Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 ■ Umræður um rotvarnarefni í mat- vælum hafa verið mikið á dagskrá undanfarið ekki síst eftir að rann- sóknir sýndu, að hangikjötið sem hefur verið vinsæll matur hér á landi, orsakaði sykúrsýki hjá afkomendum þeirra er þess neyttu. Dr. Jón Óttar Ragnarsson, dósent, hefur mikið unnið að matvælarrann- sóknum og sú grein er hér birtist um rotvarnarefni í mat er unnin upp úr kafla úr bók eftir Dr. Jón Óttar um matvælavinnslu og næringu, og er bókin væntanleg hjá Helgafelli á næsta ári. Efnavarðveisla Notkun geymslucfna af ýmsu tagi er eldforn várð-veisluaðferð. Elst er notkun matarsalts, en hún er talin hafa hafist á nýsteinöld. Af öðrum cfnum má nefna vínanda, edik, hunang (sykur). Síöar komu til sögunnar önnur efni þ.á.m. mjólkursýra, saltsjpýra og fleiri. Geymsluefnum má skipta í tvo megin- flokka. Eru það annars vegar efni, sem eiga að sporna gcgn vcxti örvera í matvæium (rotvarnarefni) og hins vegar þau, sem sporna gcgn efabrcytingum. W . - <: ROTVARNAREFNI í MATVÆLUM Rotvarnarcfnum er aftur skipt í þrjá flokka: vatnsbinda.sýrurogsúr rotvarnar- efni. Vatnsbindar verka mcð því að lækka vatnsvirkni, sýrur lækka sýrustig, cn súru eiturefnin hafa bein eituráhrif. Efni, scm sporna gcgn et'nabreytingum í matvælum geta verið margs konar. cn mikilvægasti flokkurinn eru þráavarnar- efni. þ.c. efni, scm koma í veg fyrir þránun fitunnar. Vatnsbindar Vatnsbindar cru þau eliii kölluð, sem koma í veg fyrir örveruvöxt með því að binda hluta vatnsins í fæðunni, lækka þannig vatsnvirknina og gera þar meö örverum ökleift að þrífast. Þekktustu efnin í þcssum tlokki cru matarsalt, vínandi og sykur. Af öðruni efnum má nefna glúkosu, glúkosusíróp, invertsykur (blanda glúkösu +frúktosu). glyserol og 1.2 bútandíol. Ekki er hægt að rotverja fæðuna með ofángreindum efnurn einum saman nema meö því að nota afar mikið magn. Ncmur þetta magn 26,5-75% af þunga vörunnar. Um matarsalt er það að segja að fæða með 26,5% salt er ekki aðeins of brimsölt til að vcra neysluhæf, hún er auk þess skaðleg heilsunni. Efnið er því ekki notað sem eina rotvörn. Um sykurgildir að fæöa sem innihcldur 75% af þeim er ekki einasta dísæt og því til þess fallin að venja fölk á sætan mat, heldur er hún um leiö óholl m.a. fyrir tannheilsu. Þær afurðir, sem eru rotvarðar með svo miklum sykri eru fyrst og fremst sultur og marmelaði svo og ýmsar sykur- v'irur sem eru framleiddar í sælgætisiðn- aðinum. Þessar afurðir voru „fundnar upp", þegar lítið var vitað um skaðsemi sykurs og hafa því unnið sér fastan sess í fæðinu. Væri óskandi að þær hverfi smám saman af sjónarsviðinu. Um vínanda gildir að til þess að vera cina rotvörn þarf ntagnið að vera um það bil 40% af þyngd. Svo háa prósentu af vínanda er aðeins að finna í sterkum vínum og líkjörum. Af ýmsum ástæðum cr óæskilegra að neyta sterkra vína en vcikra. Má því nota svipuð rók gegn sterkum áfengum drykkjum og um sulturnar að vonandi minnkar neyslan á þcim smátt og smátt. Mikilvægast er að átta sig á aö með nýjum og betri varðveisluaðferðum á þessari öld er afar takmörkuð þörf fyrir efni, scm valda jafnmikilli röskun á matvælunum og vatnsbindar. Með þessu cr ekki verið að scgja að þau scu mcð öllu óþörf. Notuð ( hófi með öðrum varöveisluaðferðum er enn nokkur þörf fyrir þcssi efni til að draga úr vcxti á örverum. Sýrur Sýrur eru þau rotvarnarefni nefnd einu nafni, sem þjóna fyrst og fremst því hlutverki að lækka sýrustig í matvælum (á svipaðan hátt og vatnsbindar lækka vatnsvirkni). Þær sýrur, scm eru einkum notaðar sem rotvarnarcfni í matvælum eru mjólkursýra, ediksýra, sítrónusýra, cplasýra og vínsýra. Af þessunt efnum er sítrónusýran römmust (sterkust) (PK3,1). Ediksýran er daufust (PK 4,8) en táknið pK er mælikvarði á það hversu niikið sýran klofnar. þ.c. hve kröftug hún er. Sýran er því rammari sem pK gildið er lægra. Ætti því að þurfa minnsta magnið af sitrónusýru (og mest af ediksýru) til að lækka sýrustig niður í ákvcðið mark. Þctta er þó ekki alveg svona einfalt vegna þess að það er ckki fjöldi gramma af efninu, sem er mælikvarði á virkni, heldur fjöldi efniseininga (þ.e. fjöldi mólikúla) Af þessu lciðir að talsverða útrcikn- inga þarf til að reikna það út, hvort þarf meira af sítrónusýru (mælt í þyngdarein- ingum) en ediksýru til þess að ná sýrustigi í ákveðið mark. Sýrur og örverur Þegar við notum sýrur sem rotvarnar- efni gerum við það í því skyni að lækka sýrustig niður í ákveðið mark. Því er mikilvægt að sjá, hvaða samband er á milli örveruvirkni og sýrustigs. Gerlar þrífast best við sýrustig (pH) 7 og hætta yfirleitt að vaxa við sýrustig 4,5. Sumar tegundir, t.d. mjólkursýrugerlar, þola þó enn meiri sýru, jafnvel sýrustig undir 3. Gcr- og myglusveppir þrífast yfirleitt bcst við sýrustig (pH) 5-6, en þola vcnjulega að pH fari niður í um það bil 2. Geymsluþol súrsætrar fæðu takmark- ast oft af gersveppum af ættkvíslinni Saccharomyces. Um sýkla er það að segja að þeir þrífast ekki, ef sýrustig fer undir 4,5 ncma vissar tegundir eitraðra myglu- sveppa, sem geta dafnað við enn lægra sýrustig. Þar scm flestir rotgerlar og allir sýklar sent eru jafnframt gerlar (gildir um nær alla sýkla) gcta ekki vaxið við pH undir 4,5 er þetta mark sérlega mikilvægt. Afurðir sem eru með sýrustig yfir 4,5 og undir 7 eru einu nafni kallaðar daufsúrar. Hinar sem eru með sýrustig 4,5 og undir kallast aftur á móti súrar afurðir. Sýrur og hollusta Þær fimm sýrur sem nefndar voru hér að ofan eiga það sammerkt að eiturvirkni þeirra fy'rir manninn cr lítil og því lítil hætta á að ofnotkun geti skaðað heils- una. Um mjólkursýruna gildir, t.d. að ís- lendingar fengu oft talsvert meira af henni fyrr á öldum en nú. Er ekki vitað til að þeim hafi orðið meint af sýru og súrsuðum mat. Astæðan fyrir því að þessi efni cru minna notuð cn ætla mætti er fyrst og fremst sú að til þess að þær geti verið eina rotvörn verður fæðan svo súr á bragðið að hún verður óæt. Þannig eru margir á móti skyrmysu vegna þess að þeini l'innst hún of súr á bragðið. Eina leiðin til að nýta mysuna cr því að draga úr sýrumagninu til að gefa henni betra bragð. Þannig má segja að notkun þessara efna takmarkist af sjálfu sér og að heilsu manna ætti ekki að vera hætta búin (í flestum tilvikum) af notkun þeirra í mat. Súr eiturefni Súr eiturefni eru mikilvægasti rotvarn- arefnaflokkurinn. Þessi efni eru ekki notuð vegna áhrifa þeirra á sýrustig heldur vegna markvissrar eiturverkunar á örverur. Súr eiturefni í matvælum eru þau helstu: Brennistcinssýrlingur (súlfít). Köfnunarefnissýrlingur (nítrit), bensós- ýra (bensóat), sorbinsýra (sorbat), próp- íonsýra (própíonat), Paraben og maura- sýra (format). Af þessum efnum hefur súlfit mesta bráða eiturvirkni, en það getur orsakað stökkbreytingar og eytt B 1 vítamíni. Næst á eftir (í þessari röð) koma nítrít. maurasýra, bensósýra, sorbinsýra og loks paraben. Nítrít getur stuðlað að myndun svo- kallaðra N-nitrososambanda (NNS), en í þeirra röðum cru cfni sem eru kröftugir krabbameinsvaldar. Eru það einkum nítrosamín. Súlfít cru þeim annmarka háð að þau eru afar hvarfgjörn. þ.e. þau ganga auöveldlega í efnasambönd við ýmis önnur efni, þ.á.m. kjarnasýrur og kunna því að geta valdið stökkbreytingum. Þar að auki geta sum þessara efna haft áhrif á næringargildiö. Þannig getur nítrít eyðilagt nokkur mikilvæg næring- arefni, þ.á.m. C-vítamín, karotenoíð, fólinsýru og þíamín. Súlfít gétur eyðilagt þíamín í matvæl- um og er því ekki heimilt að nota það í matvæli sem eiga að vera þíamínupp- sprettur í fæðinu. Hins vegar getur það varðveitt C-vítamín. Önnur rotvarnarefni hafa ekki 'telj- andi bein áhrif á næringargildið að öðru leyti en því að þau - ef þau eru notuð rétt - eiga að varðveita það eins og önnur rotvarnarefni. Einstök rotvarnarefni Lítum næst á einstök efni. Aðcins með því móti getum við fengið betri tilfinningu fyrir því hvernig þessi efni eru notuð. Súlfít er eitt af hinum hefðbundnu rotvarnarefnum. Oft er notað brenni- steinstvíoxíð (S02). í vatni myndar það brennisteinssýrling (H:SO,), sem er hið virka efni. Þar sem pK er lágt (aðeins 1,8) hentar þetta efni einkum í súran mat. Það er einkum notað í þurrkaða ávexti og borðvín. ávaxtasafa ýmiss konar og fleiri afurðir. Kosturinn við súlfít er að þau hafa lítil áhrif á gersveppi og myglusveppi, en þeim mun meiri áhrif á Gram-neikvæða gerla á borð við saurgerla og kuldakæra rotgerla. Þetta þýðir að súlfítið hefur lítil eða engin áhrif á gerið. en heldur rotgerlum í skefjum. I góðum vínum er súlfítmagn- ið yfirleitt um það bil 400 ppm SO:. í þurrkuðum ávöxtum er allt að 1000 ppm af súlfíti. í ávaxtasafa og ávaxta- þvkkni getur verið allt að 350-600 ppm ef varan er auðug af sykri. Ef sýrur eru notaðar þarf rninna magn. Þar sem súlfít hefur sterka lykt tak- markast magn þess yfirleitt við um 500 ppm reiknað sem frítt SO:. Fari magnið yfir það þarf að sjóða vöruna fyrir notkun. Maurasýra hefur pK 3.7 og er þess vegna aðeins gagnleg í frekar súrum mat. Kosturinn við hana er að hún er ■ Dr. Jón Óttar Ragnarsson mjög auðleyst í vatni. en gallinn að hún hefur lítil áhrif yfir pH 4. Maurasýra hefur fremur lítil áhrif á gerla, en meiri áhrif á ger- og myglu- sveppi. Hún er ekki ntikið notuð í matvæli og sums staðar cr hún ails ekki leyfð,- Maurasýra hefur einkum verið leyfð til notkunar í maríneraðar fiskafurðir. Einnig er hún dálítið leyfð í súrar grænmetis- og ávaxtaafurðir. Bensósýra er fremur torleyst í vatni svo í notkun eru bensóöt hentugri. Bensósýra gefur sæmilega vörn gegn gerlum og góða vörn gegn ger- og myglusveppum. Sorbinsýra er eina ómettaða fitusýran sem er leyfðsem rotvarnarefni í matvæli. Eins og bensósýran finnst hún í náttúr- unni og er yfirleitt notuð sem natríum - eða kalíumsalt. Própíonsýra hefur lítil áhrif á gerla, en talsvcrð áhrif á ger- og myglusveppi. í reynd er þetta efni einkum notað til að sporna gegn myglu, m.a. í brauð- vörum, kökum, ostiogsúrum ávaxta-og grænmetisafurðum. Oftast er notað kalkprópíonat. Paraben eru notuð í margs konar matvæli, þ.á.m. Magnið er venjulega 200 ppm í saftir og svaladrykki, en 300 ppm í aðrar vörur. Paraben eru afsprettur bensósýru þar sem sýruhópurinn hefur verið tengdur við alkohól. Af því leiðir að pK-gildið er mun hærra en hjá hinum efnunum í þessum flokki eða 8,5.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.