Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 24

Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 24
Opiö virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEÐD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt ' Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bila til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 M abriel HÖGGDEYFAR \jQJvarahlutir.sZT^o. Hamarshöfða 1 CtTOÍim Ritstjorn 86300 - Augiýsingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Þjóðarframleidsla á mann: HELGIN 3.-4. SEPTEMBER 1983 Utanrlkisráðherra: MINNKAD JUM 10% SISS A TVEIMUR ARUM ■ Þjóðarframleiðslan er nú tal- in verða 6% minni en í fyrra. Reiknað á mann er samdráttur þjóðarframleiðslunnar í ár um 7% í kjölfar 3% samdráttar 1982. Framleiðsla á mann hefði þá minnkað um 10% á tveim árum. Reiknað á hvern vinnandi mann er minnkunin enn mciri, eða um 12% samtals bæði árin. Þetta kemur m.a. fram í nýend- urskoðaðri þjóðhagsspá Þjóö- hagsstofnunar. Mlnni samdráttur er þó talinn verða á þjóðartekjum eða um 4,5%, vegna spár um 3% betri viðskiptakjör cn á síðasta ári. Það þýðir um 5,5% minni þjóð- artekjur á mann, en samkvæmt því hefðu þjóðartekjur á mann rýrnað um 9% á þessum tveim árum, en um 11% reiknað á hvern vinnandi mann. Samdrátt- ur þjóðarframleiðslu og tekna cr að nokkru sagður stafa af aukn- um vaxtagreiðslum til útlanda, þannig að spá um 6% afturkipp í þjóðarframleiðslu í ár gefi því ekki allskostar rétta hugmynd um breytingaráframleiðslustarf- semi atvinnugreina í landinu. Sýnt þykir að mjög dragi úr innlendri eftirspurn á þessu ári og þar með úr umsvifum í greinum sem framlciða fyrir inn- lendan markað. Spáin gerir ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna minnki um 13% í heild, en að einkaneysla skerðist minna, eða um9%. Neyslaogfjármuna- myndun eru alls talin dragast saman um 8%, sem álitið er hafa í för með sér nær 15% samdrátt almenns vöruinnflutnings, að olíuvörum undanskyldum. Rýmun kaupmáttar og eftir- spumar muni þvf koma harðar niður á innflutningi en innlendri vöru og þjónustu. Rýrnun kaupmáttar taxta- kaups er talin verða um 6% meiri en orðið hefði án aðgerða. Kaupmáttur taxtakaups sem var um 11% lakari á fyrri hluta ársins nú en í fyrra,verði 22% lakari síðari hluta ársins og allt árið því 18% lakari. -HEI MENN SKYRINGA — á sorgaratburdinum er kóranska farþegaþotan var skotin nidur ■ „Sendifulltrúinn kvaðst ekki hafa fengið fregnir frá Moskvu um þetta mál, en kvaðst myndu gera ráðstafanir til að fá upplýsingar um það og koma þeim álciðis tii m«n,“ sagði Geir HaUgrímsson utan- ríkisráðherra í gær, en Geir kvaddi sendifulltrúa Sovétríkj- anna á sinn fund í gær, en sendihcrrann er ekki staddur á landinu um þessar mundir. Utanríkisráðherra óskaði cftir upplýsingum og skýringa vegna þess athurðar er kór- eönsk farþegaþota var skotin niður með 269 manns innan- borðs. „Lýsti ráðherrann hryggð yíir þessum ógnarlega atburði og siðlausa athæfi," eins og segir í frétt frá utanrík- isráðuneytinu. -JGK - ■ „Með þessum aðgerðum erum við að gefa fólki tækifæri til að hjálpa bændum við að hjarga því sem hægt cr af heyjuni ef langþráður þurrkur kemur á næstu dögum, og við treystum því að margir séu tilbúnir að taka þátt í þessu hjálparstarfi og gefa þannig eitthvað af sjálfum sér“, sagði Sigurður Magnússon starfsmaður aðalskrifstufu Rauða krossins á blaðamanna- fundi sem var haldinn í tilefni af því að RKÍ hefur í samráði við FÍB og Stéttasamhand bænda, skipulagt hjálparstarf sjálfboða- liða vegna þess ástands sem skapast hefur hjá bændum á Suður- og Vesturlandi eftir óþurrkana í sumar. Á fundinum kom fram að víða væri þörf á hjálp við heyskap á Rauði krossinn skipuleggur sjálfboðaliðastarf til aðstoðar bændum „TREYSTUM ÞVÍ AD MARGIR TAKIÞÁH í HJÁLPARSTARFINU" þessum slóðum vegna þess að bændur eru fáliðaðir. í Reykja- vík og öðrum þéttbýliskjörnum eru fjölmargir sem eru áreiðan- lega fúsir til að veita hjálp við hirðingu í sjálfboðastarfi, og einnig að fjöldi bifreiðaeigenda verði fúslega við því að aka út í sveit og vera þar með farþegum sínum við heyvinnu. Vandinn er að skipuleggja sveitir sjálfboða- liða og fá nöfn og heimilisföng þeirra bænda sem vilja þiggja aðstoð og því hefur Rauði kross- inn ákveðið að taka þessa skipu- lagningu að sér. Sjálfboðaliðar geta látið skrá sig í Reykjavík á mánudags- morgun í símum 28222 og26722. í þéttbýliskjörnum geta menn skráð sig hjá formönnum Rauða- krossdeilda byggðarlaganna. Nánari upplýsingar verða gefnar í símum skrifstofu RKÍ og á skrifstofu Stéttasambands bænda frá kl. 10-12 á laugardag og sunnudag. Þeir bændur sem vilja þiggja hjálp eru beðnir að tilkynna það búnaðarráðunaut- um sínum. Vegna dagsins í dag vill RKÍ beina því til þeirra sem vita af sveitaheimilum sem hjálpar er þörf að veita bændum aðstoð. Á fundinum kom fram að bændur hefðu þegar spurt um þetta hjálparstarf og vitað væri um marga bæi sem hjálp myndi koma sér vel, m.a. vegna veik- inda. ■ Framkvæmdanefnd hjáip- arstarfs til heybjargar. Frá vinstri: Jón Ásgeivsson fram- kvæmdastjóri RKÍ, Ómar Friðþjófssun erindreki RKÍ, Stefán Magnússon gjaldkeri FÍB, Arinbjörn Kolheinsson formaður FÍB og Siguröur Magnússon starfsmaður aðal- skrifstofu RKÍ. Tímamynd Árni Sæberg. dropar 205 hafnar- verkamenn vilja Skúla áfram ■ Á fclagsfundinum í Dagsbrún, sem haldinn var í fyrrakvöld var af ýmsum búist við að deilumálin sem staðið hafa innan félagsins undanfarið kæmu upp á yfirborðið. Reyndin varð hins vegar sú aö kapp var lagt á að sýna einingu og m.a. stóðu Guömundur J. Guðmundsson og Halldór Bjömsson saman að ályktun fundarins um kjaramál, en þeir hafa eldað mjög grátt silfur undanfarið. Það eina sem tengdist átök- unum var að hafnarverkamaö- ur kvaddi sér hljóðs og lagði fram undirskriftaskjal með nöfnum 205 verkamanna hjá Hafskip og Eimskip, þar sem þess var kralist að stjórn Dags- brúnar sæi svo til að Skúli Thoroddsen lögfræðingur og starfsmaður félagsins hyrfi ekki frá störfum fyrir Dagsbrún, en hann sagði upp starfi sínu þar fyrr í vikunni. Skúli lét reyndar svo um mælt að það væri á valdi stjórnarinn- ar hvort uppsögn hans væri endanleg eða ekki. Vitað er að samstarf Skúla og Guðmundar J. hefur verið stirt undanfarna mánuði og hneygjast menn því til að túlka þessa undirskriftasöfnun sem ákveðið vantraust á formann- inn og þar með hina umdeildu ákvörðun meirihluta stjórnar um ráðningur Þrastar Ólafs- sonar sem framkvæmdastjóra. „Gatnlan pickup gefa Það getur verið gaman að lesa smáauglýsingar DV. í dálknum Bílar til sölu auglýsir einn á þennan hátt: Gamlan pickup gefa vil góðan bíl með drifi á öllum í hann er nú ekkert til yndislegur er á fjöllum. Eyðir miklu endist vel Ýmislegt hér laga má breiðu dekkin brátt ég tel það besta sem er honum á Fnginn skítur ekkert ryð angrar þennan bíl í dag finnist lausn um framhaldiö fá ég vil það greitt í stað. Kvöldgestir í bókarformi Aðdáendur „kvöldgesta“ Jónasar Jónassonar, útvarps- illl manns, eiga von á góðum glaðningi, því nó er meiningin að gefa út á þrykki nokkur velvalin samtöl Jónasar við ca. i| 10-20 gesti sína, þ.e. úrval úr þáttunum. Það vekur auðvitað alltaf ákveðnar efasemdir þeg- ar ótvarpsefni er gefið út á prenti, en þeir sem séð hafa til eru ánægðir með árangurinn. Guðni Kolbeinsson býr efnið til prentunar, en bókaútgáfan Vaka gefur út. Krummi... ...hleraði að jólabókin í ár komi til með að heita „Þröstur á köldum jaka...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.