Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 14. febrúar 1989 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason SteingrlmurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 Stórhríðadansinn Veðurguðirnir hafa verið svolítið erfiðir við okkur að undanförnu og valdið töfum á umferð og rafmagnsleysi. Þótt snjór hafi verið t.d. meiri veturinn 1984, virðist eins og nú gangi meira á, og á það rót að rekja til stöðugra storma sem ná oftar en ekki tíu vindstigum og þar yfir. Þrátt fyrir veðurfarið hefur tekist að halda vegum opnum á aðalleiðum að mestu. Þetta ber að þakka framkvæmdum í vegagerð á liðnum árum, en þær hafa þýtt að vegir eru nú mikið hærri en þeir voru og verjast því miklum snjó betur en áður. Engu að síður búum við í landi, þar sem eðlilegt er að vegir lokist á þessum árstíma. En sá ávinningur sem unnist hefur í vegagerð kemur m.a. fram í því hvað vegir á aðlleiðum eru lengi færir þrátt fyrir langvarandi ótíð. í miðjum þeim veðraham sem nú gengur yfir verða einstaklingar og hópar eðlilega fyrir nokkrum töfum og áföllum. Slíkt hefur samt ekki reynst lífshættulegt nema í einu tilfelli, og ber það nokkurn vott um þá veðurhörku sem ríkt hefur. Hingað berast lægðir á færibandi og hefur fylgt þeim fárviðri oftar en einu sinni. Þá er í raun lífshættulegt að vera úti við, eins og komið hefur á daginn. Engu að síður leggja menn ekki niður bílferðir og virðast láta sig einu skipta hvort þeir fjúka út af vegum eða stranda í sköflum. í svörtum byl þegar varla sést fram fyrir bílinn skiptir miklu máli að vegir séu vel merktir. Þrátt fyrir þéttar merkingar á vegbrún- um skortir mikið á að þær hafi komið að gagni í þeim veðrum sem nú hafa gengið yfir. Þær þurfa að vera helmingi þéttari þar sem þær eru þéttastar nú til að sjáist til leiðar. Pá hefur enga þýðingu að merkja til vetrarvega með einu skilti uppi á mel, þegar engin leið er að sjá hvar sveigja á út á vetrarveginn. Úr þessu er auðvelt að bæta með nokkurri fyrirhyggju og vitneskju um hvað dimmt getur orðið fyrir sjónum á vetrarleiðum. Að öðru leyti sýnir umferðin í gegndarlausum stórhríðum hvað við erum í raun vel búin til að mæta hörðum vetri. Það er gleðilegur vottur þess hve góður búnaður hefur fært okkur lengra burt frá því að þurfa að láta undan harðri vetrartíð. Hins vegar virðist eins og á einu sviði geti stórhríðar troðið sér inn að gafli á hverju heimili. Nú hefur orðið rafmagnslaust víða um land og einstaka byggðir ekki haft rafmagn svo dögum skiptir. Þessu fylgja mikil óþægindi, enda treyst á rafmagn til upphitunar og matargerðar. Það er því þörf á því að finna leiðir til að minnka áhrif veðurs á rafmagn til að draga úr hættunni á því, að fólk megi eiga von á myrkri og kulda hvenær sem stórhríðar gerir. GARRI Nýr blaðamaður Nú hefur nýr blaðamaður teklð til starfa hjá Morgunblaðinu. Nefn- ist hann Þorsteinn Pálsson og var einu sinni forsætisráðherra. Hann skrifar núna reglubundið greinar i blað sitt um pólitík, þá síðustu á laugardaginn var. í þessari síðustu grein sinni kem- ur blaðamaðurinn nokkuð víða við, en meðal annars víkur hann þar að vaxtamálum. Segir hann þar meðal annars orðrétt að „lækkun vaxta er augljóslega eitt af mikil- vægustu markmiðum sem keppa þarf að um þessar mundir.“ Máski finnst einhverjum að nokkuð sé til í þessu hjá hinum nýbakaða blaðamanni. En þó má vera að einhverjir vilji segja að hér sé dálítið seint gripið í hann, hérna þið vitið. í öðru blaði nú um helgina las Garri að pólitískt minni fólks væri talið vera þrír inánuðir. Það skyldi þó ekki vera að þetta hafí blaðamaðurinn nýi líka heyrt og hagi skrífum sínum eftir því? Glæsileg kúvending Með pólitísku minni mun vera átt við það hvað lengi cinhvcrjir sérfræðingar úti í bæ telji að al- mennir blaðalesendur svona upp til hópa muni það sem hefur verið að gerast í pólitíkinni. Með öðrum orðum á fólk þá sanikvæmt því að vcra húið að gleyma öllu núna sem gerðist í pólitíkinni fyrir nóvember- byrjun. Og má vera að nýi blaöa- maðurinn skrifi út frá þeirri teóríu. Þannig er svo að sjá að hann gangi út frá því sem vísu að núna séu allir búnir að gleyma þciin erííðlcikum sem samstarfsflokkar sjálfstæðismanna í ríkisstjórn Þor- steins nokkurs Pálssonar áttu við að stríða sitt hvoru megin við mitt síöasta ár. Svo er líka að sjá að sá hinn sami Þorsteinn sé núna búinn að kúvenda glæsilcga frá því í fyrrasumar. Sem blaðamaður vill hann núna lækka vexti. Seni for- sætisráðherra vildi hann þá alls ekki lækka vexti. En kannski er bara batnandi manni best að lifa. Framsóknarmenn og alþýðu- flokksmenn lentu ncfnilega í hrein- ustu vandræðum i þessari ríkis- stjórn. Ástæðan var sú að sjálf- stæðismcnn voru ófáanlegir til að hreyfa við vöxtunum. Þeir vildu halda þcim háum og harðncituðu að hnika við þeim. Samstarfsflokk- arnir fengu þar engu breytt. Af- leiöingin varð svo sú að undir- stöðugreinar þjóðarinnar voru mergsognar og stefndu beint í gjaldþrot. Þetta gat ekki lcitt til annars en að sanistarfínu um stjórnina yrði hætt. Ný ríkisstjórn lækkaði svo vextina, og siðan ber stjórnendum fyrirtækja í undirstöðugreinunum og landsbyggöarverslun sanian urn aö öll rekstraraðstaða þeirra hafi gjörbreyst til batnaöar. Fyrirtæki í sárum Það var þannig frjálshyggjan, sem undanfariö hefur tröllriðið Sjálfstæðisflokknum, sem þarna var á góðri leið með að ríða þjóðarbúinu á slig. Sjálfstæðis- menn stefndu þarna beint að því að efna til eins allsherjar gjaldþrots hjá allrí fiskvinnslu og verslun utan Stór-Rcykjavíkursvæðisins. Því vildu hinir flokkamir ekki una. Sem fyrrverandi forsætisráð- herra ber blaðamaöurinn Þor- steinn Pálsson fulla ábyrgð á því að hér var allt að fara í kaldakol á miðju síöasta árí. Og það er rangt hjá honum ef hann vill halda þvi fram að núna sé brýnasta verkefnið að lækka vexti. Það er búið að leysa það mál, en núna þarf hins vegar að halda áfram. Fyrirtækin úti um allt land standa núna svo illa í kjölfar vaxta- stefnu frjálshyggjunnar að nú verð-' ur hvað sem það kostar að skapa þeim rekstrargrundvöll. Núna þuría þessi fyrirtæki, hvort sem er í verslun, fískvinnslu eða annarri úrvinnslu, að fá nokkur ár til að byggja aftur upp eigið fé sitt. Þau þurfa fríð til að láta sárin gróa svo að aftur fari að verða hægt að reka þau með eðlilegum og heilbrigðum hætti. Það segir sig sjálft að það er engin leiö til lengdar að reka fyrirtæki þannig að allt sé í rauninni á hvínandi kúpunni og aldrei sé vitað fyrir hvort hægt verði að greiða laun og reikninga morgun- dagsins. Nýi blaðamaðurinn skildi nefni- lega þannig við fyrra starf sitt að mcginþorri fyrírtækja á lands- byggðinni er í sárum eftir. Af- leiðingarnar eigum við meðal ann- ars eftir að sjá í vor þegar rcikning- ar þessara fyrirtækja fyrir síðasta ár fara unnvörpum að birtast. Hætt er við að þar sjáist víða tölur um bullandi tap og að breið skörð hafí verið höggvin í eigið fé þessara fyrirtækja. Eitt brýnasta verkefnið framundan er að bæta fyrir þessi axarsköft frjálshyggjunnar. Garri. VÍTT OG BREITT Blóði drifin viðskiptabönn Áður en sjávardýraást ofmett aðra borgarbúa magnaðist upp í ofsóknir gegn öllum þeim sem hafa veiðiskap sér til framfæris gerðu Norðmenn út mikla selveiðiflota og þótti harðsóttur atvinnuvegur að drepa sel. Á síðasta ári höfðu fimm skip leyfi til takmarkaðra selveiða og er nú allt útlit fyrir að þeim veiðum verði endanlega hætt. Ástæðan er fyrst og fremst ofur- máttur sjónvarps, sem á vissum sviðum er einráður um skoðana- myndun í heiminum. Strákar og stelpur í sjónvarps- stöðvum leika sér að því að leggja heilar atvinnugreinar og jafnvel landsvæði í rúst eða gera auglýs- ingasnjalla stráklinga eins og Bob Geldof að mannkynsfrelsurum. Það er auglýsingamennskan sem gildir og sá sem kann að spila á tilfinningavelluna leggur heiminn að fótum sér. En góðmennskuna eða illmennskuna verður að sýna í sjónvörpum heimsins, því öðruvísi skilur enginn hvort gott er aðhafst eða illt. Skilningstréð er nefnilega rækt- að í sjónvarpsstöðvunum og þeir einir sem þar hafa stöður fá að eta af því. Ofboðsleg eftirspurn Eftirlitsmaður með selveiðum Norðmanna komst að því að sel- fangarar fóru ekki að öllu eftir settum reglum við að aflífa sel á norðurslóð. Lítt var á athugasemdir hans hlustað og svo fór að hann seldi útlendri sjónvarpsstöð mynd- bandsspólu af selveiði í Norður-ís- hafinu. Selurinn er rotaður og skorinn. Sú aðferð og svipaðar hafa verið viðhafðar við selveiði um öll norðurhöf og norðlægar byggðir síðan löngu áður en sögur hófust. Þetta er allt á spólu eftirlitsmanns- ins. Þegar kópadrápið hafði verið sýnt í einni lítilli sjónvarpsstöð flaug fiskisagan svo ört um heiminn að þegar næsta dag voru sjónvarps- stöðvar um víða veröld búnar að panta eintak og sýningarrétt. íslensku sjónvörpunum bar skylda til að sýna útdrætti þegar næsta dag í fréttatímum og voru börn vöruð við að horfa á frétta- tímana. Var engu líkara en að hjólsag- armorðinginn bandóði væri orðinn aðalfréttaefnið. Miklar fréttir bárust þegar af mikilli eftirspurn eftir seladráps- spólunni og jafnframt að símalínur í norsk sendiráð og sjónvarps- stöðvar væru rauðglóandi. Sömu viðbrógð Þegar í stað hófust miklar hótan- ir um viðskiptabann á norskar vörur og útflytjendur heimtuðu að selveiðum yrði þegar hætt. Óðamála fréttaþulir, sem geta líka talað á innsoginu, sögðu frá væntanlegum viðbrögðum í Bandaríkjunum, Englandi, Þýskalandi og yfirleitt allsstaðar, því eftirspurn spólu með norskum selamorðingjum er meiri en eftir nokkru öðru efni í sjónvarpsstöðv- um heimsins. sagt vopn í höndum þrýstihópa og margir stjórnmálamenn eru litlu burðugri í afstöðu sinni til þeirra afarkosta sem þjóðum eru settar með svo róttækri og fjandsamlegri aðgerð sem viðskiptabann er. Æsingurinn í að sýna blóðuga atvinnugrein norskra selfangara er slíkur að færri fá spóluna en vilja. 1 kjölfarið koma svo svokallaðir umhverfisverndarsinnar með illa grundaðar athugasemdir um lífríki sem þeir þekkja af afspurn og venjulegar hótanir, þar sem við- skiptabann og landauðn á veiði- svæðum er efst á blaði. Veiðiþjóðir eiga sífellt undir þyngri högg að sækja og engin vísindi og engin rök megna aiývega upp á móti blóðbaði sjóhvarps- skjáanna, þar sem aflífun og sund- urlimun veiðidýra er pftirsóttara sem sýningarefni en fíest annað. Það eru helst hroðal^g flugslys sem ná svipaðri athyglL Dauði lífríkis siávar, þar á meðal sela, af völduiri úrgangsefna og ofnotkunar áborðar í landbúnaði, er umhverfisverndarsinnum sem öðrum áhyggjuefni. En þeim sem spúa eitri út í andrúmsloftið eða í vötn og haf, svo að við stórslysum liggur í lífríkinu, er aldrei hótað viðskiptabanni og þeir menn sem að því standa eru aldrei sýndir að störfum í sjónvörpum. Líklega Alls staðar eru viðbrögðin hin Þykir lítið púður í svoleiðis. sömu, eða öllu heldur væntanleg / En norskir selfangarar og ís- viðbrögð, sögðu fréttamennirnir. /lenskirhvalskurðarmenneruuppá- Viðskiptabann hér og viðskipta- / haldsefni allrar þeirrar maskínu bann þar og afpantanir á sumar- leyfaferðum til Noregs. Það er annars merkilegt af hví- líkri léttúð hinir frjálsu fjölmiðlar tala um viðskiptabönn í frjálsu markaðskerfi Vesturlanda. Það er litið á viðskiptabann eins og sjálf- sem ræður skoðanamyndun og því geta eiturspúandi iðnaðarþjóðir hins frjálsa markaðar sett við- skiptabann á veiðiþjóðirnar í norðri. Þökk sé dramatískum veiðispól- um sjónvarpanna. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.