Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 14. febrúar 1989 AÐ UTAN lllllllll Dýrasta sjónvarpsþátta- röð allra tíma er fjárhagslegt stórslys Höfundur sögunnar, Herman Wouk var samningamönnum ABC þungur í skauti og á mikinn þátt í því hversu hörmulega hefur tekist tii með fjárhagsdæmið. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC gerir sér vonir um að sjónvarpsþáttagerð skáldsögu Hermans Wouk „War and Remembrance“, sem fjallar um síðari heimsstyrjöldina og er framhald þáttanna „Winds of War“ sem sýndir voru hér um árið, færi henni geysilegar vinsældir. En forráðamenn ABC gerðu tvær stórskyssur, þeir evddu of miklu fé til sjónvarpsþáttanna og þeim láðist að taka með í reikninginn þvermóðsku höfundarins Wouk. Reyndar koni í Ijós þegar upp var staðið að kostnaðurinn við þessa 32 tíma löngu þáttaröð var kominn upp í 100 milljónir dollara og fyrirsjáanlegt að a.m.k. 20 millj- ónir dollara vantaði upp á að endar næðust saman en ABC gerði sér vonir um að rétta fjárhagsdæmið við með því að venja bandaríska sjónvarpsáhorfendur á að fara aft- ur að horfa á ABC frekar en aðrar stöðvar. Hitt hefur sjálfsagt ekki hvarflað að neinum að kannski væri einhver áhorfandinn orðinn þreyttur af sjónvarpssetuni áður en yfir lyki, en í nóvember sl. var sýndur 18 tíma skammtur, tveir tímar í senn, á skömmum tíma og síðan bíða áhorfenda 12 tíma sýn- ingar í febrúar, ef þeir vilja ekki láta neítt fram hjá sér fara. Tvær rangar ákvarðanir Þessi sjónvarpsþáttaröð er dýr- asta sjónvarpsþáttaröð allra tíma og lítur jafnframt út fyrir að ætla að verða mesta fjárhagslega stór- slysið í allri sjónvarpssögunni. Jafnvel þó að áhorfendafjöldi kunni að slá öll met verða forráða- menn ABC að vera viðbúnir a.m.k. 20 milljón dollara tapi á ævintýrinu. Verði áhorfendafjöldi hins vegar minni en vonir hafa staðið til verður ABC að reikna með að 100 milljónir dollara hafi farið í súginn. Þetta ástand hefurskapast vegna tveggja ákvarðana sem hefur kom- ið í ljós að báðar reyndust rangar. Fyrir ABC vakti að þurfa ekki að leggja allt of mikið fé til þáttanna og þess vegna sömdu forráðamenn stöðvarinnar við höfund sögunnar sem þættirnir byggjast á, Herman Wouk, um að hann hefði óvenju mikið til málanna að leggja um gerð þáttanna. Forráðamenn ABC drógu þá ályktun að óhætt væri að leggja fram fé og sýna ýmsar tilslakanir við framleiðslu þáttanna eftir þær vinsældir sem forverar þeirra „Winds of War“ hlutu en þeir þættir, sem sýndir voru í Banda- ríkjunum í febrúar 1983 og voru gerðir eftir fyrri skáldsögu Wouks, reyndust ná augum og eyrum 53% bandarísku þjóðarinnar eða 140 milljóna. Og víðar um heim reynd- ist sagan um ævintýri bandaríska sjóherforingjans Victors Henry og fjölskyldu hans á fyrstu árum heimsstyrjaldarinnar síðari feikn- avinsæl. Fyrri þættirnir áttu að vera víti til varnaðar En framleiðendur þeirra þátta, „Paramount“ kvikmyndafélagið, urðu að þola tap á fyrirtækinu. Þó að þættirnir væru seldir til sýningar í 50 löndum tókst „Paramount“ ekki að hafa nema 80% upp í kostnað við gerð þáttanna, sem nam 50 milljónum dollara. Hins vegar var sú sjónvarps- þáttaröð hrein gullnáma fyrir ABC. Fyrir auglýsingar, sem sýnd- ar voru með þáttunum, krafðist ABC 6000 dollara á hverja sek- úndu og hafði upp úr krafsinu 25 milljónir dollara. „Paramount“ átti líka réttinn til að kvikmynda framhald sögunnar af Victor Henry og fjölskyldu og árið 1984 lögðu forráðamenn ABC til við kvikmyndafélagið að gerð yrði framhaldsþáttaröð eftir þeirri sögu fyrir sjónvarp. En „Paramount", sem er dótt- urfyrirtæki bandaríska olíufyrir- tækisins „Gulf and Western“,.Iagði ekki í áhættuna. ABC-menn fengu það svar að þeir skyldu heldur gera það sjálfir. ABC samdi af sér Forstjóri ABC, Charles Pierce, lagði í áhættuna, þrátt fyrir mikið hik félaga sinna. Þá þegar hafði ABC-stöðin ákveöið að taka ekki þátt í samningaviðræðum um sjón- varpsréttinn frá Ólympíuleikunum í Seoul 1988 vegna hinnar pólitísku ókyrrðar í Suður-Kóreu. Þar af leiðandi varð ABC að hafa eitt- hvcrt sterkt spil á hendi til að laða að sér áhorfendur á þeim tíma sem leikarnir færu fram, svo að ekki glötuðust alltof margir áhorfendur í samkeppninni. Þessi afstaða skýrir hversu mikið forráðamenn ABC voru reiðubún- ir að leggja sig fram um að gera þættina sem veglegasta og sýna eftirfarandi dæmi hvað þeir teygðu sig langt: • „Paramount" fékk í sinn hlut 2,5 milljónir dollara fyrir að afsala sér réttinum til að kvikmynda sög- una, auk 35% hlutdeildar í allri sölu á sýningarrétti til annarra landa. Þessi klásúla er álitið að færi kvikmyndafélaginu 25 milljónir dollara í sinn hlut. • Rithöfundurinn Herman Wouk, sem gegndi herþjónustu í síðari heimsstyrjöld í bandaríska sjó- hernum, fékk 4 milljónir dollara fyrir sinn snúð. Auk þess tryggði hann sér réttinn til að úrskurða um hvenær, hversu margar og frá hverjum megi sýna auglýsingar með þáttunum. Wouk, sem er rétttrúaður gyðingur, byggir kröfu sína á því að hann vildi ekki að atriði frá Auschwitz yrði rofið með auglýsingu. Met á öllum sviðum vanstjórnar í kjölfarið á þessum samningum hófst svo metaframleiðslan: Eftir tveggja ára undirbúning kvik- mynduðu Dan Curtis leikstjóri og starfsmenn hans látlaust í 21 mánuð, í 10 löndum meira en 2000 atriði á yfir 680 km langa filmu, nægilega mikið efni til að senda út í sjónvarpi í 370 klst. Kvikmyndahandritið, sem var Die gröBte Serie aller Zeiten Die ABC-Fernsehserie „War ond Remembrance die aufwendigste Unterhaitungs-Produktion der Geschichte i m m m *L Dle Produzenten benötigten zwei Jahre fiir die Pianung, 21 Monate fiir Dreharbeiten und ein Jahr om Schneidetisch - insge- samt fast so ionge, wie der II. Weltkrieg dauerte yUa% Aufnahmeteam drehte mehr als 2000 Szenen in zehn Landern der Erde Sie ist langer als eine Jahres- produktion von „Miaml Vice" und dreimal so teuer: Jede ihrer 32 Stunden kostet 5,5 Millionen DM Die Produktionskosten waren mehr als doppelt so hoch wie bei der vorangegangenen TV-Serie „Feuersturm . Doch es wird mit weit weniger Zuschauer gerechnet Das Drehbuch enthtilt 358 Sprechrollen Fiir die Gesomtkosten von 176 Millionen DM htitte man fiinf Spielfilme drehen können Bei der Produktion wurden 640 Kiiometer Filmmateriai verbraucht - gcnug fur 370 Stunden Sendezeit. Nur 32 Stunden werden^ gesendet Stórkostlegasta sjónvarpsþátta röð allra tíma Þáttaröðin er lengri en ársframleiðsla á „Miami Vice“ og þrisvar sinnum dýrari. Hver klukkustund í þessari 32 tíma lengloku kostar 143 milljónir islenskra króna. Framleiðendurnir þurftu tvö ár til undirbúnings, 21 mánuð til myndatöku og eitt ár til klippinga, allt í allt h.u.b. eins langan tíma og síðari heimsstyrjöldin stóð. Framleiðslukostnaðurinn var , meira en tvisvar sinnum hærri Þattaröð ABC „War and en við fyrri röðina „Winds of War“. En það er reiknað með að áhorfendur verði margfalt færri. „ „ . í handritinu eru 358 hlutverk afþreyingarefni sogunnar sem eitthvað hafa að segja. Remembrance“ ei innihaldslausasta Kvikmynduð voru yfir 2000 atriði í 10 löndum. Við framleiðsluna voru notaðir 640 km affilmu, nægilega mikið magn til að senda út i sjónvarpi í 370 tíma. Útsending verður alls í 32 klukkustundir. Robert Mitchum er enn í hlutverki sjóliðsforingjans Victors Henry og er treyst á að vinsældir hans laði einhverja áhorfendur að þáttunum. 1492 bls. að lengd, hafði að geyma 358 hlutverk sem eitthvað höfðu að segja og nú voru ráðnir leikarar úr fremstu röð. Robert Mitchum, orðinn 71 árs að aldri, fer með hlutverk Victors Hcnry sem fyrr. John Gielgud leikur nú prófessor- inn og Jane Seymour hefur tekið við hlutverki Ali McGraw. Bretinn Steven Berkoff leikur Hitler og þýski leikarinn Hardy Krúger leik- ur eyðimerkurrefinn Erwin Rommel. Til að atriðin úrgereyðingarbúð- unum yrðu sem næst raunveru- leikanum lögðu þátttakendur leið sína til Auschwitz. Að myndatökunum loknum tók vinnan við klippingar við og fór reyndar fyrirtækið sem þær annað- ist á hausinn meðan á því stóð. Að öllu þessu loknu stóðu menn uppi með 32 stunda sjónvarpsefni, sem að meðaltali kostaði um 143 inillj- ónir ísl. króna hver klukkutími. Árangurinn ekki í sam- ræmi við tilkostnaðinn Árangurinn virðist ekki réttlæta allan tilkostnaðinn. The New York Times lýsir útkomunni sem „inni- haldslausri yfirfljótandi sápuóperu með sögulegan bakgrunn". En auðskiljanlega skiptir meira máli fyrir ABC hver fjárhagsleg niðurstaða verður af þessu ævintýri en einhver gagnrýni frá listrænu sjónarmiði. Af hálfu stöðvarinnar var 30 sekúndna auglýsingattmi verðlagður á 250.000 dollara, eða hver sekúnda á 8.333 dollara, og áætlað var að selja alls 108 auglýs- ingamínútur. Skv. því hefðu aug- lýsingatekjur numið 54 milljónum dollara. Höfundurinn erfiður í samningum En í hvert sinn þegar forráða- menn ABC-stöðvarinnar lögðu fyrir höfundinn Herman Wouk auglýsingasantningana, en til þess höfðu þeir skuldbundið sig skv. samkomulagi við hann. urðu þeir að skera niður auglýsingarnar. Wouk gerði það að grundvallar- reglu að banna allar auglýsingar á sjampói, sápu og öðrum hreinlætis- vörum. Hann hafnaði líka alger- lega auglýsingum á skordýraeitur- úða, drykkjarföngum, skyndirétt- um og öðrum neysluvörum. Þar að auki heimilaði hann nú ABC aðeins að selja 6 auglýsinga- mínútur á hverri klst. í stað þeirra 7 sem upphaflega hafði verið áætl- að. Þessi ákvörðun hans ein minnk- ar tekjumöguleika ABC um 16 milljónir dollara umfram upphaf- legan útreikning. Að endingu bannaði höfundur- inn mönnunum frá ABC með öllu að kynna annað efni hjá ABC meðan á útsendingu þáttalanglok- unnar um „War and Remem- brance" stæði. Þrisvar gekk yfirmaður ABC, Thomas Murphy á fund Wouks og reyndi að telja hann á einhverja málamiðlun en Wouk varóhaggan- legur. Neyðarvon stjórnenda ABC var loks sú að þeir geti sætt auglýsend- ur við að búast ekki við nema 20,2% horfun á fyrstu 18 tíma útsendinguna í nóvember því að færi svo að þáttaröðin næði geysi- legum vinsældum mætti hækka auglýsingaverð verulega í síðari 12 stunda útsendingunni í febrúar. Þar að auki gera menn sér vonir um að mikið fé fáist fyrir sölu sýningarréttar í öðrum löndum, rétt eins og gerðist með fyrri röð- ina. Það er því ekki víst að tap ABC verði eins stórt og líkur benda til nú.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.