Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 20
 AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 NUTIMA FLUTNINGAR Hatnorhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 IBBBBRÉFAMBSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 ÖNNUMST SMÍÐI OG VIÐHALD LOFTRÆSri- KERFA OG ALLA ALMENNA BLIKKSMÍÐI bdbMMmsp Vagnhöfða 9,112 Reykjavík S 68 50 99 NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR Tíniiim ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 Fjármálaráðuneytið tekur upp skattleysismörk á alkóhóli: BJÓRDRYKKJUMENN FÁ UM 50% SKATTAFSLÁTT Um leið og fjármálaráðuneytið ákvað verðhækkun á öllu áfengi sem þegar fæst í ríkinu.tók það upp nýjar reglur um skattlagningu á áfengi sem fela í sér að nær helmingur alls alkóhóls í sterkum bjór verður innan „skattfrelsismarka“ - sem leiöir til um þriðjungs verð- lækkunar á bjór frá því sem áður hafði verið ákveðið. Þeir sem áfram kjósa vodka eða brennivín fá aftur á móti aðeins skattafslátt af 5% af því alkóhóli sem þeir drekka. Af frétt frá fjármálaráðuneyt- inu má ráða að „skattafslátt" á bjór sé fyrst og fremst ætlað að auka hollustuhætti og þar með heilbrigði landsmanna, eða eins og segir m.a. í frétt ráðuneytisins: „Mcð þessari stefnubreytingu er gerð tilraun til þess að hafa áhrif á neysluvenjur í samræmi við ríkjandi viðhorf í heilbrigðis- málurn og breyttar áherslur víða um heim varðandi hollustu og lifnaðarhætti". Þess er hins vegar ekki getið hvort ráðuncytið telur „skattafs- láttinn" stuðia að tvöfalt mciri bjórdrykkju en ella, þannig að áætlanir nýrra fjárlaga um 1.000 milljóna tekjur af bjórsölunni standist eftir sem áður. Til þessa hefur þeirri reglu verið fylgt við verðlagningu áfcngis, að skattur hefur verið jafn hár á hvern lítra hreins vínanda án tillits til þess í hvaða áfengistegund hann er. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að fyrstu 2,25% vínandans verði ávallt inn- an skattleysismarka, óháð því hve sterkir drykkirnir cru. Sam- kvæmt því verður helmingur alls alkóhóls skattfrjáls í 4,5% sterk- um bjór, fjórðungur alkóhólsins í 9% borövíni, en aðcins rúmlega 5% hreins alkóhóls í 40% sterku brennivíni eða vodka. Verð á íslensku brennivíni var í gær hækkað um 30% og á öðru sterku áfengi um 11-14%. Verð léttra vína hækkaði almennt um 7-10%. Skattafslátturinn hefur hins vegar í för með sér að dós af erlendum bjór mun kosta 100- 115 krónur og af íslcnskum bjór innan við 100 krónur. Þetta er mun lægra en „gangverð" hefur verið á smygluðum bjór, enda um allt að þriðjungs verðlækkun IfSjS ||| m II 111 nm m að ræða frá því sem áður var ákveðið. Fjármálaráðuneytið bendir á hversu mjög það hcfur haldið að sér höndum um verðhækkanir á áfengi. Þannig hafi verð á áfengi og tóbaki aðeins verið hækkað um 5% frá því í janúar 1988 á sama tíma og yfir 30% verðhækk- un hefur orðið á erlendum gjald- miðlum vegna fimm gengisfell- inga á rúmlega ári og vísitala framfærslukostnaðar hefur hækk- að um 20%. Verð á tóbaki var hækkað meira en áfengisverð, eða um 15,3% að meðaltali, en meðal- hækkun áfengis var 11,5%. -HEI Auðsholt í Biskupstungnahreppi: íbúðarhús brann Á finimbýlinu Auðsholti í Bisk- upstungnahreppi gjöreyðilagðist Auðsholt 1 í bruna í fyrradag. Allt heimilisfólk er heilt á húfi þótt íbúðarhúsið sé talið ónýtt vegna bruna, reyk- og vatnsskemmda. Eldsins varð fyrst vart á sjötta tímanum. Eldsupptök eru ókunn en hallast menn helst að því að eldingu hafi lostið niður í húsið, svo snögg- lega gaus eldurinn upp. Til að byrja með var eldurinn laus í lofti hússins og þaki sem er úr timbri. Síðan breiddist hann út um húsið sem er hlaðið en gólf þess eru einnig úr timbri. Slökkvistarfið gekk vel og tókst að bjarga útihúsunum þó að vindátt- in, sem var að vestan með hvössum éljum, hafi staðið á þau. Slökkviliðið kom frá Flúðum sem eru í tólf kílómetra fjarlægð frá Auðsholti. jkb íslenskar getraunir: FEKK 4,5 MILLJONIR Potturinn í íslenskum getraunum var þrefaldur um helgina, þar sem fyrsti vinningur gekk ckki út næstu tvær vikur á undan. í fyrsta vinning voru 4.246.978 kr. og vinningurinn gekk út þar sem ein röð kom fram með 12 rétta. Milljónamæringurinn nýríki vill ekki láta nafns síns getið, en hann er einn af aðstandcndum ROZhópsins í hópleik getrauna. Hann keypti seðilinn, sem er opinn kerfisseðill, í Skalla í Hraunbæ kl. 14.32 á föstu- daginn og studdi Fram í leiðinni. Sá heppni var einnig með 10 raðir með 11 rétta, en fyrir hverja slíka röð fást 28.086. kr. í vinning. Það verða því alls 4.527.838 kr. sem koma í lilut þess heppna. 33 raðir komu fram með 11 leiki rétta að þessu sinni, en úrslit um helgina voru óvænt og mikið um jafnteflisleiki. BL Hraöfrystihús Ólafsfjarðar kaupir Magnús Gamalíelsson hf.: Kaupverð 100 milljónir kr. Síðasta sunnudag undirrituðu Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf. og Hraðfrystihús Magnúsar Gama- líclssonar samning um að hið fyrr- nefnda keypti eignir þess síðar- nefnda á 100 milljónir króna. Sameiningin er fyrst og fremst til hagræðingar í rekstri og til að geta staðið betur útávið að sögn Gunn- ars Þórs Magnússonar stjórnarfor- manns Hraðfrystihúss Ólafsfjarð- ar, en húsið keypti Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar, sem rak auk frystingarinnar rækjuverk- smiðju og saltfiskverkun. Áð sögn hans er nú beðið eftir aðgerðum frá hendi stjórnvalda er skapi fisk- vinnslunni í landinu rekstrargrund- völl, en lauslega áætlað taldi Gunn- ar að tap vinnslunnar væri um 10%. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar og Hraðfrystihús Magnúsar Gama- líelssonar ráku saman togarann Ólaf Bekk, en skortur á hráefni hefur háð starfsemi húsanna tveggja. Nokkurt atvinnuleysi er nú á Ólafsfirði og óvíst er um framhald á rekstri vinnslunnar í landi. - ág

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.