Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 14. febrúar 1989 Útflutningur jan./nóv. ekkert meiri áriö 1988 heldur en 1987: Innflutningur minnkaði verulega frá miðju ári Sú aðhaldssemi almennings, sem kollvarpaði afkomu ríkissjóðs á síðasta ári (sbr. greinargerð fjármálaráðuneyt- is) kemur glöggt í Ijós í innflutningsskýrslum Hagstofunnar. Almennur innflutningur annar en olía, óx fram á mitt ár um 8,3% miðað við sama tíma árið 1987, og reiknað á sama gengi. Um mitt ár snýst dæmið við. Frá júlí til nóvember minnkar þessi innflutningur um 9,5% - eða sem nemur 2.545 milljónum króna á þessum fimm mánuðum miðað við sama tímabil 1987. Almennur innflutningur í hverj- um mánuði, í milljónum króna, og hlutfallsleg breyting frá sama mán- uði árið áður, reiknað á sama gengi bæði árin, má sjá á meðfylgjandi töflu: janúar.......... 2.718 -10,2% febrúar4.430 33,3% mars . . 5.062 13,6% apríl . . 3.646 -7,7% maí . . 5.567 8,0% júní . . 5.531 -1,0% júlí . . 5.134 -9,4% ágúst . . 4.670 7,5% september . . . . 4.551 -11,6% október . . . . . . 4.615 -19,7% nóvember . . . . 5.228 -9,4% Samtals: 51.148 -1,7% Innfl. alls cif. 60.915 -0,3% Árið 1987 óx innflutningur stór- lega eftir því sem leið á árið og var jafnaðarlega rúmlega milljarði meiri á mánuði síðari hluta ársins heldur en þann fyrri, þrátt fyrir nær óbreytt gengi það ár. Þessu var öfugt farið á síðasta ári, þar sem almennur innflutningur minnkaði heldur en hitt eftir því sem leið á árið, þrátt fyrir. hverja gengisfell- inguna á eftir annarri, sem olli samsvarandi hækkun á innflutn- ingsverði. Að magni til hefur inn- flutningur því minnkað verulega. Cif verð alls innflutnings var tæplega 61 milljarður króna, en fob verðmæti tæplega 55 milljarð- ar. Benda má á að skipainnflutn- ingur nær tvöfaldaðist hins vegar á milli ára, var kominn í um 3,1 milljarð í nóvemberlok. Verðmæti alls útflutnings var í nóvemberlok komið í rúmlega 55 milljarða króna, sem var nær engin aukning frá árinu á undan, reiknað á sama gengi bæði árin. Þrátt fyrir það var vöruskiptajöfnuðurinn fob/fob þó jákvæður um 77 milljón- ir króna, miðað við 246 millj. króna halla á sama tíma árið áður. Væntanlega mun þó aftur hafa sigið á ógæfuhliðina í desember - mesta innflutningsmánuði hvers árs. En innflutningsskýrslur hafa enn ekki borist fyrir desembermán- uð. -HEI Vændishringurinn: Málið sent til rikis- saksóknara Ríflega fimmtugum manni, grun- uðum um vændi, var sleppt úr gæslu- varðhaldi á föstudag. Jón H. Snorrason deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins sagði í samtali við Tímann í gær að gögn ntálsins yrðu send ríkissak- sóknara innan tíðar og það væri hans að taka ákvörðun um ákæru eða hvort farið yrði fram á frekari rann- sókn málsins. Jón vildi ekki svara því hvort hinn grunaði hefði játað brot á 206. grein almennra hegningalaga, er kveður á um að þriðja aðila sé óheimilt að stuðla að eða hagnast af vændi eða lauslæti annarra. Hinsvegar liggur það í hlutarins eðli að rannsóknarlögregla telur sig hafa náð utan um málið, þar sem það er sent ríkissaksóknara til ákvörðunar. -ES Dregið út nafn í samkeppni um nafnið Vátryggingafélag íslands. F.v. Ingi R. Helgason, María Jónsdóttir og Axel Gíslason. Vinningshafi Vátrygginga Nýlega var dregið út nafn vinn- ingshafa í samkeppni um nafn á hið nýja hlutafélag Brunabótafélags Is-. lands og Samvinnutrygginga g.t.. Alls bárust 79 tillögur að nafninu Vátryggingafélag Islands hf.. Vinn- ingshafinn er Gunnar Gunnarsson búsettur að Sunnuflöt 3 í Garðabæ. Hann hlýtur 200 þúsund krónur í verðlaun. jkb JL húsið við Hringbraut. Tímamynd Pjetur. Stúdentaráð hugleiðir að koma upp stúdentagarði fyrir einhleypinga vestur í bæ og víðar. Skipulagsyfirvöld borgarinnar velviljuð því að JL húsið verði: Stúdentagarður við Hringbraut Á fundi borgarráðs á þriðjudaginn var kom fram að ráðagerðir eru uppi um að breyta tveim hæðum í húsi Jóns Loftssonar við Hringbraut í leiguherbergi og litlar íbúðir, eink- um ætlaðar stúdentum og námsfólki. Hugmyndin fékk góðan hljóm- grunn hjá borgarráðsmönnum enda hefur verið hörgull á húsnæði af þessu tagi í borginni. Jón Loftsson framkvæmdastjóri og fulltrúi eigenda hússins sagði Tímanum að fulltrúar stúdenta hefðu sýnt húsinu áhuga í þessum tilgangi en ekkert hefði verið endan- lega ákveðið. Jón Loftsson hf. hefði engar fyrirætlanir um að stunda sjálft rekstur leiguhúsnæðis af þessu tagi. Eiríkur Ingólfsson framkvæmda- stjóri Stúdentaráðs sagði að rétt væri að leitað hefði verið eftir því hvort hluti JL hússins væri falur til að breyta honum í stúdentagarð fyrir einhleypinga, þar sem mikil eftir- spurn væri eftir slíku húsnæði. Kannaðir hefðu verið jafnframt ýmsir aðrir möguleikar og litist mönnum almennt vel á JL húsið. Ýmsir aðrir möguleikar kæmu til greina, en þetta væri stærsta einingin sem um væri að ræða. Engar samn- ingaviðræður væru þó hafnar og því allt of snemmt að segja til um hvort JL yrði stúdentagarður. Málið hefði þó verið lagt fyrir skipulags- og byggingayfirvöld borg- arinnar og þar sem undirtektir þeirra væru jákvæðar væru menn því að byrja að velta fyrir sér hvort hag- kvæmt verður fjárhagslega að nýta húsið í þessum tilgangi. Endanlegrar niðurstöðu væri þó ekki að vænta í náinni framtíð. -sá Úrval keypti Úifar Ferðaskrifstofan Úrval hefur fest kaup á Ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsen h.f. Ferðaskrifstofa Úlfars verður rekin sem sjálfstæð rekstrareining. Halldór Bjarnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri en hann hefur síðastliðin tvö ár starfað sem deildarstjóri hjá Flugleiðum og séð um tengsl við erlendar ferðaskrifstofur auk skrifstofa Flugleiða erlendis. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.