Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 19
"Þriöjudagúr 14' fébruár 1989 nnisriiT o?" Tíminn 19 .itvnuo ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Háskaleg kynni leikrit eftir Christopher Hampton byggt á skáldsögunni Les Liaisons Dangereuses eftir Laclos Miövikudag kl. 20.00 2. sýning Sunnudag kl. 20.00 3. sýning Laugardag 25.2. kl. 20.00 4. sýning Kortagestir ath.i Þessi sýning kemur í stað listdans i febrúar. Fjalla-Eyvindur og kona hans leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson Fimmtudag kl. 20.00 Næstsíðasta sýning Föstudag kl. 10.00 Síðasta sýning. Uppselt Þjóðleikhúsið og íslenska óperan sýna: JfljSxnnfíprt ibolfmanne ópera eftir Offenbach Fðstudag kl. 20.00 Laugardag kl. 20.00 Föstudag 24.2. kl. 20.00 Sunnudag 26.2. kl. 20.00 Leikhúsgestir á sýningarnar sem felldar voru niður s.l. sunnudag vegna óveðurs og rafmagnsleysis vinsamlegast hafið samband við miðasölu fyrir fimmtudag. Síðustu sýningar ÓVITAR barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur Laugardag kl. 14.00 Uppselt Sunnudag kl. 14.00 Uppselt Fimmtudag 23.2. kl. 16.00 Laugardag 25.2. kl. 14.00 Fáein sæti laus Sunnudag 26.2. kl. 14.00 Fáein sæti laus Laugardag 4.3. kl. 14.00 Sunnudag 5.3. kl. 14.00 Laugardag 11.3. kl. 14.00 Sunnudag 12.3. kl. 14.00 Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20.00. Simapantanir einnig virka daga frá kl. 10-12. Simi 11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frá kl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltiðog miði á gjafverði. VISA SAMKORT EURO SSF i.i:iKi'f:iA(;a2 22 RKYKIAVlklJR ^ SVEITASINFÓNÍA eftir Ragnar Arnalds Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson I kvöld kl. 20.30 Fimmtudag 16. febr kl. 20.30 eftir Göran Tunström Ath. breyttan sýningartíma Miðvikudag 15. febr. kl. 20.00 Laugardag 18. febr. kl. 20.00. Uppselt Sunnudag 19. febr. kl. 20.00. Uppselt Miðvikudag 22. febr. kl. 20.00 Föstudag 24. febr. kl. 20.00. Uppselt Sunnudag 26. febr. kl. 20.00 Þriðjudag 28. febr. kl. 20.00 Miðasala í Iðnó sími 16620 Miðasalan í Iðnó er opin daglega kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Simapantanir virka daga frá kl. 10-12. Einnig símsala með VISA og EUROCARD á sama tíma. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 21. mars 1989. __________________ I l l NEMENDA LEIKHÚSIÐ ILÐKLISTARSKÖU ISLANDS UNDARBÆ sm 21971 „Og mærin fór í dansinn..." eftir Debbie Horsfield 1 kvöld kl. 20.00 11. sýning föstud. 17. febr. Uppselt 12. sýning laugard. 18. febr. kl. 20.00 Miðapantanir allan sólarhringinn í sima 21971. J - Viö erum búin að búa svo lengi saman aö hennar skoöanir eru orðnar að mínum. Eöa er þaö öfugt elskan? - Og þetta rauða varúöarljós kviknar þegar öll hin varúöarljósin eru ónýt. Rubik-hjónin í draumahúsinu. Töfrateningurinn malaði gull Þó Emo nokkur Rubik hafí á sínum tíma stuðlað að því að hálft mannkynið missti stjóm á skapi sínu, á hann ckki í nokkr- urn erfiðleikum með sofa á nætumar. Þctta er sem sagt maðurinn sem fann upp hinn dæmalausa töfratening sem skapraunaði mörgum fyrir ára- tug eða svo. Háskólakennarinn og arki- tektinn Emo lætur nú fara vel um sig í „Beverly Hills“ Búdap- est-borgar, þar sem hann á fallegt hús, umkringt heilum lystigarði af blómum og ávaxta- trjám. Rubik er lágvaxinn og snag- garalegur náungi sem brosir glettnislega. - Nei, ég fæ engar andstyggilegar hugmyndir á nætumar. Pá sef ég svefni hinna réttlátu, segir hann. Hann hefur heldur ekki mikl- ar áhyggjur af að vera auðkýf- ingur, jafnvel á vestrænan mæli- kvarða í Ungverjalandi. Þar í landi hafa sérfræðingar eins og hann um það bil 90 þúsund krónur í mánaðarlaun, en flaska af góðu kampavíni kostar líka aðeins 90 krónur og verð á matvælum og öðmm nauðsynj- um er eftir því. -Ég hcf aldrei haft sérstakan áhuga á peningum, segir hann blátt áfram. - Þegar þeir fóm að streyma til mín, fannst mér það skrítið en það vandist fljót- lega. Hann setti sér það mark að byggja glæsilegt hús á mæli- kvarða heimalands síns. Þegar hann sá það fyrst, fannst honum það dmngalegt og herbergin allt of mörg og lítil. Emo er viðurkenndur arki- tekt, svo hann hófst handa, reif niður veggi, byggði útskot og setti upp glerveggi. Hann lagði mikla áherslu á að útbúa eld- húsið sem best. - Þegar ég kynntist Agnesi, konu minni, gat hún ekki einu sinni spælt egg, hvað þá meira, segir hann og hlær við. - Ég gat það ekki heldur svo annað hvort okkar varð að læra til að við dæjum ekki úr hungri. Nú er hún slíkursnilldarkokkur, að ég kem heim í hádegismat úr háskólanum á hverjum degi. Bömin ráða ríkjum á effi hæðinni. Þau em 12, ÍO, 6 ára og 9 mánaða, þrjár stúlkur og drengur, sem er mestyngstur. Eldri telpumar búa ekki alveg heima vegna skólanáms en öll bömin eiga hvert sitt herbergi þar. í risastómm bílskúr búa þrír Benzar, en þeir em líka það eina seni hægt er að kalla vemlegan íburð í heimilishald- inu. Auk jx:ss að vera háskóla- kennari, vinnur Emo á eigin arkitektastofu, þar sem hann hannar hús fyrir þá sem hafa ráð á sérhönnuðu. - Við Agnes emm venjulega þreytt á kvöldin, segir Emo. -Því fömm við sjaldan út, en horfum á sjónvarp, lesum eða hlustum á tónlist. Þau stunda líkamsrækt jregar þau eru í skapi til þess og þurfa ekki langt, því í kjallaranum eru sundlaug, sólbaðsstofa, gufubað og þrekhjól. Innflutningstekjumar sem ungverska ríkið hefur haft af töfratcningnuni, töfrasnáknum og nú seinast töfraklukkunni em vel séðar þar á bæ og þá auðvitað Rubik-fjölskyldan líka. Þeim hjónum hefur meira að segja verið leyft að fjárfesta hluta tekna sinna erlendis og /Puíil’i. nw Emo Rubik með nýjustu afurð sína, töfraldukkuna. slíkt gerist ekki á hverjum degi í Ungverjalandi. - Ég lifi góðu lífi, segir Emo og hann vill ekki breyta neinu. Síst af öllu hefur hvarflað að honuni að flytja til vesturlanda, þar sem nokkuð víst má telja að liann væri orðinn margmillj- arðamæringur fyrir löngu. Bush-hjónin dönsuðu á 11 böllum sama kvöldið! Það var mikið um dýrðir í höfuðborg Bandaríkjanna þegar 41. forsetinn var settur í embætti. Öllu var sjónvarp- að svo landsmenn og allur heimur gæti fylgst með inn- setningarhátíðinni, og síðan voru um kvöldið haldnir dansleikir á 11 stöðum í Was- hington forsetanum til heið- urs. Auðvitað höfðu tískukóng- ar nóg að gera því að allar „fínu konurnar" urðu að fá Hér sjáum við teikningu Scaasi af samkvæmiskjól Barböru Bush forsetafrúar nýja fína kjóla. Sá sem átti heiðurinn af kjól Barböru Bush forsetafrúar heitir Arn- old Scaasi og starfar í New York, en er frá Kanada. Hann hannaði safírbláan kvöldkjól fyrir frúna, kjóllinn var úr flaueli og glansandi silki. - Barbara Bush hefur „stjörnueiginleika" og það sópar að henni, segir í frásögn í blaðinu New York Times. Það sópaði líka vissulega að frúnni í nýja kvöldkjólnum, en hún gerði sjálf hálfgert grín að öllum fínheitinum þegar hún kom til fagnaðarins í Kennedy Center í Washing- ton. Þegar hún fór úr kápunni og fíni kjóllinn kom í ljós sagði hún: „Takið nú vel eftir hárgreiðslunni, förðuninni, og þessum hátískuklæðnaði," og svo bætti hún við, „það getur verið að þið sjáið ekki slík fínheit aftur!" Forsetafrúin hefur þótt ákaflega blátt áfram í klæð- aburði og langar víst ekkert til að breyta því. Forsetahjónin sveifla sér í dansinum, en einhver prakkarinn sagði, - að sér sýndist frúin hafa farið í kjólinn öfugan!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.