Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 14. febrúar 1989 Þriðjudagur 14. febrúar 1989 Tíminn 11 Samvinnuskólinn Bifröst Undirbúningsnám á Bifröst Frumgreinadeild Samvinnuskólans veitir undirbúning fyrir rekstrar- fræðanám á háskólastigi. Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám áframhaldsskólastigi án tillits til námsbrautar t.d. í iðn-, vél-, verkmennta-, fjölbrauta-, mennta-, fiskvinnslu-, búnaðar-, sjómanna- eða verslunarskóla o.s.frv. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvugreinar, enska, íslenska, stærðfræði, lögfræði, félagsmálafræði og samvinnumál. Námslýsing: Áhersla lögð á sjálfstæð raunhæf verk- efni auk fyrirlestra og viðtalstíma o.fl. Námstími: Einn vetur frá september til maí. Aðstaða: Heimavist, fjölskyldubústaðir, skólaheimili, félagsaðstaða og mötuneyti á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.s.frv. Barnagæsla á staðnum. Kostnaður: Fæði, húsnæði, þjónusta og fræðsla áætluð um 27.000,- kr á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með persónulegu bréfi til skólastjóra Sam- vinnuskólans á Bifröst. Umsókn á að sýna persónuupp- lýsingar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og upplýsingar um fyrri störf. Ekki sérstök umsóknareyðublöð. Veitt er innganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Námið hentar jafnt konum sem körlum. Allt að 20 umsækjendur hljóta skólavist í Frumgreina- deild. Umsóknir verða afgreidar 25. apríl og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Miðað er m.a. við reglur um námslán. Samvinnuskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi, sími 93-50000 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Rafmagnsveitu Reykjavík- ur, óskar eftir tilboðum í steyptar hlífðarhellur fyrir jarðstrengi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 21. febrúar 1989, kl. 15.00. Athugið leiðrétt auglýsing. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Áfram Forum Landssamband framsóknarkvenna og kvenfélagasamband íslands halda sameiginlegan fund um störf kvenna í dreifbýli að Hallveigar- stöðum 16. febr. n.k. kl. 20. Fundur þessi er einn í fundaröð með efni frá Nordisk Forum s.l. sumar. Dagskrá: 1. Myndband frá Nordisk Forum. 2. Bjarney Bjarnadóttir rifjar upp efni frá LFK á Forum. 3. Ulla Magnusson flytur erindi sem nefnist: Konur hver er markaður- inn fyrir okkur? 4. LitskyggnurfráKÍ umkonurogsmáfyrirtækisemsýntvaráForum. Kaffiveitingar. Allir velkomnur og konur sem fóru til Noregs með LFK sérstaklega hvattar til að mæta með gesti. Stjórn LFK Borgnesingar nærsveitir Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 17. febrúar kl.20.30. Framsóknarfélag Borgarness. lllll- ÍÞRÓTTIR iÞRÓTTIR Enska knattspyrnan: Einvígi Arsenal og Norwich framundan Arsenal og Norwich, tvö efstu liðin í 1. deild ensku knattspyrnunn- ar, unnu bæði leiki sína um helgina og eru nú langefst í deildinni. Allt útlit er fyrir einvígi þessara liða um Englandsmeistaratitilinn, en lið Manchester United, sem vann sinn sjötta leik í röð um helgina, gæti sett strik í reikninginn. United er nú komið í 3. sætið, en er 8 og 11 stigum á eftir toppliðunum. Eins og sjónvarpsáhorfendur fengu að sjá um helgina þá vann Arsenal 2-1 sigur á Millwall á útivelli í frekar leiðinlcgum leik. Jimmy Carter kom Millwall yfir á 16. mín. Það var ekki en á 70. mín. að Arsenal náði að jafna er Brian Marwood skoraði. Markakóngurinn Alan Smith gerði síðan sigurmark leiksins á 80. mín. Robert Fleck var hetja Norwich um helgina. Hann gerði sigurmarkið gegn Derby County á 52. mín. Newcastle þokaði sér upp úr botn- sætinu með því að leggja Coventry að velli á Highfield Road 1-2. John Henrie og Mirandinha gerðu mörk Newcastle og þeir sáu einnig um að skora fyrir Coventry, því Daninn Frank Pingel gerði sjálfsmark í síðari hálfleik. Manchester United vann sinn sjötti sigur í röð í deildinni er liðið mætti Shcffield Wednesday. Brian McClair gerði bæði mörk liðsins, eitt í hvorum hálfleik, í 2-0 sigri liðsins. John Fashanu gerði sigurmark Wimbledon gegn Aston Villa rétt fyrir leikhlé. Allt gengur á afturfót- unum hjá Aston Villa þessa dagana. Jafntefli varð í öðrum leikjum í 1. deild. Úrslití l.deild: Coventry-Newcastle........ Millwall-Arsenal.......... Norwich-Derby............. Nottingham Forest-QPR .... Sheff.Wed.-Manchester Utd.. Southampton-Everton....... Tottenham-Charlton........ Wimbledon-Aston Villa..... 1-2 1-2 1-0 0-0 0-2 1-1 1-1 1-0 Úrslit í 2. deild: Birmingham-Bournemouth .. 0-1 Bradford-Plymouth.......... 1-1 Brighton-Leicester......... 1-1 Chelsea-Swindon............ 3-1 Crystal Palace-Blackburn .. 2-2 Hull-Shrewsbury............ 3-0 Manchester City-lpswich ... 4-0 Oxford-Portsmouth.......... 1-0 Stoke-Oldham............... 0-0 Handknattleikur: Brotlending hjá Saab Frá Ásgeiri Heiiari Pálssyni iþróttafrétta- manni i Sviþjói: Það var leikur kattarins að mús- inni, þegar Cliff og Saab mættust í „Alsænskan" í handknattleik á sunnudagskvöldið. Lokatöiur leiks- ins urðu 28-19 Cliff í vil, en 8 mörk skildu liðin í hálfleik. Ronnie Carlsson markvörðurCliff átti allan heiðurinn að sigrinum. en hann lokaði markinu strax á fyrstu mínútunum. Þorbergur Aðalsteins- son var markahæsti leikmaður Saab, en hann skoraði 5 mörk. Þorbergur fær mikið hrós í sænsku morgun- blöðunum, er jafnvel skrifað að hann sé einn besti leikmaðurinn í sænskum handknattleik í dag. Eftir leikinn er Saab í fjórða neðsta sæti með 10 stig, tveimur stigum ntcira en Koppskultur sem er í þriðja neðsta sætinu. Til gamans má geta þess að sumir í Svíþjóð segja nú að brotlending Saab liðsins í leiknum hafi veriö táknræn. Orystuþota af gerðinni JAS frá Saab verksmiðjunum brot- lenti nýlega, en Saab liðið auglýsir einmitt þotuna á búningum sínunt. Gunnar Gunnarsson og félagar í IFK Málmö léku gegn Katrineholm á útivelli. Katrineholm sigraði í leiknum, sem var æsispennandi, með 22 mörkum gegn 21. Gunnar átti ágætan leik og gerði 4 mörk. Staða Málmö er vægast sagt léleg, en liðið er í næst neðsta sæti með 7 stig en á einn leik til góða á Kroppskultur. ÁHP/BL Fresta varð stjörnuleiknum Stjörnuleiknum í körfuknattleik sem vera átti í Keflavík á sunnudags- kvöld var frestað vegna veðurs. Rcynt verður að hafa leikinn eftir 2 vikur, eða sunnudaginn 25. febrúar. Sauðkrækingarnir Valur ingi- mundarson og Eyjólfur Sverrisson, ásamt Haraldi Leifssyni sem keppa átti í troðkeppninni, komust ekki suður og veðurútlit á Suðurnesjum var það slæmt á sunnudaginn að ákveðið var að fresta leiknum. Það var kannski eins gott, því skömmu eftir að leiknum var frestað fór rafmagnið af Suðurnesjum. „Það stefnir í algjört óefni hjá okkur út af öllum þessum frestunum. Veðrið er aldrei verra en á sunnu- dögum, þegar flestir kappleikirnir eiga að fara fram.“ sagði Kolbeinn Pálsson formaður Körfuknattleiks- sambands íslands í gær. BL Sunderland-Walsall ....... 0-3 Watford-Leeds ............ 1-1 WBA-Bamsley............... 1-1 Úrslit í 3. deild: Bolton-Swansea.............. 1-0 Brentford-Chester........... 0-1 Bristol City-Gillingham.... 1-0 Cardiff-Sheffield Utd....... 0-0 Chesterfield-Notts County .. 3-0 Huddersfield-Port Vale..... 0-0 Mansfield-Southend......... 4-0 Northampton-Blackpool .... 4-2 Preston-Bristol Rovers..... 1-1 Reading-Bury................ 1-1 Wigan-Aldershot............. 2-1 Wolves-Fulham............... 5-2 Úrslit í 4. deild: Cambridge-Hartlepool ..... 6-0 Colchester-Burnley ........ 2-2 Darlington-Leyton Orient ... 1-3 Hereford-Lincoln........... 3-2 Rocdale-Grimsby............ 0-2 Rotherham-Carlisle ........ 2-1 Scunthorpe-Exeter.......... 2-0 Stockport-Crewe ........... 0-1 Torquay-Scarfoorough ...... 0-1 Tranmere-Halifax........... 2-0 Wrexham-Doncaster.......... 1-1 York-Peterborough.......... 5-1 Staðan í 1. deild: Arsenal.......... 23 15 5 3 60-24 60 Norwich.......... 24 13 8 3 36-25 47 Man. United...... 24 10 9 5 34-19 39 Nott. Forest..... 24 9 11 4 34-26 38 Coventry......... 24 10 7 7 33-25 37 Liverpool........ 23 9 9 5 30-20 36 Millwall......... 23 10 6 7 35-30 36 Derby............ 23 10 5 8 26-18 35 Everton.......... 23 8 8 7 28-25 32 Wimbledon........ 23 9 5 9 27-30 32 Middlesbrough .... 23 8 6 9 30-35 30 Aston Villa...... 24 7 8 9 33-37 29 Tottenham ....... 24 6 9 9 34-36 27 Southampton ...... 4 6 9 9 36-46 27 Luton............ 23 6 8 9 26-29 26 QPR.............. 24 6 7 11 24-24 25 Charlton ........ 24 5 9 10 26-35 24 Sheff. Wed....... 23 5 8 10 18-33 23 Newcastle........ 24 5 6 13 21-43 21 WestHam.......... 23 4 5 14 20-41 17 Staðan í 2. deild: Chelsea .. . 28 15 3 4 59-29 54 Man. City . . . 28 15 8 5 43-24 53 Watford , . . 28 14 6 8 42-29 48 Blackburn . . 28 14 6 8 46-40 48 W. Bromwich . . . ... 28 12 10 6 46-27 46 Bournemouth . . . . . 28 13 4 11 31-32 43 Crystal Palace . . .. 27 11 9 7 43-35 42 Barnsley . . 28 11 9 8 39-37 42 Leeds . . 28 10 11 7 34-26 41 Stoke . . 28 11 8 9 34-44 41 Sunderland . . 28 10 10 8 36-32 40 Ipswich . . 28 12 4 12 42-39 40 Portsmouth . . 28 10 8 10 37-35 38 Hull . . 28 10 8 10 39-39 38 Swindon , .. 27 9 10 8 38-35 37 Plymouth . . 28 10 7 11 36-40 37 Leicester . . 28 9 10 9 34-38 37 Oxford . . 28 9 6 13 42-43 33 Bradford . . 28 7 11 10 28-34 32 Brighton .. 28 8 6 14 39-46 30 Oldham . . 28 6 10 12 42-46 28 Shrewsbury .. . . .. 28 4 11 13 22-43 23 Birmingham . . . . . . 28 4 7 17 19-51 19 Walsall . . 28 3 8 17 24-51 17 Teitur Örlygsson átti stórleik með Njarðvíkurliðinu um helgina, en liðið er komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Hér er hann ásamt bróður sínum Sturlu sem einnig er kominn í undanúrslitin með ÍR-liðinu sem hann þjálfar. Körfuknattleikur: ÍR í undanúrslit ÍR-ingar voru ckki í neinum vandfæðum með að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í körfuknattlcik á laugardaginn þegar liðið lék gcgn Breiðabliki. Þessum síðari leik liðanna lauk með 107-47 sigri ÍR-inga, sem unnu fyrri leikinn á þriðjudag í síðustu viku 119-65. Samtals unnu ÍR-ingar því 226-112. Leikurinn á laugardag var eiustefna allan tímann eins og töiurnar gefa til kynna. í hálflcik var staðan 60-24 og í síðari hálfleik varð engin brcyting á. Björn Steffensen átti stórleik með ÍR og skoraði 38 stig. Björn hitti mjög vel í leiknum og sýndi skemmtileg tilþrif á köflum. Ein karfan sem Björn skoraði var sannkölluð sirkuskarfa. Björn fékk knöttinn í loftinu og blakaði honum aftur fyrir sig í körfuna eins og hann hefði æft slík skot í lengri tíma. Jón Öm Guðmundsson átti einnig góðan leik hjá ÍR. Ásgeir Hallgrímsson skoraði mest fyrir Breiðblik 12 stig, en Ölafur Adolfsson gerði 10 stig. ÍR-ingar eru nú komnir í undanúrslit bikarkcppn- innar í körfuknattleik þriðja árið í röð. BL Tindastóll og KR á fimmtudag Leik Tindastóls og KR i 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik, sem vcra átti á Sauðásrkróki á laugardag, var frestaö vegna ól'ærð- ar. Leikurinn hefur verið settur á að nýju á flmmtudagskvöld kl. 20.00. Dregið verður i 4-liða úrslitunum fljótlega, jafnvel á morgun, að sögn KKÍ-manna. BL JAFNAR TOLUR • 0DDAT0LUR • HAPPAT0LUR Þetta eru tölurnar sem upp komu 11. febrúar. Heildarvinningsupphæð var kr. 5.558.318,- 1. vinningur var kr. 2.559.202,- Einn var með fimm tölur réttar. Bónusvinningur (fjórar tölur + bónustala) var kr. 444.368,- skiptist á 2 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 222.184,- Fjórar tölur réttar, kr. 766.458,-, skiptast á 147 vinningshafa, kr. 5.214,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.788.290,- skiptast á 4.330 vinningshafa, kr. 413,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. o 1 2 5 Körfuknattleikur: Hörkuspennandi bikarleikur UMFN sigraði Hauka 101-80 ■ 8-liða úrslitum bikarkcppninnar í körfuknattlcik í Njarðvík á laugar- dag. Haukar sigruðu ■ fyrri leik liðanna 90-80 og eru UMFN því komnir í 4-liða úrslitin ásamt b-liði félagsins, ÍR og annaðhvort Tinda- stól eða KR. Leikurinn var hraður og spenn- andi frá fyrstu mínútu til loka. Fyrri hálfleikur var jafn framan af og skiptust liðin á að hafa forystu. Teitur Örlygsson var hreint óstöðv- andi í þeim hálfleik og skoraði 29 stig, þar af 5 þriggja stiga körfur, ásamt því að taka mikið af sóknar- fráköstum og spila uppá samherja. Um miðjan hálfleikinn fóru Njarð- víkingar að pressa Haukana og gekk það upp, sér í lagi eftir að Haukar urðu fyrir því áfalli á 16. mín. fyrri hálfleiks að missa Henning Henn- ingsson, einn af þeirra bestu mönnum, út af meiddan. Henning meiddist á ökkla og óvíst er hvort hann leiki meira með liðinu í vetur. Njarðvíkingar breyttu jafnri stöðu í 13stiga forystu þeim í hag í háfleik. í síðari hálfleik náðu Njarðvíking- ar 20 stiga forystu, 72-52, og virtust öryggir áfram, en Haukamenn voru ekki á því að gefast upp og minnk- uðu muninn í 10 stig 81-71 og 83-73. Þá kom góður kafli hjá Njarðvíking- um og skoruðu þeir 14 stig gegn tveimur stigum Hauka. Þeir náðu 24 Hvalrengi 515kr.kg Bringukollar 295 - Hrútspungar 590 _ Lundabaggar 570 - Sviðasulta súr 695 _ Sviðasulta ný 821 _ Pressuð svið 720 - Svínasulta 379 - Eistnavefjur 490 - Hákarl 1.590 - Hangilæri soðið 1.555 - Hangifrp.soð. 1.155 - Úrb. hangilæri 965 - Úrb. hangifrp. 721 Harðfiskur 2.194 _ Flatkökur 43 kr. Rófustappa 130 kr.kg Sviðakjammar 420 - Marineruð síld 45flakið Reykt síld 45kr.stk. Hverabrauð 78 kr. Seytt rúgbrauð 41 _ Lifrarpylsa 507 kr.kg Blóðmör 427 _ Blandaður súrmatur í fötu 389 - Smjör15gr. 6.70 kr.stk. '• V KjÖfcstöðÍR Glæsibæ ö 68 5168. stiga forystu og sigruðu eins og áður segir 101-80. Teitur Örlygsson átti stórleik sér í lagi í fyrri hálfeik. Helgi Rafnsson tók 30 fráköst í leiknum og geri aðrir betur. Helgi skoraði 15 stig frá miðjum síðari hálfleik til loka leiks- ins. Annars stóð liðið sig vel og barðist vel. Hjá Haukum vakti ungur og stór- efnilegur strákur, Jón Arnar Ingv- arsson, athygli sér í lagi í fyrri hálfleik. Henning var góður meðan hans naut við. Pálmar var drjúgur að venju og skoraði 5 þriggja stiga körfur, Njarðvíkingar voru oft með 2 menn á honum og þá losnaði um hina. Dómarar voru Gunnar Valgeirs- son og William Jones. Stigin; UMFN: Teitur 39, Helgi 15, Kristinn 11. ísak 11, Hreiðar 10, Friðrik Rúnars. 9, Friðrik Ragnars, 4 og Alexander Ragnarsson 2. Haukar: Pálmar 19, Jón Arnar 16, Tryggvi 16, Henning 11, ívar 8, Ingimar 6 og Reynir 4. MS/BL Vetur í Portúgal Ferðaskrifstofurnar EVRÓPUFERDIR, RATVÍSog FERÐAVAL bjóða ykkur upp á 4, 6, 8 og 10 vikna ferðir til Portúgal í vetur. Hægt er að velja um gistingu á Madeira, í Aigarve eða á Lissabon-ströndinni. Verð frá kr. 53.200,- Einnig standa ykkur til boða styttri ferðir (3-30 dagar) með gistingu í íbúðum eða 3 til 5 stjörnu hótelum víðsvegar um Portúgal. Þið getið heimsótt heimsborgirnar Lissabon og London í einni ferð, spókað ykkur á strönd Algarve eða leikið golf á einhverjum bestu golfvöllum Evrópu. Þeim sem vilja hvílast og slappa af í fögru umhverfi býöst úrval af gististöðum á hinni margrómuðu eyju Madeira. Golfhótel við 7 úrvals golfvelli í Algarve. Vallargjöld á sérstaklega lágu verði. SUMARBÆKLINGURINN ER KOMINN ~ evrópuferðir {rams FERmmvAL hf KLAPPARSTÍG 25-27 -- TRAVEL AGENCY N3JJ7 1 upp í 10 vikur Lissabon Algarve Madeira Golfferðir 101 REYKJAVÍK, SÍMI628181. Tmvel HAMRAB0RG1-3,200 KÓPAV0GUR SÍMI641522 HAFNARSTRÆTM8. 101 REYKJAVÍK, SÍMI 14480. I I Skil á staðgreiðslufé: EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR 'a9< ^ f' t cka' '<'na L tiV4$s\°ös ... Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.