Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 5
Bréfaskólinn: Norræri iðnþróunarrádstefna í Borgarnesi: Rekstur erfiður ■ Rekstur Bréfaskólans var crfiður á síðasta ári og hcfur dregið verulega úr sölu námsefnis. Einn rekstraraðil- anna, Ungmennafélag íslands, hætti þátttöku í rekstrinum um si'ðustu ára- mót. Meginorsakir fyrir erfiðri stöðu skól- ans er sú að hluti af námsefninu er orðið úrelt og hefur skólinn ekki bolmagn til að cndurnýja það. Komið er á markað hér á landi námsefni á myndböndum sem nýtur mikilla vin- sælda en Bréfaskólinn hefur enn ekki gcta boðið þá þjónustu. Stjórnendur skólans hafa fullan hug á að rétta hag skólans og er stefnt að því að gera átak í endumýjun námsefn- is og að bjóða í framtíðinni upp á nýjustu tækni svo sem myndbönd við notkun námsefnis. Um 60% ncmenda skýilans eru bú- settir utan höfuðborgarsvæðisins og yrði það mikill skaði fyrir strjálbýlið el skólinn legðist niður. - FRI Safn Jóns forseta, Hrafnseyri ■ Minjasafn Jóns Sigurðssonar for- seta var opnað á Hrafnseyri í sambandi við aldarártíð hans. Því var ætlað að eiga þátt í að minna nýjar kynslóðir á lífsstarf og afrek forsetans og hefur verið opið ferðamönnum á sumrinu og aðsókn góð. Safnið verður að þessu sinni opið eitthvað frameftir septembcrmánuði. „Eydum nóttinni saman” Rolling Stones í Regnbog- anum ■ í dag frumsýnir Regnboginn kvik- myndina „Lct’s spend the Night toget- her“ en hún fjallar um síðustu hljóm- leikaferð hljómsveitarinnar Rolling Stones. Myndin er í DOLBY STERIO og í henni flytja The Rolling Stoncs m.a. eftirfarandi lög: Brown sugar, You can’t always gct what you want, Honky Tonk Woman, Jumpin’Jack flash, Let’s spend the night togcther, I can’t get no satisfaction, Under my thumb, Goin’ to a go go, Just my imagination, Time is on my side, Twenty fight rock, Take thc X-train, The star spangled banner og Black Limosine. „VB VER6UM AÐ VIRUA HINA EINSTÖKU BYGGDAKIARNA” — segir Morten Knudsen, fulltrúi frá dönsku iðnþróunarstofnuninni ■ „Mér virðist, eftir að hafa rætt hér við iðnráðgjafa af hinum Norðurlöndun- um, að markmið okkar sem vinnum að iðnráðgjöf sé alls staðar nokkum veginn hið sama, þó ólíkar leiðir hafi verið valdar í löndunum vegna mismunandi aðstæðna," sagði Morten Knudsen frá Dönsku iðnþróunarstofnuninni á blaða- mannafundi í Borgarnesi en þar hefur staðið yfir undanfarna daga norræn ráðstefna um iðnþróun í strjálbýli. „Núverandi stefna í málefnum iðnað- ar á Norðurlöndum virðist vera að beinast meira inn á þá braut að virkja hina einstöku byggðakjarna í þá átt að þeir njóti sín sem best eftir aðstæðum og getu á hverju svæði. Þannig hefur verið reynt að skapa móttökuskilyrði á hverj- um stað og reynt er að virkja hugmyndir einstaklinga og aðstoða þá við uppbygg- ingu atvinnutækifæra með ráðgjöf og fjárhagsaðstoð. Ef til vill má segja að leiðir landanna séu nokkuð mismunandi en það getur varla talist óeðlilegt. 1 Danmörku hefur þróunin orðið sú að stjórnvöld hafa lagt meira upp úr tækni- aðstoð við hin einstöku fyrirtæki þar sem í Svíþjóð hefur e.t.v. verið meira lagt upp úr sjóðaaðstoð. Eg tel þó að einn mikilvægasti liðurinn í því að þróa og efla iðnað í löndunum sé að veita hagræna og tæknilega ráðgjöf og upplýsingar á sviði framleiðslu og rekstrar. Þetta hlýtur þó að byggjast á skilningi og velvilja stjórnvalda því fjármagnið er það sem skiptir sköpum í þessu sem öðru," sagði Morten Knudsen. Á ráðstefnu þessa eru nú komnir saman í fyrsta sinn þeir aðilar á Norður- löndum sem af opinberri hálfu starfa að eflingu iðnaðar og sjá um tækniþjónustu og ráðgjöf utan höfuðborgarsvæðanna. Á íslandi voru sett lög um iðnráðgjafa fyrir landshlutana 1981 og eru nú 5 iðnráðgjafar starfandi. Iðntæknistofun íslands sér um samræmingu á starfi iðnráðgjafanna, en á vegum lðnaðar- ráðuneytisins er starfandi samstarfs- nefnd um iðnráðgjöf í landshlutunum sem sér um samræmingu milli stofnana sem vinna að byggðamálefnum. Að sögn Gunnars Guttormssonar munu nú vcra um 14-16 smáfyrirtækja- verkefni í gangi á vegum lðntæknistofn- unar og mun það koma í Ijós alvcg á næstu vikum hver útkoman verður úr því. Á hinum Norðurlöndunum mun vera svipað verkefni í gangi en á þinginu báru menn saman bækur sínar á þessum sviðum. Gunnar taldi að eitt af vanda- málunum við eflingu iðnaðar í strjálbýli væri að ná til fólksins sem byggir svæðin og að vinna tiltrú þess á uppbyggingu iðnaðarins á hinum dreifðu svæðum. Þess vegna væri e.t.v. ástæða til þess að endurskoða hina hefðbundnu byggða- stefnu. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir aðilar hittast og bera saman bækur sínar, en það mun hafa verið að tilhlutan Iðn- tæknistofnunar íslands sem boðað var til ráðstefnu þessarar. Meðlimir ráðstefn- unnar voru ánægðir mcð árangur hennar og var á þeim að heyra að til enn frekara samstarfs gæti komið í framtíðinni. - ÞB ■ A blaðamannafundi með Norrænum iðnráðgjöfum. F.v. Hörður Jónsson, Gunnar Guttormsson, Morten Knudsen frá Danmörku, Halldór Árnason, Gunnar Niemi frá Finnlandi, Arne Folkestad frá Noregi og Vilborg Harðardóttir. Tímamynd GE Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Út í óvissuna í dag ■ „Óvissuferð - leiðsögumenn?" er yfir- skrift fréttar Náttúruverndarfélags Suðvest- urlands á 9. laugardagsferðinni þeirra á morgun, sem sagt svolítið spennandi og leyndardómsfullt. Tími og staður eru þó þeir sömu og áður - kl. 13.30 frá Norræna húsinu og til baka um kl. 19.00. Þessi ferð er farin í stað annarar sem fresta varð til 17.-18. september, sem verður því 11. og lokaferð NVSV þetta sumarið. Þeir NVSV-menn segja þátttöku hafa verið afbragðsgóða í laugardagsferðunum. Greinilegt sé að mjög almennur áhugi sé fyrir stofnun sem veiti almenna náttúrufræðslu með stórum sýningarsal, fyrirlestrum, ferðum, bóka og tímaritakynningu og fleiru, verði sem allra fyrst komið upp. - HEI „Þetta er aóeins skemmtun” — segir dávaldurinn Gail Gordon, sem skemmtir Reykvlkingum ■ „Ég læt fólk aldrei gera neitt sem getur kallast gróft eða niðurlægjandi, þetta er aðeins saklaus skemmtun,“ sagði dávald- urinn Gail Gordon, ung bresk kona sem, heldur skemmtanir í Reykjavík um helgina, þegar blaða- menn ræddu við hana í gær. „Það er raunar ekki rétt sem margir halda að dávaldurinn geti látið fólk gera alla skapaða hluti þvert um hug sinn. í fyrsta lagi er ekki hægt að dáleiða fólk nema það vilji það sjálft. En eftir að fólk hefur látið dáleiðast er það dávaldsins að sjá til þess að fólk hafi gaman af því sem það á að gera. Hafi fólk ekki gaman af því, fæst það ekki til þess að gera það.'1 Gail Gordon segist hafa haft áhuga á dáleiðslu frá því að hún var barn en til að fá leyfi til að stunda dáleiðslu á sviði þurfti hún að stunda nám sem gaf henni réttindi til að dáleiða í lækningaskyni, hjálpa fólki sem vill hætta að reykja, vill megra sig, losna við kvíðatilfinningu og þess háttar. Árangurinn hefur verið ágætur, sagði hún aðspurð. Hún kemur fram í Háskólabíói í kvöld kl. 22.00 og á morgun kl. 17.00. Kynnir og túlkur verður Gísli Rúnar Jónsson og hann verður sjálfur með leikþátt áður en ungfrúin tekur til að leika listir sínar. En hún leysir ekki nein persónuleg vandræði fólks á þessari skemmtun, það hefur enga þýðingu fyrir tóbakssjúklinga að fara upp á svið í Háskólabíói til að fá bót meina sinna. Þetta er aðeins skemmtun. - JGK ■ „Ég læt fólk aldrei gera neitt sem getur kallast gróft,“ segir breski kven- dávaldurinn Gail Gordon. Tímamynd Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.