Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 14. febrúar 1989 Selta olli bilunum í tengivirkjum: RAFMAGNID FÓR AF MESTÖLLU LANDINU eldamennskuna en grófu upp prím- usa og gerðu pottrétt úr steikinni. Eftir nokkurra klukkustunda rafmagnsleysi fer fólk ekki aðeins að þrá heitan mat heldur einnig yl í kroppinn. Pegar orðið var ískyggilega kalt á bæ einum í Borgarfirði, sem er timburhús og kynt með rafmagni, var brugðið á það ráð að fara með bömin út í fjárhús til að halda á þeim hita og dvaldi fjölskyldan þar meira og minna þar til rafmagnið kom aftur. SSH Rafmagnslaust var í Reykjavík í fimm klukkutíma á sunnudaginn. Tíraamynd: Pjelur Frá stjómstöðinni að Geithálsi Tímamynd: Áml Bjama Um fimmleytið síðdegis á sunnudag fór rafmagnið af mestöllu landinu vegna bilana í tengivirkinu að Geithálsi en þaðan er miðlað rafmagni norður úr til Vestfjarða og austur til Austfjarða. Bilunin varð vegna seltu sem barst í vestanrokinu og settist í einangrara og olli því að útleysing varð í tengivirkinu. Birgir Guðmannsson, stöðvar- stjóri að Geithálsi, sagði í samtali við Tímann síðdegis í gær að það þætti gott ef unnt yrði að ljúka fullnaðarviðgerð í þessari viku. En aflrofi er stórskemmdur. „t*að þarf þó ekki að þýða neinar truflanir á rafmagnsafhendingu," bætti Birgir við. í gær voru allir tiltækir við- haldsmenn við vinnu. í gær var jafnframt unnið við að meta skemmdirnar. Hvað viðgerðin kemur til með að kosta liggur fyrir í fyrsta lagi í dag. Birgir var spurður af því hvort ekki væri unnt að verjast seltunni og fyrirbyggja þar með að svona- lagað gerist. „Það er ekki hægt í þessum tengivirkjum. í hönnun- inni er allt gert til að gera ráð fyrir þeim veðurskilyrðum sem geta komið upp, en það getur þó alltaf gerst að veðurskilyrði verða verri en gert er ráð fyrir og það gerðist í þessu tilfelli." Rafmagnslaust var í Reykjavík í urn það bil fimm klukkutíma en ástandið var slæmt í tengivirkinu að Geithálsi alla helgina og truflan- ir voru verulegar frá Hvalfirði og til Húnavatnssýslna áður en raf- magnið á höfuðborgarsvæðinu datt út. Ástandið á Norður- og Austur- landi var nokkru betra þar sem vel gekk að byggja upp byggðalínu- kerfið á því svæði. Selta hefur einnig valdið vand- ræðum á Vestfjörðum og hafa Vestfirðingar orðið hvað verst fyrir barðinu á rafmagnsleysinu því þar hófust vandræðin aðfaranótt fimmtudags þegar byggðalínan fór út. Búist var við að rafmagn yrði komið á flesta staði í gærdag. Rafstöðin stöðvaðist Rafstöð Borgarspítalans, sú sama og fór ekki í gang 16. október síðastliðinn, þegar eldingum sló í Búrfellslínu og stærstur hluti lands- ins varð rafmagnslaus, stöðvaðist í tíu mínútur þegar rafmagnsleysið stóð yfir. Engin hætta skapaðist þar sem engar aðgerðir voru í gangi og enginn sjúklingur var í öndunarvél. Hjúkrunarfólk og læknar þurftu því ekki að grípa til sömu ráða og í rafmagnsleysinu í október þegar notast þurfti við svokallaðan „ambubelg" og „hand- ventilera" sjúklinga sem voru í öndunarvélum. Pess má geta að borgarráð sam- þykkti nýlega að festa kaup á nýrri rafstöð, en sú sem notast hefur verið við er orðin sautján ára gömul. Gripið til ýmissa ráða Sjálfsbjargarviðleitni fólks lét ekki að sér hæða í rafmagnsleys- inu. Sem fyrr segir fór rafmagnið af Reykjavík um fimmleytið á sunnudag og var rafmagnslaust á þeim tíma sem flestir kjósa að snæða sunnudagssteikina. Ekki vildu allir una því að þurfa að sleppa steikinni og frétti Tíminn af manni í Reykjavík sem setti útigrill upp í bílskúrnum hjá sér og eldaði þar. Ævintýrið endaði ekki jafnvel hjá þeim sem fór með grillið út á svalir þegar bylur æddi um borgina. Vegna reykjarkófsins sem mynd- aðist og hve illa sást milli húsa hringdi einn hjálpfús nágranni á slökkviliðið. Slökkviliðið var kom- ið í startholurnar þegar kallið var afturkallað á síðustu stundu. Hefur nágranninn þá væntanlega verið búinn að greina í gegnum hríðar- kófið hvað var á seyði. Enn aðrir lögðu ekki í slíkar aðfarir við Uppboð við kertaljós Málverkauppboð á vegum Gallerí Borgar var haldið á Hótel Borg á sunnudaginn. Þegar að- eins fjórðungur málverkanna liafði verið boðinn upp fór raf- magnið. í skímu af kertaijósum og vasaljósum, sem starfsmenn gallerísins beindu að málverkun- um, var haidið áfram og virtist myrkvunin engin áhrif hafa á kaupgleði viðstaddra. Pess má geta að boðið var upp málverk frá 1982 eftir Bjarna Þórarinsson sem heitir „Hana- slagur á rauðu ljósi“ en myndefn- ið er slagur milli tveggja hana og í baksýn er alþingishúsið. Ánægður kaupandi fékk myndina fyrir 7000 krónur. SSH Breiðholtskirkja í óveðri: Koparhlerinn olli skemmdum Nokkrar skemmdir urðu á Breiðholtskirkju um helgina vegna veðurs. Á laugardagseftirmiðdag þegar kórinn var á söngæfingu heyrðist mikill hvellur. Þá hafði kopar- hleri á þaki kirkjunnar fokið upp. Hlcrinn losnaði síðan af um há- degisbil á sunnudaginn og fauk niður af þakinu. Annar hleri var undir þeim sem fauk af þannig að ekki snjó- aði inn í kirkjuna. í þeim hlera skölti nokkuð mikið vegna roks- ins. Forráðamenn safnaðarins vildu ekki hætta á að einhver fcngi hann í höfuðið og felldu því niður messu sem fyrirhuguð var á sunnudeginum. „Ég veit ekki hvort nokkrar skemmdir urðu innan á þak- klæðningu hússins eða utan á þakinu sjálfu,“ sagði séra Gísli Jónasson sóknarprestur í samtali við Tímann. Eina leiðin út á þakið er um gatið þar scm hlerinn var. Gísli sagði að reisa þyrfti vinnupalla inni í kirkjunni til að komast út á þakið og eins til að geta athugað það að innan. „Þetta eru einir tólf til þrettán metrar, það teygir sig enginn þangað upp.“ Hann sagði hlerann hafa bognað en vonaðist þó til að hægt væri að rétta hann og nota aftur. Unnið var að viðgerðum á þakinu í gær. jkb S.H. semur um 2.5001 af frystum loðnuhrognum og samningar um 30001 af frystri loðnu að smella saman: Eyjamenn segja loðnuna ekki bíða sölusamninga „Smeykir, jú, en hvað eigum við að gera - loðnan bíður ekki eftir því að samningar séu gerðir. Hrognin eru orðið 16-17%. Þegar svo er komið eigum við ekki langan tíma eftir til þess að vinna hana,“ svaraði Guðmundur Karlsson framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar í Vestmannaeyj- um í samtali við Tímann fyrir helgi, en þá hafði loðnufrysting hafist hjá öllum frystihúsunum, þótt Japanar hafi enn ekki samið um kaup á frystri loðnu, og hafa þar af leiðandi heldur ekkert eftirlit með þeirri frystingu sem þar var í gangi. En þeir hafa jafnan haft eigin eftirlits- menn á staðnum þegar loðna er fryst á Japansmarkað. „Loðnan er greinilega fyrr á ferð- inni en í fyrra. Fiskurinn er oftast stærstur og bestur í fyrstu göngunni, svo þetta er í raun bara spurningun um það hvort við ætlum að frysta eða frysta ekki á þessari vertíð," sagði Guðmundur. Samningar í burðarliðnum Samningar eru nú í burðarliðnum og er búist við að gengið verði frá samningum alveg á næstunni, jafnvel í dag eða á morgun. Hjá Sölumið- stöðinni fengust þær upplýsingar í gær að um væri að ræða samning um sölu á 3000 tonnum af frystri loðnu á eitthvað betra verði en í fyrra. Pó enn eigi eftir að binda endahnútinn á þá samninga eru samningar um sölu á 2500 tonnum af frystum loðnuhrognum nú frágengnir. í fyrsta sinn eru þessir samningar nú gerðir í yenum en það mun vera stefna SH að semja í gjaldmiðli þess lands sem varan er seld til. Hvað varðar að Japanar hafa ekki verið viðstaddir loðnufrystinguna nú í upphafi benti Guðmundur á að yfirleitt séu það sömu fyrirtækin sem kaupa ár eftir ár af sömu frystihúsun- um. Þeir þekki því orðið framleiðslu þeirra, þannig að það skapi vonandi ekki mikil vandamál - þótt vitanlega sé æskilegra að hafa þá á staðnum strax frá byrjun. Loðnufrystingin byrjaði í Eyjum á miðvikudag og menn hafa verið að stilla tækin með því að frysta nokkur tonn bæði í Reykjavík og í Sand- gerði. Um helgina voru hins vegar öll skip inni eða í vari, og því engin veiði. Líkur eru því ekki taldar fyrir neinni stórframleiðslu alveg á næstu dögum a.m.k. Mestu veðurhörkur í 30 ár? Heldur dauft hefur verið yfir vetrarvertíðinni til þessa. Guð- mundur sagði veðurhaminn hafa verið slíkan það sem af er að bátarnir hafi lítið sem ekkert getað verið að - varla að togararnir geti stundað veiðar almennilega. Hann hefur það eftir sjómönnum að leita þurfi ára- tugi aftur í tímann eftir sambærileg- um veðurhörkum, sumir segi aftur til ársins 1959 og aðrir jafnvel ennþá lengra aftur til að finna samlíkingu við það sem af er þessari vertíð. Dagvinnu sagði Guðmundur þó nokkurnveginn hafa tekist að halda uppi frá því farið var af stað eftir áramótin, sem var 19. janúar í Fiskiðj unni. Togararnir hafi séð fyrir því. Fjöldi starfsmanna er álíka og á undanförnum árum. -HEI/BG Verðbólga um 20% Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 1,5% í janúar. Af þeirri hækkun er 1/3 vegna verð- hækkana á innlendum vörum, 1/3 vegna verðhækkana á innfluttum vörum og 1/3 vegna hækkunar húsnæðiskostnaðar og ýmiss konar þjónustu. S.l. tvo mánuði hefur verð innfluttra vara hækkað um 5,7%, eða nokkurnveginn sem nemur janúargengisfellingunni. Verðhækkanir s.l. tvo mánuði mundu svara til rúmlega 20% mið- að við heilt ár. Verð matvöru hækkaði um 1,9% að meðaltali í janúar. Hæst ber þar 16% hækkun á sykri og 6,4% hækkun á grænmeti og ávöxtum. Af öðrum verðhækkunum ber mest á 7,2% hækkun á liðnum húsgögn og gólfteppi og 3,6% á skófatnaði. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.