Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn, Þriðjudagur 14. febrúar 1989 KABÚL - Hundruð fjöl- skyldna ( Kabúl fengu mat frá starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna á sama tíma og síð- ustu hermenn Sovétmanna yfirgáfu boraina. Nú er talið að einungis hattsettir yfirmenn í sovéska hernum séu þar eftir, en þeir verða að vera horfnir á brott á morgun. NIKOSÍA - Ali Khameini sagði að afganskir skæruliðar ættu að ganga endanlega frá samkomulagi því sem leiðtog- ar mujahideen gerðu í Iran í síðustu viku til að geta stofnað bráðabirgðaríkisstjórn og ein- beitt sér að stjórnarhernum. JERÚSALEM - Varnar- málaráðherra Israels, Vitzhak Rabin, fordæmdi mannrétt- indaskýrslu Bandaríkjastjórnar þar sem ísraelar eru sakaðir um alvarleg mannréttindabrot á hernumdu svæðunum. Ra- bin sakaði bandarísk stjórn- völd um að horfa framhjá of- beldisverkum Palestínu- manna. DAMASKUS - Sendi- nefndir Sýrlendinga og Evr- ópubandalagsins stóðu saman að því að krefjast brotthvarfs , ísraelskra hermanna frá öllum ■ hernumdum svæðum. COSTA DEL SOL - For- setar fimm Mið-Ameríkuríkja hittust til að ræða leiðir til að koma á friði og auka lýðræði í þessum heimshluta, en mikill skortur er á hvoru tveggja. JÓHANNESARBORG- ' Mannréttindaleiðtoginn Allan Boesk hóf hungurverkfall til að styðja þá 300 pólitísku fanga sem nú eru í hungurverkfalli til ' að knýja á að mál þeirra verði . ,tekin fyrir í dómi. PEKING - Kínverska þjóðin Sæti þurft að standa frammi rrir hættuleari ógnun ef ekki 1 verður tekið allsnarlega á mengunarmálum. MANCHESTER, New Hampshire - Bush forseti Bandaríkjanna hóf baráttuna fyrir stuðningi við fjárlagafrum- varp sitt og sagði að það væri mjög raunhæft og væri til þess fallio að draga úr fjárlagahalla í framtíðinni. NIKOSÍA - (ranar ætla að hengja 70 eiturlyfjasmyglara í dag og er þao mesti fjöldi eiturlyfjasmyglara sem þeir senda í gálgann í einum frá því þeir hófu baráttu gegn eiturlyfjasmyglurum fyrir nokkrum vikum. ÚTLÖND Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands: Útrýming skamm- drægra kjarna- flauga möguleg Helmut Kohl kanslari Vetur- Þýskalands sem brá fæti fyrir NATO á sínum tíma með því að krefjast frestunar á endurnýjun skamm- drægra kjarnaflauga sagði í gær að hægt væri að útrýma þess háttar flaugum algerlega ef árangur næst í afvopnunarviðræðum austurs og ’ vesturs. Þessi yfirlýsing Kohls var birt rétt fyrir fund hans með James Baker hinum nýja utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Baker er nú á för um höfuðborgir fimmtán ríkja NATO og var hann hér á íslandi á sunnudagskvöld. Baker staðfesti það í gær að hann sé meðal annars að kanna afstöðu kollega sinna hjá NATO til endurnyjunar svokallaðra Lance skammdrægra kjarnaflauga. Bandaríkjamenn hafa lýst því yfir að þeir telji bráða nauðsyn á því að endurnýja skammdrægar kjarna- flaugar í vopnabúri sínu, en Kohl er því ekki sammála og er talið að Kohl vilji með yfirlýsingum sínum nú hvetja Varsjárbandalagsríkin til samninga um útrýmingu skamm- drægra kjarnaflauga í Evrópu. Flestar skammdrægar kjarna- flaugar NATO eru staðsettar í Vest- ur-Þýskalandi enda er andstaða gegn þeim mjög hörð þar í landi. Karel De Gucht þing- maður á Evrópuþinginu: Fjölmiðlafólki verði tryggð vernd í stríði Fjölmiðlafólk ætti að hljóta sérstaka vernd líkt og starfsmenn Rauða krossins til að forða því að blaðamönnum verði rænt og þeir beittir harðræði eins og oft hefur viljað brenna við víðs vegar um heiminn. Þetta er skoðun Karels De Gucht, þingmanns á Evrópu- þinginu, en hann situr nú ráð- stefnu í Brussel sem fjallar um fjölmiðla og hjálparstarfsmenn á hættusvæðum. - Fréttamenn eru oftarogoftar notaðir sem vopn í pólitísku of- beldi og þeir eru algerlega óverndaðir, sagði De Gucht í gær. De Gucht vill að Evrópuþingið lýsi yfir stuðningi við þá hugmynd að sett verði alþjóðleg lög sem tryggja friðhelgi og hlutleysi fjöl- miðlamanna á stríðssvæðum líkt og nú er með starfsmenn Rauða krossins. Sem dæmi um fréttamann sem orðið hefur fórnarlamb stríðandi fylkinga er Frakkinn Jean-Paul Kaufman sem var í haldi hjá skæruliðum Hizbollah samtak- anna í Líbanon í þrjú ár, en honum var sleppt í maímánuði í fyrra. Hann skýrði ráðstefnugest- um frá því að öflugur fréttaflutn- ingur af gíslum sé besta leiðin til að fá gísla þá sem í haldi eru í Líbanon frjálsa. Kólumbía: SHEVARDNADZE TIL MID-AUSTURLANDA Eduard Shevardnadze utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna mun halda til Mið-Austurlanda og ríkja við botn Persaflóa síðar í þessum mán- uði. Shevardnadze mun ræða vandamál sem einkenna þennan heimshluta og leitast við að styrkja tengslin við ríkin á þessum slóðum. Talsmaður sovéska utanríkisráðu- neytisins skýrði frá þessu í gær. Shevardnadze mun fyrst heim- sækja Sýrlendinga, en síðan mun hann halda til Jórdaníu, Egypta- lands, íraks og írans. Þá mun hann hugsanlega hitta Yasser Arafat að máli í þessari för. Shevardnadze mun ræða við leiðtoga þessara ríkja um alþjóð- lega ráðstefnu í málefnum Mið- Austurlanda, friðarsamninga írana og íraka og stöðuna í Afganistan, ef marka má orð talsmannsins. Tímasetning þessarar farar kem- ur ekki á óvart, því hún kemur strax í kjölfar þess að sovéski herinn hefur yfirgefið Afganistan. Innrás Sovétmanna í Afganistan hefur alla tíð sett strik í reikninginn í samskiptum þeirra við ríki mús- lima í Mið-Austurlöndum við Persaflóann. Nú er þeirri hindrun rutt úr vegi og forsendur fyrir bættum samskiptum við ríkin á þessum slóðum. Sérstaka athygli vekur að She- vardnadze mun hitta Hussein kon- ung Jórdanfu að máli, en talið er að með því sé Hussein að flétta bætt samskipti við Sovétmenn og tengslin við Bandaríkin saman til að ná sterkari stöðu innan araba- heimsins. Jórdanar hafa átt mikil og góð samskipti við Bandaríkja- menn í gegnum tíðina, en lítil við Sovétríkin. Algengasta dánar- orsökin er morð! Algengasta dánarorsök karl- manna í Kólumbíu er morð. Þetta kemur fram í skýrslu mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna um ástand mála í þessu guðsvolaða landi þar sem eiturlyfjabarónar ráða ríkj- um á stórum landsvæðum. Helsta vígi eiturlyfjabarónanna er Medellin, næst stærsta borg landsins. Þar eru framin morð á þriggja tíma fresti að meðaltali. Skýrsla mannréttindanefndarinn- ar er yfirleitt á diplómatamáli og oft fjallað um raunverulegt ástand undir rós. En því er ekki að skipta í skýrslunni um mannréttindi í Kól- umbíu, því þar eru hinar hrikalegu staðreyndir miskunnarlaust dregnar fram í dagsljósið. Skæruliðar, dauðasveitir hægri manna, eiturlyfjasmyglarar, venju- legir glæpamenn og sérsveitir stjórn- arhersins eru taldar bera ábyrgð á 11 þúsund morðum árið 1987. Alls búa 28 milljónir manna í landinu. Pakistönsk stjórnvöld vísa ásökunum sovéskra fjölmiðla á bug: „Engir Pak- istanar í liði skæruliða“ Stjórnvöld í Pakistan hafa vísað á' bug ásökunum Najibullah forseta Afganistans og sovéskra fjölmiðla um að Pakistanar hafi sent þúsundir hermanna inn í Afganistan til að aðstoða afganska skæruliða í átök- um við afganska stjórnarherinn. Ríkisstjórnin segir fréttir Sovét- manna vera algerlega úr lausu lofti gripnar og þær séu ætlaðar til þess að koma fleyg á milli Pakistana og skæruliða Mujahideen í Afganistan. Najibullah sakaði Pakistana um að hafa safnað miklu herliði að landamærum Pakistans og Afganist- ans og að í undirbúningi væri innrás í Afganistan eftir að sovéskt herlið hefði yfirgefið landið. Sovéska fréttastofan Tass fylgdi þessum ásökunum Najibullah eftir með því að skýra frá því að pakist- anskir hermenn hefðu dulbúið sig sem afganskir skæruliðar væru og liðsinntu Mujahideen í baráttunni gegn afganska stjórnarhernum. Einnig hélt fréttastofan því fram að svæði til að styðja við bakið á pakistanski herinn héldi uppi stór- skæruliðum í umsátrinu um borgina skotaliðsárásum á afganskt lands- Jalalabad í suðurhluta Afganistans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.