Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 9 Nú skulu tryppin rekin eftir Guðmund P. Valgeirsson, Bæ ■ Pað þarf engum að koma á óvart þó Jónas Kristjánsson ritstjóri Dagblaðsins birti æsiskrif um bændur, tilverurétt þeirra og byggðastefnu, almennt. Árum saman hefur hann æst sig upp, með tímabundnum millibilum, og velt sér yfir bændur og búalið með níðslegasta orð- bragði, sem hann á völ á og á prenti sést. - Núorðið lætur hann sér ekki nægja að fjandskapast út í bændur eina, heldur er nú vopnum hans og orðfæri beitt, meðfram, að þorpum og kaupstöðum víðsvegar úti á landsbyggðinni og það fólk, sem þar býr talið óalandi og óferjandi, ómagar á þjóðarbúinu, sem öll bjargráð skyldi bönnuð svo það ætti enga afkomuvon framundan í heima- byggðum sínum. - Með fyrirlitningu talar hann um „smábyggðastefnu“ sem engan rétt eiga á sér og skuli þurrkast út, þjóðinni til almennrar blessunar og hag- sældar. - Allt þetta útmálar hann á sinn sérstæða hátt með því orðfæri og hugsun að flesta hryllir við afleiðingunum, ef farið væri að hans ráðum og kenningum. Slíku er ekki hægt að taka eins og um ómótmælanleg sannindi væri að ræða. Fyrir skömmu mátti heyra og sjá gleðióp frá Jónasi í Dagblaðinu: Mikil og góð (!) tíðindi voru að gerast. Fólk utanaf landsbyggðinni var farið að flykkjast í stríðum straumum suður á SV horn landsins, þangað sem allar vellyst- ingar biðu þess. - Flóttinn var hafinn. Byggðastefnan dauð í eitt skipti fyrir öll og yrði aldrei framar endurvakin! - Þvílíkt þjóðarlán! Betra gat það ekki verið! - Sigurgleði mannsins var nær takmarkalaus. Nú var hugsjón hans loks að rætast. Nú var bara um að gera, að fylgja fast eftir og skrúfa fyrir allt fjármagn til byggðarlaga og smáþorpa úti á landi og koma með þeim hætti í veg fyrir alla lífsbjargarmöguleika þess fólks, sem þar hefur búið. - Nú skyldu tryppin rekin. - Með öllum ráðum skyldi nú tryggja upplausn og flótta þess fólks, sem staðið hefur undir miklum hluta af þeirri framleiðslu landsmanna sem vel- ferð þjóðarinnar hefur byggst á. Til að tryggja þessa þróun mála skrifar nú þessi sérstæði hugsjónamaður (!) og þjóðskipulags „séní" hverja greinina af annarri í blað sitt í þeirri von (og vissu), að sú aðstaða, sem flokksbræður hans hafa nú í ríkisstjórn landsins, verði nýtt sem best til þess að koma þessari hugsjón hans og flokksbræðra hans í framkvæmd. - Nú skal fjármagn þjóðar- innar ávaxtað á „réttum“ stöðum. - Það skiptir engu máli þó eftir verði skilið mannlaust og sviðið land þar sem áður voru blómlegar byggðir og bú, í sveit og við sjó. - í það ber ekki að horfa, allt slíkt vinnst upp í sælunni fyrir sunnan. Sú sæla hefur aldrei, af Jónasi, verið betur skilgreind en það, að flóttafólkið yrði fært í vinnubúðir þar sem það yrði látið bíða síns vitjunartíma. - Flestir vita hvaða staðir það voru, sem gengu undir því nafni á styrjaldarárunum og hvaða hlutskipti beið þeirra sem þangað voru færðir af stjórnvöldum einræðisríkjanna og höfðu verið úrskurðaðir annarsflokks borgarar af einræðisherrum þeirra ríkja. - Og Jónas hefur slegið því föstu, að bændur og annað það fólk, sem hér um ræðir séu annarsflokks fólk og eigi að meðhöndlast samkvæmt því mati. (Dagbl. 30. nóv. 1982). Þó hugsunin bak við þessa vinnubúðagyllingu sé, (kannski) ekki svo slæm og sú fyrirmynd framsetning hennar úr penna Jónasar, sannarlega ónota hroll að þeim, sem hún er fyrirhuguð, að ekki sé meira sagt. Þau spor hræða og full ástæða til að lýsa vanþóknun á slíku mati og hvetja til varnaðar gegn svo þjóðhættulegum hugsunarhætti, þeirra manna, sem álíta sjálfa sig 1. fl. þjóðfélagsþegna. Mörgum mun koma undarlega fyrir sjónir þjóðfélagshugsjón þessa manns. Hann gleðst eins og óvita barn er hann eygir von um að sú draumsjón hans rætist, að sjá blómlegar byggðir, sem bera menningu þjóðarinnar og mann- dómi íbúa sinna best vitni, eyddar og yfirgefnar, öllum til tjóns og þjóðinni til. háðungar fyrir efnahagsráðstafanir, sem hefðu í för með sér það sem hallæri og náttúruhamfarir leiddu yfir fátæka þjóð á umliðnum öldum. Hver er sá maður, sem getur í hjarta sínu glaðst við slíka tilhugsun og unnið að henni öllum árum? - Aliir kannast við söguna af Neró keisara, sem spilaði og söng gleði- söngva meðan Róm brann fyrir hans tilverknað. Það væri í sjálfu sér ekki mikið við því að segja þó einn (bilaður?) maður sval- aði lund sinni með þessum hætti, með sjálfum sér. En þegar hann ritstýrir víðlesnu, áhrifaríku blaði og nýtir það eftir mætti til að birta þennan sjúklega áróður sinn og rakalausan þvætting er öðru máli að gegna, ekki síst þegar hann er gerður að æðstapresti fákæns fólks, í hugsunarleysi, og verðandi stjórnmála- menn vissra flokka gera skoðanir hans að trúarjátningu sinni og nota hana flokkshagsmunum sínum til framdráttar, þá- horfir málið öðruvísi við og full ástæða til að verið sé á verði gegn þeirri þjóðfélagslegu smithættu, sem þessi skrif hafa í för með sér. Þessi skrif Jónasar eru líka þannig fram sett, að flestir reyna að leiða þau hjá sér í iengstu lög, í von um að menn sjái og skilji að þau séu ekki annað en ofsafengið óráðsrugl, sem skynbærir menn taki ekki mark á. En reyndin er önnur, þó óiíklegt sé. - Það er líka margreynt, að rök bíta hann ekki, því gefast menn upp á að eiga orðastað við hann og hann heldur sig standa eftir sigri hrósandi með pálmann í höndunum. Að því leyti er honum líkt farið og draugun- um á Fróðá forðum, sem gengu upp við hvert högg sem ætlað var til að koma þeim niður. í stað þess að hætta þessum vitlausu skrifum sínum espast hann við gagnrök. Því verður honum ekki svarað með sama hætti og öðrum mönnum, svo gagn verði að. Gagnstætt „rökum" (rökleysum) Jón- asar skal bent á, að það er siðferðileg skylda og þjóðfélagsleg þörf, að efla og styrkja það atvinnulíf, sem fyrir er í sveitum og kauptúnum landsins, til að koma í veg fyrir þá þjóðarógæfu að allt ungt fólk og fullorðið sé tilneytt að flytjast þaðan vegna ónógra verkefna auk þess fólks, sem af ýmsum eðlilegum ástæðum neyðist til að hverfa þaðan. Það liggja engin hagfræðileg rök fyrir um að það fólk, sem þar býr skili þjóðarbúinu minni arði en aðrir þegnar þess, nema síður sé, þrátt fyrir öll gífuryrði Jónasar Kristjánssonar þar um. Ef Jónas er að leita eftir afætum þjóðfélagsins á þeim stöðum sem hann leggur í einelti, þá fer hann villtur vegar. - „Maður líttu þér nær.“ Hvað sem Jónas Kristjánsson og aðrir álíka hagspekingar segja, mun það af- færasælast fyrir þjóðfélagið í heild að viðhalda og efla byggðir landsins utan Reykjavíkursvæðisins svo sem takmark byggðastefnunnar var upphaflega, því þar er enn að finna þann hluta þjóðarinn- ar, sem ekki er orðinn of fínn og uppástæðilegur til að leggja hendur að þeim framleiðslustörfum, sem eru og munu verða undirstaðan að fjárhagslegri afkomu þjóðarinnar, íslensks þjóðlífs og menningarerfða. Því skal það brýnt fyrir öllum hugsandi ráðamönnum að halda í heiðri þá byggðastefnu, sem mörkuð var í tíð ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar á árunum 1971-1974. - Það eru falsrök ein, að öilum lands- mönnum sé hægt að skapa eðlileg og æskileg lífsskilyrði á SV horni iandsins ög nýta gæði þess með þeim hætti. Slíkt er blekkingin helber, ertda hefur hvorki Jónas Kristjánsson, eða aðrir, fært nein rök að því, heldur aðeins notað ógrund- uð slagorð um það, sem hann kann engin skil á. Það segir sig sjálft, að takmörk eru á því hvað mörgu fólki er hægt að korrta að við þau atvinnufyrirtæki, sem fyrir eru og önnur eru ekki í sjónmáli, svo teljandi sé. Allar opinberar og hálfopinberar stofnanir eru yfirhlaðnar starfsliði og í vændum er rannsókn á hagkvæmni þess. Litlar líkur eru á að mörgum verði troðið þar inn. Jafnvei þó fjölgað verði „rásum" við ríkisútvarpið og aðra fjölmiðla með takmarkalitlu starfsliði, í þeim tilgangi einum „að skemmta skrattanum" daga og nætur árið um kring, hrekkur það skammt til að taka á móti öllum þeim fjölda fólks, sem flykkist suður, eftir að hafa verið hrakið úr heimabyggðum sínum með aðgerðum, sem Jónas Kristjánsson telur I andófi Oddný Guðmundsdóttir: Orðaleppar og aðrar Ijótar svrpur ■ Þegar ég les þetta rit kemur mér í hug erindi úr kvæði því sem Guðmundur á Sandi orti eftir séra Guðmund, sem kenndur var við Gufudal. „Staddur í margri harðri hríð halda í veðrið þorði- Andófsmaður alla tíð út hjá veðurborði." Hvað er andóf? Til hvers er verið að andæfa? Það er gert til þess að ekki reki afvega undan straumi og vindi en hægt sé að stunda vinnu sína og veiðiferð heppnist. Öll er þessi bók andóf gegn straumum og vindum sem um okkur leika. Segja má, að tveir séu meginþættir þessa rits. Annar snertir íslenzka tungu og meðferð hennar en hinn lýtur að bókmenntum samtímans. Lesendur Tímans kannast við orða- leppa Oddnýjar. Því ætti ekki að þurfa að verja löngu máli hér til að kynna þá. Margt má læra af umfjöllun hennar um þau efni. Að vísu finnst mér að hún sé tæpast þess umkomin að skrifa stofnana- íslenzku. Þegar hún reynir það byrjar hún mál sitt t.d. svona: Barnsfæðingum hefur farið fækkandi gegnum árin.“ Þetta er tæpast rétt stofnanamál. Þar forðast menn orð eins og fækkun og fjölgun en segja heldur að tíðni einhvers hafi farið vaxandi eða minnkandi. En vissulega nefnir Oddný mörg dæmi um ófimlegt orðalag. Það er nefnilega staðreynd, þótt nöpur sé, að nú er til nokkuð af langmenntuðu fólki á íslandi, sem á erfitt með að gera sig skiljanlegt á rituðu máli. Ég var einu sinni að reyna að snúa á hversdagslegt mál klausum úr einu riti háskólamanna. Ég birti sýnishorn hér til áréttingar því sem Oddný vill vekja athygli á: „Að nota hugtök eins og konur sem minnihlutahópur/konur sem ákveðinn félagshópur getur aðeins verið aðferð- fræðilega réttlætanlegt ef meðlimir þess hóps/hópa búa yfir ákveðnum félags- legum eiginleikum, eru í þeirri hlutlægu stöðu að hafa til að bera svipaða vitund sem á fleira sameiginlegt heldur en þau einkenni sem aðskilur meðlimi hópsins/ hópanna." Ég held að merkingin eigi að vera þessi: „Að nota hugtak eins ög konur um ákveðinn minnimáttar félagshóp, er því aðeins rétt, að sameiginlegir, félagslegir eiginleikar hópsins séu meiri en það sem aðskilur einstaklinga hans.“ Annað dæmi sem naumast er léttara: „Til að geta notað hugtakið konur sem hópur andspænis körlum sem hóp, þá verður það þar fyrir utan að vera krafa, að þau atriði, sem einkenna konur sem hóp séu mun meira afgerandi sem flokkunartæki, heldur en þau atriði, sem bæði einkenna stöðu karla og kvenna, gerðir þeirra og afstöðu gagn- vart öllum hlutum." Þetta held ég að mætti segja svona: „Svo að hægt sé að tala um konur sem hóp andspænis körlum, er nauðsynlegt að sameiginleg einkenni þeirra séu meiri en það sem sameiginlegt er bæði ko'num og körlum.“ Þetta er í augum okkar sumra alvar- legt mál, sem skólamenn mættu hugleiða. Hvert stefnir ef íslenzkukennarar trúa því að eitt sé ekki öðru réttara, lifandi tunga verði að hafa frelsi til að þróast samkvæmt lögmálum tímanna o.s. frv.? íslenzkir skólar leggja rækt við að kenna framandi tungumál rétt og vel en um þjóðtunguna finnst sumum að annað eigi að gilda. Þess er ekki að vænta að við sem öldruð erum séum að öllu leyti hrifin af þeim tízkustraumum sem unga kynslóðin dáir. Ég hygg að gamla fólkjð fyrir 50-60 árum hafi ekki allt verið hrifið af ríkjandi tízku þeirra ára í Ijóðagerð. Einar Bene- diktsson lýsti skáldatízku á morgni þess- arar aldar t.d. með því að tala um. sérgæðings fordild svartsýnna anda sem sönginn og lífið sér eitur blanda sem leika sitt önuga apaspil með uppgerðar hryggð af að vera til sem veikla smekk sinn við volæðissóninn sem viljandi slá á hjáróma tóninn. Sá grátklökki volæðistónn hlaut að kalla á afturkast og e.t.v. má að ein- hverju leyti rekja til þeirrar tízku þau ósköp sem á eftir fóru. Það hefur löngum verið örskammt öfganna á milli og leinar öfgar kalla á aðrar. Tími hinna köldu karla kom eftir volæðissóninn. I bókmenntrasögunni hafa löngum stað- ið deilur milli skálda innbyrðis og stund- um lítt verið gætt hófs eða víðsýni. Ekki þarf að líta á það sem feigðarmerki þó að lát verði á slíkri baráttu, en mjög er hún eðlileg og að vissu marki holl. Þessar ritgerðir Oddnýjar eru allar þátt- ur í umræðu líðandi stundar um það sem er að gerast. Þær eru jafnan studdar dæmum og tilvitnunum og vissulega gagnleg lesning þeim sem vill fylgjast með tímanum. Þegar ég var barn, talaði gamla fólkið um skepnur og kvikindi. Kýr, hross og kindur voru skepnur, en hundar og kettir kvikindi. Kvikindin höfðu lappir og kjaft og gleyptu. Svo varð það að tízku að tala í grófum ýkjutón. Þáhafði fólkið lappir og jafnvel kjaft, höfuðið var nefnt haus, vindurinn einu nafni rok og rigningin kannski bullandi demba og alls konar kám kallaðist drulla. Hættan sem þessu fylgdi var ef til vill sú mest, að fólki hyrfi tilfinning fyrir blæbrigðum málsins. Það virðist hafa hent suma svo að okkur finnst að þeir kunni engin ráð til að herða á máli sínu eða þyngja áherzlu aðra en að bölva og ragna. Oddnýju finnst þessa gæta um of og nefnir dæmi þess. Sum þau dæmi eru nokkuð sóðaleg, en Oddný fylgir þeim eftir með ummælum bókmenntafræð- inga og listdómara, þar sem talað er um „gjörsamlegt virðingarleysi fyrir öllum eðlilegar og sjálfsagðar og aðrar skamrn- sýnir menn styðja og boða. Um öll skrif J.K. um landbúnaðarmál, og landsmál yfirleitt, verður ekki annað sagt, en að þau séu skrifuð af mjög takmörkuðu viti og enn minni þekkingu og í þeim efnum sé hann cins og óviti. Þau skrif hans eru honum líka til ergelsis og háðungar. Honum væri því sæmst að hætta þeim með öllu og helga sig þeim ritstörfum, sem liggja honum Ijósar fyrir s.s. á sviði veitinga drykkjar- og mat- fanga vítt um lönd og álfur í ofsadda maga samborgara sinna. - Vinir hans og velunnarar, sem áhrif hafa á hann og sumirhverjir nota hann í hagsmunabar- áttu sinni ættu að benda honum á það og koma þannig í veg fyrir marklaust öfug- mæla skrifæði hans. Bæ, 15. ágúst 1983 Guðmundur P. Valgeirsson lífsgildum og hátíðleika" eða þar sem höfundur „svamlandi mitt í svitalykt, brennivíni og bjórfýlu sér jafnframt alla þessa máuraþúfu úr fjarska með glettni húmors í auga.“ Einar Benediktsson lýsti hnignun sið- spilltrar fornþjóðar með þessum orðum: , „hjartað ástalaust í munuð veilist uppgcrt fjör í eiturnautnar seilist, oflátsmælgi hrörnun þankans skýlir." Vissulega finnst mér ýmislegt það sem Oddný andæfir gegn, eiga eitthvað skylt við þessa lýsingu. En þá er mcrkingu orðanna breytt cins og þegar ástlaus framkvæmd er nefnd að elska. Það er vissulega alvarlegt, enda hef ég vitað góðan rithöfund harma þau afglöp í dönsku blaði.cn þaðan munfyrirmyndin komin til okkar, Vonandi er það liöin tíð að ungir mcnn neyti nýrra citurlyfja opinberlega á almannafæri í nafni frelsisins til að mótmæla þjóðfélaginu og vonsku þess. En slíkt heyrir sögunni til, er söguleg staðreynd og sumt í tízkulistunum er vissulega af sömu rótum runnið. Ritdómarar blaða eru vissulega sund- urleitur hópur og þær tilvitnanir sem Oddný birtir frá þeim eru vitanlega einstaklingsbundnar og hver og einn ábyrgurfyrirsínu. Athugasemdirhennar ná til háskólakennara sent mikill trúnað- ur hefur verið sýndur bókmenntalega jafnt og ýmsra smærri spámanna. Við vitum ekki hvað framundan er. Enda þótt ýmsir þykist sjá hvert stefnir, er þess að gæta að straumar tízkunnar eiga ekki vanda til að falla beint. Þvert á móti mætti þar kalla krókana lögmál. Það hafa lengi komið skegglausar kyn- slóðir milli skeggjaðra. En hver sem framtíðin verður og hvort sem Islending- ar týna tungu sinni eða ekki, er þetta kver Oddnýjar og verður lengi mcrkileg sýnisbók um málfar og bókmenntaum- ræðu áranna kringum 1980. Það gæti verið ýmsum til glöggvunar að lesa kverið hvort sem það líkar betur eða verr. - HKR I Halldór Kristjáns- son skrifar um bækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.