Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, GuðmundurSv. Hermannsson, Guðmundur j Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson.. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Bjartsýni og raunsæi ■ Þegar saman fer illt árferði og efnahagsleg áföll mæðir það fremur á bændum en flestum óðrum þjóðfélagsþegnum. Búskapurinn er fjármagnsfrekur og hann á undir högg að sækja þegar tíðarfarið leikur hann jafngrátt og raun ber vitni um mikinn hluta landsins á liðnum vetri og í sumar. Um þessi mál var fjallað á aðalfundi Stéttarsambands bænda í vikunni. Jón Helgason landbúnaðarráðherra flutti ræðu á fundinum og rakti þar stöðu þjóðarbúsins og þær búsifjar sem bændur hafa orðið fyrir og leiðir til úrbóta. í ræðu sinni sagði landbúnaðarráðherra m.a.: „Ég hef að undanförnu ferðast nokkuð um landið og vissulega er það sárt að sjá hvaða erfiðleikum tíðarfarið hefur valdið bændum. Hitt er þó ennþá sárara að sjá of víða blasa við, að ástandið gæti þó verið betra, ef rétt hefði verið að verki staðið. Það er engin tilviljun, að í öllum sveitum eru til bændur, sem tekst ótrúlega vel að verja búskap sinn áföllum, þrátt fyrir óþurrka og aðra erfiðleika, sem tíðarfar kann að valda. Það er ekki vegna þess að þeir ráði yfir einhverjum töfrabrögðum eða leggi endilega meira erfiði á sig en aðrir, heldur fyrst og fremst af því að þeir skipuleggja störf sín og framkvæmdir rétt og grípa hvert tækifæri þegar það gefst. Landbúnaður er svo vandasamur atvinnurekstur, að hann krefst ákaflega góðrar skipulagningar, og vegna þess hve fjármagnsfrekur hann er, þá þarf þar einnig góða hagstjórn því það fer fljótt að halia undan fæti ef eitthvað fer úrskeiðis. Því heyrist stundum haldið fram, að ekki megi líta of mikið á búskapinn út frá hagnaðarsjónarmiði þar sem það svipti hann aðdráttarafli sínu. Slíkt er hin mesta fjarstæða enda hefur frumvinnsla alltaf verið æskilegur kostur. Búskapur hlýtur alltaf að byggjast á samstarfi við náttúruna, húsdýrin og gróður jarðar. Anægjan kemur af því samstarfi ásamt því að sjá ávöxt iðju sinnar og finna að starfið ber góðan árangur, enda þótt daglaun verði ekki heimt að kvöldi. Vitanlega verða menn ekki góðir bændur að lagafyrir- mælum, en lög geta orðið til hvatningar um að menn afli sér reynslu og þekkingar. Bændasamtökin og leiðbeiningarþjón- ustan þurfa að leggja miklu meiri áherslu á hina hagfræðilegu hlið búskaparins með hvatningu og leiðbeiningu. Það er hörmulegt þegar t.d. fólk er komið í algjör vandræði eftir stuttan búskap, vegna þess að það hafði enga grein gert sér fyrir grundvelli búrekstrarins. Ég held það sé því mjög nauðsynlegt, að gerð sé stofnkostnaðar- og rekstraráætlun með aðstoð ráðuneyta fyrir hvern þann sem fær jarða-, bústofn eða vélalán. Þetta er auðvelt fyrir þá sem hafa glöggt yfirlit yfir sinn búrekstur en brýn nauðsyn fyrir hina. Þetta á ekki að vera til hindrunar eða draga úr mönnum kjark. Bændur þurfa á bjartsýni að halda. En hún ein nægir ekki. Það þarf einnig raunsæi. Og ef ráð er í tíma tekið er oft hægt að sigrast á erfiðleikum, sem annars verða óviðráðanlegir.“ Níðingsverk ■ Það níðingsverk Sovétmanna að skjóta niður óvopnaða farþegaflugvél, sem hafði villst af leið og myrða hátt á þriðja hundrað manns getur haft ófyrirsjáanlegar og óheillavænleg- ar afleiðingar í samskiptum austurs og vesturs. Það er léleg afsökun, að suður-kóreanska farþegaþotan hafi verið komin inn á sovéskt yfirráðasvæði á rúmsjó yfir Japanshafi. Þótt farþegaflugvél villist af leið þýðir það engan veginn að það sé réttlætanlegt að gera á hana eldflaugnaárás og drepa með köldu blóði hvert mannsbarn sem þar er innanborðs. Slíkt athæfi hlýtur hver siðaður maður að fordæma. Sambúð stórveldanna er nógu stirð fyrir þótt ekki sé kynt undir glóðum andúðar og tortryggni með þessum hætti. En vonandi láta menn ekki hita augnabliksins aftra sér frá að ná samkomulagi um atriði þar sem enn meira er í húfi en öryggi farþegaflugs. OÓ lúént skrifað og skrafað Bílaf jöldinn hefur tvö- faldast ■ Umferðarslys eru sífellt áhyggjuefni og þótt margt sé vel gert til að koma í veg fyrir þau, eða alla vega að fækka þeim, eru þau enn alltof tíð og verða allir vegfarendur, akandi og gangandi sífellt að sýna varúð og fara að settum reglum. í Morgunblaðinu í gær var viðtal við Valgarð Briem formann Umferðar- ráðs og var hann fyrst spurð- ur hvort hann væri ánægður með árangurinn af áróðri vegna norræna umferðarárs- ins. „Að vissu marki,“ sagði Valgarð, „það er nokkuð erfitt að segja til um hvort sú slysafækkun sem orðið hefur er viðunandi, eða hvort vænta hefði mátt betri ár- angurs. Það ber að hafa í- • nú miðað við sama tíma í fyrra? „Umferðarráð ver miklum tíma og fjármagni til þess að afla upplýsinga um slys, or- sakir þeirra og afleiðingar, eðli og aðild. Á fyrri árshelm- ingi þessa árs urðu slysin alls* 3.849, þar af 1.538 í Reykja- vík. Það samsvarar24slysum daglega á landinu öllu, eða sem næst níu slysum á dag í' Reykjavík. Auðvitað er að matsatriði, hvort þetta telst mikið eða lítið. Við gerum okkur grein fyrir því að um- ferð fylgja alla tíð einhver óhöpp, vandinn er bara að fækka þeim. Á því hálfa ári sem liðið er urðu 203 slys á mönum og sjö dauðaslys, 284 slösuðust og þar af 140 alvarlega. Átta manns létust, það er tveir létust í einu banaslysi. Á sama tíma í fyrra höfðu 327 slasast, þar af 167 alvarlega og tólf látist, svo ekki ber að með umferðarhættuna. Á sama tíma fjölgar svo stór- lega í þeim aldurshópum sem fá ökuréttindi í fyrsta sinn, °g ungir ökumenn með tak- markaða akstursreynslu hafa eðlilega tilhneigingu til að láta „gamminn geisa fram.“ - Hvaða aðgerðirerufyrir- hugaðar, af hálfu Umferðar- ráðs, síðari hluta ársins? „Þær aðgerðir sem eru á döfinni hjá okkur munu bein- ast mjög að skólum og þeim breyttu akstursskilyrðum sem koma með minnkandi dagsbirtu og hættu á hálku. Eins ofmeta menn aldrei hættuna, sem er samfara því þegar börn flykkjast í bæinn úr sveitinni. Þar hafa þau verið tiltölulega örugg fyrir ógnum umferðar, en þau þarfnast endurhæfingar í um- ferðarháttum, sem oft vill gleymast. Ferðir í og úr skóla eru sérstakur áhættuflokkur, sem við gefum ekki nægan Menn verða að kynna al- menningi þá stefnu og berjast við aðra um fylgi fólksins. Það er t.d. hægt að færa margvísleg rök fyrir því, að í öllum megindráttum sé efna- hagsstefna núverandi ríkis- stjórnar rétt, en hins vegar hefur þess ekki orðið vart í þá þrjá mánuði, sem ríkis- stjórnin hefur setið að völdum, að ráðherrar hennar hafi lagt sig fram um að kynna almenningi þessa stefnu og þær aðgerðir, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir. Þess hefur ekki heldur orðið vart, að ráðherrarnir hafi eytt miklum tíma að fara út á meðal almennings og hlusta eftir röddum fólksins. Miðað við vinnubrögð ríkis- stjórnarinnar þessa þrjá mán- uði liggur nærri að ætla, að ráðherrarnir skilji ekki að stjórnmálabaráttan á fjöl- miðlaöld snýst að verulegu leyti um það að kynna fólki huga að það fjármagn sem ríkissjóður lét í té til sér- stakra aðgerða á þessu um- ferðaröryggisári varsáralítið, eða 500.000, og ef meta mætti fækkun slysa á móti því fram- lagi, þá hefur það vafalaust margborgað sig. Hins vegar erum við í Umferðarráði ekki einir á báti í baráttunni gegn umferðarslysum. Aðrir aðil- ar leggja þar verulega af mörkununi, bæði fé og sjálf- boðastarf. En þegar á allt er litið verð ég að játa að ég hefði vænst meiri fækkunar umferðarslysa, en raun hefur orðið samkvæmt slysaskýrsl- um Umferðarráðs.“ „Þá ber að hafa í huga,“ sagði Valgarð enfremur, „að fræðsla og áróður kemst seint til skila, en árangurs af starfi á vormánuðum má engu að síður vænta að hausti. Margt í okkar starfi er ætlað til frambúðar, eins og áróður um bílbeltanotkun, sem ég tel að hafi borið verulegan árangur. Það er ánægjulegt að frétta að nokkrir þeir sem hafa lent í bílslysum, þakka bílbeltun- um lífbjörgina og það að meiðsl sín skyldu ekki verða alvarlegri. Á sama hátt er sorglegt til þess að vita hve margir hafa þessa lífsbjörg hangandi við öxlina, en slas- ast stórlega af því að þeir hafa látið ótekið eitt einfalt handtak." - Hvernig eru slysatölur vanþakka þá framför sem orðið hefur. Hins vegar er ' stórhættulegt, að ofmetnast, enda skipast veður fljótt í lofti í þessum efnum,“ sagði Valgarð. Hættuleg- ustu mánuð- irnir eru eftir „Hættulegustu mánuðir ársins eru eftir og ef slakað verður á aðgæslunni, má bú- astrvið að allt fari úr bönd-, unum. Að vísu virðist júlí- mánuður hafa farið sæmilega úr hendi, þá slösuðust 71 á móti 90 í fyrra og 103 árið þar á undan. Einn lét lífið í umferðarslysi, sem er það sama og gerðist í júlí undan- farin tvö ár. Reyndar þarf það engum að vera undrunar- efni þótt slys verði í umferð- inni og má raunar teljast þakkarvert að þeim hafi ekki fjölgað. Um síðustu áramót voru skráðar 106.459 bifreið- ir í landinu og hefur þeim fjölgað um nær 50.000, eða nálega tvöfaldast á síðustu tíu árum. Vegakerfið hefur að vísu batnað mikið á sama tíma, en eftir sem áður safn- ast hinn aukni bílakostur á tiltölulega þröngan þéttbýlis- kjarna og margfaldar þar gaum. Umferðarhætturnar margfaldast á haustin og má því búast við slysaöldu sam- fara þessum mánuðum. Bera slysaskýrslur fyrri ára vott um það. Nú á í fyrsta skipti að hefja kennslu fimm ára barna í Reykjavík. Verði slík kennsla almenn, fylgir því aukin úmfeðarhætta sem verður að taka á í tíma. Umferðarúefndir sveitar- félaganna á höfuðborgar- svæðinu hafa ákveðið að efna til umferðarviku, og er það gleðiefni. Verður umferðar- vjkna haldin í byrjun október á hverju svæði fyrir sig, en í samvinnu og fyrir tilstuðlan Umferðarráðs. Ég vona að þátttaka í þeim aðgerðum verði almenn, enda virðist áhugi fólks á umferðarmálum nú venju fremur lifandi." Illa notað tækifæri í Staksteinum í gær er m.a. fjallað um að ríkisstjórnin sé ekki nógu rösk að kynna stefnu sína og skýra fyrir fólki á greinargóðan hátt hvers vegna nauðsynlegt var að grípa til svo harkalegra aðgerða í efnahagsmálum og raun ber vitni. „Það er ekki nóg í stjórn- málabaráttunni að hafa rétta og skynsamlega stefnu. stefnu og gerðir viðkomandi stjórnmálaflokka og ríkis- stjórna. Það verður hins vegar ekki sagt, að forystumenn Alþýðusambands Islands skorti skilning á þessu og þeim breytingum á þjóðlífs- háttum, sem fjölmiðlaöldin hefur leitt til. Þetta má sjá á auglýsingum, sem birtust frá verkalýðshreyfingunni í dag- blöðum í gær og vafalaust verður fylgt eftir með frekari áróðursherferð á næstu vikum. Með þessari kynning- arherferð hefur verkalýðs- hreyfingin tekið frumkvæði í baráttunni við ríkisstjórnina og stjórnarflokkana um hylli fólksins í landinu, frumkvæði sem ríkisstjórnin átti auðvelt með að taka í byrjun júní- mánaðar eftir að efnahagsað- gerðir hennar höfðu verið lögfestar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum not- færði ríkisstjórnin sér ekki tækifærið að sækja þá fram. Niðurstaðan nú verður sú, að taki hún til höndum við að kynna stefnu sína og aðgerðir í efnahagsmálum fyrir al- menningi í landinu að ein- hverju marki verður litið á það sem varnarviðbrögð vegna aðgerða verkalýðssam- takanna. Þar með hefur spil- inu verið snúið við og mikil- vægt frumkvæði í áróðurs- stríðinu tapast."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.