Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 14. febrúar 1989 Tíminn 15 MINNING Sigurvin Össurarson Fæddur 28. mars 1907 Dáinn 5. febrúar 1989 Þau voru þung sporin heim í Grænuhlíð frá Landspítalanum sunnudagskvöldið 5. febrúar sl. Öll höfðum við vonað að Sigurvin kæmi aftur heim til okkar en hans tími var kominn. Við á neðri hæðinni vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Sigurvin og fjölskyldu hans þegar við fluttum í húsið fyrir tæpum fimm árum, og varð strax mikill samgang- ur á milli hæða. „Litlu vinurnar" eins og hann kallaði alltaf dætur mínar voru fljótar að finna þá hjarta- hlýju og endalausu þolinmæði sem þar var og er fyrir hendi og líður varla sá dagur að ekki sé aðeins skroppið upp. Reyndar eru þeir dagar miklu fleiri, sem lengur er dvalið, því Zíta og Sigurvin hafa verið óþreytandi við að passa „litlar vinur“ öll árin. Börnin þeira þrjú, Benedikt, Anna og Sólveig hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum. Sigurvin fékk strax nafnið Abbi þar sem hitt var of erfitt í litlum munni og okkar á milli var hann aldrei kallaður annað. Það var yfirleitt fyrsta verk barnanna á morgnana að athuga hvort búið væri að opna á milli svo hægt væri að fara til Abba og fá rúgbrauð með hun- angi, tilreitt á sérstakan hátt sem hvergi var hægt að borða nema hjá honum. Abbi átti líka skrifborð með góðri skúffu þar sem hann geymdi „fóður“ handa litlum börnum og var hann ósjaldan leiddur þangað. Það þótti líka sjálfsagt að fara með alla litla gesti sem komu, aðeins upp, þar sem vel var tekið á móti og skúffan góða jafnvel opnuð. Þær gleymast aldrei allar stundirnar, sem Abbi sat og las sögur eða söng með þeim alla Vísnabókina eða bara spjallaði um lífið og tilveruna. Ósjaldan var líka farið til hans í leit að huggun ef lífið þótt erfitt. Ferðirnar vestur í Örlygs- höfn, sem þau hjón buðu stelpunum með síðustu sumur verða ómetan- legar í hugum þeira, en fyrir vestan dvaldist hugur Abba svo oft. „Mér þykir verst að valda ykkur allri þessari fyrirhöfn,“ var með því síð- asta sem hann sagði og lýsir það honum betur en mörg orð. Hann var sá sem gaf. Nú þegar Abbi er farinn frá okkur, þökkum við mæðgurnar fyrir að hafa fengið að kynnast honum og njóta vináttu hans. Öll þau andlegu verðmæti sem hann gaf okkur, verða dýrmætt veganesti í framtíðinni. Það er nú tómlegt í húsinu en við þökk- um fyrir að hann þurfti ekki að heyja langa baráttu og huggum okkur við að hann fékk að deyja með þeirri reisn og virðingu sem honum bar. Bryndís, Edda Kristín, Birna og Ingibjörg. lllllllllllll BÓKMENNTIR - ; Ljótunnarvfsan Lesendur Tímans rekur máski ein- hverja minni til þess að fyrra laugar- dag birti ég ritdóm hér í blaðinu um vísnakverið Ferskeytluna, sem Kári Tryggvason hefur tekið saman. Minntist ég þar á þessa vísu sem um segir í bókinni að sé óvíst um höfund að: Aldrei verður Ljótunn Ijót, Ijótt þó nafnið beri; ber af öllum snótum snót, snótin blessuð veri. Gat ég þess þar að ég hefði þá nýlega rekist á þessa vísu í Indriðabók, safnriti eftir Indriða Indriðason rit- höfund sem gefið var út vegna áttræðisafmælis hans á nýliðnu ári. Eins og ég nefndi þar er vísan á bls. 35 í þeirri bók og sögð ort um Ljótunni Benediktsdóttur í Ystafelli og eignuð Sören Jónssyni bónda að Geirbjarnarstöðum í Köldukinn. Vegna þessa hringdi í mig reyk- vísk kona, Inga Ólafsdóttir, og benti mér á að þessi vísa hefði verið öðrum eignuð. í bók séra Bolla Gústavssonar, Ýmsar verða ævirnar (Skjaldborg, Akureyri 1980), er hún á bls. 70 eignuð séra Birni Halldórs- syni í Laufási. Segir séra Bolli þar orðrétt: „í Laufási var einnig um tíma önnur mágkona sr. Björns, Agata að nafni, en hún giftist síðar Einari Bjarnasyni frá Fellsseli í Kaldakinn. Dóttir þeirra hét Ljótunn Sigríður og var hún föðuramma Kristjáns skálds frá Djúpalæk. Um Ljótunni orti sr. Björn þessa vísu, sem Krist- ján kenndi mér.“ Síðan kemur vísan um Ljótunni, orðrétt eins og hún er í bókum þeirra Kára og Indriða. Ekki skal ég kveða upp úr um það hér hvor þessara tveggja manna sé höfundur þessarar prýðisgóðu vísu. Að því er þó að gæta að eftir því sem ég fæ best séð eru báðar þessar Ljótunnir úr sömu fjölskyldu. Nánar til tekið hefur Ljótunn Benediktsdóttir verið móðir Einars Jónassonar í Saltvík, föður Sigríðar konu séra Björns í Laufási og Agötu þeirrar er hér var nefnd, og því langamma Ljótunnar Sigríðar Einarsdóttur. En ef svo kynni að vilja til að einhver, sem les þessar línur, viti frekari deili á höfundi vísunnar þá væri óneitan- lega fengur að því að sá hefði samband við undirritaðan á Tíman- um, bréflega eða símleiðis, og mætti þá koma þeim fróðleik á framfæri. Eysteinn Sigurðsson. LESENDUR SKRIFA Hugleiðingar með hækkandi sól Enda þótt veðurfarið hafi öðru hvoru boðið upp á snjókomu í umhleypingum sfnum, stundum óveður, fer ekki hjá því að við verðum vör við að fyrir nokkru er dag tekið að lengja, seinna á þessu herrans ári 1989 - er dagur og nótt orðið jafnlagt - það verður í sumar. Gera má ráð fyrir, að mikið vatn verði til sjávar runnið frá því í dag í þjóðmálunum - bjórinn fyrir löngu í algleymingi meðal þess hóps er hans neytir, - og ýmis önnur mál er verið hafa á þingi, fengið farsælar lyktir og komin í gagnið á ýmsan máta í í þjóðfélag- inu. Um það leyti er brums fer að gæta á greinum trjánna nokkru eftir að síðasta hret þessa vetrar er horfið, má búast við því, einn góðan veðurdag, að sunnan golan hvísli að hjörtum sumra vegfar- enda og þeirra næmustu í þjóðfé- laginu, - vor er á næstu grösum. Og um það leyti þegar svölur ljóss og grósku fljúga til heiða verður gaman að vera til, fyrir unga sem aldna. Lífið hefur svo margt upp á að bjóða af gjöfum himins og jarðar, í formi þess er höndlað verður af list og einlægni hjartans, og hvað er betra, en eftir misjöfn skammdegishret umhleypinga, og erfiðan gang í slæmri færð en að opna hjarta sitt á móti fyrstu áhrif- um vordaga. Ilmur jarðar leysist úr læðingi og lauf trjánna telja fyrstu lífdaga sína á komandi gæða- dögum og liljur vallarins skarta sínu fegursta, en nær líður jafn- dægrum. Þannig getur móðir nátt- úra verið, þegar henni tekst best upp er hún syngur sigursöngva sína í einfaldri tilveru sinni sem þó getur verið svo margbrotin og slungin sem er ekki alltaf allra að skilja, nema þeirra á stundum sem flokkast undir vísindamenn. í röð- um þeirra finnast oft snillingar sem sumir hverjir hafa skilið að gjafir náttúrunnar eru stundum ómót- stæðilegar og hafa iöngu kynnt lýðnum raddir vorsins, raddir jarðar, sem eru margar ogmargvís- legar. Fegursta heildarsinfónía fyr- ir börn jarðar, er opna hjarta sitt í lotningu, er ilmur vors og jarðar nær hámarki um það leyti er lóur syngja fyrstu tilverusöngva sína... Með nútíma tækniþekkingu og fjölbreytni í vísindum, hefurhverj- um og einum sjálfsagt tekist að njóta þess eftir föngum. Vor og sumar eru árstíðir sem eru síungar, frá í árdaga og með þessa stað- reynd á hreinu, skilst betur en ella að svo lengi sem líf byggir jarðríki, verður ávallt sannleiksbroddur í þessum efnum hvað þetta snertir sem ávallt verður af hinu góða. Vor og sumar í hug og sál hefur ávallt verið talið til dyggða er nær hámarki gróanda ljóss og lífs ein- hverntíma í lok vors og byrjun sumar. Börn jarðar syngja sinn gróskusöng þá um það leyti og vænti ég þess að þjóðfélagið hygli að vanda, börnuni sínum á ein- hvern þann máta, sem hvetji þau ogbæti beturáókomnum tímum... Gunnar Sverrisson. Kópavogur Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-13. Sími 41590. Heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattir til að líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið. Framsóknarfélögin í Kópavogi. i AweeTA n pi r ■ «nr | FÉLAGSMÁLASKÓU jt Gissur Pétursson Egill H. Gíslason ] rinnur Ingólfsson f5í Arnar Bjamason Hrólfur ölvisson Telgi Pétursson Samband Ungra Framsóknarmanna og Kjördæmis- sambönd Framsóknarflokksins hafa ákveðið að fara á stað með Félagsmálaskóla þar sem boðið verður uppá eftirfarandi námskeið: A. Grunnnámskeið f félagsmálum. Efni: Fundarsköp og ræðumennska, Tillögugerð, Stefnumál Framsóknarflokksins o.fl. Tímalengd: 8 klst. Leiðbeinendur verða: Gissur Pétursson, Egill Heiðar Gíslason , Finnur Ingólfsson, Arnar Bjarnason og Hrólfur Ölvisson. Stefnt er að því að halda námskeiðið í febrúar og mars á eftirtöldum stöðum ef næg þátttaka fæst: Reykjavík, Keflavík, Selfoss, Vestmannaeyjar, Höfn, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki, ísafírði, Ólafsvík og Akranesi. B. Fjölmiðlanámskeið. Efni: Framkoma í sjónvarpi og útvarpi. Undirstöðuatriði í frétta- og greinaskrifum. Áhrif á fjölmiðla. Tímalengd: 16 klst. Leiðbeinandi: Helgi Pétursson, fréttamaður. Stefnt er að því að halda námskeiðið í Reykjavík og á Akureyri. Þeir aðilar sem hafa áhuga á þessum námskeiðum eru hvattir til að hafa samband við eftirtalda aðila: Reykjavík: Skrifstofa Framsóknarflokksins, s. 91-24480 Reykjanes: Ágúst B. Karlsson, sími 91-52907 Vestfirðir: Sigurður Viggósson, sími 94-1389 Norðurland Vestra: Bogi Sigurbjörnsson, sími 95-71527 Norðurland Eystra: Snorri Finnlaugsson, sími 96-61645 Austurland: Ólafur Sigurðsson, sími 97-81760 Suðurland: Guðmundur Búason, sími 98-23837 Samband Ungra Framsóknarmanna Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins m Guðjón B. Ólafsson Árnesingar Framsóknarfélag Árnessýslu boöar tll félagsfundar um málefni samvinnuhreyfingarinnar miövikudaginn 15. febrúar kl. 21 aö Eyrar- vegi 15, Selfossi. Frummælandi verður Guöjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS. Félagsmenn og aöriráhugamenn um málefni samvinnuhreyfingarinn- ar eru hvattir til aö mæta. Stjórnin. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.