Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 14. febrúar 1989 Samvinnuskólinn Bifröst Rekstrarfræði á háskólastigi Samvinnuskólapróf í rekstrarfræðum á háskólastigi miðar að því að rekstrarfræðing- ar séu undirbúnir til ábyrgðar- og stjórnunar- starfa í atvinnulífinu, einkum á vegum samvinnu- hreyfingarinnar. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða viðskiptabrautum eða lokapróf í frumgreinum við Samvinnuskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Markaðarfræði, verslunar- og fram- leiðslustjórn, fjármálastjórn og áætlanagerð, starfs- mannastjórn og skipulagsmál, almannatengsl, lög- fræði og félagsfræði, félagsmálafræði, samvinnu- mál o.fl. Námslýsing: Áhersla lögð á sjálfstæð raunhæf verkefni og vettvangskannanir í atvinnulífinu auk fyrirlestra og viðtalstíma o.fl. Námstími: Tveir vetur frá september til maí hvort ár. Aðstaða: Heimavíst, fjölskyldubústaðir, skóla- heimili, félagsaðstaða og mötuneyti á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvu- búnaði o.s.frv. Barnagæsla á staðnum. Kostnaður: Fæði, húsnæði, þjónusta og fræðsla áætluð um 27.000,- kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með persónulegu bréfi til skólastjóra Samvinnuskólans á Bifröst. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skóla- göngu með afriti skírteina og upplýsingar um fyrri störf. Ekki sérstök umsóknareyðublöð. Veitt er innganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulíf- inu. Námið hentar jafnt konum sem körlum. Allt að 20 umsækjendur hljóta skólavist í Rekstrar- fræðadeild. Umsóknir verða afgreiddar25. apríl og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Miðað er m.a. við reglur um námslán. Samvinnuskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi, sími 93-50000. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina nóvember og desember er 15. febrúar n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. 4-' 2 -z- c 2 ■11 ' w Fatahreinsun Tilboö óskast í hreinsun á einkennisfötum lögreglumanna á höfuð- borgarsvæöinu, einnig ullarteppum. Útboðslýsing er afhent á skrifstofu vorri. Tilboö veröa opnuö 24. febrúar 1989 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Það er eins eott að villast ekki í frumskóei ferðatilboðanna áður en lagt er upp í hina eiginlegu frumskóga. Tímamyndir:Pjetur Útsýn kynnir feröa- áætlun sumarsins: FLUG BÍLL OG FRELSI Ferðaskrifstofan Útsýn kynnti væntanlegum viðskiptavinum sínum ferðaáætlun komandi sumars á laug- ardag. í tengslum við kynninguna stóð ferðaskrifstofan fyrir marg- þættri dagskrá fyrir alla fjölskyld- una. Við skrifstofu Útsýnar í Mjódd var boðið upp á skemmtiatriði bæði úti og inni, allan daginn. Var gestum og gangandi gefið kaffi og súkkulaði, auk þess sem starfsmenn kynntu ferðaáætlunina. „Ein merkilegasta nýjungin í þess- ari ferðaáætlun er það sem við köllum: flug, bíl og frelsi,“ sagði Ómar Kristjánsson í samtali við Tímann. Þessi ferðanýjung felst í því að viðskiptavinum er boðið upp á flug til Luxemborgar þar sem bílaleigubíll bíður þeirra. En í stað þess að skila bílnum aftur til Lux- emborgar getur fólk skilið hann eftir á ýmsum stöðum í Evrópu og flogið frá viðkomandi stað heim. Starfs- menn Útsýnar sjá síðan um að koma bílnum til baka, viðskiptavininum að kostnaðarlausu. jkb Þessi ungi herramaður hefur án efa kunnað vel að meta veitingarnar hjá Útsýn á meðan foreldrarnir spáðu í sumarfríið. Janúar nær sólarlaus Frá Veðurstofunni hafa borist þær fréttir að í janúar hafi sólskin mælst aðeins tvær klukkustundir í Reykja- vík. Síðan reglulegar mælingar hófust í júní árið 1923 hafa aldrei mælst færri sólarstundir í janúar. Mjög sjaldgæft er að þær séu færri en tíu og aðeins tvisvar áður hafa þær mælst færri en þrjár, 1933 2,9 og 1985 2,6. Mælingarnar fara þannig fram að,. á þaki húss Veðurstofunnar er gler- kúla sem virkar eins og brennigler. Þegar sól skín samfellt á hana brenn- ir hún mæliblað sem síðan er lesið af. Til samanburðar má geta að með- altal sólskinsstunda í janúar er þrjá- tíu klukkustundir, er þá miðað við árin 1951-1980. En í desember sem að jafnaði er myrkasti mánuðurinn skín sólin að meðaltali tólf klukku- stundir. Við getum þó litið bjartari augum til 174 meðaltals sólskins- stunda júní og júlí sem bætir um betur með 181 sóískinsstund að með- altali. ikb TÓNABÆR 20ÁRA Um þessar mundir eru tuttugu ár síðan Reykjavíkurborg kcypti það húsnæði sem nú heitir Tónabær. Frá árinu 1959 hafði þar verið starfræktur dansstaður undir heitinu Lídó. Þegar Reykjavíkurborg keypti staðinn fékk hann heitið Tónabær og þar var starfræktur dansstaður fyrir unglinga frá 1969 til 1981. Þá var staðnum breytt í félagsmiðstöð fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Auk daglegrar starfsemi sem miðast við það að vera staður sem unglingar geta sótt í frístundum sínum hefur Tónabær verið aðsetur fyrir uppákomur eins og Músiktil- raunir og íslandsmcistarakeppni unglinga í Freestyle dönsum. Þátt- takendur í þessum keppnum hafa verið svo til af öllu landinu, en þær voru fyrst haldnar 1982 og hafa verið árlegur viðburður síðan þá. Danskeppnin fer fram í mars- mánuði og er ráðgert að úrslitin verði 18. mars. Músiktilraunirnar, sem eru hugsaðar sem tækifæri fyrir unga tónlistarmenn til að koma á framfæri frumsömdu efni $ínu, verða á fimmtudagskvöldum í aprílmánuði, en úrslitakvöldið verður föstudaginn 21 .aprfl. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.