Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 11
umsjón: Samúel Örn Erlingsson 11 Hjólreiða- keppni í Keflavík ■ 4. hjólreiðakeppni knalt- spyrnuféiags Keflavíkur er í dag. Keppnin hefst klukkan 14 og verður keppt í þremur flokkum, 16 ára og eldri,14-16 ára og 13 ára og yngri. - Hjólaður verður hringurinn Keflavík, Sandgerði, Garður, Keflavík, en það cr um 25 km leiö. Skráning er frá klukkan 12 til 13 á íþróttavellin- um og í síma 2730. í fyrra var þessi keppni haldin i mjög góðu veðri, þá sigraði Helgi Geirharðs- son og var meðalhraði fyrstu 6 keppendanna um 40 km á klst. - SÖE Moses setti heimsmet Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: ■ Edwin Moses, grindahlaupar- inn ósigrandi frá Bandaríkjunum setti í vikunni nýtt heinismet í 400 metra grindahlaupi. Moses hljóp á 47,02 sek. er hann sigraði í hlaupinu á frjálsíþróttamóti hér í Koblenz. Gamla metið átti Moses sjálfur, 47,13 sek. - Moses átti afmæli á mótsdaginn. - MÓ/SÖE Unglingamót í siglingum ■ Um síðustu helgi var haldið siglingamót á Optimist bátum á vegum UMF. Kjalarnessþings. Siglt var á Arnarnesvogi hjá siglingaklúbbnum Vogi í Garða- bæ. Keppnisstjórar voru Jón Gunnar Aðils og Snorri Hrcggviðs- son. Sigurvegarar voru í flokki 12- 15 ára: Arnar Freyr Jónsson Vogi og Stefán Guðjohnsen Vogi. í flokki 11 ára og yngri sigruöu Magnús Valþórsson Þyt og Stefán Kjærnested Vogi. -SÖE Vann tæp 190 þúsund ■ Sá hcppnasti í fyrstu viku getrauna, sem lauk s.l. laugardag vann 188.935 krónur. Hafði sá 12 rétta á 36 raða kerfisseðli. Sá eini seðill kom fram með 12 réttum. Vinningur fyrir 12 rétta var 176.965.- en fram komu 38 raðir með 11 rétta. -SÖE. KA-STRAKAR VÖKNUDUVIB V0NDAN DRAUMI — þegar Einherjar höfðu jafnað — unnu 3-2 rFótboIti um helgina "■ ■ i i i ■ ■ i ■ Næst síðasta umferð stendur nú sem hæst í fyrstu og annarri deild í knattspyrnunni. í dag eru þrír leikir í fyrstu deild og þrír í annarri. I'á eru úrslit í fjórðu deild. A morgun er einn leikur í 1. deild kvenna. í dag fara Vestmannaeyingar upp á Skaga, og leika þar við heimamenn. Þetta er úrslitaleikur íslandsmótsins, síðustu helgi. En það er erfitt að sækja ■ gull á Skagann, það hefur sannast í ■ sumar. Leikurinn á Skaganum hefst “ klukkan 14.30, en aðrir leikir í dag I klukkan 14.00. Valsmenn fara á ísa- _ fjörð og er þar barist til síðasta blóð- | dropa um fall. Þórsarar leika við ■ Víking á Laugardalsvelli, og þar getur 5 einnig verið spurning um stig í fallbar- | ef Skagamenn vinna er Islandsmeist- áttu. I annarri deild leika FH-Reynir, ■ aratitillinn í höfn, en ef Eyjamenn Víðir-Fylkir og Völsungur-KS. Úrslit i ■ vinna geta þeir gert sér vonir áfram. 4. deild og Breiðablik-Víðír í 1. deild | Líklegt cr að uni mikinn baráttuleik kvenna á inorgun klukkan 14.00. verði aö ræða, því Eyjamenn vilja | ^hefna tapsins í bikarúrslitaieiknum uni Frá Gylfa Kristjánssyni tíðindamanni á Akureyri: ■ „Eftir að við vorum komnir í 2-0 var eins og þetta væri búið. Við vöknuðum við það að Einherjar jöfnuðu, vegna þess að þá höfðum við allt í einu ekki nema annað stigið. - Annars hef ég trú á því að það verði markahlutfall sem ræður því hverjir komast upp“, bætti Erlingur við. KA vann leikinn 3-2, eftir að komast í 2-0 og Einherjar höfðu jafnað 2-2. KA komst í 2-0 eftir 6 mínútur. Gunnar Gíslason skoraði á 3. rnínútu eftir að hafa fengið þversendingu á markteiginn, og Ormar Örlygsson bætti við á 6. mínútu, þegar hann fékk boltann út á vítateiginn eftir þvögu. Fyrri hálf- leikur varð síðan þóf eftir þetta, Einherj- ar öllu sprækari ef eitthvað var, Einherjar komu síðan með kraftinn í pokahorninu í síðari hálfleik. Á 55. mínútu fékk Gísli Davíðsson stungu inn fyrir KA vörnina og setti boltann yfirveg- að í hægra hornið framhjá úthlaupandi markverðinum. Jón Gíslason skoraði síðan jöfnunarmark Einherja 7 mínútum síðar, fékk boltann einn og óvaldaður af sofandi vörn KA á markteignum eftir gott spil og skoraði örugglega. KA-strákarnir vöknuðu við vondan draum. Liðið tók að spila á ný eins og það gerði fyrstu 6 mínútur leiksins, og markið lá í loftinu. Það kom líka á 71. mínútu, Gunn'ar Gíslason skallaði vel út fyrirgjöf frá hægri, á Jóhann Jakobsson sem skoraði með viðstöðulausu skoti neðst í bláhornið. Þetta er annað mikil- væga markið sem Jóhann skorar á stuttum tíma, hann skoraði jöfnunar- mark KA gegn Fram á dögunum Leikurinn var ekki upp á marga fiska. Einherjar voru öllu grimmari allan tímann, en KA menn betri þegar þeir vildu og nenntu. Gústaf Baldvinsson var bestur í liði Einherja, sterkur og öruggur eins og endranær. I KA-liðinu var lang- bestur, og reyndar á vellinum sá minnsti á vellinum, Guðjón Guðjónsson. Leikurinn fór fram í kuldanepju og greinilegt að góðu sumri á Akureyri er að ljúka. Með þessum sigri er KA komið á topp deildarinnar á ný, og hefur nú góða möguleika á 1. deildarsætinu. Frám er ekki öruggt, FH-ingar eru skammt undan, en þau lið eiga eftir að Ieika. -gk/SÖE ppHollendingar óskrifað blað” „Vikan búin að vera skrautleg’% segir Jóhannes Atlason ■ „Hollendingar eru óskrifað blað, landsliðsþjálfari þeirra hefur fengið gagnrýni á sig fyrir að nota sífellt nýja menn í landsliðinu, og því ekki hægt að miða við leikinn við þá í fyrra, og varla reyndar leiki undanfariö", sagði Jóhann- es Atlason landsliðsþjálfari í samtali við Tímann í gær. „Þessi vika er búin að vera frekar skrautleg, landslið- in komust loks á hreint í nótt“, bætti Jóhannes við. Jóhannes sagði að óvissan með lcik- mennina í Belgíu hefði tafið gang mála, varðandi landsliðsvalið. „Við lokuðum á þetta loks í gærkvöld, og það er ekki hægt að boða ákveðinn fjölda manna, fyrr en komið er á hreint hverjir þeirra atvinnumanna sem valdir eru komast. Um æfingar þjá landsliðunum var ekki að ræða fremur en vant er, íslandsmót og bikarkeppni hafa verið í fullum gangi. En við fáum þrjá daga með strákana úti, og því verður undirbúning- urinn nokkuð hefðbundinn", sagði Jó- hannes. Guðni Kjartansson mun fara með unglingalandsliðinu út til Hollands, en Jóhannes með A-landsliðinu. Unglinga- landsliðið fer snemma á sunnudagsmorg- un með flugi til Luxemborgar, en A- landsliðið fer um miðjan dag á sunnu- dag. Allnokkur vegalengd er á milli leikstaða, og því ekki um neitt samneyti að ræða hjá liðunum eftir brottför, Aðalforföllin hér heima í sambandi við liðin eru þau að Sigurður Lárusson og Jón Gunnar Bergs gátu ekki gefið kost á sér, og svo vantar náttúrulega hluta atvinnumannanna", sagði Jóhann- es Atlason. - SÖE 2. DEILD: Heima Úti Samtals Leikir Unnið Jafnt Tapað Mork Stig Leikir Unnið Jafnt Tapað Mörk Stig L U J T M St. KA 9 6 2 1 18-10 14 8 3 3 2 9-9 9 17 9 5 2 27-19 23 Fram 8 5 2 1 18-9 12 8 3 4 1 10-7 10 16 8 6 2 28-16 22 FH 8 4 3 1 16-10 11 7 2 3 2 9-7 7 15 6 6 3 25-17 18 Víðir 8 4 3 1 5-2 11 8 2 4 2 7-8 7 16 6 6 3 12-10 J8 Njarðvík 8 4 2 2 9-4 10 9 3 1 5 8-13 7 17 7 3 7 17-17 17 Einherji 8 3 4 1 9-6 10 9 2 3 4 7-12 7 17 5 6 5 16-18 17 Völsungur 8 2 3 3 5-5 7 8 4 0 4 10-10 8 16 6 3 7 15-15 15 KS 8 3 3 2 9-7 9 8 0 4 4 5-11 4 16 3 7 6 14-18 13 Fvlkir 8 2 2 4 5-9 6 8 1 2 5 8-13 2 16 3 4 9 13-22 10 Revnir 8 1 3 4 5-15 5 8 0 4 4 4-9 4 16 1 7 8 9-24 9 RAWLPLUG Allar skrúfur, múrfestingar draghnoð og skotnaglar & ^SSSSSOt SAMBANDIÐ BYGGINGAVORU SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.