Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.09.1983, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 Mimfam NÁMSGAGN ASTOFNUN Námsgagnastofnun mun í janúar 1984 efna til sérstakrar kynningar (dagskrár, sýningar) í kennslumiðstöö aðLauga- vegi 166, Reykjavík, undir yfirskriftinni TÖLVUR OG GRUNNSKÓLINN Tilgangurinn er að gefa kennurum, skólastjórum og öðrum skólamönnum kost á að kynnast því hvernig hægt er að nota tölvur í skólastarfi. Stefnt er að því að sýna það helsta sem er á markaði af vél- og hugbúnaði á þessu sviði svo unnt sé að bera það saman. Þeir framleiðendur og innflytjendur sem áhuga hafa á að kynna vörur sínar á þessari sýningu eru vinsamlega beðnir að snúa sér til Námsgagna- stofnunar, kennslumiðstöðvar, fyrir 15. október n.k. (sími 28198). Námsgagnastofnun Feróamálaráö islands Leiðsögunámskeið Ferðamálaráð (slands heldurnámskeiðfyrirverð- andi leiðsögumenn ferðafólks veturinn 1983-84, ef næg þátttaka fæst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Ferðamála- ráðs, Laugavegi 3 (4. hæð), R. Umsóknarfrestur ertil 15. september n.k. Ferðamálaráð íslands Frá )\ Tónlistarskóia Kópavogs Innritun ferfram 8.-10. sept. að báðum dögum meðtöld- um. kl. 9-12 og 16-18. Innritað verður á sama tíma í forskóladeildir.Nemendur eru beðnir að láta stundarskrár fylgja umsóknunum. Athygli skal vakin á því að meðal annars verður kennt á kontrabassa, obó, fagot og horn. Upplýsingar á skrifstofu skólans Hamraborg 11 2. hæð. Símar 41066 og 45585. Felagsmalastoínun Reykjavikuröorgar Heimilishjálp til aldraðra Starfsfólk óskast Vinnutími eftir samkomulagi Upplýsingar í síma 18800. Orðsending til launagreiðenda frá Gjaldheimtunni í Reykjavík Aö gefnu tilefni eru launagreiöendur minntir á þá skilyrðislausu lagaskyldu að halda opinberum gjöldum eftir af launum allra starfsmanna sinna í samraemi viö kröfur Gjaldheimtunnar og skila innheimtufé innan 6 virka daga frá útborgunardegi. Dragist skil umfram 6 daga, mega launagreiðendur búast viö aö sæta ábyrgð samkvæmt 247. gr. hegningarlaganna. Reykjavík 1. september 1983 Gjaldheimtustjórinn. fréttir ÍSI Hvetur til ^ds: ■ r u u ..—l varkarm vio plöntuinnflutning ■ „Aðalfundur Skógræktarfélags ís- lands hvetur alla sem hlut eiga að máli til sérstakrar varkárni varðandi hvers kyns innflutning trjáplantna og annars gróðurs með tilliti til hættu á plöntu- sjúkdómum og skordýraplágu". Þetta er ein af fjölmörgum samþykktum sem gerðar voru á aðalfundi Skógræktar- félags íslands, sem lauks.l. sunnudag. Fundurinn taldi brýnt að auðvelda þéttbýlisstöðum að fá land á leigu til skógræktar og fól stjórn félagsins að gera samningsdrög um leigu lands til skógræktar og kynna þau skipulagsyfir- völdum, sveitarfélögum og búnaðar- samböndum. Gert verði ráð fyrir að lciga fyrir landið verið greidd með skógrækt og að byggingar verði flytjan- legar. Jafnframt er skorað á orlofs- heimilasjóði, sem fá lönd til ráðstöfun- ar, að vernda og bæta skógargróður sem fyrir hendi er og stuðla að plöntun í skóglaus svæði. Fagnað er vaxandi áhuga á skógrækt og þá sérstaklega svonefndum bænda- skógum og bent á að lög og reglur þurfi að vera þannig að skógrækt hafi ekki lakari réttarstöðu en önnur ræktun. Þeim tilmælum er beint til Skógræktar ríkisins að hún láti gera áætlun um ræktun skógaogskjólbelta í Eyjafirði. Þá er þeim tilmælum beint til land- búnaðarráðherra að hann leggi fyrir alþingi frumvarp um viðauka við skóg- ræktarlögin, er fjalli um skógrækt á bújörðum og beiti sér þar með fyrir því að ákvæði um héraðsskógræktar- áætlanir og skógrækt á vegum bænda verði lögfest. Samþykkt var að fela stjórn Skógræktarfélags Islands að vinna að því að reglum um úthlutun styrkja til girðinga verði breytt þannig að skógræktargirðingar njóti sömu rétt- inda og landbúnaðargirðingar. Stjórn félagsins skipa: Hulda Valtýs- dóttir, formaður, Jónas Jónsson, Bjarni Helgason, Ólafur Vilhjálms- son, Kjartan Ólafsson, Kristinn Skær- ingsson og Bjarni K. Bjarnason. -HEI. Fagnað var vaxandi áhuga á skógrækt á aðalfundi Skógræktarfélags íslands. 7.687 manns flutt frá Vestfjörðum á 12 árum Vestfirðir: Á sl. 12 árum - 1971 til 1982 - fluttu samtals 7.687 manns frá Vestfjörðum en aðeins 6.521 til Vest- fjarða. Kjördæmið tapaði þannig 1.166 íbúum til annarra kjördæma á þcssum röska áratug, að því cr frarn kom i framsöguerindi Guðmundar Guðmundssonar á Fjórðungsþingi Vestfirðinga. Þann 1. des. 1982 bjuggu alls 10.457 manns á Vestfjörðum. Fjölg- unin á fyrrnefndum 12 árum nam aðeins 530 manns eða 5,3%, sem jafngildir 0,5 heildaríbúafjölgun á ári að meðaltali. Á sama tímbili fjölgaði íslendingum í heild um 13,4% eða um 1.2% á ári að meðal- tali. Á Suðurnesjum fjölgaði fólki um tæp 27% á sama tínia, eða rösklega fimm sinnum meira en á Vest- fjörðum. Á þrem árum á þessu tímubili var um beina fækkun að ræða í kjördæminu: 1972, 1974 og mest á síðasta ári - 1982 - þegar fækkaði þar unt 56 manns, eða rúm- lega 0,5%. í 22 af alls 32 sveitarfélögum á Vestfjörðum fækkaði fólki á fyrr- nefndu 12 ára tímabili. cinna mest í hreppum A-Barðastrandarsýslu og í sveitahreppum Strandasýslu. Kemur fram að svo virðist sem einna helst fækki í sveitahreppum næst þéttbýlis- stöðum. í þrem hreppum hafa flciri flutt burtu á þessum rúma áratug cn íbúar hreppanna voru árið 1971. 1 Auðkúluhreppi bjuggu þá 35 manns og síðan hafa 59 flutt brott. í Gufu- dalshreppi bjuggu 70, en 85 flutt brott og íbúar eru nú 43. í Suðureyr- arhreppi bjuggu 524 árið 1971, síðan hafa 551 flutt þaðan í burtu, en íbúar eru nú 440. Suðureyri er hinn eini af 11 þétt- býlissveitarféiögum á Vestfjörðum þar sem fólki hcfur fækkað á fyrr- greindu tímabili. í aðeins fjórum þeirra hefur fjölg- un þó orðið yfir landsmeðaltal, þ.e. Tálknafirði 45,5% fjölgun, Bolung- arvík 33,4%, Hólmavík 28.4% og Reykhólahrcppi 16,5%. Af þeim 7.687 sem fluttu brott frá Vcstfjörðum, sem fyrr segir, fóru 59,3% eða unt 4.560 manns til höfuð- borgarsvæðisins. Vcsturland fékk 13,6% þcirra, Norðurland-eystra 8%, Suðurland 7,4%, Suðurnes 6,7%, cn aðeins 0,3% fluttu til Austfjarða. - HEI „Lífæð hrepps- ins“ útundan næstu 11 árin Vestfirðir: „Ekki er reiknað með því að verja einni einustu krónu til nýbygg- ingar vegarins úr Vatnsfirði á Barða- strönd til Þingeyrar næstu 11 árin, samkvæmt þingsályktunartillögu um langtímaáætlun í vegagerð sem lögð var fyrir Alþingi í vor. Svo virðist sem ætlunin sé að byggja upp allar stofn- brautir á Vestfjörðum á þessu 11 ára tímabili nema þennan vegarkafla, sem er um 70 km langur", segir m.a. í greinargerð með tillögu sem Hallgrím- ur Sveinsson, oddviti Auðkúluhrepps flutti á Fjórðungsþingi Vestfirðinga f.h. hreppsnefndar og samþykkt var þar sem ályktun þingsins. í ályktuninni er talið óhjákvæmilegt að vegur þessi verði endurbyggður á þeim stöðum þar sem hann sé verstur yfirferðar. Nauðsynlegt sé að fjárveitingar til þessa hluta Vestfjarðavegar verði teknar upp í næstu vegaáætlun. í greinargerðinni er jafnframt bent á, að þótt stór hluti fyrrnefnds vegar liggi innan Auðkúluhrepps - og megi kallast lífæð hreppsins - þá fari því fjarri að þarna sé eingöngu um hags- muni íbúa þess hrepps að ræða. Nefna megi Mjólkárvirkjun, sem dæmi þar um og jafnframt sé ólíklegt annað en að þessi vegur verði notaður allmörg ár af íbúum miðhluta Vestfjarða hvað sem líði t.d. vegi yfir Steingrímfjarðar- heiði. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.