í björgunarbát en þá hafði rekið þetta langt“ sagði Reynir Benediktsson skipstjóri á Saxhamri SH 50 í samtali við Tímann í gær en Saxhamar kom fyrst að Brimnesi SH 257 sem brann og sökk síðan í gærmorgun. Reynir sagði að mennirnir hefðu verið komnir um borð í Saxhamar um kl. 6.30 og þá voru þeir búnir að vera í björgun- arbátnum síðan um kl. 4.00. Þegar eldurinn kom upp var Brimnesið að toga og var skipstjorinn einn á togvakt. Eldurinn magnaðist það hratt að fljót- lega varð ekki líft í bátnum og því yfirgáfu skipverjarnir bátinn nær strax. Að sögn Reynis var talið að eldurinn hefði komið upp í vélarrúminu. Varð- skipið Óðinn kom að Brimnesi um ki. 8 og reyndi að slökkva eldinn en þá var hann svo magnaður að ckki réðist við neitt. Brimnes sökk síðan kl. 10.08. Reynir Benediktsson sagöi að skip- verjarnir af Brimnesinu hefðu ekki borið sig illa en þó hefði einn þéirra líklega fengið snert af reykcitrun Saxhamar, sem er 120 tonna vélbátur, kom síðan til hafnar á Rifi með áhöfnina á Brimnesi um hádegið í gær. -GSH OLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN ^^clcl-C Cl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 Vandrædi með að losna við fisk frá Hellissandi: Fimmtán tonnum ekið til Akraness ■ „Við erum í vandræðum með að losna við fiskinn af þessum þrem bátum sem við þurfum að redda um löndun - en það virðist vera svo mikill fiskur allsstaðar að enginn getur bætt við sig. Þeir í Ólafsvík hafa verið að reyna að bjarga okkur og eiga þakkir skildar fyrir það, því sjálfir eru þeir að kafna í fiski og geta því auðvitað ekki sinnt öllum okkar þörfum. Ég hringdi t.d. í fjöl- marga staði í gær til að reyna að losna við 10-15 tonn af ýsu og fyrir rest losnaði ég við hana á Akranesi - hún var keyrð þangað í dag“, sagði Ólafur Rögnvalds- son, skrifstofustjóri Hraðfrystihúss Hellissandi í samtali við Tímann í gær. » Ástæður þessara vandræða sagði hann fyrst og fremst þær að það vantaði svo margt fólk til starfa í frystihúsin. Spurður um þeirra starfsfólk kvað hann nokkrar konur komnar í vinnu inn í Ólafsvík. „En við erum að drífa okkur í pökkun á saltfiski frá síðustu vertíð og margir eru að vinna við það. Síðan eigum við eftir skreiðarpökkun". Ólafur kvað vonast til að þeir geti aftur hafið söltun á fiski eftir rúman mánuð eða svo. - HEI Sólskinsvika í Þýskalandi : £2 Stuttar fjölskylduferðir í sérflokki ™ I Þú flýgur í beinu þægilegu flugi til Luxemborgar þar sem bíla- leigubíllinn bíður á flugvellinum. Ekið er síðan til sumarhúsanba í Daun þar sem dvalist verður í næstu 8 dagana í góðu yfirlæti. Þar er hægt að gera ýmislegt sér til gamans, eins og að fara í sund, tennis, billard, mini-golf, tefla á útitafli, borða góðan mat eða bara baka sig í só|inni. Ekki er það til að spilla ánægjunni að stuttur akstur er til þorpanna við Mósel og Saar, þar sem alltaf er eitthvað um að vera á þessum tíma árs. Á 8. degi er ekið til Luxemborgar. Möguleiki að dvelja þar í nokkra daga á bakaleið. Einstaklings- 2 í stúdío með bíl í B flokki kr. 12.240.- verð: 3 í íbúð með bíl í Bflokki kr. 11.560.- 4 í (búð með bíl í C flokki kr. 11.240.- 4 í húsi með bíl í E flokki kr. 11.570.- 5 í húsi með bíl í E flokki kr. 11.120.- Börn 2-11 ára fá kr. 3.900.- í afslátt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.